Norðurland


Norðurland - 19.03.1908, Qupperneq 3

Norðurland - 19.03.1908, Qupperneq 3
127 Nl. Útför Zophoníasar Halldórssonar. Norðurlandi er ritað úr Skagafirði: Eins og áður hefir verið getið í blað- inu, andaðist prófastur Zophonías Hall- dórsson í Viðvík 3. jan. síðastliðinn. Jarðarför hans fór fram í Viðvík þann 29. s. m. að viðstöddum 3—4 hundr- uðum manna. Allir prestar prófasts- dæmisins voru þar viðstaddir, og héldu 4 af þeim ræður: prófastur síra Arni Björnsson, síra Pálmi Þóroddsson, síra Hallgr. Thorlacius og síra Sigfús Jóns- son. Fjöldi sóknarbarna hins látna var þar viðstaddur, allmargir víðsvegar úr prófastsdæminu og fáeinir menn úr öðrum héruðum. Konur í Viðvíkursókn höfðu tjaldað kirkjuna svörtum dúkum. Kistan var öll þakin blómsveigum, bæði frá ein- stökum mönnum og félögum, svo sem Kaupfélagi Skagfirðinga, Kvenfélagi Sauðárkróks og konum f Rípursókn. Þá var og silfurskjöldur frá Hólasókn, einnig silfurskjöldur og krans frá nem- endum og kennurum Hólaskóla. — Prestafélag hins forna Hólastiftis hafði sent kvæði, ort af þjóðskáldinu síra Matth. Jochumssyni. Einn af eldri nem- endum Hólaskóla sendi einnig kvæði. Voru kvæðin lesin upp við jarðarför- ina. Sorgar og alvöru-blær hvíldi yfir allri athöfninni. Alt bar vott um það, að verið var að kveðja einn af merk- ismönnum vorum hinni hinstu kveðju, og um hluttekningu með ástvinum og heimili hins látna. '4 Barnaskóli ísflrOinsra. Svo er að heyra sem ísfirðingar taki fræðslulögunum nýju með engu minni skörungsskap en sumir höfðingjarnir hér á Akureyri. — ísfirðingar áttu ný- legt skólahús með 6 kenslustofum. En nú hafa þeir ákveðið að stækka það svo að þar verði 12 kenslustofur og að auki kennarastofa og safnherbergi, ennfremur íbúð fyrir skólastjóra og dyravörð. Auk þess á að vera leik- fimishús 25x14 álnir með nýtízku út- búnaði. Þáætla þeir að hafa miðstöðvar- hitun f skólahúsinu. Skólastjóri er oss sagt að eigi að hafa 1600 kr. laun og frían bústað í skólahúsinu og auk þess I. kennari 1600 kr., 2 næstu kennararnir eiga að hafa 1000 kr. hvor og 2 800 kr. o. s. frv. Auðséð er það að ísfirðingar skilja hver lífsnauðsyn það er að skólinn uppfylli þær kröfur, sem til hans þarf að gera. Hún lítur auðsjáanlega svo á það, bæjarstjórnin á ísafirði, að það borgi sig illa að láta kennara skólans hafa sveltilaun og sagt er að hún sé einhuga um það að gera skólann sem allra rausnarlegast úr garði. Óneitanlega er þetta myndarlega af stað farið af Isfirðingum og drengilega tekið undir fræðslulögin, ein allra þýð- ingarmestu lögin sem þjóðinni hafa verið sett. — Framtíð þjóðar vorrar cr komin undir nýju kynslóðinni. Vér megum ekki telja það eftir oss að reyna til þess að búa hana vel úr garði. Otkomu NorOurlands var flýtt í þetta siun vegna sunnanpósts. Blaðið kemur því ekki út á laugardaginn kemur. Sýnlngru mikla á að halda í Arhúsum í Dan- mörku 1909. Er sagt að sérstakur skáli sé þar ætlaður íslenzkum sýn- ingarmunum og stórt landsvæði að auk fyrir kvikfjársýningu. — Ekki er það óhugsandi að vér gætum haft eitthvað gott af þessari sýningu, ef vel væri til hennar vandað af vorri hálfu, en auðvitað þyrfti þá líka mik- ils undirbúnings við. Annars höfum vér heyrt talað um undirbúnings-sýn- ingu í Reykjavík sumarið 1909, undir stærri sýningu þar 1911. Sennilega fer það mikið eftir undir- tektum Dana undir mál vor nú, hve áhuginn á þessari Arhúsasýningu verð- ur mikill á landi hér. Nýtt kirkjublaO. Sú breyting varð á útgáfu þess um síðustu áramót að prófessor Þórhallur Bjarnarson gefur það einn út, þetta yfirstandandi ár að minsta kosti. — Ótrúlega dauft og dautt hlýtur trúar- lífið að vera hér á landi ef slík- ur hæfileikamaður sem síra Þórhallur er, getur ekki haldið lífi í blaðinu. Blaðið á þó áreiðanlega miklu meiri útbreiðslu skilið, en það hefir fengið að þessu. Fríkirkjuhreifing: allmikil er sögð að vera í presta- kalli síra Zophoniasar heitins og líka Rípursókn, sem við á að bætast eftir nýju lögunum. Myndar- og maktar- menn eiga í hlut