Norðurland - 29.02.1908, Page 3
Hraðskeyti til Nls.
Reykjavík 28/2 '08, kl 5,50 e h.
Kosningalagasamkomulag samþykt
í landsþinginu danska 26. þ. m. með
32 atkvœðum gegn 29. Prir hœgri
menn greiddu ekki atkvœði.
Danska skáldið og rithöfundurinn
Carl Ewald dáinn.
Edison (hinn heimsfrœki vélameist-
ari) dauðveikur.
Landsstjórnin hefir leigt Gullfoss í
5 ár fyrir 300 kr. árgjald.
Reykjavík ?8/2 ’08, kl 8,i<s e. h.
Millilandanefndin (Danir og íslend-
ingar) hélt hálftima fund í dag í her-
bergi hervarnanefndar i þinghúshöll-
inni í Kaupmannahöfn. Þagmælska
boðin. Dr. Knud Berlin til-
nefndur skrifari nefndarinn-
ar af ráðaneytisforsetanum.
Danir hafa lagt fram stór
skjöl. íslendingunum í nefnd-
inni boðið á konungsball í
kvöld og í miðdegisveizlu hjá
konungi á morgun.
*
Brosleg blaðamenska.
Hann er dálítið hortugur náungi
þessi nýi kaupamaður við »Norðra«.
Fyrst ræðst hann á ritstjóra »Norður-
lands* með ógnarlegum rembingi fyrir
það að hann fari með hugsunarvillur
(það er alkunnugt að ein tegund lög-
fræðinga er sífelt að stagast á hugs-
unarvillum hjá öðrum), en svo bendir
»Norðurland« honum á það að hugs-
unarvillan sé engin, nema í sjálfs hans
höfði og hún í meira lagi stórfengleg.
Þetta verður maðurinn að gera sér að
góðu, gefst alveg upp við það að reyna
til að færa fram nokkrar málsbætur
fyrir sig, en í stað þess að biðja
auðmjúklega fyrirgefningar á frum-
hlaupinu setur hann saman aumingja-
legt bull, sem enginn vil leggja sig
niður við að svara, fer að segja frá
manni, »sem rak upp skellihlátur þeg-
ar honum var sagt lát móður sinnar«
o. s. frv.
Til þess að láta það þó eitthvað
heita tekur hann upp setningu úr
»Norðurlandi«, sem hann vonast eftir
»að skynsamir sjómenn geti brosað
að«. Með því sýnir hann þó ekkert
annað en fáfræði sfna í íslenzku máli,
í ofanálag á það sem hann var búinn
að sýna áður, svo sem að hann kann
ekki að hneigja eins algengt i'slenzkt
orð og orðið læknir. Að þessari setn-
ingu í »Norðurlandi« brosir því lfk-
lega enginn nema þeir félagarnir B.
L. — og maðurinn, »sem rak upp
skellihlátur þegar honum var sagt lát
móður sinnar*.
* *
*
Sá »rétthugsandi« ritstjóri Norðra
komst svo að orði í blaði sínu 25.
þ. m.:
»Digurmælum þeim, er hann (As-
grímur Guðmundsson) beiúir að M(etú-
salem) J(óhannssyni) ætlum vér honum
sjálfum að svara; að nokkuru leyti eru
þau bygð á missögn vorri og verður
M. J. eigi gefin sök á því.« — Eftir
rökfræði og siðfræði ritstjórans á þá
M. J. að svara fyrir þær missagnir,
sem ritstjóri Norðra hleypur með eftir
honum.
Ekki vantar riddaraskapinn.
115
Fjárhagur sjúkrahússins
hér á Akureyri hefir til nokkurra ára
verið fremur bágborinn. En það gerði
fjárhagshorfurnar þó glæsilegri á und-
anförnum árum, að aðsóknin að sjúkra-
húsinu fór vaxandi ár frá ári. Á meðan
svo gekk var eðlilegt að ekki var hrap-
að að því að hækka daggjald sjúk-
linga, sem ætíð er neyðarúrræði. —
En tala sjúklinganna náði hámarkinu
1904; árið 1905 voru sjúklingarnir
töluvert færri og síðan hefir óðum
þrengt að fjárhagnum vegna margs-
konar þarfa, svo sjóðir spítalans hafa
gengið til þurðar. Fénu hefir stjórn
spítalans eytt með ráði bæjarstjórnar
kaupstaðarins, sem hefir haft með hönd-
um yfirstjórn sjúkrahússins.
Að kenna hinum fyrri héraðslækni
hér, Guðmundi Hannessyni, um fjár-
þröngina, eins og gert var í grein
einni í Norðra fyrir nokkuru, er í alla
staði ómaKlegt, einmitt þeim mannin-
um sem gerði garðinn svo frægan, að
sjúklingar streymdu að honum nær
hvaðanæfa af iandinu.
