Norðurland


Norðurland - 23.05.1908, Side 1

Norðurland - 23.05.1908, Side 1
NORÐURLAND. 41. blað. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir. Akureyri, 23. maí 1908. j VII. ár. Skjaldborg. Fundur verður haldinn i félaginu á miðvikudaginn kemur i Templara- húsinu hér i bænum. Hann hefst kl. SV2 e. h. 8. árg. Norðurlands (sbr. augl. í síðasta blaði) kostar á íslandi kr. 1.25 í öðrum Norðurálfulöndum kr. 1.75 í Vesturheimi 60 Cent. 7. árgang blaðsins ber að borga fyrir miðjan júní næstkomandi. Þeir sem skulda fyrir eldri árganga eru beðnir að borga pá jafnframt. Þann 21. þ. m. burtkall- aðist okkar elskulega móðir og amma ekkju- frú Xristbjörg fiórðardóttir. Jarðarför hennar er ákveðin laugardaginn þ. 30. þ. m. frá heimili okkar kl. 12. á hádegi. Þetta tilkynnist vinum og vanda- mönnum. Akureyri 22. maí 1908. Ragnhildur Methúsalemsdóttir. Þórdis Stefánsdóttir. Davið Sigurðsson. Jarðarför Maríu sál. Sigurðar- dóttur, er andaðist 11. þ. m. fer fram frá hehnil okkar 26. þ. m. á hádegi. Akureyri 20/5 ’o8. J/iaría Daoíðsdótfir. Jakob Síslason. Ditlev Thomsen konsúll var hér á ferð með »Prospero« í þessari viku. Er hann orðinn meðeig- andi að stórri verzlun í Færeyjum og tekur þar að einhverju leyti við yfir- stjórn. ! Nýlega var honum haldin dýrleg veizla í Hull í þakklætisskyni fyrir hið ágæta hús, er hann hefir reist í Skafta- fellssýslu, til björgunar þeim mönnum, er brjóta skip sín þar fyrir Iandi. — í veizlu þessari var honum afhent að gjöf mjög stórt og haglega gert silf- urskríni, hinn ágætasji gripur. Uuðlaujcur Quðmundsson. bæjarfógeti kom hingað heim aftur í morgun úr för sinni til Reykjavíkur. Nefndarfrumvarpið. 11. í vetur, þegar íslenzku nefndar- mennirnir voru að fara af stað, töldu víst flestir það langsennilegast, að ekkert mundi verða af samningum, að Danir mundu ekki slaka neitt veru- lega til, svo ekki væri við því að bú- ast að nokkur maður úr liði stjórnar- andstæðinga gæti gengið að þeim kost- um, sem Danir byðu. Blöð stjórnar- innar höfðu aftur fram til þess tíma margsinnis látið í Ijós ánægju sína yfir því fyrirkomulagi, sem er og verið ó- fáanleg til þess að gera nokkurar frek- ari kröfur, að minsta kosti að láta þær uppi skýrt og drengilega. Engar á- skoranir í þá átt báru nokkurn árang- ur. Utlit var því fyrir að Dönum mundi ekki veita örðugt að fullnægja kröfum stjórnarinnar og flokks hennar. Það er því auðsætt að nefndarmenn- irnir úr liði stjórnarandstæðinga voru þegar frá upphafi staddir í mjög mikl- um vanda í nefndinni. Annars veg- ar var vissan um það, að Danir máttu varla til þess hugsa að viðurkenna, ís- lendingum til handa, nokkur frekari réttindi, svo nokkru munaði, hinsvegar var sá ótti réttmætur, að stjórnarlið- arnir í nefndinni mundu ganga að mjög óverulegum breytingum og umbótum. Krafa Þingvallafundarins og margra þingmálafunda í fyrrasumar, sú að ekki yrði kosið í nefndina fyr en gengið hefði verið til nýrra kosninga, var í alla staði eðlileg og líklega verða þeir margir nú, sem játa það, að ákjósan- legra hefði verið, að löggjafarvaldið hefði tekið þá kröfu til greina. Frumvarpið ber þess ljósan vott að tvískinnungur hefir verið í nefndinni, að Danir hafa togað á aðra hönd, en íslendingar á hina. Að sjálfsögðu hafa skoðanaskiftin milli íslenzku nefndar- mannanna líka haft nokkur áhrif á efni og búning frumvarpsins og orðið þess valdandi, að tveir af nefndarmönnun- um úr liði stjórnarandstæðinga kusu heldur þann kostinn að ganga að því, sem í boði var, þó eigi fengjust allar vorar kröfur uppfyltar, en að hafna boðinu og eiga á hættu að alt sæti framvegis við það sama. Sérstaklega ber 1. grein frumvarps- ins það með sér, að togast hefir ver- ið á um hvert orð, að þvf undanskildu að samist hefir um að konungur tæki nafn landsins upp í titil sinn. Þess- vegna hefir greinin orðið svo óljós og óviðfeldin, sérstaklega í danska tekst- anum. En þrátt fyrir það að 1. gr. er orðuð til muna öðruvísi en vér hefð- um ákosið, getum vér ekki Iitið öðru vísi á frumvarpið nú, eftir að hafa yfirfarið það grandgæfilega, en að það viðurkenni fullveldi landsins. Vér get- um ekki annað í þessu efni en tekið undir ummæli prófessors Hagerups, þau sem prentuð eru á öðrum stað hér f blaðinu. Að þessu leyti hefir krafa Þingvalla- fundarins ekki beðið neinn ósigur. Að þessu leyti hefir hún sigrað og það er fylsta sönnunin, sem fengist getur, fyrir því, að þeir menn hafa talað ó- maklega og óviturlega, sem hafa haft þessa kröfu í fíflskaparmálum, Vér sjáum ekki betur en að ríkis- réttindi