Norðurland


Norðurland - 29.02.1908, Qupperneq 2

Norðurland - 29.02.1908, Qupperneq 2
Nl. 114 Aðalfundur KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA verður haldinn á Hrafnagili laugardaginn 28. marz næstkomandi og byrjar kl. 11 f. h. 28/2 '08. Féíagsstjórnin. ••••••••••«•••••••••••••••••••••••• frá vörn þeirri fyrir Stössel er einn af hershöfðingjum Japana lét birta hér í álfu. Engin ástæða sýnist vera til þess að rengja þau ummæli. — Pað mun og vera dómur hins mentaða heims að ófarir Rússa fyrir Japönum sé miklu síður að kenna einstökum hershöfðingjum en þeirri spillingu, sem kúgun og óstjórn hefir leitt yfir þjóð- ina. Sé það satt að bændastétt Rússa, um 80 miljónir manna, meginhluti allrar þjóðarinnar, sé orðin dýrum lík- ust fyrir það harðrétti og volæði, sem stjórnarfarið á mesta sök á, þá sýnist ekki ýkja kynlegt að sú þjóð verði ekki sigursæl í ófriði. Mjög sýntist því hætt við því að dómurinn yfir Stössel verði talin ný sönnun þess, að Rússastjórn vilji ekki kannast við í hverju aðalmeinsemd þjóðarinnar sé fólgin. Miliilandanefndin. Hraðskeyti frá Kaupmannahöfn segir að Ceres hafi komið þangað með milli- landanefndarmennina um miðjan dag á fimtudaginn var og ferðin hafi gengið ágætlega. Seinna mátti skipið þó ekki koma, því í gær áttu þeir að mæta á fyrsta nefndarfundinum.—Svo byrja átveizlurnar, sem eiga að mýkja sjálfstæðishuginn úr íslenzku nefndar- mönnunum. Þeir sem skulda JMORÐURLANDI áskrifendagjöld eða fyrir auglýsingar eru beðnir að borga sem allta fyrst. »Röksemdir« B. L. Ritstjóri »Norðra« víkur að mér nokkrum orðum í síðasta tölubl. fyrir smágrein þá, er eg ritaði í »Norður- land« út af fákænlegum ummælum hans um sjávarútveg héðan frá Eyja- firði, ranghermi og aðdróttunum að einni stétt manna hér við fjörðinn. Skal eg leyfa mér að benda á það, að hann gerir ekki minstu tilraun til þess að hrekja það, sem eg sagði í greininni. Orðlaus vill hann þó ekki vera og á orðagjálfrið að koma í stað röksemda. Hann ber sig upp yfir því að eg skuli ekki hafa sagt sér það sem eg vissi, þegar hann kom inn á skrif- stofu mfna og átti þar tal við herra M. Jóhannsson. En ástæðan var blátt áfram sú, að mér var með öllu ó- kunnugt um að hann væri að leita sér upplýsinga handa blaði sínu. Eg vissi ekki annað til ferða hans í það skiftið, en að hann var sendur af konu einni ofan á Oddeyri og beiddi hann mig engra upplýsinga um þetta »mál« sitt, sem hann nú er orðinn frægur fyrir. Hvað því viðvíkur að hann ráð- leggur mönnum að segja mér oftar en einu sinni það sama, ef þeir ætl- ist til þess að mér sé málið kunn- ugra en áður, þá finst mér að hann hefði fremur átt að biðja aðra þess opinberlega að segja sér sjálfum það sama, oftar en einu sinni, í þeirri von að hann þá komist hjá því að þurfa að taka meirihlutann af því aftur, sem hann hefði eftir þeim. En þar sem hann elur á aðdróttun sinni til eyfirzkra sjómanna um dáð- leysi og óforsjálni, af því þeir flykt- ust ekki í haust, óráðnir, vestur að ísafjarðardjúpi, þá held eg að hún byggist ekki á betri rökum en annað, sem hann hefir sagt um þetta mál. Eg held að lítil von hafi verið um það að margir þeirra gætu fengið þar skiprúm og eins og á stóð hafi þeim af tvennu illu verið betra að sitja heima, þó sumir hefðu ekki mikið að starfa, en að ganga iðjulausir þar vestra. Oddeyri 26/2 '08 Sig. Bjarnason. % Ólafsfiarðarsíminn. Hann kemst væntanlega upp á næst- komandi vori. Búið að flytja staurana nú þegar á mestalla línuna. Símanum er komið upp með lántöku Þórodd- staðahrepps og sýslufélagsins. Símalagning þessi hefir væntanlega mikla þýðingu fyrir Ólafsfjörðinn, gerir hann miklu álitlegri verstöð en áður. Síra Janus Jónsson prófastur í Holti hefir fengið lausn frá embætti. (Sírairrétt). 126 eftir kennaraskaranum til þess að drekka smáglas af víni uppi á dagstofu skólastjóra. Abraham fór heim með föður sínum. Lövdahl prófes- sor var hrærður í huga. Á leiðinni sagði hann við son sinn: »Þú hefir verið duglegur drengur, Abraham, og af þvf sé eg, að þú leitast við að bæta yfir það, sem þú hefir brotið. Svo skulum við ekki tala meira um það mál. Eg skal líka mælast til þess við skólastjóra, að hann minnist ekki framar á þetta.« Abraham þaut inn í stofu í hendingskasti og hróp- aði: »Mamma, mamma! Eg varð annar í röðinni!« Frú Wenche kom á móti honum álíka himinglöð; hún tók hann og kysti og dansaði við hann; og þegar prófessorinn kom inn og sagði að vanda: »Hægan, börn!