Norðurland

Tölublað

Norðurland - 20.04.1907, Blaðsíða 4

Norðurland - 20.04.1907, Blaðsíða 4
Nl. Mannalát. Þann 14. des. s. 1. andaðist að Þórs- höfn á Langanesi veitingakona Arn- þrúður Jónsdóttir, fædd 10. janúar 1854, ekkja Jóhanns sál. Jónssonar borgara á Þórshöfn. »Arnþúður heitin var að allra manna dómi mjög vönd- uð kona og góð, gestrisin og hjálpfús við alla, sem til hennar leituðu.« SparisióOur er nýstofnaður í Hornafirði fyrir forgöngu þeirra Þórhalls Daníelssonar verzlunarstjóra, Þorleifs hreppstjóra í Hólum og síra Benedikts Eyjólfssonar. Hákarlsusrsrar sem verzlunarvara. í febrúarheftinu af Norsk Fiskeri- tidende er eftirtektaverð grein um sölu hákarlsugga í Kína. Þar þykja þeir sælgæti og eru í háu verði. Uggarnir eru skornir af fiskinu eftir föstum regl- um, vandlega þvegnir og hengdir svo til þurks. — Norðmenn hafa gerl ráð- stafanir til að útvega sér markað fyrir þessa vöru í Kfna og er það á góðum vegi. Verðið er hátt. — Vér vildum benda hákarlaútgerðarmönnum vorum á þessa grein. Tímaritið er á lestrar- salnum. Þunz kvefsótt hefir gengið víða hér í bænum og nágrenninu undanfarið. Ekki ósvipuð Influenzu, en fer þó hvergi nærri eins hratt yfir eða er eins næm. Þó nokkr- ir hafa fengið lungnabólgu upp úr kvefinu. Menn ættu að gera sitt ýtrasta til að fara varlega með sig, einkum forðast ofkælingu, meðan þeir hafa þenna kvilla. Er það helzta vörnin gegn því að fá lungnabólguna. Oðara en hitaveiki gerir vart við sig, þó lítil se', œttu menn að leggjast í rúmið. SkipaferOir. Egill fór héðan fyrra sunnudag. Meðal farþega héðan voru Páll Stefánsson verzl- unarfulltrúi, Einar Gunnarsson kaupmaður, frúÞorbjörgFriðgeirssonogungfrúrnar Snjó- laug Sigurðardóttir og Sesselja Guðmunds- dóttir, Benedikt Björnsson kennari í Garði í Kelduhverfi og Húsvíkingarnir flestir er hingað komu með skipinu. Kyalen kom í gær. Með honum voru: Grímur Laxdal og skipstjórarnir Ingólfur og Vésteinn Kristjánssynir frá Framnesi. Mjölnir kom í morgun. Farþegi: Síra Þorleifur Jónsson á Skinnastað. Skálholt kom og í morgun með fjölda farþega. Á meðal þeirra voru Helgi Guð- mundsson héraðslæknir, Hafliði Guðmunds- son hreppstjóri og Vilh. Jónsson kaupm. af Siglufirði, Jón Jónsson héraðslæknir Blönduósi, Benedikt Benediktsson Kálfs- hamarsvík, Sigurjón Jónsson bóndi á Ós- landi, Flóvent Jóhannsson á Sjávarborg með konu sinni. Fjármark Sigurjóns Jónssonar á Óslandi í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu er: Sneitt a. h., biti n. Kvenféiagíð „FRAMTÍÐIN“ leikur og sýnir Ta b1e au í Goodtemplarahúsinu á laugardags- kvöld og sunnudagskvöld, til ágóða fyrir fátœka, veika stúlku. Nánar á götuauglýsingum. 