Norðurland


Norðurland - 21.12.1907, Blaðsíða 1

Norðurland - 21.12.1907, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. ******* y 19. blað. I •♦♦t•••♦••♦^♦•^ •♦•♦••# ♦-• ♦♦ ♦• ••• »♦• ♦•• •••••• ♦ ♦♦ # ' Akureyri, 21. desember 1907. VII. ár. ###-#-#- »••# # # • • • • ## #### Ollum þeim er sýndu okkur hlý- Iega hluttekning og aðstoð við fráfall og jarðarför okkar elsku- legu eiginkonu og móður Petrínu Kr. Pétursdóttur, þ. 28. f. m., sendum við hér með hinar innilegustu þakkir, sér- staklega söngflokknum, og þeim er kirkjuna klæddu. Guð blessi og huggi þá nær þeim ber sorg að höndum. Húsavík 2. des. 1907 J. Hálfdánarson. Aðalbjörg Jakobsdóttir. Jakobtna Jakobsdóttir. Herdis Jakobsdóttir. Hálfdán Jakobsson. J. Á. Jakobsson. v » « «~« « « » » «~* * * * » w~<r« £oJtritun yjir Jltlantshaf. Sautjándi október verður merkisdag- ur í sögu loftritunarinnar. Pann dag er talið að tekist hafi að koma á varan- legu loftskeytasambandi á milli Norður- álfunnar og Vesturheims. Er önnur stöð- in í Clifden á írlandi, en hin þar sem heitir Glace Bay á Nýja-Skotlandi. Fyrsta skeytið sem sent var, var 30 orð og barst það milli stöðvanna á tæpum tveim mínútum. En alls höfðu stöðvarnar senzt á 14,000 orðun þann dag. Pess er getið að Marconifélagið taki 38 aura fyrir orðið milli stöðvana, en ritsímafélögin 90 a. milli Englands og Ameríku. Sagt er að hlutabréf Marconífélags- ins hafi tífaldast í verði þenna fyrsta dag, sem vissa var fyrir að skeytin kæmust alla leið tálmunarlaast milli heimsálfanna og er það líklega bezta sönnunin fyrir því, að sú þraut sé fullunnin, er Marconi hafði sett sér að vinna, að koma á þessu loftskeyta- sambandi. Hefðu samningar tekist fyrir tveim árum milli alþingis og Marconífélags- ins um loftskeytasamband, má telja víst að land vort hefði verið við riðið þann merkisviðburð, að loffskeytasam- band hefst milli heimsálfanna og jafn- framt hefði það orðið Iandinu stór- kostleg tekjugrein. En eins og kunn- ugt er varð óhamingja vor þess valdandi að ekki gat af orðið. Nú þarf Marconífélagið íslands ekki lengur við til þess að koma samband- inu á og getur hlegið að heimsku vorri. Til þess að gera þessa heimsku sem allra-átakanlegasta, er nú sjálf Reykja- víkin, sem mest allra blaða svívirti loftskeytaaðferðina fyrir rúmum 2 ár- um, farin að hafa ísland á boðstólum við Marconífélagið, einmitt þegar auð- sætt er að það er ekki lengur upp á það komið. »Skyldi enginn vegur vera fyrir fé- lagið til að geta notað ísland, sem milli- stöð milli frlands og Ameríku,« spyr blaðið í einfeldni sinni og vandræð- um. öunur spurning sýnist þó liggja beinna við: »Skyldi enginn vegur vera til þess að Reykjavíkin og henn- ar nótar læri að blygðast sín?« X Herpinótaveiðin. Svar til herra Eggerts Laxdal. í 51. tölublaði Norðra er grein frá herra E. Laxdal sem á að vera svar uppá grein mína í síðasta Norður- Iandi. — Eins og fyr ætla eg að vera stutt- orður um hvaða líkur séu til að út- lendingar láti skrásetja skip sín sem innlenda eða danska eign, því það sem eg hélt fram um agnúana á því stendur enn óhrakið. — Petta eina skip sem greinarhöf undurinn talar um að Aust- maður nokkur hafi ætlað að fá skrásett í sumar, var lítil mótorskúta (ca. 15 Tons), sem átti að nota til reknetaveiða. Þar