Norðurland


Norðurland - 21.12.1907, Blaðsíða 2

Norðurland - 21.12.1907, Blaðsíða 2
Nl. 76 af því að síldveiði innlendra manna sé spilt af útlendingum en einmitt eg. Sem sænskur konsúll hefi eg enga á- stæðu til að halda með ólöglegri veiði útlendinga, því sænska stjórnin ætlast ekki til að konsúlar sínir stuðli til þess að lög landsins séu brotin. Otto Tutinius. Áskorun. Allir munu játa það, að heimilis- iðnaður sé i afturför hér á landi, en hver orsökin eða orsakirnar eru, munu menn ef til vill ekki eins ásáttir um. Margir munu kenna það vinnufölks- eklunni, og hefir það við mikið að styðjast, þó víðar megi finna orsak- irnar, og er ekki œtlan vor með þess- um línnm að tína þœr allar til. Eitt af því, sem vér teljum skilyrði fyrir þvi, að iðnaður geti tekið framförum, er hentugur markaður fyrir það, sem unnið er. Síðastliðið vor kom nokkrum kon- um á Akureyrl saman um, að stofna félag i því skyni, að koma á fót út- sölu á íslenzkum iðnaði hér á Akur- eyri. Félag þetta hefir ákveðið að taka til starfa næstkomandi sumar, og skorar því hér með á konur og karla, vlðsvegar um land, einkum Norð- ur- og Austurland, að nota sér tœki- færið og búa sig undir að senda muni til félagsins með vorinu Munir þessir mega vera af ýmsu tœgi svo sem út- saumur, vefnaðarvara, prjónasaumur, smiðisgripir úr málmí, tré, leðri og öðru efni og fleira þessháttar. Félagið áskilur sér 10 % i sölulaun. Ætlast er til að útsala þessi verði bæði mið- uð við þarfir landsmanna og útlend- inga, sem hingað koma. Vér, sem ritum nöfn vor hér undir, og vorum kosnar i stjórn áðurnefnds félags, erum fúsar á að gefa upplýs- ingar viðvíkjandi hinni fyrirhuguðu út- sölu og veitum munum móttöku. Nán- ari augiýsingar þessu viðvikjandi koma siðar i blöðunum. Akureyri 14. desember 1907. Hólmfríður Árnadóttir. Svafa Jónsdóttir. Þóra Matthíasdóttir. Þórdís Stefánsdóttir. Þuríður Hjörleifsson. Verzlunarfréttir. Þær eru alt annað en góðar að því er íslenzkar vörur snertir og ekki bætir heldur verðið á kornvörunni hin- ar horfurnar upp. Kornvörur eru í óvanalegu háu verði, hærri en þær hafa áður verið til margra ára og íslenzkar afurðir hafa flestar fallið í útlöndum. Til þess eru vitan- lega margar orsakir, sérstakar fyrir hverja vörutegund en ein aðalorsök hefir þó haft áhrif á verðfallið á þeim öllum og það eru hin miklu peninga- vandræði erlendis. Stór ísl. saltfiskur seldur í Kaup- mannahöfn í f. m. fyrir 68 — 75 kr. skippundið. í svipinn voru horfurnar fremur góðar með Spánarfisk, og það þakkað því að Frökkum gangi svo illa að verka fisk sinn í Bordeaux vegna ótíðar. Hafa þá fleiri mátt af því kenna en útvegseigendur hér norð- an og austan síðastliðið sumar. Ull hefir fallið um 8—10 a. pundið. Haustull seld fyrir 57 a. hvít og 45 a. mislit. Aðrir segja að fyrir hvíta haustull fáist ekki nema 52 a. í saltaðar gærur er að sögn ekki boðið nema kr. 5,70 — 5,90 fyrir 16 pund og í hertar gœrur í líku hlut- afli. Saltket. Fyrir það hafa nýlega ver- ið borgaðar 55 — 