Norðurland


Norðurland - 12.10.1907, Side 1

Norðurland - 12.10.1907, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 9. blað. Akureyri, 12. október 1907. J'dýir kaupendur að 7. árgangi Norðurlands fá í kaupbæti, eftir því sem þeir sjálfir kjósa söguna „Spæjarinn" eða söguna „Bandingini) á Sakhalíi)“. Auk þess fá þeir ókeypis, meðan upplagið hrekkur, það setn út er konið af sögunni „Eitur“ eftir Alexander Kielland. Sú saga er talin ein af ágætust sögum skáldsins. Norðurland kostar að eins 3 Krónur. Til útsölumanna Nl.s Þeir háttvirtir útsölumenn blaðsins, er eitthvað hafa óselt af 48. og 50. nr. 5. árgangs Norðurlands, eru beðnir að gera svo vel að senda blaðinu, á þess kostnað, öll þau blöð er óseld eru, með því þessi nr. af blaðinu er fyrir löngu útseld, en eftirspurn mikil eftir þeim. Sitt af hverju. sem gengu í Akureyrarbæ um Ping- vallafundinn, þegar eg kom þar með Vestu að sunnan og áttu þær að vera sprottnar upp í símanum og runnar eftir honum endilöngum vestan að og sunnan. Eg nefni að eins hitt, sem Norðri mælti í garð fundarmanna og fundarins. Hann furðaði sig mest á tvennu: að fundurinn var kallaður þjóðfundur og annað fekk hann sér mjög til orða, það, að nefndarmenn- irnir væru ekki þjóðkunnir mjög, þeir sem gerða tillöguna í sambandsmálinu á Þingvelli og mun hann hafa haldið, að með þessum orðum væri þeim hnekt í áliti þjóðarinnar. Eg skal fyrst minnast á orðið þjóð- fundur. Eg mun hafa sett það í Norður- land í ferðasögubroti mínu, sem þar kom í sumar og þykist eg geta varið það mál. Eg fer auðvitað ekki í mál- fræðisdeilu við Norðra, heldur er að- eins um málsvenju að ræða í þessu efni. Og málsvenjan er þessi, að kenna við þjöð, það sem víðtækara er en svo, að kent verði við sveit, sýslu eða fjórð- ung. Norðri verður að játa það, að Þing- vallafundurinn síðasti var ekki hrepps- fundur, né sýslufundur, og heldur eigi fjórðungsfundur. Hann var einmittþjóð- fundur, af því að fleiri stoðir runnu undir hann en aðra fundi í landinu. Þingmálafundirnir, sem haldnió voru s. 1. vor, víðsvegar um land, sýndu það, að þjöðviljinn var samþykkur Þing- vallafundarsamþyktinni og hún honum. Fundur, sem hefir svo öílugan bakhjarl og sóttur er úr flestum sýslum og héruðum, hann er réttnefndur þjóð- fundur, svo sem sú lýgi er réttnefnd þjóð-lýgi, er gengur um land alt, enda þótt blaðið sem flytur hana sé eigi þjóð-blað að vitsmunum né rótfestu. Þá var sú önnur ástæða gegn fund- inum, sem Norðra gerði að gapuxa f þessu máli, að nefndarmennirnir á Þingvelli í sumar væru eigi þjóðkunnir mjög! og því líklega litlir menn fyrir sér. Ritstjóri Norðra hefði átt að fara í hendurnar — eg á við munninn — á sumum nefndarmönnunum t. d. Ein- ari Hjörleifssyni, Bjarna frá Vogi og síra Guðniundi frá Gufudal. Honum mundi hafa orðið að því, að þeir munnar snúa þversum og eru þó ekki vanskapaðir. Síra Kjartan Helgason var fjórði maður í nefndinni, ágætur maður að viti og mannkostum. — Hann er einn af hinum nafnkunnu Birtingaholtsbræðr- um og efast eg um að ritstjóri Norðra sé maður á móti honum á þann hátt, sem fermingardrengur er gagnvart presti -sínum — aukheldur þá meira. Magnús