Norðurland


Norðurland - 09.11.1907, Blaðsíða 1

Norðurland - 09.11.1907, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, Iæknir. Akureyri, 9. nóvember 1907. VII. ár. 13. blað. Sjálfstœðismál vort rætt í „Studenterforeningen", félagi danskra stúdenta i Höfn, á fundi 8. fyrra mánaðar. „Höfðu þeir „radikölu" boðið ís- lendingum, að rseða málið þar. Ouðm. Finnbogason hóf umræður og fórst það mjög vel. Árni Pálsson talaði fyrir skilnaði og var mikill rómur gerður að ræðu hans, enda var hún hin röggsamlegasta. Allir Danir sem töluðu kváðu sjálfsagt að það sem meiri hluti íslendinga vildi vera láta ætti frain að ganga, hvort það væri skilnaður eða annað, en þeir kváð- ust bezt skilja skilnaðarstefnuna hún væri svo hrein og óbrotin. Dr. Berlin sá er greinina ritaði í „Gads Maga- sin« um sjálfstæðismálið og getið hefir verið í blöðunum heima, vildi að íslendingar reyndu enn um stund fyrirkomulagið frá 1903 óbreytt, en ætti nokkura breytingu að gera, þá væri hann frekast með skilnaði. Dr. Valtýr gerði nokkurar athugasemdir og skýrði frá aðalstefnu stjórnarand- stæðinga í málinu, en kvaðst ekki vilja ganga langt inn á málið þar sem nefnd væri skipuð."* * * * Mikilsverð mega þessi tíðindi telj- ast. Þetta er í fyrsta sinn, sem margir merkir menn danskir hafa í fullri alvöru lýst því yfir á opinberum fundi að þeir væru meðmæltir skilnaði og að sjálfsagt væri yfirleitt að fara að vilja okkar. Ætti þetta meðal annars að vera hvöt fyrir sambandsnefnd- ina að vera ekki hikandi í kröfum sínum heldur halda eindregið fram hinum skýlausa, sögulega, lagalega og siðferðislega rétti vorum til fulls sjálfstæðis. — En þessi ummæli Dan- anna ættu líka að vera bending til þjóöarinnar um það að vera við öllu búin, jafnvel algerðum skilnaði. Og það ættu menn að gera sér ljóst, að ef við stæðum alt í einu einir fyrir okkur og óstuddir, þá fyrst mundum vér „finna hitann í sjálf- um oss og sjálfs vors kraft" til að sigrast á erviðleikunum, þá fyrst fyndum við hið sanna manngildi vort. A^lmein vort er ekki féskort- ur, fámenni eða óblíða náttúrunnar, heldur skortur á öruggu sjálfstrausti og einbeittum vilja. Einbeittum vilja er fátt ómáttugt. X Rækfunarfélag Norðurlands sendi 1. nóvember tvo fulltrúa á deildarfundi félagsins um alt Norður- Iand. Páll Jónsson búfræðiskandídat fer um Fram-Eyjafjörð og Þingeyjar- sýslurnar og heldur fundi í flestum sveitum sýslnanna, En Ingimar Sig- urðsson fer um norðurhluta Eyjafjarð- arsýslu, Skagafjarðar- og Húnavatns- sýslur og heldur þar einnig fundi. * Orðrétt eftir bréfi frá Höfn. Símabraskið. Fréttin sem Nl. flutti í síðasta blaði, eftir hraðskeyti að sunnan, að sýslu- nefnd Árnessýslu hefði í einu hljóði synjað um þær 12,000 kr., sem síð- asta þing heimtaði af sýslubúum fyrir símalagningu austur eftir sýslunni, bregð- ur kynlegu Ijósu á símabrask stjórnar vorrar og meirihlutans á þingi. Ráðherrann þóttist ekki hafa neinn frið á sér fyrir kröfum þjóðarinnar um nýjar símalagningar og sá sér því ekki annað fært en að ráða þinginu til þess að taka V2 miljónar lán, til þess að leggja síma fyrir, þó ekki væri lántakan sú arðvænlegri en það, að reksturskostnaðurinn einn fengist borgaður, en ekkert yrði til fyrir rent- um af láninu eða firningu á eigninni, né heldur fyrir aðgerð á símaslitum, sem vitanlega nemur stórfé. Petta var brýnasta »þörfin,« sem ómögulegt var að komast hjá að full- nægja og þótti þá ekki ofverkið sýsl- nanna að taka þátt í kostnaðinum. Sýslunum því ætlað að taka stórlán til viðbótar og gefa landssjóði