Norðurland


Norðurland - 11.01.1908, Blaðsíða 2

Norðurland - 11.01.1908, Blaðsíða 2
Nl. 86 yfirklór til þess að villa lesendum sín- um sýn, —Pað er heldur ekki annað en hugsunarvilla hjá þingmanninum, að halda að >brunabótamálið sé hreinir féglæfrar«, ef þessi gjöld eigi að telj- ast með útgjöldum landssjóðs á fjár- hagsárinu. — Hér er aðeins spurning um það hvort þetta fé eigi að teljast með útgjöldum landssjóðs á fjárhags- árinu og á því getur enginn vafi leik- ið. — Kenning þingmannsins um tekju- halla og fjáreyðslu orsakast víst af of þokulegri hugsun. Mörg útgjöld, sem greidd eru úr landssjóði geta ekki talizt fjáreyðsla. Af því þingmaðurinn er líka umboðsmaður skulum vér rétt til dæm- is nefna það fé, sem þjóðjörðum er lagt til húsabóta. 6. Vextir af lh miljónar láninu. Norðurland áætlaði að lánið væri tekið á miðju fjárhagsárinu og þurfti þá að greiða af því 20 þús. kr. vexti á fjár- hagstímabilinu. Eftir því sem áætlun þingsins og aðrar ráðstafanir horfðu við, munu allir sanngjarnir menn viður- kenna, að hér var mjög hóglega áætl- að. Geti þingmaðurinn ekki sannað, að engin þörf sé á þessu láni — og því var þá verið að taka það upp á áætlun þingsins og því er þá verið að semja um það við ríkissjóð Dana? — þá hefir hann heldur ekki rétt til að strika fé til þessarar vaxtagreiðslu út af áætlun Norðurlands. Hér fer því með þessar tölur eins og þær tölur aðrar, sem borið hefir á milli um, að þingmaðurinn hefði átt að láta þær standa óhaggaðar, eins og þær voru tilfærðar af Norðurlandi. Loks eru hér ótaldar tæpar 12 þús. kr. sem þingmaðurinn játar að þeir hafi dregið undan, »sem við ekki hirt- um um að tína saman svo nákvæm- lega, af því þær hafa enga verulega þýðingu fyrir fjárhagsáætlun, sem hleyp- ur á miljónum«! Eins og vant er reynir þingmaður- inn að telja eitthvað fram á móti þess- um gjöldum af vantöldum tekjum. A- höldin úr Reykjanesvitanum gamla, sem þeir þingmennirnir eru að burð- ast með inn í tekjuáætlun sína, eiga þar að verða helzta hjálparhellan. Náist þau áhöld úr vitanum, verði þau ekki komin í sjóinn áður, þá verða þau aldrei að tekjum, nema í höndum þeirra manna, sem leika sjónhverfinga- leik fyrir þjóðina; þau verða þá eign en ekki tekjur og sennilega ekki nærri 15 þús. kr. virði, þó þau hafi ein- hverntíma kostað um 15 þús. kr. Á næsta fjárhagsári sýnist ekki líklegt að þau verði notuð í vitann á Siglunesi, sem alls á að kosta 10 þús. kr. eða í vitann á Dalatanga, sem á að kosta 20 þús. kr. ásamt bústað handa vita- verði. En því að eins getur eitthvert vit verið í því að telja þessi áhöld með tekjum fjárhagsársins, að átt hefði að nota þau í þá vita, sem átti að byggja á fjárhagsárinu. Ætli þingmaðurinn sér að gera það, fara þeir vitar víst eitt- hvað verulega fram úr áætlun. Pá þykir þingmanninum það á vanta hjá Norðurlandi að ótalinn sé tollur af innlendri vindlagerð. Eins og kunn- ugt er þrengdi síðasta þing svo að þeim atvinnuvegi, að það var alment talað að hann hlyti að leggjast niður. Verði hann annars eitthvað rekinn fram vegis, er auðsætt að hann muni mjög ganga saman og veita litlar tekjur í landssjóðinn. IV. Norðurland hefir þá gert grein fyrir því sem á milli ber, því og þingmann- inum, um yfirlitið yfir fjárhag landsins, sérstaklega að því er til gjaldanna kem- ur. En þó eru enn eftir tveir alllangir kaflar af ritgerð þingmannsins. Sumt af því sem þar er sagt eru fjárhags- legar villukenningar, sem þörf er á að athuga dálítið nánar, en að öðrum þræði er þar svo mikið af útúrsnún- ingi og rangfærzlum á orðum Norður- lands, að blaðið vill enn mælast til þess við lesendur sína að hafa enn meiri þolinmæði, þó mál þetta hafi þegar tekið upp mikið rúm í blaðinu. 