og munu þeir treysta sér að geta haldið fríkirkjunni uppi. Fréttin er þó fremur óvænt, þar sem ekki mun um skoðunarmun að ræða í trúarefnum og þeir munu ætla að fá sér prestlærðan mann til forstöðu. Al- valdir eru þeir nú um prestskosning- una. Kirkjurnar fá þeir að sjálfsögðu til nota, gangi hvert mannsbarn úr þjóðkirkjunni eins og talað er, en eignartekjur prestakallsins hljóta þeir að missa og er það gjaldaviðbót fyrir þá við prestslaunin. Það ætti að vera- töluvert fhugunarefni fyrir þessar sókn- ir, hvort vert er að slíta félagsskapn- um við þjóðkirkjuna. Betur ógert nú. Bíði meiri umskifta. Nýtt kirkjublað. N. Midthun. Þess er óskað getið hér í blaðinu að N. Midthun sé ekki alfarinn héðan af landi. Hann hafði farið til Noregs, sumpart til frekara náms, en sumpart til þess að ráða verkafólk. Sláturhús hefir Kaupfélag Skagfirðinga ákveð- ið að byggja á næstkomandi sumri. Teikningu að hinu fyrhugaða húsi gerði Ingimar Sigurðsson frá Drafla- stöðum. Stærðin er ákveðin 40x15 al. Húsið á að vera úr stcinsteypu, bæði veggir og gólf og er talið að það muni kosta um 6000 kr. í því má slátra á dag 5-—600 fjár og koma kjötinu í salt. Komi hinsvegar þeir tímar, að millilandaskip fáist með kælirúmum, má slátra þar í einu um 1200 fjár. Hraðskeyti til Nls. Reykjavfk 17/3 '08. Þann 14. þ. m. druknuðu 6 menn í fiskiróðri frá Miðnesi. Formaður bátsins var Árni Eiriksson frá Gerða- koti. Vatnsleiðsla Reykjavíkur er nú á- kveðin og kostnaðurinn áœtlaður 400 þús. kr. Hallgrímur Halldórsson. bóndi á Melum í Svarfaðardal lá hættu- lega veikur þegar Siglufjarðarpóstur fór um Svarfaðardal um síðustu helgi. Hrognkelsaveiði er byrjuð hér yzt í firðinum og mun það vera með fyrsta móti. Tíðarfarið ágætt. Bezta veður á hverjum degi und- anfarið, eins og flesta daga á þessum vetri. í gær blíðviðrishláka. Ferðafólk. Bæjarfógetafrú M. Guðmundsson, Th. Krabbe verkfræðingur og alþing- ismennirnir Pétur Jónsson og Jón Jónsson fóru héðan suður með Eljan um síðustu helgi. Kaupmennirnir E. Einarsson og Sig. H. Sigurðsson frá Siglufirði komu hing- að frá útlöndum með Ingólfi, ennfrem- ur Sveinn Olafsson í Firði. Með Vestu kom hingað skraddari til Gudm. Efter- fölgers verzlunar. FUNDUR verður haldinn í félaginu Goodtemplarahúsinu, næstkomandi þriðjudagskvöld, 24. þ. m., u. 8V2. Mörg mál á dagskrá. Áríðandi að allir mœii. Félagsstjórnirv Húsgagnaverzlui) Guðbjörns Björnssonar H hefir œtið nœgar birgðir af H ji flestum algengum húsgögn- ji um. Sérlega mikið af jj stólum, linoleum, gólf- -j ii vaxdúkum, rúmstæðum | ii o. m. fl. H OKEYPIS fást ekki vörur hjá undirrituðum, en nú er gott tækifæri að fá ódýrar vörur, svo sem, nærföt og peysur mjög hlýjar, fyrir sjómennina. Gólfteppi, borðteppi, rúmteppi, dyramottur úr járni, hamp og eokus. Karlmannaföt, stórtreyjur, frakkar og regnkápur fyrir unglinga og fullorðna. Mikið af karla- og kvenfataefnum. Þvottabalar, aflangir og kringlóttir og margt fl. Við höfum flestar nauðsynjavörur á boðstólum. St. Sigurðsson & E. Gunnarsson. .?. •• •.?.• .* *.• .• •.•.•.*.• .••.•.• •..• •.• .♦.• .f.«.« »..• VERZLUNIN **^**.* EDINBORG 1 hefir nú með skipunum fengið allskonar Imatvöru «« nýlen du vöru, álnavöru; Í par á meðal margar tegundir af dÚkumy sem ekki hafa sézt hér f: ♦: •: •; •: I: •: •: i: og enn fremur allmikið af •••••• áður í verzlunum. *j Eins og að undanförnu selur verzlunin allar vörur við svo lágu verði tj sem unt er, og er pví sjálfsagt að spyrja fyrst um vörur og verð á þeim í ^ Edinborg. ............................ • •»•••• • • ••• • • ••••••••• • • • • • • • • • • v •'• •* • 'V •' • '• •' • ’• •' • ‘ • •' • '• ’•' •' • • ’ • •' • ’• •’ • ’• •' • •’ • ’ • Beizlisstengur smíðaðar eftir mínum alþektu stengum, nýkomnar í verzlun mína. Verð með keðju: Fortinaðar 2 kr. 65 aura. Nikkelerjiðar 3 kr. 45 aúra. Sig. Sigurðsson. Verksmiðjufélagið á ýlkureyri heldur aðalfund sinn 22. aprílmánaðar á Hotel Akureyri. Fundurinn hefst kl. 4 e. h.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.