Norðurland - 16.05.1908, Blaðsíða 2
Nl.
158
þykjumst vér helzt mega finna í þess-
um orðum fslenzka textans:
»Danmörk og ísland eru því í ríkja-
sambandi, er nefnist veldi Danakon-
ungs.«
Hér mætti þá ef til vill geta sér
til, að skilningur þeirra á frumvarpinu
sé eitthvað á þessa leið:
Tvö ríki, Danmörk og ísland, gera
samning sín á milli, gera hann hvort
um sig af sínu fullveldi. Þeim semst
um að annast hvort um sig flest mál
sín, en þeim semst jafnframt um að
hafa nokkur málin sameiginleg. Þessi
sameiginlegu mál gera báða málsaðila
nokkurnvegin jafnháða hinum, Dani
jafnt háða íslendingum sem íslendinga
Dönum.
Við samninginn hefir þetta senni-
lega vakað fyrir nefndarmönnunum.
En hvernig hefir það tekist að fá
þessu framgengt?
Að vorri hyggju miður en æskilegt
væri.
Fyrst er þá að gæta þess að orðið
♦ ríkjasambandi* er að vorri ætlan
ekki rétt þýðing á danska textanum
— en hann munu Danir vilja leggja
til grundvallar við skýringu frumvarps-
ins — og sama, er að segja um orð-
in »nefnist veldi Danakonungs*.
Til þess að taka af öll tvímæli um
þetta skulum vér taka upp 1. grein
danska textans orðrétt og biðja menn
að bera hann saman við íslenzka text-
ann.
Hún hljóðar svo:
»Island er et frit og selvstændigt,
uafhændeligt Land, forbundet med Dan-
mark ved fælles Konge og ved de
fælles Anliggender, som efter gen-
sidig Overenskomst fastsættes i denne
Lov og danner saaledes sammen med
Danmark en Statsforbindelse, det sam-
lede danske Rige.«
Hefði staðið í greininni »Statsfor-
bund« í staðinn fyrir »Statsforbindelse«,
þáhefðiþýðinginveriðrétt. Orðið »Stats-
forbund* bendir til tveggja ríkja, orðið
»Statsforbindelse« bendir aðeins til eins
rfkis. Hér ræðir því aðeins um eitt ríki,
sem er réttilega þýtt »danska ríkis-
heildin* eða »Danaveldi«.
í þessari ríkisheild er oss þá ætlað
að vera að því er sameiginlegu málin
snertir. Vér erum þar sem frjáls (ekki
undirokaður) og sjálfstæður (sem getur
neitað að ganga að samningi við aðrar
þjóðir) aðili, en fullveldi höfum vér
ekkert, að því er til þessara mála
tekur (getum engu því fram komið,
sem Dönum væri um geð) en ekki
hafa Danir rétt til þess að selja þetta
vald sitt yfir oss af hendi við aðrar
þjóðir.
Aftur lítum vér svo á sem það sé
tvímælalaust, að frumvarpið ætlist ekki
til þess að vér séum í þessari ríkis-
heild að því er sérmálin snertir, þó
vér séum í veldi Danakonungs. Það
stendur að sönnu ekki í frumvarpinu,
þó það hefði eins 'vel mátt standa
þar eins og sumt annað, sem þar
stendur, en í athugasemdunum kvað
þess vera getið (sbr. niðurlag sam-
bandslagafrumvarpsins).
Að því er þessi mál snertir ætlast
frumvarpið til þess að vér höfum það
fullveldi, sem samrýmanlegt er ákvæð-
um sambandslaganna.
Frumvarpið gerir því ráð fyrir að
ísland sé bálf-sjálfstætt ríki, sem vit-
anlega ekki var tilgangur Þingvalla-
fundarins. Hann ætlaðist til þess, að
þó íslendingar fælu Dönum eitthvað
af fullveldi sínu, í bráð, þá væri það
afturkallanlegt, en ekki bundið um
aldur og æfi.
Vér höfum enn ekki skýrt nema frá
1. gr. frumvarpsins, en reyndar er
hún þýðingarmest þeirra allra. Vér
höfum reynt að gera það eins hlut-
drægnislaust og oss var auðið, og
hvergi hallað frá þeim skilningi er
vér höfum á henni. Breytist sá skiln-
ingur að einhverju leyti, munum vér
hiklaust skýra frá því.
En vér höfum tekið þetta svona
skýrt fram til þess að gefa nefndinni
kost á því að leiðrétta þenna skiln-
ing vorn, ef hún getur fært rök fyrir
öðrum skilningi.
4
Nýr heimur fundinn.
Það má með sanni segja að nýr
heimur uppgötvaðist er smásjáin
(sjónaukinn) fanst. Þar sem sjón ó-
vopnaðs auga þraut opnaðist heill
ósýnilegur heimur lifandi og dauðra
hluta, er enginn þekti áður. Stjörn-
urnar þúsundfölduðust með notkun
sjónauka. Alt yfirborð jarðarinnar,
loftið er leikur um oss, jafnvel að
nokkuru leyti líkami sjálfra vora, alt
þetta reyndist kvikt af alls konar lif-
andi verum, fult af alls konar býsn-
um og furðuverkum.
