Norðurland


Norðurland - 09.11.1907, Blaðsíða 2

Norðurland - 09.11.1907, Blaðsíða 2
síma sínum, því annars fá þeir ekki að heyra það er þeir vildu. En ekki er nóg með þetta, því áskrif- endunum er auk þess gefinn kostur á að hlusta á samsöngva, söngleiki og sjón- leiki á leikhúsum bæjarins. Hljóðið berst þá frá leikhúsunum, um miðstöðina, út til áskrifenda blaðsins. Ameríska skáldið og félagsfræðingurinn Edward Bellamy spáði því á öldinni sem leið, að í stórborgun- um mundu menn átið 2000 geta hlustað á samsöngva og söngleiki heima hjá sér og hver fengið að heyra það er hann vildi, á hvaða tíma sem hann vildi og eins nærri sér eða fjarri sér og hann vildi. Hver veit nema sá spádómur rætist? Þetta einkennilega »blað« kostar 7 aura á dag. Hraðskeyti til Nls. Reykjavík 8/11 ’07, kl. 9td f. h. Frá útlöndum. Þjóðverjar, Bretar, Frakkar og Rússar hafa viðurkent hlutleysi Norðmanna i ó- friði. í Rússlandi er kosningunum nœstum lokið. Þingið verður fjölskipaðra hœgri mönnum. Englandsbanki hefir hœkkað útláns- veksti upp í 7 %, Frakklandsbanki i 4 (!) Peningadýrleiki hefir gert atvinnuhrun í Svíþjóð. Kapella Gustavs Adolfs vigð hátiðlega í fyrradag i Lútzen (á Saxlandi; þar féll G. A. 16. nóv. 1631). Á Fcereyjum hefir farið fram atkvœða- greiðsla um bann gegn vinsölu. 440 greiddu atkvæði með banninu en 40 móti þvi. * Hafstein ráðherra kom í gœr til Hafnar. Að sunnan. Óstöðug veðrátta, alhvít jörð í morgun. Mislingarnir þverrandi. Hólar, Skáiholt og Vesta ókomin. Sjálfsfæðisflokkarnir. Heimastjórnarblöðin eru að reyna til um þessar mundir að dreifa þvf út meðal þjóðarinnar, að eitthvert mis- sætti eigi að vera milli sjálfstæðisfiokk- anna tveggja, þjóðræðisflokksins og landvarnarflokksins. Pykjast þau sjá merki þessa missættis í því, að land- varnarmenn í Reykjavík hafa nýiega kosið sér flokksstjórn! Ef einhver kynni að taka eitthvert mark á þessum fréttaburði blaðanna, má geta þess að þessum tveim sjálf- stæðisflokkum ber ekkert á miili, en þeir munu báðir jafn-fastráðnir í því að stefna að fullu sjálfstæði landsins, Rað mun ekki vera til neins fyrir heimastjórnarblöðin að hlakka yfir því. að ósamlyudi þeirra verði sjálfstæði Iandsins að fótakefli. Misliinrarnir í fjölda mörgum húsum bæjarins og eru sum þeirra í þann veginn að Ijúka sér af. Veikin getur ekki talizt væg, en enn þá mun þó enginn hafa dáið úr henni hér í bæ. Komin er hún að því er kunnugt er út í Arnar- neshrepp og inn í Eyjafjörð og norður í Bárðardal í Ringeyjarsýslu. Haraldur bórarinnsson guðfræðingur sækir um Hofteigs- prestakall. * Til skýringar skal þess getið að þessi atkvœðagreiðsla fór fram samkvœmt lögum, er nýlega hafa verið sett af danska þinginu og höfðu um 6000 Fœreyingar skorað á stjórnina að leggja tögin fyrir þingið. Um vínveitingabann er hér ekki ao rœða, þvi ekkert vin- söluhús þar á eyjunum hefir réit til