Norðurland

Tölublað

Norðurland - 20.04.1907, Blaðsíða 2

Norðurland - 20.04.1907, Blaðsíða 2
Nl. 134 táknum þessa tíma, er benda til endurreisnar þjóðlegra hugsjóna hér á landi. Hin samskotin eru líka tákn, tákn þess fleðuháttar, er aldrei er í rónni nema þegar hann viðrar sig upp við eitthvað það, sem danskt er. Ingólfsmyndin gat orðið tákn þess sjálfstæðisanda, sem nú er svo ríkur í brjóstum margra íslendinga. Konungsmyndinni var líka ætlað að vera tákn, tákn þess innlimunar- anda, sem reynt er til að blása í brjóst þjóðarinnar. t>að er ekki á voru valdi að af- stýra því, að það tákn verði reist, enda gerir lítið til um það úr því það verður sett upp að mestu af útlendum mönnum, en hitt er á voru valdi, að láta ekki þá smán spyrjast af oss, að vér komum Ing- ólfsmyndinni ekki upp. Slíkt rænuleysi þjóðarinnar nú á þessum tímum væri líka dauðadóm- ur hennar yfir íslenzku þjóðerni. Allir ættu að leggja nokkuð fram og safnast þá fljótt er saman kem- ur. Menn verða að vísu nokkrum aurum eða krónum fátækari við það, fljótt á að líta, en þó er það svo, ef rétt er á litið, að það mun marg- borga sig fyrir flestum. Samhygð einstaklinganna gerir þá auðugri, ríkari að andlegum auði, sem er meira virði en nokkurar krónur. Ef einhverir kynnu að vilja biðja Norðurland fyrir samskot til Ingólfs- myndarinnar, er blaðinu ánægja að því að veita þeim móttöku og koma þeim til skila. X Um Hvamm í Laxárdal sóttu síra Arnór Árnason uppgjafaprestur frá Felli og Þorsteinn Björnsson frá Bæ. Kjörfundur var í gær. Talið víst að síra Arnór hafi náð kosningu. Þjóðjarðasalan og stjórnin. (Kafli úr bréfi.) . . . »Eg varð steinhissa þegar eg las í vetur skýrslu »Norðurlands« um verð þjóðjarða þeirra í Eyjafirði, sem stjórnin gaf falar ábúendum. Eg hafði fylgst með í því, sem rætt hafði verið og ritað um þjóðjarðasölumálið. Ráð- herrann og landritarinn höfðu á þingi verið eindregnir þjóðjarðasölumenn áður en þeir komust á valdastólana. í ástæð- um stjórnarráðsins fyrir frumvarpinu stendur: »Stjórnarráðið telur það sem sé aðalmarkmið * sölu á þjóðjörðum, að með henni aukist sjálfsábúð í Iand- inu, þar sem stjórnin er sammála nefndinni (milliþinganefndinni) um, að með stöðugri aukning sjálfsábúðarinn- ar sé ræktun landsins og framíörum í búnaði bezt borgið.« Þetta er keiprétt. Eg hefi sannfærst um það með hverju búskaparári mínu, og eg gladdist yfir því að sjá bæði milliþinganefndina og hið háa stjórnar- ráð viðurkenna þennan sannleika og þótti málinu borgið, þegár þingið hafði samþykt lögin, sem bygð eru á þessum grundvelli og ekki var ástæða til að kvíða því, að framkvæmd þeirra færi í handaskolum hjá stjórn, sem skipuð var jafneindregnum þjóðjarða- söluvinum eins og Hannesi Hafstein og Klemens Jónssyni. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Eftir skýrslunni í »Norðurlandi« verð- ur ekki betur séð en hið háa stjórnar- ráð hafi alveg mist sjónar á >aðalmark- miðinu«, sem lögin áttu að stefna að eftir skoðun nefndarinnar, þingsins og þess sjálfs, — nú var það ekki lengur aðalatriðið að auka sjálfsábúðina í land- inu, heldur hitt að pressa út úr ábú- * Leturbreyting gerð af oss. endum sem hæst verð fyrir jarðirnar, og til þess að ná þessu markmiði, hikar stjórnin sér ekki við að virða all- ar virðingar nákunnugra, dómkvaddra, eiðsvarinna sæmdarmanna að vettugi. Hún stingur blátt áfram virðing- unum í skúffuna ög krotar svo upp eitthvert verð á jörðunum alveg út í bláinn. Eg segi alveg út í bláinn, þvf mat umboðsmanna tel eg að engu. Þeir eru aðilar í þessu máli og ríður það