pening- ana. Með því móti bar ekki eins mikið á útgjöldunum fyrir landssjóð, á meðan verið væri að koma símanum á, en ætfð hægurinn hjá að gefa sýslunum eftir seinna meir þetta sem þær höfðu lagt til. Satt að segja hafa víst fáir aðrir en sýslunefndarmenn Árnesinga tekið þessa ráðstöfun alvarlega, búist við öðru en að þetta væri dálítill gróðahnykkur í bili, svona fyrst um sinn fram yfir næstu kosningar. En Árnesingar hafa ekki viljað eiga undir því, að nýkosið þing færi að gefa þeim eftir símakostnaðinn, hafa heldur kosið hitt að lofa stjórninni fyrst um sinn að geyma staurana og hugsa sig dálítið betur um, áður en hún heimtaði af þeim 12,000 kr. skatt. Þeim hefir ekki fundist »þörfin« svo fjarskalega brýn, að þeir gætu ekki beðið dálítið enn þá. Afleiðingin af þessu verður í bráð- ina sú að Iandinu sparast peningar á næsta fjárhagsári, um 20 þúsund kr. lán úr viðlagasjóði (12 þús. til Árnes- inga og 8 þús. til Rangvellinga) og ef til vill eitthvað dálítið meira. Verður sá sparnaður eflaust þá þakkaður hinni dæmalaust hagsýnu fjái’hagsstjórn lands- ins. Mikið meira en þetta 20 þúsund kr. lánsfé sparast þó víst ekki, því samt sem áður á að leggja símann úr Reykjavík austur yfir Hellisheiði um 50 rasta veg, að mestu leyti um ó- bygðir og örfáum mönnum til nokk- urs gagns, nema þeim sem hafa það fyrir atvinnu að bæta símaslit. Þá ráðstöfun ber líka að þakka hinni dæmalaust hagsýnu fjárhagsstjórn Iandsins. * * Lögrétta skýrði frá því 23. f. m. að staurunum austur yfir Hellisheiði væri senn fullekið. Stjórninni hefir legið þetta litla meira á en Árnesingum. aulllð í Reykjavík Reykvíkingar, að minsta kosti sumir, hafa staðið á öndinni undanfarið. Þeir hafa verið að bora sig niður eftir Vatnsmýri (ekki Votumýri sbr. hrað- skeyti hér í bl.) eftir gullinu, sem á að gera þá sjálfa að vellríkum náma- eigendum og höfuðstaðinn að einni af stórborgum veraldarinnar. Um 9. f. m. var borinn kominn niður um 80 fet og hálfum mánuði síðar um 112 fet og var þá heldur en ekki farið að líta björgulega út. Milli 110 og 112 feta varð fyrir zink- lag, 4V2 þuml. á þykt, þá þunt lag af hörðum steintegundum og síðan annað zinklag um 6 þuml. á þykt. Átti borinn þá, að sagt er, ekki eftir nema ein 4 fet niður að gullinu eða voninni í gullinu. Má því væntanlega búast við stórtíðindum á hverri stund- inni úr höfuðstaðnum. Veðurathuganir áMöðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson. 1907. ágúst. Sept. Okt. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum.| Loftvog (þuml.) Hiti (C.) -< & C3 (/) Úrkoma | Fd. 29. 76,o 8.0 0 10 3.o Fd. 30. 76.2 4.8 NV 1 6 3.4 Ld. 31. 76.5 5.o NV 1 3 1.0 Sd. 1. 76.2 6.0 0 5 **f* 3.9 Md. 2. 75.8 6.5 0 0 8.0 Þd. 3. 75.6 7.o 0 0 f- 7.0 Md. 4. 75.4 11.0 0 5 -f- 4.o Fd. 5. 74.7 5.5 SAU 1 9 4- 3.5 Fd. 6. 74.9 6.0 NV 1 8 3.0 Ld. 7. 75.6 8.0 0 5 -f- 4.o Sd. 8. 75.7 lO.o sv 2 10 5.o Md. 9. 75.5 13.9 sv 1 10 R 4.8 Þd. 10. 75.1 14.3 0 10 5.5 Md.ll. 74.5 10.5 sv 4 3 7.1 Fd. 12. 74.6 11.5 0 10 3.5 Fd. 13. 74.1 7.6 sv 1 10 R 3.0 Ld. 14. 76.2 3.o NV 1 8 O.o Sd. 15. 75.o 3.0 0 10 R -f* 5.9 Md.16. 75.9 5.0 NV 2 10 4- 0.7 Þd. 17. 75.5 8.5 0 10 O.o Md.18. 75.3 7.5 0 10 R 4.0 Fd. 19. 76 e 2.5 NV 1 3 0.5 Fd. 20. 77.5 5.o 0 6 -4 2.0 Ld. 21. 77.0 7.5 SV 2 8 -f- 4.9 Sd. 22. 76.o 5.0 0 10 R 2.o Md.23. 75.4 2.0 0 10 S 4- 0.1 Þd. 24. 75.3 5.8 0 10 -4 0.2 Md.25. 75.6 7.0 0 8 1.3 Fd.26. 74.9 6.8 0 10 R 2.9 Fd. 27. 74.6 9.8 S 1 8 5.4 Ld. 28. 74.8 6.8 SV 2 8 5.o Sd.29. 75.6 lO.o SV 1 8 4.o Md.30. 74.8 8.0 S 1 2 4- 3.0 Þd. 1. 74.8 5.3 0 10 R 0.5 Md. 2. 