Norðurland


Norðurland - 11.01.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 11.01.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 22. blað. Akureyri, 11. janúar 1908. VII. ár. Zóphonías prófastur Halldórsson í Viðvík. Fregnin ttm andlát þessa merkismanns kom öllum mjög óvœnt. — Aðfaranóti 3. þ. m., kl. 2, vaknaði hann með ákafri lungnabölgu og var örendur að 12 stundum liðnum, eða kl. 2 um daginn. — Landið á hér á bak að sjá einum sinum bezta synt, og meira skarð og vandfyltara varð eigi höggvið í kennimannasveitina íslenzku. Slra Zóphonías prófastur varð aðeins 62!l2 árs, fœddur 11. jání 1845 að Brekku i Svarfaðardal, sonur Halldórs bónd'a Rögnvalds- sonar og konu hans Guðrúnar Björnsdóttur, er bæði voru af góð- um bœndaœttum. 1873 útskrifaðist hann úr latinuskölanum og 1876 tók hann embœttispróf frá prestaskólanum. Við bœði prófin hlaut hann góða fyrstu einkunn. — 1. sept. sama ár var hann skipaður prestur að Goðdölum i Skagafirði og tók prestvigslu 3. s. m. — 6. mai 1886 fekk hann veitingu fyrir Viðvíkurprestakalli og bjö upp frá þvi i Viðvik bezta búi, þvi hann var búhöldur góður. 30. ágúst 1890 var hann skipaður prófastur i Skagafjarðarprófastsdœmi og hélt þvi embætti til dauðadags. Árið eftir að sr. Zóphontas vígðist, kvœntist hann Jóhönnu Jónsdóttur háyfirdómara Péturssonar, ágætri konu að gáfum og mannkostum. Eru synir þeirra þrir, allir uppkomnir. Sr. Zóphonías var gáfumaður mikill, andrikur kennimaður og af- bragðs barnafræðari. Hann var maður tilfinningarlkur og áhugamað- ur um alt er til framfara og umböta horfði, bæði i andlegum og veraldlegum efnum. Pegar áhugamál hans mættu mótspyrnu átti hann stundum örðugt með að stilla skap sitt, en hversdaglega var hann gæfur og hinn Ijúfmannlegasti í viðmóti og allri umgengni. Öll meiriháttar framfara- og félagsmál i hjeraðinu lét hann mjög til sín taka, og hafði hann þvi jafnan œrið að starfa auk embœttis sins, er hann engu að siður rækti með hinm mestu alúð og samvizkusemi. — Hann lét sér jafnan mjög ant um Hóla- skóla og gerði alt sem i hans valdi stóð stofnun þeirri til vegs og frama. Hefir þvi skólinn mikið mist við fráfall hans. Þegar amts- ráðið tók að sér yfirstjórn skótans var sr. Zóphonias skipaður um- sjónarmaður hans, og var hann það jafnan síðan. Gerði hann sér hið mesta far um að benda yfirstjórninni á það, sem betur mætti fara i stjörn skólans. En auk hins stöðuga eftirlits, er hann hafði með skólanum, hafði hann þar á hendi kenslu í íslenzku frá því 1902. Eftir ritgerða- og umrœðuefnum þeim að dæma, er hann fekk nemendum til meðferðar, var það augljóst, að það vakti rikast fyrir honum að vekja hjá lœrisveinum slnum lifandi og framkvæmdasama œttjarðarást, efla drengskapar- og mannúðartilfinningu þeirra, i einu orði gera þá að sem nýtustum og beztum mönnum, er hefðu vilja og þrek til þess að efla hagsœldir fósturjarðarinnar, sem hann sjálf- ur elskaði svo heitt og innilega. Hann var ásamt Hjörleifi prófasti Einarssyni fyrsti frumkvöðull þess að prestar i Hólastifti hinu forna áttu árlega fund með sér og bundust siðan föstum félagsskap. Var hann upp frá því lífið og sálin í félaginu og formaður þess lengst af. Öllum þjóðmála hreyfingum fylgdi sr. Zóphonias með áhuga. Sér- staklega bar hann það ríkt fyrir brjósti að þjóðin yrði sem allra fyrst fyllilega sjálfstœð, bæði fjárhagslega og