persónulega á miklu að salan farist fyrir. En ráð til þess hafa þeir það eitt að skrúfa upp verðið og bola með því ábúendurna frá kaupunum. Með hækkun verðsins hefir stjórnin gert ábúendum örðugra fyrir að ger- ast sjálfseignarbændur; hún hefir lagt stein í götu þeirra manna, sem keppa vilja að því markmiði að auka rcektun landsins, því markmiði er hún sjálf hefir bent á. Eflaust verður hækkunin til þess að fæla suma frá kaupunum og þeir sem kaupa verða ófærari eða alófærir til þess að bæta jarðirnar. í báðum tilfellunum er loku skotið fyrir það að þjóðjarðasölulögin nái til- gangi sínum, þeim tilgangi, að efla ræktun landsins. Jarðirnar eru betur óseldar en að menn kaupi þær sér í óhag. »Verði kaup manns á ábýlinu til þess að arðberandi bústofn hans gangi til þurðar, væru þau jarðarkaup betur ógerð« segir milliþinganefndin í ástæðum sínum fyrir frumvarpinu. Og slík kaup eru betur ógerð, hvort sem á þau er litið frá sjónarmiði landsjóðs eða kaupanda. Eftir lögunum eru afborgunar skilmálarnir hvergi nærri eins góðir og vera ætti, og hefði það átt að vera stjórninni enn meiri hvöt til þess að hafa verðið sem sanngjarn- ast. Réttast hefði verið að hafa borg- unarfrestinn á 9110 hlutunum 10 ár, fyrstu 5 árin afborgunarlaus og svo jafnar afborganir á 35 árum. — Þessu þyrfti að breyta í lögunum nú þegar og sú breyting ætti að ná til þeirra, sem þegar hafa gengið að kaupunum. Það ráð eitt hefir þingið til þess að bæta úr gjörræði stjórnarinnar. 14. gr. laganna þyrfti og að breyta á þá leið, að stjórnin gæti ekki breytt virð- ingarverði jarðanna eftir geðþótta. Ef hún fellist ekki á virðingarverðið gæti hún heimtað yfirmat og þætti henni það að einhverju leyti athugavert þá bæri henni að skjóta málinu til þings- ins sem þá legði fullnaðarúrskurð á málið. Vonandi sjá allir að ekki dugar að láta við svo búið standa. Þeir menn sem eru sannfærðir um að viturleg þjóðjarðasala miði til þess, að efla ræktun landsins, auka verðmæti jarð- anna og gera þjóðina auðugri, þeir mega ekki láta skammsýnni stjórn haldast það uppi að fara svo með söluna að hún geti ekki náð þessum tilgangi, en verði til þess eins að landið missi eignar- og umráðaréttinn yfir jörðunum. — Þessu ættu bændur að muna eftir á þingmálafundunum í vor . . . Skagfirðingur. X Frá útlöndum. Rússnesk einurð. Á Rússlandi eru tvennir tímarnir. Fyrir fám árum gat enginn þar setið eða staðið öðruvísi en stjórninni þókn- aðist, án þess að eiga víst líflát eða útlegð. Stjórnarandstæðingarnir finna nú betur til máttar síns, er þeir hafa tvívegis náð meiri hluta við kosningar til dúmunnar, enda sýnast fulltrúar þjóðarinnar hafa fulla einurð við keis- arann og alla hina glæsilegu sveit hans. — Við þingsetninguna 5 marz var lesið upp bréf frá keisaranum. Að þeim lestri loknum stóðu allir stjórnar- liðar upp og hrópuðu einum munni: »Lengi lifi keisarinn*, en allir stjórn- arandstæðingar sátu hljóðir. Félæging- ar (jafnaðarmenn) höfðu ekki einu sinni svo mikið við. Þeir komu ekki í þing- salinn fyr en þessum lestri var lokið. Eftir þingsetninguna streymdi aragrúi manna um göturnar, til þess að láta í Ijós óánægju sfnu yfir stjórnarfarinu undanfarið, en margir þingmenn slóg- ust í hópinn og héldu ræður fyrir lýðnum. Ekki er það reyndar nema sjálfsagt, að sýna stjórn sinni kurteisi, sé henni ekki alls góðs varnað. En töluvert stingur hún í stúf þessi einurð hinna margkúguðu Rússa við ýms þau smjað- urs-ávörp er fulltrúar þjóðar vorrar hafa oft og einatt sent suður til Kaup- mannahafnar, til stjórnarvaldanna þar og það þá hvað