74.9 4.5 0 10 R 2.0 Fd. 3. 75.5 4.3 0 10 0.3 Fd. 4. 75.2 2.0 0 10 -f* 1.5 Ld. 5. 74.3 2.0 NAU 1 10 R -r- 1.0 Sd. 6. 75.5 -r- 1.0 NAU 2 10 S 4- 2.0 Md. 7. 76.3 -f- 1.0 0 0 4- 3.9 Þd. 8. 76.o 1.0 0 0 4-10.0 Md. 9. 75.7 5.5 sv 1 2 -f- 5.5 Fd. 10. 75.0 lO.o sv 3 8 1.0 Fd. 11. 74.0 6.4 0 5 2.0 Ld. 12. 74.1 3.o 0 10 4- 0.5 Sd. 13. 74.5 -4- 2.0 NV 1 8 4- 3.9 Md.14. 74.8 -f* 1.0 N 1 10 s -7- 4.9 Þd. 15. 75.4 -4- 3.5 0 5 -4 5.1 Md.16. 75.i 3.3 sv 1 9 -4 9.9 Fd. 17. 75.6 3.0 0 5 -f- 0.2 Fd. 18. 75.7 2.7 0 3 -f- 5.9 Ld. 19. 75.8 4.0 0 10 -f- 5.o Sd. 20. 76.5 1.4 0 10 -4 0.1 Md.21. 76.3 2.4 0 10 -4 3.6 Þd. 22. 76.2 3.6 0 10 -4 1.5 Md.23. 76.2 3.9 0 10 0.1 Fd. 24. 76.o 2.5 0 10 0.3 Fd. 25. 75.8 0.4 0 4 -4 3.0 Ld.26. 75.6 í.s 0 7 -4 3.0 Sd.27. 75.6 2.0 0 10 4- 2.1 Md.28. 75.8 -f- 2.7 0 0 -7- 5.o Þd. 29. 75.9 -4- 0.5 0 0 4- 7.9 Md.30. 76.5 0.5 0 () 4- 7.9 Fd. 31. 75.5 2.0 s 0 10 -4 7.0 X Baráttaq um landhelgina. Orð leikur hér á því að megin- þorri þeirra útlendra útgerðarmanna, er senda skip upp hingað að sumr- inu til síldarveiða fyrir Norðurlandi, hafi afráðið að láta skrásetja skip sín sem innlenda eða danska eign. Á þá danski fáninn að vernda þau fram- vegis fyrir allri áleitni íslenzkra lög- reglustjóra og hjálpa þeim til þess að ræna hér í landhelginni eins og fyrri. Sjálfsagt verður afarörðugt að sporna við þessu. Það hefir reynzlan þegar sýnt, en reyndar verður ekki sagt að löggjafarvaldið hafi sýnt mikla alvöru í því enn að sjá hag landsmanna borgið í þessu efni. Spurningin verður þá hvort ekkert mundi vera hægt að gera til þess með héraðasamþyktum að minka yfir- ganginn. Einna tiltækilegast virðist mörgum það, að breyta fiskiveiðasamþyktunum svo, að bönnuð sé veiði með herpi- nót á innfjörðum. Slík samþykt bitn- ar að vísu á Iandsmönnum sjálfum, en vert væri þó að íhuga hvort það ráð þætti ekki tiltækilegt. X Úr ýmsum áttum. _ eiga í vök að veriast með mál Fœrey- ingar sltt' ^anski embætta- og kenn- aralýðurinn hefir unnið allmikið að því í skjóli dönsku stjórnarinnar að gera dönskuna að aðalmáli í eyjunum. Miðlungi vel hefif það þó tekizt, því Fær- eyingar tala færeysku, en ekki dönsku hver við annan. Nýlega varð allmikil deila á þingi Færeyinga út úr kenslu í færeysku í skólum þeirra. Danski flokkurinn í þing- inu varð þar ofaná, en töluvert varð Pat- urson þungyrtur í garð hans. »Danskan hefir bælt oss niður eins og einokunar- verzlunin. sagði hann meðal annars. í borginni Buda-Pest á Ung- Einkennileg verjalandi er gefið út blað blaðaútgáfa. ejtt meg a[t öðrum hætti en annars tíðkast með blaðaútgáfur í heimin- um. Kaupendur »blaðsin§«, ef svo mætti kalla, eru ekki færri en 15000, en þó er ekkert eintak af blaðinu prentað, að eins eitt eintak af því skrifað. Um borgina liggur net af talsímaþráð- um, sem blaðið eitt á og notar og eru þræðir þessir samtals 1100 enskar mílur að lengd. Skrifstofa blaðsins er miðstöð allra þessara talsímaþráða, en hvert heim- ili hefir sinn talsíma frá blaðinu. »Áskrif- endurnir« geta svo þegar þeir vilja hlust- að og fengið að vita innihald blaðsins. Eru raddmiklir drengir látnir sitja fyrir framan viðtalstól miðstöðvarinnar og lesa hátt og skýrt alt sem í blaðinu stendur. KI. 8 að morgninum er talsímað inni- hald blaðsins þann daginn og er þá ákveð- ið hvenær að deginum skuli lesa upp á- kveðnar blaðagreinar, sérstakar fréttir, símskeyti frá útlöndum o. s. frv. Þurfa menn þá að gæta þess að hafa klukkur sínar réttar og koma stundvíslega að tal-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.