vínveitinga. — Fœreyingar sýnast því langt á veg komnir með að kasta ó- lyfjan vínsins á dyr. Síöasta brennlvínsslysiö. Maður að nafni Hálfdán Halldórs- son. frá Fáskrúðsfirði datt út af skip- inu Eljan við bryggju út á Oddeyri. Hafði verið drukkinn. Bát var þegar kastað út og tveir skipverjar fóru í hann til að bjarga manninum. í fátinu sem á var hvolfdi bátnum, skipverjar komust á kjöl, en maðurinn druknaði. Málaferlin milli þeirra A. T. Möllers og Rór- árins Tulinius stórkaupmanns í Höfn virðast vera sofnuð útaf í bráð, að því er skrifað er frá Kaupmannahöfn. Svo sem kunnugt er bar Tulinius þungar sakir á A. T. Möller og skömmu síðar stefndi A. T. Möller Tuliniusi fyrir þær sakargiftir og var fregnin um það símuð hingað til íslands. Báðir málspartar mættu fyrir sátta- nefnd og varð ekki komið neinum sáttum á, en síðan hefir A. T. Möller ekkert hreyft við málinu í þrjá mán- uði og þykir þá líklegast að hann kynoki sér við að halda því áfram. Verzlun Dana á fslandi. Skrifað er frá Kaupmannahöfn að sagt sé að Asgeirssons og Tangs verzl- anir á ísafirði hafi báðar gert Copland & Berrie aðaleigendum Edinborgar- verzlananna hér á landi, tilboð um að kaupa þær verzlanir. Pað er þetta sem Dönum hefir að sögn þótt ægi- legt og þeir viljað hindra að fram gengi, bjuggust við að þá væri yfir- ráðum þeirra yfir verzluninni þar vestra brátt lokið. í annan stað er fullyrt að ýmsir Danir sjái nú sárt eftir uppþoti því, er gert var í blöðunum dönsku og út af því að Þórarinn Tulinius vildi koma á stóra verzlunarfélaginu hér norðan- og austan lands, þykist nú sjá það fyrir að viðbúið sé að Englendingar taki af þeim yfirráðin yfir íslenzku verzluninni, nema þeir spenni hana sem föstustum tökum. Skipstrand og hrakninarar. Enskt botnvörpuskip hafði legið á Sauðárkrókshöfn aðfaranóttina 6. þ. m. og slitnaði upp í ofviðrinu sem þá var. Rak það fyrst upp undir land og svo út fjörðinn og bar þá upp á grynningar, inn af svonefndu Insta- landsskeri og festist þar. Var skipið að sögn óbrotið er þetta var sett, en óvíst um hvort það næðist út aftur. Sýslumaður Skagfirðinga hafði farið fram í skipið á mótorbát aflíðandi miðjum degi, daginn eftir, til þess að vitja um mennina og skipið, en rétt eftir að mótorbáturinn lagði aftur frá skipinu bilaði vélin í bátnum og gátu þeir með naumindum varið bát- inn, að hann lenti á skerinu. Eftir nokkura stund tókst þó að gera við vélina og koma bátnum af stað, en þá var rok svo mikið að báturinn hafði sig ekki upp að kaupstaðnum aftur og bar þá að landi nálægt Fagra- nesi nær mílu vegar frá kaupstaðnum og náðu þar Iandgöngu. Þinzeyrar í Húnavatnssýslu hefir Sturla Jóns- son kaupmaður í Reykjavik að sögn keypt af Hermanni Jónassyni fyrir 25 þús. kr. Væri æskilegt að satt væri, því víst mun Sturla kaupmaður líkleg- ur til að hefja gamla höfuðbólið aftur til fornrar frægðar. Samskot til