sem greinarhöfundurinn ályktar, af því hvað margir útlendingar veiða hér, að ólíklegt sé að eins arðsamt sé fyrir þá að veiða heima hjá sér í landhelgi eins og hér, þá gleymist honum, að hér veiða þeir að eins lít- inn hluta sumarsins, en þar allan hinn hluta ársins. Ólíklegt er að þeir vilji kasta frá sér réttinum til veiða heima hjá sér, þar sem þeirra aðalveiði fer fram, til þess að fá að veiða hér síld í U/2 mánuð. Eins og eg tók fram í grein minni er hepinótaútgerðin í bernzku, en þó eru|þegar nær allir nótaeigendur við fjörðinn farnir að sjá að gamla veiði- aðferðin, með kastnótum við land, er of stopul, því oft líða mörg ár án þess að síld komi svo langt inn á firðina, að hægt sé að veiða hana með kastnótum uppi í landsteinum. T. d. hér á Eyjafirði hefir oft á sumrin kom- ið mikil síld að Hrísey, haldist þar um tíma, en hún ekki gengið innar í fjörðinn. Pað er því rangt af E. L. að halda því fram að nótaeigendur hafi allir haft stórtekjur af veiði sinni, þegar síldin fekk að ganga tálmunarlaust inn fjörðinn, því það reyndist ekki nóg að hún fengi að koma tálmunarlaust, hún gleymdi því æði oft að koma. Pau árin voru sjálfsagt fleiri, sem E. L. græddi ekkert á nótaútveg sínum, en hin sem hann græddi á honum. Eg er líka landnótaeigandi og hefi því líka orðið að bíða ár eftir ári eft- ir síldinni, sem ekki kom. — »En þegar fjallið ekki kemur til manns, verður maður að fara til fjallsins.« Pað er ekki rétt að herpinótasíld sé verri en netjasíld; núna er hún í sama verði erlendis. Og þó síldarverðið sé nú lágt, mundi það einnig hafa verið lágt á landnótasíld af sömu stærð. Hr. E. L. veit eins vel og eg, að verðið er ekki lágt vegna þess að síldin er veidd í herpinætur. — Fyrir síðustu landnótasíldina sem hann seldi erlend- is fekk hann t. d. helmingi lægra verð en herpinótasíldin var seld fyrir í haust. Pað er rétt að hagur einstaklingsins verður að rýma fyrir hag almennings. Hagur almennings í Akureyrarbæ og í Eyjafirði er að sem flestir hafi atvinnu við síldveiði og væri því algerlega rangt að fyrirbjóða hina réttu veiði- aðferð vegna eins landnótaeiganda og og nokkurra lagnetaeigenda. — Al- menningur hér við Eyjafjörð fær nú í meðalaflaári um 100 þúsund kr. tyrir vinnu, sem stafar beint af síldar- skipaútgerð innlendra manna. Petta stendur til að aukist stórum með auk- inni herpinótaútgerð. Fiskimenn hafa altaf Iitið illum aug- um til nýrra veiðiaðferða, og viljað banna þær. — Svona hefir það verið í Noregi og svona er einnig hér. Eða man ekki E. L. eftir því að hér voru fyrir fám árum haldnir fundir meðal útvegseigenda, og vildu þá netjaeig- endur leggja svo mikil höft á nótveið- ina að sú veiði hefði lagst niður ef þeir hefðu fengið sínu framgengt. — Eg vil því ráða E. L. frá að stofna til æsinga eða undirróðurs gegn herpi- nótaveiðinni, því það er trú mín að þegar til þess kemur að semja veiði- samþykt fyrir Eyjafjörð, verði menn jafn- fjandsamir landnótveiðinni sem herpi- nótaveiðinni. — Eg efast ekki um að sumir vilji fúslega eyðileggja hvort tveggja. Landnótaveiðarfæri mín, sem eg á nú arðlaus eins og aðrir, kosta meira fé en herpinótaveiðarfæri mín, svo ekki er hætt við að eg af eigingirni haldi annari veiðiaðferð fram en nóta- útgerð. Hér bíður enginn meira