Blöndal trésmfðameistari var fimti mað- ur í nefndinni. Um hann veit eg það með vissu, að hann gæti smíðað með annari hendinni utan um ritstjóra Norðra. Og þótt hann væri handalaus gersamlega mundi honum vera auð- velt að gera það með tungu sinni. — Björn frá Gröf f Húnavatnssýslu var sjötti maður í nefndinni. Hann hefir flutt flókið mál fyrir rétti og þótti vera æði sleipur og hefir þó þroskaat síð- VII. ár. an að líkindum. — Þá eru nefndar- mennirnir taldir nema eg, sem þetta rita. Og er það skjótast sagt, að eg þykist vera jafnoki ritstjóra Norðra í öllum góðum greinum og þó snjallari í hvívetna — nema í því að koma mér í mjúkinn hjá þeim mönnum, sem hafa magann fyrir guð sinn og eta sig framsetta. Annars er við því að búast, að eigi verði allir sammála í landinu, svo mörgu sem nú viðrar og misjöfnu. Við ritstjóri Norðra lifum í sínu and- rúmsloftinu hvor og er þess vegna við því að búast, að við skjótum upp öndjnni misjafnlega. Hann mun hafa komið í konungsherbergi í sumar og verið við nafnbótaskömtunina. En eg var á engi og »at erfiði.* — Fleira er rætt í landinu en þjóðmál- in, þótt þau láti hæst, og konungs- koman, sem margmálgust hefir verið, nú í sumar. Eg leit yfir Frækornin hans Davíðs Austmanns hérna um daginn, eftir póst- komuna, og fann þar ritgerð eina, sem var annarar náttúru en krossaveiting og konungsferð. Ritgerðin er um heims- enda og spádómana sem fjalla um Ragnarök Biflíunnar. Davíð sýnir fram á það í Frækornum sínum, að spá- dómarnir sýni það berum orðum, að nú sé komið að heimsslitum. Hann telur upp alla spádómana, þá sem um þetta efni fjalla — nema einn. Hann nefnir ekki eitt stórmerkið, sem komi á daginn áður en »veröld steyp- ist«. Hann nefnir ekki þetta sem mig II. Einar Hjörleifsson reyndist getspak- ur á Þingvallafundinum í vor, þegar hann flutti tillögu nefndarinnar í Þing- brekku. Hann gat þess þá, að margur mundi verða til þess að líta illu auga til þessa fundar og trúa því.um hann, að hann væri afskræmi. Hann sagði, að mörgum manni mundi í því efni fara líkt og einfeldningi einum fyrir vestan. Maður kom til hans og sagði honum, að ljótt væri nú að frétta af barninu, sem fæðst hefði þarna á bæn- um, sem hann nefndi; það væri hræði- lega vanskapað — þetta litla! munnur- inn sneri reyndar þvers um og hár- ramurinn út! — Fáráðlingurinn varð alveg hissa á því hvað barnið væri herfilega vanskapað og lét söguna ber- ast boðleiðina. Daginn eftir kom Reykjavíkin út og sagði frá fundinum. Þá var spáfluga Einars sprungin að nokkuru Ieyti. Rvík- in talaði um fundinn svo sem þjóðar- vanskapnað og endemi. En þó hafði hún lappirnar fyrir sér, Reykjavíkin hans Jóns, og varð eigi ber að flónskuhjali um fundinn. En þegar kjaftatívan hún Gróa á Norðraleiti mintist á fundinn, þá rættist spá Einars fyllilega. Pá var f’ingvallafundurinn orðinn vanskapning- ur og vanskapnaðurinn var þessi: að tuunnurinn sat þvers um á barninu °g hárramurinn sneri út! — Eg tala nú ekki um lygasögurnar, 8o dafnaði á sinn hátt. Skólinn þreifst ekki; með hverju árinu komst hann að raun um, að nemendum þeim fækkaði, sem vakið gátu vonir að því er latínunámið snerti. En