1. I báðum ritgerðunum, þingmanns- ins og þingmannanna, er því haldið fram að það sýni varfærni þings og stjórn- ar í fjármálunum, hvað tekjuáætlunin sé höfð lág, jafnvel svo lág, að tekj- urnar reynist mörgum hundruðum þús- unda hærri en þær eru áætlaðar. Mörg- um þykir þetta víst einstaklega álitleg röksemdafærzla og þó er hún ekki annað en hættuleg hugsunarvilla. Rað hefir sem sé nauðalitla þýðingu hvort tekjurnar eru áætlaðar hátt eða lágt. Tekjuáætlunin er alls ekki prófsteinn varfærninnar, eins og þeir halda fram, en prófsteinninn er miklu fremur þau útgjöld, sem landssjóði er gert að skyldu að greiða. F*ó tekjur sem áður hafa reynst 2 miljónir króna séu ekki áætlaðar nema 1 miljón, þá lýsir það alls engri varfærni, ef gjöldin eru samt sem áður áætluð 3 miljónir. Pað er því lítilla þakka vert, þó þeir þing- menn þoki tekjuáætluninni eitthvað nið- ur, sem samt sem áður greiða atkvæði sitt með öllum útgjöldunum. Pað er rétt að tekjuáætlunin hefir verið lág undanfarið, reynzlan hefir sýnt það, en hvað er mikið í sjóði af öllum þess- um tekjuaukum? Lága tekjuáætlunin hefir um síðasta kjörtímabil ekki verið notuð til þess að safna til hörðu ár- anna, hún hefir að eins verið notuð til gengdarlausra gyllinga á þeirri fjár- málastjórn, sem landið á að búa við. Hafi skuldir ekki safnast stórkostlega þrátt fyrir háu útgjöldin, á stjórnin að hafa gert eitthvert kraftaverk, með því að komast af með svona lága tekju- áætlun, hún á að hafa mettað 5000 manna með 5 brauðum og 2 smáfisk- um. Alt kraftaverkið var þó í því fólgið að hafa tekjuáætlunina of lága. Lága tekjuáætlunin hefir verið aðalvopnið, sem stjórnarblöðin hafa beitt fyrir sig — blekkingar og ekkert annað. 2. Rað er ein af aðalröksemdum þingmannanna fyrir hinni nýju tekju- áætlun þeirra, að tekjurnar hækki ár- lega að jafnaði um fullar 50 þúsund kr. frá ári til árs, án tolla- eða skatt- hækkunar. Til þess að enginn vafi leiki á ummælnm þingmannsins, skulum vér leyfa oss að prenta þau upp orðrétt úr 49. bl. Norðra: »»Norðurland« mótmælir þeirri stað- hæfingu, að tekjurnar hækki að jafn- aði um fullar 50. þús kr. frá ári til árs, án tolfa eða skatthækkunar, og færir til tölur (tekjurnar 1905 og 1906). En blaðið tekur upp rangar tölur og fær því ranga niðurstöðu. Tekjur landsjóðs næstl. 7 ár hafa numið (hundruðunum slept): 1900 809 þús. kr. 1901 875 - - 1902 1051 - - 1903 1012 - - 1904 1053 þús. kr. 1905 1145 — - tollauki frádreginn 1906*1185 — - sömuleiðis Dragi maður nú frá tekjunum 1902 nál. 100 þús. kr., sem eru óvenjulegar tekjur af frímerkjasölu, þá sézt að tekju- hækkunin ár frá ári hefir verið býsna jöfn og til jafnaðar er hún nokkuð yfir 60 þús. kr. á öllum þessum árum. Retta sýnir að við tókum ekki of frek- lega til orða.» Pað er reyndar ósatt að Norðurland hafi neitað því að tekjurnar hækki um fulla 50 þús. kr. á ári að jafnaði, án þess að nýjum gjöldum sé bætt við. Þegar vér rituðum greinina í NI. höfð- um vér ekki tíma tfl að aðgæta þessa staðhæfing til hlýtar, en bentum að eins á að tekjumismunur áranna 1905 — 1906 næði ekki einu sinni 5000 kr. Eins og sézt á tölunum hér að framan lætur þingmaðurinn aftur tekjumismun þessara ára vera 40 þús. kr. og segir að Nl. hafi tekið upp skakkar tölur. Pað sem hér ber á milli um er, að því er árið 1906 snertir, að Nl. fór eftir þeim tölum sem ráðherrann gaf þinginu upp í byrjun og lok þingsins, en þingmaðurinn eftir þeirri skýrslu (þessari sem getur skakkað um »örfá þúsund«), er hann þykist hafa frá stjórn- arráðinu og munar þar um rúmar 13 þús. kr. Um þær tölur ætlar Nl. að Iofa þingmanninum að glíma við ráð- herrann. Að því er árið 1905 snertir fer þingmaðurinn eftir þeim dálki í landsreikningnum, er sýnir hvað inn- borgaðist á árinu, en Nl. eftir þeim dálki, er sýnir tekjur reikningsársins. Ressi tala sem Nl. fór eftir er rúmum 22 þús. kr. hærri en talan, sem þing- maðurinn fór eftir. Nl. leitt svo á og það lítur svo á enn, að þegar bera skal saman tekjumismun tveggja ára, þá sé meira um vert að sjá hinar réttu árstekjur, heldur en hitt hvað inn borg- ast af þeim, sem getur verið dálítið mismunandi. Tala NIs. er því í alla staði ábyggilegri og réttari en tala þing- mannsins, sem verður villandi í þessu efni, þó minna geri til þegar mörg ár eru aðgætt í einu. Til