Norðurland


Norðurland - 11.01.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 11.01.1908, Blaðsíða 3
87 N aði, sem forsetar þingsins stæðu fyrir, mætti þetta ekki koma fyrir, en þótti það ekki ofmælt á pólitískum fundi eða í blaðagrein. En hvað ætli »Lögrétta« segði um þessar tölur þingmannsins? Hún segði Iíklega sem svo, að þær væru tæpast boðlegar í blaðagrein, en þær hefðu verið ágætar á þingmála- fundi í Suður-Pingeyjarsýslu. 3. í greininni um fjárhag landsins í Norðurlandi er komizt að orði á þessa leið: íPví fer fjarri að oss detti í hug að fullyrða, að ekki geti einhver tekju- auki orðið á fjárlögunum næsta ár. Oss þykir það meira að segja ekki ósennilegt; en jafnsennilegt virðist oss hitt, að tekjuaukanum fylgi líka aukn- ing á gjöldum. Landsjóður hefir mikil störf með höndum á næsta fjárhags- tímabili, svo sem stórkostlegar síma- lagningar. Pað fé sem verja þarf til þvílíkra starfa hefir áður farið mikið fram úr áætlun og hætt er við að svo verði ennþá. Auk þess er ekki óhugs- andi að stjórn vorri takist að finna einhverja holu, sem gott væri að nota tekjuaukann til þess að fylla. Hvað verður um allan tekjuaukann fyrir yf- irstandandi fjárhagsbil? Hvar eru skild- ingarnir á kistubotninum, eftir það? Allar þessar 670 þúsundir króna hverfa algerlega og sjálfsagt meira en 100 þúsundir kr. að auki«. Alþingismaðurinn gerir mikinn her- blástur að Norðurlandi fyrir ummælin um »ho!una«. Hann þykist hafa fund- ið þar einhverja holu í hugsun eða rökfærslu blaðsius og reynir til af öll- um kröftum að víkka hana út. En þingmaðurinn vinnur þar fyrir gíg. Vér vitum að margir hafa skilið setn- inguna rétt, og þarf ekki til þess neina spekinga. Hér er vitanlega átt við kostnaðinn til konungsmóttökunnar og dönsku gestanna. Eins og allir vita ber stjórnin, eða réttara sagt ráðherr- ann einn, ábyrgðina á þeim kostnaði. Heimboðið til alþingis íslendinga frá konungi og danska þinginu er verk, sem hann einn ber ábyrgð á gagnvart þjóðinni og heimboð dönsku gestanna var bein afleiðing af því. Vér segjum þetta ekki til þess að lasta ráðherrann og ekki heldur til að lofa hann. Tím- inn verður nógur til þess að dæma um það þegar millilandanefndin hefir lokið störfum sínurn. En getur nokk- urum manni með fullri skynsemd komið til hugar að alþingi hefði verið boðið til Danmerkur, ef ráðherra fs- lands hefði verið því mótfallinn, eða sýnt málinu lítinn áhuga? Sjálfsagt ekki; en hitt er jafnvíst að með þeirri ráðstöfun bjó hann til allstóra holu fyr- ir tekjuaukafjárhagstímabilsins 1906 —7. Heimboðskostnað losnum vér sjálfsagt við á þessu nýja fjárhagsári, en rit- símasamningurinn hefir mörgum þótt benda á það, að ráðherra vor væri ekki mjög hræddur við smáútgjöldin, umfram það sem veitt er af þinginu, ef hann þættist sjá leik á borði. Vér vonum að þingmaðurinn fari nú að skilja oss og biðjum þá afsökunar á málalengingunum, sem ekki þurftu þessara skýringa við. Miklu auðveldara en að leysa þessa þraut um »ho!una«, hefði þingmann- inum átt að vera að skilja rétt orðin: »Annars er það blindni næst að byggja sér loftkastala úr væntanlegum tekju- auka«. Hér er ekki átt við annað en loftkastala hans sjálfs, tekjuáætlunina, sem hann lét Norðra flytja. Afsökun misskilningsins getur hann varla fund- ið aðra en þá, að »blindur er hver í sjálfs sín sök«. En af því skýringin kom rétt á eftir: »AUir vita að land vort er áfeilaland og tekjurnar geta hæglega minkað snögglega í bili«, þá fáum vér ekki betur séð en að þing- manninum hafi þótt þörf á að