136 Kutter (76 smálesíir) ágætlega hirtur og útbúinn, fæst leigð- ur eða keyptur, ef um semur. Sigfús Sveinbjörnsson, fasteignasali. Pilturf sem vill læra skósmíði getur fengið atvinnu á skósmíðaverkstæði undir- ritaðs nú þegar. Húsavík 11. apr. 1907. Bened. S. Snœdal. Kornmafur, Kaffi, Sykur og ýmsar nauðsynjavörur nýkomnar i Höepfners verzlun. (T&D <aÉ» Laukur <afási hvergi betri og ó- dýrnri en í Höepfners verzlíin. CtÖð Allir sem þurfa að kaupa skófau á Húsavík ættu að koma á skóverk- stæði undirritaðs. Þar er búið til vandað skótau og selt með góðum kjörum. Húsavík n. apr. 1907. Bened. S. Snœdal. Fjarmark Sigurðar H. Sigurðssonar á Siglu- firði er: Hálftaf aftan hægra, stúf- rifað og vaglskora aftan vinstra. Mark þetta finst i markatöflu Skagafjarðar- sýslu, og muni menn það. Hreppstjórar eru beðnir um að færa markið inn í töfl- ur sínar. — H. S. Verzlun Sr). Jónssonar á Oddeyri er mjög vel birg af allflestum vörutegundum — einstöku tegundir liggja ennþá á Seyðisfirði sökum hindrunar af ís. — Sérstaklega skal þó henda á að miklar og fjölbreyttar birgðir eru af ails konar Korn vörum, Njáenduvörum, Skófatnaði afar fjölbreyttum, allskonar Járnvörum, hvergi hér úr eins miklu að velja. Karlmanna-fataefni, Herða- og hálsklútar, Ferðatöskur og ótal margt fleira. — Menn eru vinsamlegast beðnir að athuga vörur og vörugœðin í verzlun þessari, áður en þeir kaupa nauðsynjar sinar hjá öðrum. — Hvort verðið er hátt eða lágt, sannfœrast menn um með þvi að bera það saman við verð annara verzlana. Reynið það, svo sannleik- urinn komi sem bezt i ijós. £CST Nánari auglýsing í næsfa blaði. Akureyri þ. 19. apríl 1901. jóhannes Stefánsson. Fermingarkjólaefni af mörgum tegundum og margt annað fleira er nú nýkomið í VEFNAÐARVÖRUBÚÐINA. Hallgr. Davíðsson. öpinbert uppboð verður haldið laugardaginn 27. p. m., við sjúkrahúsið á Akur- eyri, og þar selt, samkvæmt ósk sjúkrahússráðsmanns Björns Ó- lafssonar, allskonar innanhússmunir, svo sem: borð, stólar, fjaðra- soffi, ruggustóll, borðstofuskápur, servant, rúmstæði, sængurfatn- aður, svo og ýmiskonar búr- og eldhúsáhöld o. m. fl. Uppboðið byrjar kl. 11 f. h. nefndan dag og verða söluskil- málar birtir á undan uppboðinu. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu, 11. apríl 1907. Guðl. Guðmundsson. Xven-si/furúr hefir fundist á götum bæjarins. Eig- andi snúi sér til ritstjóra þessa blaðs. Undirritaður útvegar ofna og eldavélar með verksmiðjuverði frá ýmsum beztu járnsteypuverksmiðjum í Danmörku. Akureyri, 20. apríl 1907. Hallgr. Davíðsson. m- Ferðamenq t*» sem bíða eftir skipum eða í öðrum erindum á Húsavík geta fengið fæði og aðsetur í húsinu »SnæIand«. Sér- stök herbergi leigð ef óskað er. Húsavík 11. apr. 1907. Bened. S. Snædal. ..NorOurland" kemur út á hverjum laugar degi og oftar þegar sérstök ástæða þykir til, að minsta kosti 52 arkir um árið. Verð árg. 3 kr. á Islandi, 4 kr. 1 öðrum Norðurálfulöndum, U/2 dollar f Vestur- heimi. Qjalddagi fyrir miðjan júní að minsta kosti (erlendis fyrir fram). - Uppsögn sé skrifleg og bund- in við árgangamót; ógild nema komin sé ti! rit- stjóra fyrir 1. júní og kaupandi sé skuldlaus við blað- ið. - Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við ritstjóra. Afsláttur mikill fyrir þá er auglýsa mikið. Prentamiðja Oddi Björnssonar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.