stjórnarfarslega. Mun hann hafa átt eigi alllítinn þátt t hinum eindregnu fundarályktunum i þessa átt, er bárust siðasta þingi úr Skagafirði austanverðum. Sr. Zóphonias var trúmaður mikill. Enginn var hann kreddumaður en kristinn maður í anda og sannleika. Trú hans var heit og ein- læg og hann þráði innilega að gera aðra hluttakandi t þeirri barns- legu gleði og ánægju, er trúin veitti honum, enda gerði hann sér far um og var það lagið að hafa áhrif á menn í þeim efnum. — Hann var prýðisvel máli farinn, og þegar hann talaði um áhugamál sin var jafnan auðheyrt að hugur fylgdi máli. Sá er þetta ritar mun jafnan minnast rœðu þeirrar er hann hélt i Hólakirkju um lágnættis- bil þ. 15. júní s. I. á minningarhátíð Hólaskóla. Kirkjan var troð- full en ys nokkur í fyrstu, en steinþögn og dauðakyrð sló á hinn glaðværa veizluskara er prófastur hóf tölu sina. Stóð hann i miðj- um kór á leiði Guðbrands biskups og talaði af munni fram eins og venja hans var siðustu árin og með svo miklum innileik og alvöru- þunga að margir viknuðu. Pegar á alt er litið má fullyrða að sr. Zophonias var einn af hinum ágœtustu klerkum þessa lands og sannur sæmdarmaður i hvi- vetna, er vann œttjörðu sinni og guðs kristni i þessu landi það gagn er hann mátti meðan dagur entist. En nóttin kom fyr en nokkurn varði til mikils harms, eigi að eins ekkju hans og nánustu ættmenn- um og vinum, heldur öllum sem vissu hver maður hann var og kunna réttilega að meta lífsstarf hans. St. st. Fjárhagurinn enn. iii. í síðustu grein með þessari yfirskrift gerðum vér grein fyrir því, á hve litl- um rökum þingmaður Suður-Pingey- inga bygði aðfinslur sínar við ummæli Norðurlands um horfurnar á úrslitum fjárhagsársins, sem kvaddi 31. desemb. f. á. Þá er enn eftir að athuga »leiðrétt- ingar« þær, er hann þykist gera á um- mælum blaðsins um þær fjárhagshorfur, sem síðasta þing skildi við. Hálfrar miljónar lánið og árstillagið til Mikla norræna ritsímafélagsins lætur hann liggja í þagnargildi, en snýr sér aftur að nokkurum smærri upphæðum. Sé féð til Reykjanesvitans talið frá, ber hér á milli um 5 upphæðir og nema þær samtals 74 þúsundum kr. Vér skulum minnast stuttlega á þær allar. 1. Aukin fornmenjaútgjöld. Þau á- ætlaði Norðurland 4000 kr., en í grein- inni í 41. bl. Norðra höfðu þeir þing- mennirnir dregið þau undan í framtali sínu. Þingmanninum þykir þó ekki lengur sæma, að þverneita um þessi útgjöld, en vill láta Norðurland setja áætlun sína niður um helming og skrif- ar því frá 2000 kr. Norðurland hefir ekki nema gaman af þessu. Samkvæmt lögunum um verndun fornmenja hækka laun fornmenjavarðar um 1680 kr., frá því sem til er ætlast í fjárlögunum og verði ekki rúmum 2000 kr. varið til framkvæmda hinna nýju laga, þá sjáum vér ekki betur en að eins vel hefði farið á því að þau hefðu verið óskrifuð. Norðurland getur því að svo stöddu ekki orðið við tilmælum þingmannsins um þenna afslátt. 