56 kr. fyrir tunnuna en verðið fer að sögn lækkandi. Lin- ^/Iargt oýtt og nauðsynlegt -&■ •I til jólanna -*• kom með Ingólfi og Agli til verzlunar ■Sn. Jónssonar- Oíío Monsíed danska smjörlíki er bezt. satlað ket hefir verið í hærra verði en hitt, saltað með gamla laginu, en sem stendur er að sögn lítill sem enginn munur á því gerður. Hraðskeyti til Nls. Reykjavík »/ia '07 kl. 3 e. h Þjóðbankinn i Höfn hefir hækkað út- lánsvexti sína uppl 8—8'li °/o. Vextirnir í Reykjavík hœkkaðir i 8'h »/*. * íslandi er œttuð deild á gripasýningu, sem á að halda l Árhúsum 1909. AtlantshafsflotiBandamannafarinn vest- ur til Kyrrahafs. Púðurverksmiðja i Barnsley á Englandi sprakk i loft app og biðu 70 manns bana. Nálœgt Pittsburg í Pennsylvaniu í Banda- rlkjunum varð sprenging i námu einní; vlð það luktust inni í ndmunni 400 manna og eru þeir liklega dauðir. Jarðarför Óskars Sviakonungs fór fram i gœr. Konungshjónin l Danmörku voru viðstödd við hana. Hjálti Jónsson skipstjóri flutti blautfisk- * Hér tckur fslandsbanki nú 8'/i •/• af víxlum og sjálf- skuldardbyrgöarlánum 102 hana dapur og niðurlútur og var ennþá gagntekinn af ótta yírr því, sem hann hafði gert — þá tók móðir hans hann í fang sér og hrópaði: »En guð minn góð- ur, — hafa þeir skammað þig fyrir þetta! Attirðu að sitja rólegur og horfa á þá kvelja bezta vininn þinn? Þetta var drengilega gert, AbrahamU En hann leit 6 hana hræddur og hikandi, og hún sá það nú í fyrsta skipti sér til mikilar sorgar, að hann bar nú ekki lengur fult traust til hennar. Á sama augnabliki sá hún h'ka hve óvænlegt það var, að leggjast þannig afdráttarlaust á móti manni sínum, að kenna syninum þveröfugt við það. sem faðir hans hafði gert, — að hrósa honum fyrir það, sem hún vissi að valdið hafði föðurnum hrygðar og ótta. Frú Wenche hafði oft búist við þvf að hún hlyti að koma, sú stund, þegar drengnum yrði Ijóst hvílíkt djúp var staðfest milli foreldra hans í mestu alvöru- málum. En hún hafði vandlega fhugað ýms meginatriði í trúarefnum og þar var hún undirbúin. Hún ætlaði sér að segja Abraham afdráttarlaust og hreinskilnislega, þegar hann yrði svo gamall að hann þyrfti að vakna til meðvitundar um slík málefni, að hún tryði hvergi nærri öllu því, sem aðrir trúa. Hún hafði líka byrjað á þessu og talað nokkurum sinnum við hann í þá átt. Orðugt var það; en hún vonaði þó altaf, að sér mundi takast að gera honum það ljóst með hegðun sinni og ráðvendni, að hann mætti öruggur treysta henni f hvívetna, þó að hún hefði ekki alveg sömu trúarskoðanir og aðrir. Henni fanst það ekki rétt að benda honum á alla þá hræsni, sem hún sá og lifði við. Prófessorinn lét Abra- 103 ham fara með sér til kirkju. nefndi stundum guðs nafn o. s. frv.; en þó vissi hún glögt, að hjá honum var ekki snefill af sönnum kristindómi. Þetta gat hún auðvitað ekki skýrt fyrir syni sínum, og þar voru miklir örðugleikar í vegi að því er trúar- brögðin snerti. Og trúarbrögðin sýndust ckki heldur hafa önnur áhrif á Abraham, en að maður ætti að kunna þau vel eins og hverja aðra skólagrein, og að það væri viðeigandi og ætti svo að vera að ganga í kirkju með sérstöku yflrbragði og tala f vissum rómi. Stundum spurði hann t. d.: »Hversvegna ferðu aldrei til kirkju, mamma?