Ár eftir ár voru smásjár og aðrir
sjónaukar fullkomnaðir og við hverja
framför óx þessi ósýnilegi heimur.
Þetta sýndist engan enda ætla að
taka, en þá kom það uþp úr kafinu
að fundin væru skýr takmörk er eigi
yrði yfir komist, eftir eðli ljóssins
og byggingu augans. Þessi takmörk
áttu að vera nálægt stækkun 20,000
sinnum. Reynslan hefir sýnt að þetta
er rétt. Almennar smásjár geta ekki
komist yfir þenna þröskuld. Til
skamms tíma ætluðu flestir að lengra
mundi mannlegt auga ekki geta
skygnst inn í leyndardóm tilver-
unnar.
En það hefir oftast reynst svo að
mannsandinn er úrræðagóður og ryð-
ur sér brautir, þar sem vegi vantar.
Smásjár höfðu tæþast náð hinu fyr-
nefnda hámarki er fundin var ný
aðferð til þess að skygnast enn dýpra.
Y/irsmásjáin uppgötvaðist.
Yfirsmásjáin(ultramikroskop)bygg-
ist á þeirri einföldu athugun, hversu
vér getum eygt arið í sólargeislan-
um, þó það sé hversdagslega ósýni-
legt berum augum. Þegar bjart sólar-
ljósið, einkum í annars dimmu her-
bergi, skín frá hliðinni á agnirnar í
loftinu, sjást þær glitra og glampa
þótt lag þeirra sjáist ekki eða óljóst.
Menn hermdu eftir þessu og létu
skæra birtu leggja frá hliðinni á
vökvalag undir hlutgleri smásjárinn-
innar og sjá! þar sem annars ekkert
sást, mátti nú sjá glampandi ar, sem
sýndi að minsta kosti að ýms efni,
er annars virtust t. d. tær lögur,
voru samsett af örsmáum aðgreind-
um pörtum og stærð þeirra mátti
nokkurnveginn mæla.
Sú kenning hefir nú drotnað lengi,
að allir hlutir væru gjörðir úr afar-
smáum ögnum, er nefndar hafa ver-
ið frumagnir — atóm. Þessar frum-
agnir hyggja menn að aftur skipi
sér í smáhópa — frumagnahópa, er
í hverju efni hafi alveg ákveðið
skipulag og sé allstórt bil milli hóp-
anna. Svo smágjört er þetta alt að
jafnvel stærstu frumagnahópar eru
algerlega ósýnilegir með 20,000 sinna
stækkun. Yfismásjáin stækkar svo gíf-
urlega að ástæða var til að ætla að
stærstu frumagnahópar yrðu sýnileg-
ir — ef kenningin reyndist annars
rétt. Nú hefir það komið í ljós að
t. d. í efni, er kallast glycogen, sjást
einlægar agnir með bili á milli, er
hafa sömu stærð og talist hafði til
að frumagnahóparnir mundu hafa.
Er því ekki allskostar ósennilegt að
nú þegar sé það komið fram, er
ætíð hefir verið talið óhugsandi 0:
að sjá instu gjörð efnanna. Væri
þetta ein hin mesta uppgötvun, er
nokkuru sinni hefir verið gjörð, ef
þetta. reyndist áreiðanlegt.
Nú er skamt síðan yfirsmásjá fanst.
Þó hefir á ný opnast önnur leið yfir
þröskuldinn út í hinn ósýnilega
heim.
Auk hinna björtu geisla sólarljóss-
ins, er vér skygnum með augunum,
felast í því ósýnilegir geislar, er titra
miklu tíðar en hinir björtu (ultrablá-
ir geislar). Qeislar þessir hafa áhrif
á ljósmyndaplötur og má því taka
myndir með þeim engu síður en
almennum geislum. Nú er einmitt
stækkun smásjárinnar bundin við
það, hve tíður titringur ljóssins er
(bylgjubreidd Ijósgeislans) og getur
hún orðið því meiri sem titringurinn
er tíðari. Ef notaðir eru hinir ósýni-
legu bláu geislar má því auka stækk-
unina um fulian helming, en þá verð-
ur að nota ljósmyndaplötu í stað
augans. Þetta hefir reynst raunhæft
og má nú stækka á þennan hátt
40,000 sinnum og fá skýrar myndir
af lagi hlutanna 0. fl., en það Ieyfði
yfirsmásjáin ekki.
Enginn efi er á því að þessar upp-
götvanir leiða í ljós hulda heima og
má nú ekki sjá hvar staðar verður
numið í rannsóknunum. Áður en
þessi tæki uppgötvuðust þóttust menn
vita með sanni að til voru dýr og
jurtir er voru ósýnileg jafnvel beztu
smásjám. Nú verður alt þetta rann-
sakað ítarlegar en áður.