Slík árás vekur að sjálfsögðu aðeins
fyrirlitningu allra góðra manna og sann-
gjarnra og það því íremur sem þeim
rógi er dreift út af því að greinar-
höfundurinn (eða greinarhöfundarnir)
heldur að Guðm. Hannesson ætli að
bjóða sig fram til þings í Eyjaljarðar-
sýslu.
En höf. getur sparað sér róginn
handa þeim næsta. Guðmundi Hannes-
syni hefir aldrei komið til hugar að
bjóða sig til þingmensku fyrir Eyja-
fjarðarsýslu.
Hinsvegar er það að segja af fjár-
hag sjúkrahússins, að vænlegar horf-
ir nú fyrir því en áður. Bæjarstjórn
kaupstaðarins veitti sjúkrahúsinu íyrir
skömmu 250 kr. ársstyrk og hið sama
gerði sýslunefnd Eyfirðinga, sem setið
hefir á fundi þessa vikuna. — Fjár-
veiting sýslunnar er þó fyrst um sinn
ákveðin til eins árs. Til þess er og
ætlast af sýslunefndinni að leitað sé
um styrk til sýslunefndar Þingeyjar-
sýslu og sótt sé um ríflega hækkun
á styrknum úr landssjóði,
’i
Maöur druknar.
Símfrétt úr Reykjavík segir að Krist-
ján bóndi Snæbjörnsson í Haga á Barða-
strönd hafi druknað. Nánari atvika ekki
getið.
Jóhann Sigurjónsson
skáld, sonur Sigurjóns dbrm. frá
Laxamýri, höfundur leiksins Dr. Rung,
sem gefinn var út at bókaverzlun Gylden-
dals, og getið var nákvæmlega hér í
blaðinu fyrir 2 árum, hefir nýlega samið
leik, sem Dagmar-Ieikhúsið í Khöfn
hefir afráðið að leika. Eins og gefur
að skilja er leikurinn ritaður á dönsku —
því miður megum vér íslendingar segja.
liftir símfrétt.
Barnaveiki.
»Norðurlandi« er skrifað af Húsa-
vík 16. þ. m. »Heilsufar heldur að
færast í lag, nema hvað barnaveiki
gýs upp í hverju húsinu af öðru og
eins til sveitanna. Hér í þorpinu hefir
hún þó ekki orðið að banameini nema
einu barni.«
Nýlega kom barnaveiki upp á Hjalt-
eyri í tveim húsum og sömuleiðis í
einu húsi hér í bænum.
(
Missagnir „Norðra11
og fiskiver við ísafjarðardjúp.
Það má þó heita kostur við ritstjóra
Norðra, hvað hann er fljótur til að
taka missagnir sínar aftur, þó ekki
geti heitið að það sé til mikillar upp-
byggingar, sem sagt er, ef það er svo
lausalopalegt, að strax þarf að taka
helminginn af því aftur í næsta blaði.
En það vildi eg segja ritstjóranum, út
af missögnum hans, að öll þau ár sem
eg hefi átt yfir mönnum að segja, og
það ekki nema óbreyttum sjómönnum,
þá hefir enginn þeirra tekið eins vit--
laust eftir eins og hann, með alla ment-
unina, þykist hafa gert og finst mér
að honum sé ekki minna ætlandi en
að standa þeim á sporði í þeim efn-
um.
En því næst vildi eg með fám orð-
um benda á þá meinbugi, er ég tel
helzt vera á því, að eyfirzkir sjómenn
og útvegsmenn hafi verstöð þar vestra.
Eg vil þá fyrst benda á það, að
talsverðir örðugleikar eru á þvf tyrir
fátæka sjómenn að fara að haustinu
frá búi sínu og börnum vestur að Djúpi
°g I>ggJa þar allan veturinn uppá von
og óvon. Þetta væri þó sök sér eí
oftast væri von um mikið í aðra hönd,
en þvf miður mun ekki svo vera ætíð,
þó vel hafi gengið þar í vetur. Um
síðastliðin 6 ár mun þar ekki hafa
aflast eins mikið og nú. í fyrra vetur
fekk eg bréf frá kunningja mínum þar
vestra dagsett 2. jan. Segir hann frá
þar að hæstu hlutir í Hnífsdal séu
50 kr. frá því í septemberm., því
gæftir hafi verið mjög illar. Og si'ðast-
liðið vor talaði eg við mann sem kom
að vestan með fyrstu ferð Skálholts
og stundaði fiskiróðra þar vestra í
fyrra vetur; sagðist hann hafa fengið
200 ltr. hlut fyrir allan tfmann og er
það lítill gróði, því þar vestra mun
enginn aðkomumaður komast af með
minna en 25 — 30 kr. til útgerðar um
mánuðinn. Það er sitt hvað að stunda
sjó heimanað frá sér, eða að gera sig
út um hávetur langt til.