frekast, er stjórn vor átti alt annað en smjaður skilið. Hnefarétturinn og réttlætið. Englendingar hafa stórum dregið úr gjöldunum til flotans og þykir það að sjálfsögðu tíðindum sæta á þessari her- búnaðaröld. Einn af ráðherrum Eng- lendinga fór þessum orðum um þessar ráðstafanir í enska þinginu $. marzm. »Því fer svo fjarri að eg telji rangt af ráðaneytinu að hreyfa við niður- færzlu hergjaldanna, að eg tel mér skylt að lýsa yfir því, að vér hyggjum alla hugsandi menn hér í álfu stefna 2 Reyndar átti Borring kennari fullt í fangi með að halda þeim í röð og reglu. Því það bar oft við, að einhver spiltur lærisveinn tók pennana í stundarhlénu, stakk þeim ofan í blekbyttu og hrærði í henni þangað til að snáparnir stóðu í allar áttir og fjöðurstafirnir fyltust af bleki. Þegar Borring kom svo í næsta skifti inn í bekkinn og æpti: »Nei, guð minn góður, hver hefir eyðilagt pennana mínaf —« þá svaraði bekkurinn jafnan örugt og í einu hljóði: »Aalbom!« Það var alkunna, að kennararnir Borring og Aalbom hötuðu hvor annan af hjarta. Kennarinn skóf fjöðurstafina og blés örsmáum spón- um bæði hvítum og bleksvörtum út um kennaraborðið. »Fleiri bæir—« því næst tautaði hann fáein bless- unarorð fyrir munni sér um Aalbom, »fleiri bæir, fleiri bæir!« En ekki drógst orð úr drengjunum: því að í dag átti að hlýða þeim yfir, sem neðstir sátu í bekknum, en frá þeim fekst aldrei nokkurt svar. Þetta vissu líka allir; en sakir góðrar reglu var þeim hlýtt yfir einusinni í mánuði, svo einkunnabókin gæti sýnt að þeir hefðu fengið »fjóra« eins og vant var. Og ekki var heldur að sjá svo á þessum fjórum eða fimm snáðum, er næstir sátu, að þeir kærðu sig mjög mikið hvort svarað var eða ekki; og þessvegna vildi enginn þeirra, sem á efri bekkjunum sátu, eiga við það að stofna sér í hættu með því að hvísla þangað niður. Að eins sá, sem nú var verið að spyrja, sat órór og fiktaði við landabréfabókina, sem lá lokuð á borð- inu framan við hann. Því meðan stóð á yfirheyrslu, 3 varð bæði sá, er spurður var, og þeir, sem næstir hon- um sátu, að loka bókum sínum. »Landafræði er engin landsuppdráttament,«» sagði Borring. Gagnstætt venju hafði hann lesið lítið í dag — hann Þorleifur langi; það voru bæir í Belgíu; hann hafði lesið námskaflann tvisvar heima og einusinni í skólanum. En þessi þögn og kyrð milli þess að kennarinn sagði »fleiri bæir«, mjög óljósar endurminningar um bæina í Belgíu og æfingarleysi í því að svara, — alt saman þetta lokaði munni hans, og þó vissi hann fyrir víst um einn bæ enn að minsta kosti, — hann sat og nefndi nafnið í huganum, en hann þorði ekki að opna munninn; ef til vill væri það nú hringlandi vitlaust og svo yrði almennt hlegið að því eins og vant væri; því var bezt að þegja. Sessunautar hans á neðsta bekknum biðu örlaga sinna með rórri þverúð. Þeir voru stærstu og sterk- ustu drengirnir í bekknum; þeir hugsuðu um að kom- ast á sjóinn og kærðu sig kollótta urti einkunnabókina. Eínn þeirra laumaði þó landafræðinni undir borðið og las dálítið um bæina í Belgíu og það, sem þar fer á eftir. Maríus litli sat háttprúður í sæti sínu; hann starði á kennarann stóru augunum sínum með stöðugri at- hygli, en jafnframt því var hann eitthvað að dunda undir borðinu eins og hann væri að hnýta hnúta og reyrði að þeim af öllu afli. I öllum bekknum var ofurlítill kliður þessa heitu há- degisstund; flestir höfðu eitthvað fyrir stafni. Sumir gerðu ekki neitt, en sátu með hendur í vösum og góndu út í loftið; einn var að skrifa latneskar orð-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.