þess að leiða athygli manna frá því að tekjurnar 1903 voru 39 þús. kr. Iægri en árið 1902 dregur hann 100 þús. kr. frá árinu 1902 og segir þetta séu óvenjulegar tekjur af frímerkja- sölu; hann gleymir því þó ekki að leggja þessar 100 þús. kr. við aftur þegar hann fer að reikna út tekju- hækkunina til jafnaðar. En sá galli er þó á þessari fjármálaspeki, að hún er lítið annað en blekking. F*að má sjá á því, að árið 1902 voru allar tekjur af póstferðum (og í þeim tekjum eru frímerkjatekjur taldar) kr. 142,249.07, en árið 1903 kr. 105,438.82. Mismun- ur á pósttekjum áranna er því ekki nema tæpar 37 þús. kr. F^ingmaður- inn sníður tölurnar of mikið til í hendi sinni, eftir því sem honum hentar í hvert skifti. F*á er að líta á tölurnar sjálfar í þessum greinarstúf, sem hér hefir verið prentaður orðrétt. Við þær loðir sami gallinn sem við flestallar aðrar tölur þingmannsins í þessari grein, að þær * Tekjurnar teknar eftir reikningslögunum öll árin nema 1906 eftir skýrslu stjórnar- ráðsins til fjárlaganefndarinnar. Tollauk- inn talinn eins og »NI.« gerir. Tollur af súkkulaði og tegrasi kom til á þessu tíma- bili, en nemur mjög litlu. • o llum þeim sem sýndu okkur hluttekningu við jarðarför okkar elskulegu konu, móð- ur, dóttur og systur með því að skreyta kistuna með krönsum, tjalda innan kirkjuna og fylgja til grafar, sendum við hérmeð okkar innilegasta þakklœti. En sérstaklega þökkum við hinum háttvirtu konum sem lögðu hinn fagra silfurskjöld á kistuna, og á annan hátt sýndu einlæga hluttekningu og velvild. Akureyri 8. janúr 1908. Sigtryggur Jónsson. Ingibjörg Gísladóttir. Hjalti Sigtryggsson. Páll Porkelsson. eru villandi og blekkjandi. Tölurnar áttu að sýna tekjuhækkunina frá ári til árs, að nýjum álögum frátöldum, en svo leyfir þingmaðurinn sér að taka ekkert tillit til þess, að á þinginu 1901, þegar tolllögin voru færð saman í eina heild, var líka gerð stórfengleg hækkun á vínfangatollinum, auk þess sem lagð- ur var á nýr tollur á tegras, súkkuladi og brjóstsykur. Hækkun á vínfanga- tollinum nam að sönnn ekki nema 18 — 19 þús. kr. á fjárhagsárinu 1902 — 3 frá því sem hann hafði verið fjárhags- árið áður. en auðvitað hefir það stafað af því að vínfangabirgðirnar hafa verið með mesta móti hjá kaupmönnum í árslok 1901, af því þeir vissu toll- hækkunina fyrir, en á fjárhagsárinu 1904 — 5 er tollhækkunin búin að ná sér að mestu eða öllu og þá er vín- fangatollurinn orðinn tæpum 100 þús- und kr. hærri en hann var fjárhags- árið 1900 — 01. F'essi tollhækkun hefir því afarmikil áhrif á tölur þingmanns- ins og þarf góða einurð til þess að látast ekki vita af henni fyrir þing- mann, sem sat á þinginu, samþykti iögin og talaði í málinu. — Að aðflutnings- gjald af tegrasi, súkkuladi og brjóst- sykri sé heldur ekki einskis virði fyrir landssjóð má sjá af því, að þessi tollur nam nær 23 þús. kr. á fjárhagsárinn 1904-5 Pað er líka aðgætandi, að þó tölur þingmannsins hefðu ekki verið rangar, þá þurfti hann samt að seilast aftur um 7 ár til þess að fá það út sem hann vildi og er lítið vandaverk að fá út hækkandi tölur, þegar sífelt er verið að hækka gjöldin. Hefði hann látið sér nægja 5 síðustu árin, þá er tekjuhækkunin á þeim að jafnaði ekki nema rúmar 30 þús. kr. F*að er því víst alveg óhætt að fullyrða, að 5 ára reynzla undanfarið sýnir það, að kenn- ing þingmannsins um 50 — 60 þús. kr. tekjuhækkun til jafnaðar, að nýjum tollum og álögum frádregnum sé hel- ber villukenning. Pví er miður, hann hefir ekki rétt fyrir sér. En er það ekki hastarlegt að þing- maður, fróður og mikilhæfur, skuli láta flokksofstækið leiða sig til þess að fara með slíkar tölur á prenti frammi fyrir allri þjóðinni. I sumar notaði forseti neðri deildar þingveizlu-fagnaðinn til þess að at- yrða andstæðinga sína í veizlunni, bar þeim á brýn að þeim gangi ekki ann- að til mótspyrnu gegn ráðherranum en óvild og valdafíkn. »Lögrétta« fór um þetta þeim orðum að í veizlufagn-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.