« Með þessu feklc hún að heyra, að hann hafði orðið fyrir á- hrifum frá öðrum; hún fann, að aðrir — hún vissi ekki hverir — vöktu eftirtekt hans á þessu hjá henni. Og þó hafði altaf lifað hjá henni vonin um það, að þetta mundi takast. Henni fanst jafnvel stundum, að það hlyti að vera gott fyrir Abraham, þegar trúarefinn legðist á hann, sem einhverntíma hlaut að verða, að móðir hans sjálfs væri meðal vantrúarmanna; — það hlyti — áleit hún — að kr.ýja hann til að velja í fullri alvöru og forða honum frá því að hverfa sem raggeit f hræsnaragrúann. En þessi viðburður í skólanum, — svo lítilfjörlegur f samanburði við mikilvægari málefni, en þó svo þýð- ingarmikill af þvf að hann sýndi svo skýrt djúpið milli þeirra tveggja, er saman áttu þetta eina barn — hvern- ið átti hún að greiða úr þeim vanda, sem af honum leiddi. Sjálf var hún hjartanlega sannfærð um það, að þetta hefði verið drengilega gert af Abraham og líkaði við hann hið bezta fyrir það. En auðvitað gat hún ekki hrósað farm til Englands — isvarinn — og œtlar að sœkja annan. Vesta kom t gœr og var ráðherrann með henni. Taugaveikl hefir gengið á ýmsum bæjum í Húna- vatnssyslu austanverðri. Látist hafði úr henni einn maður í Vatnsdal (Emil Benediktsson í Ási), einn maður f Laxárdal og enn einn á Skagaströnd- inni. Haraldur Þórarinsson hefir verið kosinn prestur að Hof- teigi á Jökuldal. Júlíus Halldórsson læknir á Blönduós slasaðist nýlega á ferð utan af Skagaströnd. Hafði viðbeinsbrotnað og rifbrotnað. Leikfélas: Akureyrör lék á sunnudaginn var og leikur aftur í kvöld tvo leiki: „Apann" eftir Heiberg og „Milli bardaganna“ eftir Björnstjerne Björnson. Leikirnir takast ekki aðeins eftir vonum, heldur Ifka fram yfir það, fullkomin ánægja að horfa á suma leikendurna og góð við- leitni hjá hinum. Mönnum er óhætt að sækja Ieikina, því fólk skemtir sér ágætlega við þá. Chr. Fr. Nielsen & Co. sem sagt var um í vetur að væru orðnir gjaldþrota, eða þi nálægt því, biðja Norð- urland að geta þess að frásögnin um það sé ekki annað en tilhæfulaus uppspuni. MessaO verður hér í kirkjunni á morgun kl. 12 á hádegi. Messur um hátíöarnar: Aðfangadagskvöld kl. 6 e. h. Akureyri. Jóladag - 9V2 f. h. — s. d. - 12 á h. Lögmhlíð. Gamlaárskvöld - 6 e. h. Akureyri. Nýjársdag - 12 á h. — í verzlun Páls Jónssonar fást Hrísgrjðn, miklu betri tegund en hér hefir áður þekst. Enginn ætti að leggja sér til munns önnur grjón á jólunum og öðrum tyllidögum Haframjöl, fyrirtaks gott. Sagógrjön, ágæt. Flórmjöl, bezta sort. Rúsínur, Möndlur, Fíkjur, Valhnetur, Laukur, Epli ameríkönsk. Alls konar krydd. Skjaldborg heldur fund á föstudaginn 27. þ. m. kl. B3/4 e. h. í sal Boga Daníelssoríar. — Skor- að á alla félagsmenn að mæta.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.