Þá er að minnast á ferðina vestur.
Eg tel það mikla hættuferð að leggja
vestur á tiltölulega smáum bátum í
októbermánuði, 30—40 mílur vegar,
þegar bæði er dimt og sjórinn þyngst-
ur, en mikið af boðum og blindskerj-
um á Húnaflóa. Þó ábyrgð fengist á
bátana þessa leið, sem ekki er, tel
eg það misráðið að Jiugsa uppá slíkt.
Eina skynsamlega ráðið væri að láta
gufuskip flytja bátana vestur og þyrfti
þá að sjá fyrir því að skipsferð fengist
með bátana. Verði það ekki gert, en
bátarnir færu einir sér, er eg hrædd-
ur um að oft gæti komið fyrir að ein-
hverir ættu um sárt að binda heima
fyrir á eftir og finst mér illa á þá
hættu bætandi, sem reynzlan hefir sýnt
að samfara er fiskiveiðum héðan að
norðan.
*
Þá skal á það bent að það hafði að
sögn gengið fullörðugt í haust að út-
vega þessum eina bát, er vestur fór,
samastað á land og það sem sjómenn-
irnir þurftu á að halda. Ef því Ey-
firðingar hugsuðu til þess að hafa
verstöð þar vestra, verða útgerðar-
mennirnir að koma sér þar upp húsi
fyrir hæfilega margar skipshafnir og
láta sjómennina hafa þar fríjan sama-
stáð, og ættu þeir þá að fæða sig
sjálfir, eða helzt allir í félagi, því ekki
Nl.
geri eg mikið úr því að hægt sé að
búa í þessum stóru mótorbátum að
vetrinum, eða í 6 — 8 mánuði af árinu,
þegar tíð er lökust, þó þeir hafi þessa
svefnklefa og held eg ritstjóri Norðra
yrði mér samdóma, ef hana sæi þá
íbúð. Það er auðvitað lakur skúti, sem
er lélegri en úti, en það mega menn
ekki halda, að alt sé gott og gilt
handa sjómönnunum, því jafn heiðarleg
er staða þeirra sem annara manna og
tel eg útvegsmenn litlu bættari að
sjómenn spilli heilsu sinni í þeim vist-
arverum.
Kveð eg svo ritstjóra Norðra og
mun ekki skrifa um þetta efni oftar í
bráð, þó hann bregði sjómönnum um
framtaksleysi. ,
A. Guðmundsson.
Hafísfréttir.
Ferðamaður frá Húsavík, sem hingað
kom til bæjarins í vikunni, hafði sagt
frá því, að Grímseyingar hefðu verið
nýkomnir í land á Húsavík. Höfðu
þeir farið í gegnum allmikinn hafís-
hroða á sundinu og litu svo til að
talsvert mikill ís væri þar austurundan.
Frú Kristin Blöndal
frá Kornsá, sem nú dvelur í Reykja-
vík, varð 70 ára á miðvikudaginn var.
Flestir Húnvetningar hér á Akureyri
sendu hinni öldruðu höfðingskonu ham-
ingjuóskir sínar með hraðskeyti á þess-
um afmælisdegi hennar.
Jarðarför
ungfrú Önnu Möller á Hjalteyri fór fram
25. þ. m. að Möðruvöllum í Hörgárdal. —
Sóknarpresturinn síra Jón Halldórsson tal-
aði í heimahúsum og í kirkjunni, en síra
Geir prófastur Sæmundsson söng »solo«
kvæði, er síra Matthías Jochumsson halði
ort.
Trúlofuð
eru ungfrú Þóra Hallgrímsdóttir á
Rifkelsstöðum og Páll Skúlason verzl-
unarmaður á Akureyri.
JARÐARFÖR Kristjáns heit-
ins Sigfússonar fer fram
að Kaupangi á laugardag-
inn kemur hinn 7. marzmánaðar.
Húskveðja verður áður haldin
sama dag í kirkjunni á Akur-
eyri og hefst kl. 10V2 fyrir há-
degi.
Margrét Kristjdnsdóttir.
Hermann Sigurbjarnarson.
Taurúllur
i» 4f3H
°g
kaffimaskínur
oislozo
er nýkomið í verzlun
Sig. Bjarnasonar.
| Húsgagnaverzlun
Guðbjörns Björnssonar
hefir œtíð nœgar birgðir af
flestum algengum húsgögn-
um.
Sérlega mikið af
stólum, línoleum, gólf-
:: vaxdúkum, rúmstæðum
o. m. fl.
♦♦___