stúlkunnar með andlitsberklaveikina. Safnað af Jóni Jónssyni bónda í Bænda- gerði. Afhentstjórn kvenfélagsins »Fram- tíðin«. Síra Theódór Jónsson Bægisá, 0.50. Frú Jóhanna Qunnarsdóttir s. st., 0.50. Frú Val- gerður Rorsteinsdóttir s. st., 1.00. Margrét Jónsdóttir Oarðshorni 0.50. Kristín Jóns- dóttir Brita, 0.25. Haraldur Sigursson Bægis- á, 0.25. Jóhanna Bergsdóttir s. st. 0.50. Jónas Þorsteinsson Hamri, 0.50. Kristján Krist- jánsson s. st., 0.50. Jóhann Sigvaldason Neðri-Rauðalæk, 0.25. Guðrún Hallgríms- dóttir s. st., 0.25. Pálmi Guðmundsson Garðshorni, 0.25. Valdimar Guðmundsson Efri-Rauðalæk, 0.50. Helga Sveinsdóttir s. st., 1.00. Arnbjörg Guðmundsdóttir s. st., 0.50. Steinunn Sigurðardóttir s. st., 0.50. Randíður Kristjánsdóttir Vindheimum, 2.00. Sigurlaug Jóhannsdóttir Neðri-Vjndheim- um, 0.25. Sigurjón Arnason Asi, 0.50. Svanfríður Bjarnadóttir s. st., 0.50. Sigur- rós Porláksdóttir s. st., 0.25. Sigurður Guðmundsson Skógum, 0.50. Snorri Guð- mundsson Steðja, 0.50. Rósa Guðjóns- dóttir s. st., 0.50. Emma Jónsdóttir s. st., 0.50. Guðmundur Siggeirsson Vöglum, 0.50. Sigurgeir Guðmundsson s. st., 0.50. Jón Guðmundsson Krossastöðum, 2.00. Sigurbjörg Jónsdóttir s. st. 0.50. Elisabet Sigurðardóttir s. st., 0.25. Stefán Kristjáns- son s. st., 0.50. Jón Einarsson Laugalandi 1.00. Björg Þorgeirsdóttir s. st. 0.50. Svafa Kristjánsdóttir Grjótgarði 1.00. Margrét Ste- fánsdóttir s. st., 0.30.,Guðbjörg Jósefsdóttir Djúpárbakka, 1.00. Olafur Þórðarson s.,st., 1.00. Árni Sigurðsson Tréstöðum, 0.50, Ólöf Sigurðardóttir Hlöðum, 1.00. Halldór Guð- mundsson s. st., 2.00. Jónína Jónsdóttir s. st. 0.50. Stefán Marsson s. st. 0.50. Þorsteinn Stefánsson s. st. 0.50. Margrét Þórðardóttir s. st., 1.00. Stefán Stefánsson s. st., 2.00. Guðrún Guðvarðardóttir s. st., 0.25. Stein- dór Steindórsson s. st., 0.25. Kristín Jóns dóttir s. st., 1.00. Stefán Einarson s. st., 1.00. Kristín Jósefsdóttir s. st., 0.50. Ragn- heiður Einarsdóttir Lóni, 0.50. Margrét Ragna Þorsteinsdóttir s. st., 2.00. Gunnlaug Gunnlaugsdóttir s. st., 0.25. Oddur Daníels s. st.. 0.25. Víglundur Jónsson Gásum, 0.50. María Jónsdóttir s. st., 0.50. Kristján Jósefs- son s. st., 1.00. Björn Jósefsson s. st., 0.60. Haraldur Pálsson Dagverðareyri, 0.50. Krist- ján Sigurðsson s. st., 1.00. Sigurður Odds- son s. st., 0.50. Ranveig Jónsdóttir s. st., 0.50. Jón Kristjánsson Glæsibæ, 1.00. Krist- ján Jónsson s. st., 2.00. Guðrún Oddsdóttir s. st., 1.00. Guðmundur Kristjánsson s. st., 0.50. Júlíus Kristjánsson s. st., 0.50. Oddur Kristjánsson s. st., 1.00. Arnbjörg Kristjáns- dóttir s. st., 0.50. María Kristjánsdóttir s. st., 0.50. Stefán Kristjánsson s. st., 0.50. Frá Baldurshaga, 5.00. Baldvin Benedikts- son Ytri-Skjaldarvík, 0.50. Jón Jónsson s. st., 0.50. Jón Jóhannesson s., st., 1.50. Sól- rún Oddsdóttir s. st., 1.00. Ágúst Jónasson s. st., 