aftur var nóg af röskum strákum, sem hættu snemma og voru síðan í förum eða fóru til útlanda að læra verzlunarfræði. Hann sneri sér við og gekk út f gamla stóra garð- inn hinumegin við húsið. Þar átti hann ofurlítinn trið- aðan blett undir æfagömlu perutré; þar sat hann á sumarkvöldum og tók í nefið hægt og gætilega. En ekki þarna heldur — fráskilinn bænum og öllum heim- inum bak við háa kirkjugarðsmúrinn—ekki þarna held- ur fekk hann frið fyrir óværum og áleitnum hugsunum. En hvað honum geðjaðist illa að öllu þessu — allri þessari nýju annríku ákafatíð, og hún skelfdi hann — skelfdi hann satt að segja eins og apturkippur og and- legt hrun niður í siðleysisástand og svartnætti fávizk- unnar — þessi lítilsvirðing á fornfræðanáminu, sem hér og þar var tekin að koma í ljós. En hann vildi ekki missa kjarkinn. Ennþá stóðu þeir þó — guði sé lof! — gömlu fornritahöfundarnir, án þess nokkrum manni hefði tekist að yfirstíga þá síðan, gnæfandi hátt til himins um allar aldir, líkt og fagra kirkjan þarna. sem gnæfði yfir þröngsetna, nærsýna fiskiveiðabæinn alvarleg og tigin á svip. Og frá kirkj- unni var nú eins og liði léttur andvari yfir rústirnar, yfir skólann, yfir hann sjálfan um leið og hann stóð upp frá beknum. Hughraustur eins og eftir bænagerð gekk hann efldur af afli og trausti upp á lestrarstofu sína til þess að þrýsta Tacitusi að enni sér. — Og uglurnar trufluðu hann ekki; skólinn og bær- inn var orðinn of stór og hávær fyrir þær; einusinni 77 lágu í leyni undir riðinu. Og eftir því sem ljósið þvarr og húmið fól í gleymsku harðræðið um daginn, vökn- uðu og efldust slitnir og óslitnir kraftar; og riddara- skapur, órjúfandi vinátta, hugprýði og hetjudugur funaði upp í æðisgengnum smáorustum og glaefrabrögðum, sem aldrei gleymdist. En um hljóð og kyrlát haustkvöld, þegar bækilaufið lá f dyngjum neðan undir trjánum — meðan stormur feykti því ekki á burt eða skólaþjónninn bar það inn í reykingakjallarann sinn — þá komu Indíanar og veiði- þjófar og læddust kænlega í skugganum, — eða konungs- efnið var þarna á ferð, — ólánsmaðurinn Stúart, sem braust móti ofsastormi og illviðri og stefndi á Ijósið í kofanum hennar Betty Flanagan. í hvert skifti sem kjallaradyrunum var lokið upp og rauð ljósböndin lagði út á milli trjánna sáust mýmargir hnatthöfðar sitja umhverfis eldinn í þungum stígvélum og með stórkraga og járnspora; kápur þeirrá voru hengdar til þerris umhverfis reykháfinn og löngu kross- heftu sverðin stóðu upp við steinvegginn. Gamla Betty lyfti upp kringlótta raðbrunna, tréhlemnum, og upp úr stóra pottinum hennar lagði sterka lykt af sauða- kjöti, káli, jarðeplum og kryddi, sem alt var þarna soðið saman — uppáhaldsmatur Hálendinga! — Innan við reykingakjallarann og undir skólabygging- unni allri lágu leynigöng ýms og holur og hellar milli gömlu endalausu klausturkjallaranna; þangað smugu þeir inn, sem hugdjarfastir voru, og komu svo aftur gráir af ryki og kalki. Og frásögur þeirra gengu bekk úr bekk, sköpuðu í- skyggilegan jarðveg undir hinum óvinsæla skóla úr gömlum greypilegum klaustursögum, leynilegum sam-

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.