leiða athygli lesenda sinna frá því hve rök- færsla hans er grunnfærin og villandi, með því ausa fram rangfærzlum og útúrsnúningi á orðum Norðurlands. Sá »loftkastalinn« er þó ekki viða- meiri en það, að flestir munu sjá í gegnum hann. X Rækíunarfélag J^Jorðurlands. Eins og um var getið hér í blað- inu, snemma í vetur, þá sendi Rækt- unarfélagið tvo af starfsmönnum sín- um, þá búfræðingana Ingimar Sigurðs- son og Pál Jónsson á deildarfundi félagsins. Fór Ingimar Sigurðsson um norðurhluta Eyjafjarðar-, Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu og mætti hann á 18 fundum alls. Páll Jónsson fór um Eyja- fjörð framan Akureyrar og Þingeyjar- sýslurnar báðar, og mætti hann alls. á 13 fundum. Þeir lögðu af stað 1. nóv. og komu aftur skömmu fyrir jól. Þessir sendimenn félagsins héldu fyrirlestra á fundunum um ýms bún- aðarmálefni, söfnuðu pöntunum frá fé- lagsmönnum og ráku ýms önnur erindi félagsins. Gaddavírspantanir hafa félaginu bor- ist margar og miklar, og virðist á- hugi manna á að girða hið ræktaða land vera alment vaknaður. Einnig hafa félaginu borist margar óskir um leiðbeiningar hjá ráðunautum félagsins, sem í ráði er að sendir verði milli félagsmanna á næsta sumri. Verða þessar leiðbeiningar aðaliega viðvíkjandi grasrækt, garðrækt, vatns- veitingum og svarðarleit. Æfifélögum hefir fjölgað að miklum mun á þessum fundum og eru þeir nú um 60 að tölu. Um 60 nýir ársfélagar hafa og bæzt við, en aftur á móti hafa nokkurir gengið úr félaginu. Sendiferðir þessar hafa hvervetna mælst vel fyrir og áttu sendimenn góðum viðtökum að fagna. Biðja þeir »Norðurland« að flytja kæra kveðju sína til allra, er þeir hafa heimsótt á þessum ferðum sfnum X Krossar og „ráð“. í umræðunum í Fólksþinginu danska 6. f. m. um frumvarp utn afnám að- alstignar, titla, krossa og >metorða< var þess getið að það hneyksli hefði átt sér stað hér heima í sumar, að stjórnin hefði selt titil og var skorað á forsætisráðherrann að rannsaka mál- ið, en hann færðist undan því, af því hann tryði því ekki. Þar er þess og getið að þeim ósköpum hcfði verið ausið hér út af krossum að »orðu- stjórnin hefði neyðst til að loka búð- inni og gera miklar nýjar krossapant- anir«! — Hneyksli er það auðvitað að selja titla, en hitt er þó hneykslið meira að klína þeim á menn fyrir ekki neitt. * . * * í »Social-Demokraten« 22/n f. á., aðalblaði jafnaðarmanna í Danmörku, eru greinarnar um etatsráðstitil Ás- geirs Ásgeirssonar, er »Lögrétta« og »Ingólfur« fluttu, lagðar út, þar sem það er gefið í skyn að maður þessi hafi náð sér í »ráðið« með því að lofa að kaupa Þingvallaskálann háu verði. Og svo bætir blaðið við: »Ur því svona er, þá væri nógu gaman að vita hvernig hitt etatsráðið íslenzka, I. V. Havsteen kaupmaður, frændi Islandsráðherrans, hefir náð í sinn titil.« — Já, það hefðu sjálfsagt margir gaman af að vita það. — En það verður að líkindum lengstaf óráð- in gáta, hvers vegna hann fekk »ráð- ið«, maðurinn sá. % Hraðskeyti til Nls. Reykjavík u/i '08 kl. 11 f. h Sterling, skip Thorefélagsins, á að fara 11 beinar ferðir til Reykjavíkur. Snjór hefir stöðvað umferð allra járnbrauta i Danmörku. Harden dœmdur i 4 mánaða fang- elsi. Július Jörgensen, stjúpsonur Hal- bergs gestgjafa, dáinn úr hjartasjúk- dómi 5. þ. m. Síra Helgi Árnason i Ólafsvík sœkir um Kviabekk. Aðrir hafa ekki sótt. Slra Árni Björnsson á Sauðárkrók settur prófastur i Skagafjarðarsýslu. X Veðurathuganir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson. 1907. Des. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum. O — Hiti (C.) Í3 -< 3 10 10 w £•= Skýmagn 1 Úrkoma Fd. 26. 75.3 5.o 0 4 -f- 0.5 Fd. 27. 75.8 -f- 2.0 0 0 -r- 4.0 Ld. 28. 76.4 -r- 5.5 0 0 — 6.5 Sd. 29. 76.6 -r- 5.5 0 0 -7- 6.5 Md.30. 76.i -f- 5.5 0 0 -f- 6.5 Þd. 31. 76.4 O.o 0 0 -f- 5.5 X Glæpsamlezur strákskapur eða annað verra, gerðið vart við sig í höfuðstaðnum 2. þ. m. Bögli með púðri og dynamiti hafði verið komið fyrir við glugga einn á íslandsbanka utanverðan. Kl. 8 um kveldið sprakk böggullinn og mölvaðist glugginn, en ekki varð meira af. Hafði verið kveikt í honum með kveikiþræði. Glugginn var á herbergi bankastjórans. Ekkert var upplýst um það er síðast fréttist hver valdur væri að spellvirki þessu. Sorglegt mætti það teljast ef slík til- tæki færu að tíðkast á voru landi. Væri slíkt órækur vottur um vaxandi sið- leysi. Velzlu meiriháttar á hún í vændum sam- bandsnefndin íslenzka undireins og hún stígur fæti á land í Höfn, eftir því sem »Dannebrog« skýrir frá. Eiga nefndarmenn að verða gestir stjórn- arinnar dönsku og ríkisdagsins. Það verður að líkindum ekki seinasta veizl- an, sem þeim verður haldin. »Minna af veizlum, meira af sjálfstæði«, segj- um við, sem heima sitjum. Rofa tekur nú heldur á peningamarkaðinum erlendis, sem betur fer. Englandsbanki hefir sett vextina niður í 6 °/o úr 7, en ekki vottar enn fyrir neinni hreyfingu í lækk- unaráttina á Þýzkalandi, Danmörku eða hinum öðrum löndum álfunnar, að því er síðustu fréttir greina, er oss hafa borizt. Mannalát' Hjálmar Pétursson bóndi á Breið í Tungusveit er nýlega dáinn úr heila- blóðfalli, rúmlega fertugur. Maður skar siz á háls til bana á Seyðisfirði í gær, Þórður(?) Sveinsson frá Firði. Gerði hann þetta í tóft upp á túni með skaftlausum rak- hníf. Hafði verið um 35 ára gamall, hægleiksmaður og haldið að hann hafi gert það í augnabliksbrjálsemi. Símfrétt. Skipstrand. >Seagull<, botnvörpungur frá Reykja- vík strandaði við Vestmannaeyjar 8. f. m. Skipið var á leið til útlanda. Mann- björg hafði orðið af skipinu. Símfrétt. Bsjarstjórnarkosninz fór fram á Seyðisfirði 4. þ. m. Her- mann Þorsteinsson var endurkosinn og Jón Jónsson í Firði kosinn i stað Frið- riks heitins Gíslasonar. Símfrétt' Dauðinn yfirvinst ekki, en menn verða langlífari og lífið farsælla ef menn gæta þess að halda meltingunni í lagi og blóðinu hreinu og nýju; þetta geta menn gert með því að neyta daglega hins frá- bæra matarbitters »China Livs EIix- irs" frá Waldemar Petersen í Fred- rikshavn Köbenhavn. Garnakvef. Eg hefi í 3 dr þjáðst af þessum sjúk- dómi og var svo illa farinn, að eg gat ekki unnið léttustu verk. Eftir að eg nú hefi brúkað China Livs Eliksir, er eg orð- inn sem alheilbrigður og er það sannfær- ing min að eg haldi við heilsunni með þvi að halda dfram að taka þetta lyf inn. J. E. Petersen. Vansæt i Noregi. Krampi. Undirritaður hefir i 20 dr þjdðst af krampaflogum í öllum likamanum, en eft- ir að eg hefi tekið inn 12 flöskur af China Livs Eliksir yðar er eg oröinn laus við þenna sjúkdóm og bið yður hér með að senda mér 12 flöskur handa öðrum manni, þvl mig langar til að allir sem sjúkir eru reyni þetta lyf. Carl J. ý\nderson. Norra Ed, Kila i Sviariki. Varið yður á eftirstælingum: Kaupið enga flösku nema á ein- kunnarmiðanum standi Kínverji með glas í hendinni og nafn verksmiðju- eigandans Waldemars Petersen, Fred- rikshavn Kjöbenhavn og á flösku- stútnum merkið í grænu lakki. Unninn °g óunninn trjáviður kom með »Eljan í Verzlun Sn. Jónssonar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.