2.00. Guðrún Jónasdóttir s. st., 1.00. Stefán Grímsson Skjaldarvík, 1.00. Laufey i-vgústsdóttir s. st., 0.50. Hrefna Agústs- dóttir s. st. 0.50. Ánna Hallgrímsdóttir s. st., 0.50. Olöf Jónsdóttir Sólborgarhóli, 2,00. Marínó Baldvinsson s. st., 0.50. Jónína Helgadóttir s. st., 0.50. Rósfríður Baldvins- dóttir s. st., 0.25. Ingibjörg Baldvinsdóttir s. st., 0.25. Aðalmundur Guðmundsson Borg, 0.50. Friðfinna Friðbjarnardóttir s. st., 0.50. Elín Jakobina Aðalmundsdóttir s. st., 0.25. Halldór Sigurðsson s. st., 0.25. Ingibjörg Jónasdóttir s. st., 0.50. Anna Sig- urðardóttir s. st. 0.25. Sigríður Árnadóttir Blómsturvöllum, 1.00. Hildur Háldánsdóttir Bjargi, 0.25. Sigrún Gísladóttir s. st., 0.25. Eggert Davíðsson Ytra-Krossanesi, 1.00. Vilhelmína Kristjánsdóttir s. st., 1.00. Krist- ján Eggertsson s. st., 0.25. Guðrún Þáls- dóttir s. st., 1.00. Hjónin í Siðrakrossanesi Jón og Júlíana, 4.00. Valsteinn jónsson s. st., 1.00. Anna Jónsdóttir s. st., 1.00. Stein- móður Þorsteinsson s. st., 3.50. v^skar Jóns- son s. st., 0.50. Kristján Jónsson s. st., 0.50. Þorsteinn Jónsson s. st., 1.00. Guðrún Ste- fánsdóttir s. st., 1.00. Salóme Þorsteinsdóttir s. st., 2.00. Þorsteinn Grímsson Jötunheim- um, 1.50. Stefán Stefánsson s. st., 1.00. Sofía Stefánsdóttir s. st., 1.00. Baldvin Sigurðs- son Bændagerði, 1.00. Sigríður Jónsdóttir s. st., 2.00. Sofía Jónsdóttir s. st., 2.00. Lilja Sigurðardóttir s. st., 1.00. Oddny Þorsteins- dóttir s. st., 1.00. Tryggvi Þórðarson s. st., 1.00. Sigurlína Baldvinsdóttir s. st., 1.00. Jakob Sigurgeirsson Hvoli, 1.00. Pálína Einarsdóttir s. st., 1.00. Jón Kristjánsson Sandgerði, 1.00. Margrét Jónsdóttir s. st., 1.00. Stefán Jónsson s. st., 1.00. Hólmfríður s. st., 1.00. Sigurjón Jónsson Sandgerðisbót, 1.00. Sigríður Helgadóttir s. st. 1.00. Stefán Sigurjónsson s. st., 1.00. Einar Sigurjóns- son s. st., 1.00. Kristján Sigurjónsson s. st., 0.50. Þórey Sigurjónsdóttir s. st., 0.50 Arni Daníelsson Holti, 2.00. Páll Markússons. st., 1.00. Pétur Markússon s. st. 1.00. Kristín Marteinsdóttir s. st., 1.00. Halldór Stefáns- son Hlöðum 0.50. Marteinn Pétursson Holti, 2.00. Sigurð- ur Sigurðsson s. st. 1.00. Ragnheiður Hálf- dánsdóttir s. st. 1.00. Sigríður Sigurðardóttir s. st. 1.00. Kristín Sigurðardóttir s. st. 1.00. Júlíus Jónsson s. st. 1.00. Jóhannes Jóhann- esson Brautarholti, 1.00. Sigríður Erlindar- dóttir s. st. 1.00. Njáll Jóhannesson s. st. 0.25. Guðjón Jóhannesson s. st. 0.25. Aðal- steinn Hallgrímsson Lyngholti, 1.00. Krist- björg Þorsteinsdóttir s. st. 1.00. Kristján Stefansson s. st. 0.55. Iafur Jakobsson Melstað, 2.00. Sveinbjörn Sveinbjarnarson Glerárbakka. 1.50. Margrét Vilhjálmsdóttir s. st. 1.00., Jóhanna Þorsteinsdóttir s. st. 3,00. Rósa Arnadóttir s. st. 0.50. Þorsteinn Arnason s. st. 0.50. Valgerður Sigurðar- dóttir Árgerði, 0.50. María Árnadóttir s. st. 0.50. Guðrún Jónsdóttir s. st. 0.60. Valdimar Þorláksson Svalbarði 2.00. Indí- ana Jóhannsdóttjr s. st. 0.50. Guðrún Jó- hannesardóttir Árnesi, 0.50. Ingibjörg Jó- hannesardóttir s. st. 0.50. Helga Jóhannes- ardóttir s. st. 0. 