« þá hló hún bara, tók í hönd syni sínum og gekk til snæðings. Prófessorinn vildi fá vín og svo varð þarna dálítill heimilisfagnaður. Abraham fanst að hann væri léttur sem fugl á kvisti, og þegar prófessorinn klingdi við hann, virtist honum að faðirinn væri mestur og ágæt- astur allra manna í víðri veröld. En þenna dag fanst honum, að hann hneigðist meir að móður sinni líka, en hann hafði gert í langan tíma. í raun og veru þótti honum nú jafnvænt um þau bæði, og hann var gagntekinn af ljúfri sælu. En hið liðna varð að skuggalegri endurminningu, sem hann vildi gleyma og afmá úr buga sínum. »Jæja, er það ekki eins og eg sagði«, mælti pró- fessorinn, þegar kona hans sagði frá því, hvar hún hafði verið um daginn, »hún er þér ekki smá-ræðis áhugamál, verksmiðjan sú arna«. 127 Hún hló bara og mælti ekki á móti því; þenna dag var hún svo undarlega sæl og hugurinn léttur og fieygur. IX. Altaf hafði því verið frestað, að Abraham yrði fermd- ur eða þó öllu heldur: aldrei hafði verið minst með einu orði á það mál. Því prófessorinn vissi það ofur vel, að frú Wenche mundi verða eindregið á móti því, og frá því er dreng- urinn var barn að aldri hafði hún sagt, að hann skyldi aldrei fermdur verða. Maður hennar bafði jafnan eytt því og þagað. Hann hugsaði eitthvað á þessa leið: Berið ekki áhyggjur fyrir morgundeginum, og það var ekki vandi hans að eiga við það, sem óþægilegt var, fyr en með engu móti varð hjá því komist lengur. Þess vegna hafði hann látið má) þetta bíða unz Abraham var á sextánda ár- inu; var það hærri fermingaraldur en tíðkaðist alment þar um slóðir. En þetta haust átti hann nú að fara að ganga til prestsins, því fermdur skyldi hann verða hvað sem tautaði. Prófessorinn var jafneinráðinn í því eins og kona hans í því að mæla þar eindregið á móti. Einu sinni að morgni dags, þegar þau voru að klæða sig, hóf prófessorinn máls á þessu blátt áfram og hóg- látlega. Abraham var nýfarinn á skólann. »Jæja, nú held eg að það sé orðið mál að Abraham fari að ganga til hans Sparre prófasts f næsta mánuði.« »Ganga til prófastsins? Hvað segirðu maður?« Frú Wenche sneri sér hvatlega við á stólnum; hún sat frammi fyrir speglinum og greiddi hárið sitt mikla. í KRISTJÁN SIGFÚSSOJ^. 25. þ. m. andaðist hér í sjúkra- húsinu Kristján Sigfússon, yfir- kennari barnaskólans hér í bæn- um, rúmlega fertugur að aldri. Hann var fæddur á Syðri Varð- gjá 22. apríl 1866, og var son Sigfúsar bónda Guðmundssonar, er þar bjó, og Margrétar Krist- jánsdóttur frá Sigríðarstöðum, lconu hans. Föður sinn misti hann ungur. Þegar á yngri ár- um hneigðist hugur hans mjög til bókmenta og náms, og um tvítugs-aldurinn gekk hann í Möðruvallaskólann, en varð að hætta þar við nám áður en hann næði burtfararprófi vegna heilsu- lasleika. Eftir það var hann heima með móður srnni og stjúpa, en fekst við barna- og unglinga- kenslu á vetrum með köflum. Sást þegar á að honum var það verk einkar lagið. Fór hann þá suður á kennaraskólann í Flens- borg, og lauk þar ágætu prófi 1898, og þótti þar svo mikið til hans koma, að hann var feng- inn til þess að kenna þar við skólann um næsta vetur. Sum- arið 1901 var hann fenginn til barnaskólans á Akureyri, og tók hann við forstöðu hans þegar um haustið, og hefir haft hana á hendi síðan til dauðadags. Sumarið 1905 sigldi hann til Kaupmannahafnar, og tók þar þátt 1' kennarafundinum mikla, og fekk sér um leið aðgöngu að sumarkensluskeiði hinnar æðri kennarakenslu. Kristján heitinn var áhuga- maður mikill um kenslumál, og hafði tekið ástfóstri við barna- skólann hér f bænum, og fór ekki frá honum, hótt honum byð- ist stórum betri kjör úr ýmsum öðrum áttum, en hann hafði hér. Og hann hafði margt það til að bera sem gerir ágætan kennara; honum var einkar vel lagiðaðskýra viðfangsefnin, gera þau ljós, og var í einu bæði skemtinn og al- varlegur, lifandi og lífgandi í til- sögninni; fyrir því unnu börnin honum hugástum. Hann var stilt- ur maður og alvarlegur, en þó síglaður og léttur f viðmóti; öllum þótti vænt um hann, er kyntust honum, en þó börnunum vænst; hvar sem hann var, voru þau komin í kringum hann.— Hann hafði víst aldrei sterka heilsu. En eftir að hann fór að leggja kenslu fyrir sig lagði hann meira á sig en hann var maður til, og veikl- aðist meir en ella hefði orðið. Þó bar ekki á þvf mikið fyrri en hann veiktist snögglega litiu eftir nýárið, og fór eigi á fætur síðan. Barnaskólanum hér er mikið tjón í fráfalli hans, og allir vinir hans og vandamenn sakna hans mikil- lega, og það að verðugu. Betri dreng var ekki auðvelt að finna. I

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.