í raun og veru eru það dýrleg-
ir tímar er vér lifum á. Þekking
manna eykst nú oft á einu ári sýnu
meira en fyr á heilli öld. Heimurinn
yngist og umskapast á fám árum,
gamlar kreddur leysast upp eins og
snjókerlingar í sólarhita og allstaðar
skýtur upp nýjum risavöxnum kynja-
gróðri í andlegum og líkatnlegum
efnum.
4
Sumarmál.
Falleg er útsýn á fjörðinn,
fallega unir sér hjörðin.
Nú eru nœstum auð börðin,
náttúran hlýnar og jörðin.
Mjög sér nú móðurvöxt á þér,
maí-bað þyrftirðu’ að fá þérj
klœðin þín flaka ögn frá þér,
fœðingin nálægist hjá þér!
Vorboðinn, vormorgun glaður
— vorboða fagnar hver staður —
brunar nú bláloftið hraður,
boðskup hans nemur hver maður.
Heim til þín, heimþrár hann knýia,
hleypir ’ann vagninum skýja,
móðirin, mjúka og hlýja,
móðir hins ófœdda nýja!
Ólöf.
4
jlflgeymir Scf/sóns.
Enska blaðið »Daily Mirror« gat þess
nýlega að Edison hefði skýrt félagi
rafmagns- og efnafræðinga í New York
frá því, að nú hefði sér tekist að endur-
bœta aflgeymi sinn svo stórlega að telja
mœtti þá þraut unna að geta geyml afl
á ódýran og hentugan hátt.
Til skýringar má geta þess að þrátt
fyrir ótal tilraunir hefir þetta verið
óráðin gáta til þessa. í smáum stíl
hafa menn notað fjaðurmagn á ýmsan
hátt, t. d. í úrum. Aflið sem gengur
til þess að draga úrið upp (strengja
fjöðrina) geymist þá að mestu leyti f
fjöðrinni, sem gefur það smámsaman
frá sér, til þess að hreyfa hjólin í úrinu.
Þessi aðferð getur ekki komið að gagni
í stórum stíl, því til þess þyrfti fjöðr-
in að vera svo afskaplega stór, að
slíkt gæti ekki að notum komið. Þá
má og þrýsta lofti saman f sterk
málmhylki og nota loftstrauminn er
hann gýs með heljarafli út úr hylkinu.
Slík hylki eru afarþung og aflsafnið
verður ætíð lítið.
Lang-helzti aflgeymirinn sem fund-
ist hefir til þessa, geymir aflið sem
rafmagn. Hann getur gleypt í sig fjölda
hestafla, ef hann er sæmilega stór og
gefur aftur aflið frá sér sem rafmagns-
straum. Slíkir rafmagnsgeymar eru til
af ýmsum gerðum og eru mjög not-
aðir. Allir hafa þeir afarmikinn ókost:
þeir eru geysiþungir og vandfarið með
þá. Auk þess dýrir. Að miklu leyti eru
þeir gerðir úr blýplötum, sem standa
f glerkössum, er síðan eru fyltir af
sterkum sýrum. Liggur það í augum
uppi að slíkur útbúnaður er alt annað
en handhægur, t. d. í flutningi og er
þó notast við hann til þess að hreyfa
báta, vagna o. fl. Aflgeymirinn er þá
hlaðinn með rafmagnsstraum áður en
farið er af stað, en hylkin gefa hann
frá sér aftur, til þess að hreyfa vagn-
inn.
Eftir því sem Edison kvað hafa skýrt
frá, á þessi nýi afigeymir að geyma
rafmagn, en hafa þá miklu kosti að
hann sé léttur, ódýr og rúmi mikið afl
Reynist saga þessi sönn, er um afar-
þýðingarmikla uppgötvun að ræða. Edi-
son hugsar að helztu afnotin verði að
hreyfa vagna, sem til þessa hafa ann-
aðhvort fengið hreyfiaflið leitt eftir
málmþráðum, eða notað steinolíu- (benz-
in) hreyfivélar, þó fáeinar tegundir noti
gömlu rafmagnsgeymana. Hugsanlegt
er það og að slíkt aflsafn geti nægt
til þess að hreyfa skip, að minsta kosti
styttri ferðir.
Kæmist alt þetta í kring gæti það
komið oss íslendingum vel. Vér höf-
um næga fossa til þess að framleiða
rafmagnsstraum. Hann mætti síðan
nota til þess að hlaða aflgeyma handa
vögnum eða skipum. Væri aflsafnið
auðvelt að öllu leyti, hlyti slíkt hreyfi-
afl, til hvers sem það væri notað, að
verða afaródýrt. Vélabátar, vagnar o.
þvfl. slyppu við steinolíu- og kolakaup,
en keyptu f stað þess ódýra hleðslu
í aflgeymana sína.
En það kemur svo mörg kviksagan
frá Ameríku að þessari er líklega var-
lega trúandi. Fyrir nokkurum árum
gaus sami kvittur upp, en aflgeymir-
inn reyndist ekki svo vel sem af var
látið. Aðalefni hans var kopar. Það er
eflaust þessi koparaflgeymir sem Edi-
son hefir nú endurbætt.
4