25. Benedikt Guðjónsson Moldhaugum og Málfríður Baldvinsoóttir 3.00. Jón Gíslason Garðshorni 1.00. María Kristjánsdóttir Silastöðum 1.00. . sta Frið- bjarnardóttir Einarsstöðum 0.50. Þorgerður Elíasdóttir Syðra-Hóli, 0.50. Guðrún Árna- dóttir Steinkoti, 0.50. Sigurbörg Bjarnar- dóttir Efstasamtúni, 0.50. Jóhann S. Snæ- bjarnarson s. st. 0,50. Guðný Þorláksdóttir s. st. 0.50. Jón Markússon Syðstasamtúni, 0.50. Júlíana Jónsdóttir s. st. 0.50. Jakobína Jónsdóttir s. s. 0.50. Ánna Einarsdóttir Hraukbæjarkoti, 1.00. Jófríður Jónasdóttir s. st. 0.50. Hallfríður Pétursdóttir. Hraukbæ, 0.50. Guðrún Þorfinnsdóttir Glerá, 1.00. Þuriður Hallgrímsdóttir Tyllingi 0.50 Sigur- björg Sigurgeirsdóttir s. st. 1.00. Júlíus Kristjánsson s. st. 0.50. Frá Lögmannshlíð 10.00. Sigríður ísleifsdóttir Hesjuvöllum, 1.00. Sigurlög Guðjónsdóttir s. st. 0.50. Björg Klemensdpttir Bitrugerði, 2.00. Indí- ana Jónasdóttir Ásláksstöðum, 0.50. Sumar- liði Guðmundsson s. st. 1.00. Kristrún Sumarliðadóttir s. st. 2.00. Sigtryggur ís- leifsson s. st. 1.00. Kristján Kristjánsson s. st. 1.00. Sigurjón Sumarliðason póstur 5.00. Margrét Jónsdóttir s. st. 1.00. María Kristjánsdóttir Kífsá, 1.00. Rósfríður Helga- dóttir s. st. ,0.50. Solveig Vilhjálmsdóttir s. st. 1.50. Ólavía Kristjánsdóttir Hrapp- stöðum, 1.00. Ölvína Kolbeinsdóttir s. st. 1.00. Sigurlög Jónasdóttir s. st. 1.00. Jónas Þorsteinsson Mýrarlóni 1.00. Guðlög Svein- bjarnardóttir s. st. 1.00. Jakobína Svein- bjarnardóttir s. st. 1.00. Alls kr. 191.05. JVlaismjöl mjög góð tegund, nýkomið í verzlun Sig. Sigurðssonar. leða, hjólbörur, hestajárn og járning á virki, geta menn fengið hjá undirrituðum, enn fremur lausasmiðjur mjög hentugar fyrir járnsmiði bæði á sveitabæjum og í kaupstöðum sér- lega hentugar að svíða á þeim hausa, fætur o. fl. Akureyri 9. nóv. 1907. Albert Jónsson frá Stóruvöllum. Með því von er á kola- farmi til C. Höepfners verzlunar um næstu mánaðamót, selur verzlunin nú þeg- ar nokkuð af góðum kolum. Kr. Sigurðsson. Útlendar Karíöplur fást í Höepfners verzlun. ••Norðurland" kemur út á hverjum laugar- degi og oftar þegar sérstök ástæða þykir til, að minsta kosti 52 arkir um árið* Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. 1 öðrum Norðurálfulöndum, H/a dollar í Vestur- heimi. Ojalddagi fyrir miðjan júní að minsta kosti (erlendis fyrir fram). - Uppsögn sé skrifleg og bund- in við árgangamót; ógild nema komin sé til rit- stjóra fyrir 1. júní og kaupandi sé skuldlaus við blað- ið. - Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við ritstjóra. Afsláttur mikill fyrir þá er auglýsa raikið. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.