2. Kennaraskólinn. Nl. áætlaði kostn- aðinn við hann 41,250 kr. en þeir þingmennirnir 35 þús. Nú segist þing- maðurinn hafa haft í hyggju fjársparnað þann, er verði á veitingu fjáríaganna tii Flensborgarskóla og nemi hann um 6000 kr. Við þetta er það að athuga, að bæði fjárhagsáætlun hans sjálfs og Norðurlands bygðu á fjárlögunum eins og þingið skildi við þau. Sé farið að benda á einstaka liði er miða til sparn- aðar, mætti líka með sama rétti áætla ýms þau verk, er landssjóður ætlar að vinna á fjárhagstímabilinu miklu dýrari en fjárlögin gera. Reynslan mun hafa sýnt að slíkar áætlanir standast ekki allmargar þegar til kemur. Ringmað- urinn grípur því hér svo á vopninu, að vel mætti snúa því í höndum hans, honum til óhagræðis, ef farið er út fyrir þann ramma, sem báðar áætlanirnar eru skornar í. 3. Laun presta og prófasta. Ring- mennirnir höfðu dregið undan, er þeir töldu fram gjöldin, laun þau sem pró- föstum eru ætluð (6,400 kr. á fjárhags- tímabilinu) samkvæmt hinum nýju lög- um um laun prófasta og ekki áætlað neitt fyrir því skakkafalli er á lands- sjóð kemur af breytingunni á launum presta. Hvað laun prófasta snertir er Ráðsmannsstaðan við Good-Templarahúsið á Akur- eyri er laus frá 14. maí næstkom- andi. Þeir sem vilja sækja um þetta starf, sendi tilboð sín fyrir 1. d. febrú- armánaðar til bóksala Friðbjarnar Steinssonar, sem gefur nánari upp- lýsingar. • t ♦ ♦ ♦ » 4^^» ♦ ♦ málið alveg auðsætt. Rar er að ræða um ný gjöld, og er sýnilega ekkert til upp í þau í bráð nema landssjóðs- fé, en hvað laun prestanna snertir bú- umst vér við að þingmaðurinn sé eini maðurinn á landinu, sem hugsar að þau lög hafi ekki í för með sér auk- in útgjöld fyrir landssjóð á næsta fjár- hagstímabili. F*ó tekjur prestalaunasjóðs- ins hrökkvi fyrir útgjöldum þegar nýju prestakallalögin eru komin í kring, að mörgum, mörgum árum liðnum, þá er auðsætt að hér er að ræða um ný útgjöld fyrir landssjóð, sem nema miklu fé á næsta fjárhagsári. F*að bætir lítið málstað hans, að vísa á það fé er veitt er í fjárlögunum til prestakalla og brauðauppbóta. F*ó eitthvert lítilræði af því fé geti sparast, mun sú verða raunin á, að þeir sem rétt hafa til hærri launa, samkvæmt hinum nýju lögum, munu biðja um að þau verði borguð. F’að er því alveg að ástæðu- lausu að þingmaðurinn strikar út þær 16,400 kr. er Norðurland hafði áætlað til þessara gjalda. — Yfir höfuð má þingmaðurinn ekki gera sér í huga, að þó hann striki út lögákveðin gjöld, sem tilfærð eru af öðrum, þá þurfi ekki að greiða þau. F*að hefir nefni- lega nákvæmlega sömu þýðingu eins og þó ritstjóri Norðra gefi honum vottorð um að hann fari með rétt mál í fjárhagsáætlunum sínum. 5. Tillög til brunabótasjóða. í fram- tali þingmannanna á gjöldum fjárhags- ársins 1908 — 9 er tillag landssjóðs til bruriabótasjóða (20 þús kr. til Bruna- bótafélags íslands og 10 þús. kr. til Brunabótasjóðs fyrir sveitabæi) dregið undan. Aftur taldi NI. þessi gjöld, eins og sjálfsagt var, með útgjöldum landsjóðs á fjárhagsárinu. F*ingmaður- inn leikur sér þó að því að strika þessi gjöld út, af því þau sé ekki tekjuhalli, »af því að með tekjuhalla er meint fjáreyðsla landssjóðs umfram tekjur*. Hér lítur út fyrir að þing- manninum sé ekki fullljóst, hvað tekju- halli er. Tekjuhalli er ekki annað en mismunur á tölum, tölunni sem sýnir gjöldin og tölunni sem sýnir tekjurnar og að sjálfsögðu er ekki um hann að ræða nema útgjaldatalan sé hærri, en sú talan sem sýnir tekjurnar. Enginn einstakur útgjaldaliður hefir þau for- réttindi fram yfir annan að heita tekju- halli, til þess eru þeir allir jafn rétt- litlir. F'ingmaðurinn þorir auðsjáanlega ekki að neita því, að þessar 30 þús. kr. eigi að teljast með útgjöldum lands- sjóðs á fjárhagstímabilinu, en gerir þetta

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.