tjón 104 honum fyrir að hafa kallað Aalbom kennara djöful og snúist þannig þvert á móti skólanum og föður hans. En hefði nú þetta ekki fengið svona mikinn alvörublas frá upphafi, þá hefði henni kanske tekist betur að greiða úr þessari flækju með því að dusta hann dálftið og hvetja hann til að fara gætilega. En eins og nú var komið var þetta orðið hið mesta stórmál, og hún megnaði ekki að ráða fram úr því. Á meðan stóð Abraham þegjandi frammi fyrir móður sinni; hann sá, að hún var hugsi. Og loksins þegar hún áttaði sig og leit upp aftur — úrræðalaus sjálf, og sá drenginn standa þarna í sömu sporum jafn kvíð- andi og efablandinn, þá fann hún engin önnur ráð en taka hann í faðm sér; hún vaggaði honum fram og aftur eins og hún var vön og mælti við hann í hálfum hljóðum; »Ó, aumingja, aumingja drengurinn minn, — hvað skyldi ætla að verða úr þér?« Abraham varð nú ennþá ruglaðri við þetta og æstari í skapi en áður. Á skólanum var farið með hann eins og hættulegan afbrotamann, sem menn vilji þó reyna að frelsa með vægð og blíðu; jafnvel Aalbom var vin- gjarnlegur f viðmóti, svo hrollur fór um Abraham. Félagar hans hrósuðu honum í fyrstu og spáðu því, að hann ætti hræðilegan refsidóm í vændum. En þegar tfminn leið í kyrþey og ekkert bar til tíðinda og kenn- ararnir sýndu honum sömu blíðu sem áður, þá skildist þeim, að það væri reyndar ekki mikill vandi að vera hugrakkur þegar maður væri sonur hans Lövdahls pró-. fessors. Bara hann hefði fengið hegningu; — þannig hugsaði Abraham með sjálfum sér. En þessi svipdaufi hátíða- bragur, þessi undarlega vinsemd frá öllum hliðum vakti 101 lega gera okkar unga vini greiða. Jæja þá, herra Mordt- mann! Eg skal gefa kost á mér í stjórnina.« »Kærar þakkir!« svaraði Mordtmann, og sakir fagn- aðar tók hann ekki eftir því hvernig yfirbragð frúar- innar breyttist; hann hóf glas sitt og hélt áfram: >Jseja, þá er alt í góðu lagi; nú strengi eg þess heit, að ekki skal langt um líða, uhz verksmiðjan kemst á fót.« Frú Wenche leið illa. Trúnaður sá, sem tekizt hafði svo skjótlega með þeim Mordtmann og henni, fór nú þegar að valda henni óþæginda. Hún sá það ofur-vel, að maður hennar tók eftir hverju orði og hverju tilliti, er þau sendu hvort öðru; og hún vissi, að það var á- lit hans, að hún hefði gerzt fylgifiskur hins unga manns í þessu verksmiðjumáli. Og henni gramdist þetta, því það var alveg tilhæfu- laust. En hún fann, að ef hún reyndi að bera í bæti- fláka fyrir sig, þá mundi ráðvendni hennar bera lægra hlut fyrir grunsemi manns hennar og flækja þessi verða bara verri en áður. En einmitt þetta, að hún hætti að hugsa til þess að frambera skýringu frjálst og djarft að vanda, varð henni nú hin mesta kvöl og gerði hana hikandi bæði gagnvart manni sínum og hinum ókunna manni. Svo bættist það líka ofan á að þessa dagana hafði hún tekið að verða þess áskynja, sem hún hafði löng- um hugsað um með skelfingu, að svo gæti farið að sonur hennar yrði henni fráhverfur, eða eitthvað kynni að minsta kosti að geta komið fyrir á milli þeirra og spilt hinum takmarkalausa trúnaði er ávalt hafði verið á milli þeirra. Þegar hún fekk loksins að heyra söguna um þá Aal- bom og Maríus hjá Abraham sjálfum — hann sagði

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.