Islands séu viðurkend, þó 1. greinin sýni það líka, og frumvarpið alt í heild sinni, að Danir gera það með hangandi hendi. Þessi viðurkenn- ing sténdur hvergi fullum og skýrum stöfum, svo sem vera bar, en tæpast hafa Danir hjá því komist, að efni þess og eðli beri hana með sér. Vér lítum svo á frumvatpið að að 37 árum liðnum get’l ísland farið með öll sín mál, ásamt konungi sínum, sem fullveðja aðili, önnur en utanríkismál og hervarnir. Þó takmarkast þessi réttur töluvert af IV. og V. gr. frum- varpsins. Að þessu leytinu er það ekki lítið sem hefir unnist á, þrátt fyrir hið til- finnanlega stuðningsleysi stjórnarblað- anna og andróður þeirra. Samt sem áður lítum vér svo á innihald frumvarpsins að það séu full- komnir neyðarkostir að ganga að þvf. Vér getum ekki gert grein fyrir öllu því í þetta sinn, er fyrir oss vak- ir í þessu efni, en aðalatriðanna er oss skylt að geta nú þegar. Vér teljum það stórkostlegan ókost að frumvarpið gerir ráð fyrir því að vér getum ekki sagt upp utanríkis- málunum. Sú þjóð sem aldrei getur átt kost á því að fara með utanríkis- mál sín, verður í þeim efnum eins og barn í reifum. Með þvf fer hún á mis við þann þroska, sem meðferð slíkra mála getur veitt og hlýtur að veita, hún fer á mis við þau kynni af stjórnmálum heimsins, sem eru þeirri meðferð samfara, en auk þess getur málið haft mjög mikla fjárhags- lega þýðingu. Norðmenn gátu ekki lengur þolað að Svíar færu með utan- ríkismál þeirra, af því þeir þóttust verða hornrekur Svía fyrir þetta, af því þeir sögðu að Svíar litu fyrst og fremst á sinn eigin hag, er þeir færu með mál þeirra og af því þeir þótt- ust missa við það virðingar umheims- ins. Þeim fanst sambandið verða þeim fjárhagslegt og siðferðislegt tjón. — Ekki virðist oss ólíklegt að þjóð vor eigi þá framtíð í vændum, að hún fari að hugsa eitthvað líkt því sem Norðmenn hugsuðu 1905, meira að segja gæti svo farið að þess yrði mjög skamt að bíða. Vér vitum að oss verður svarað því, að samningum megi breyta að 25 árum liðnum. Vér víkjum að því síðar. Samnings-frumvarpið heimilar Dön- um að veiða hér í landhelgi að minsta kosti í 37 ár og í stað þess er þeim ætlað að vernda landhelgina fyrir út- lendum yfirgangi. Hinsvegar veitir frum- varpið ekki nokkra minstu tryggingu fyrir því, að sú vernd verði viðunandi. Miklu fremur gerir frumvarpið ráð fyr- ir því, að þessar strandvarnir Dana verði ófullnægjandi og þvf er ísland1 leyft að hjálpa til, ef Danir leyfa þeim það. Vér eigum örðugt með að trúa því að mörgum íslendingum getizt að þessu. Engu minna er þó um það vert, en þetta væntanlega verndarleysi, að tíminn, sem þessu ákvæði er heim- ilað að standa, er óþolandi langur. Vér gerum reyndar ráð fyrir því sem sjálfsögðu að farið verði fram á það. af vorri hálfu, að 25 árum liðnum, að breyta samningnum, en vér gerum jafnframt ráð fyrir því, að Dönum detti ekki í hug að gera það. Vér erum hræddir um að sumir íslending- ar þykist verða fullþreyttir á að þreyja þá 12 ára nóttina, er þá á að líða, þangað til þeir mega sjálfir njóta Iand- helginnar einir, þó þeir þurfi að verja hana einir. Og vér óttumst að ráð- stafanir íslendinga komi þá um seinan. Þá er íslenzkur fæðingarréttur marg- falt meiri hlunnindi fyrir Dani, en dansk- ur fæðingarréttur er fyrir Islendinga. ísland er enn nærri því ónumið land. Vér vitum að vér eigum óþrotlegt afl í landinu í vatnsaflinu og vér heyr- um einmitt um þessar mundir, áð von sé um að oss lærist að temja það á ódýran og hentugan hátt. Vér vitum að hér er gull fólgið í jörðu. Vér höfum allmikla ástæðu til þess að vona að landið eigi mikla fram- tíð fyrir höndum. Hinsvegar vitum vér að í Danmörku er hver þúfa set- in og að vér eigum enga framtíð í vændum þar í landi. Skiftin verða því næsta ójöfn. Ekkert sýnir þó betur en ákvæðið um kauptánann hve skarðan hlut Danir ætla oss til frambúðar. Einmitt sér- stakur kaupfáni er eitt af framfaraskil- yrðum landsins. Mestur hluti veraldar- innar lítur á það land, er vér byggj- um, sem skrælingjaland og þjóðina sem skrælingjaþjóð og hafa Danir lítið gert til þess, að þessu, að koma heiminum í skilning um að svo sé ekki. Þetta óálit heimsins á þjóð og landi hefir áreiðanlega gert oss ómetanlegt tjón. Og ekkert gat betur stuðlað til þess en sérstakur kaupfáni að vekja eftir- tekt á oss hjá öðrum þjóðum og sýna þeim að vér kynnum háttu siðaðra manna. Verzlun og siglingar eru sér- mál landsins eftir stöðulögunum og þau eru sérríkismál samkvæmt frum- varpinu. Samt má fáninn ekki vera ís- lenzkur, heldur á danskur fáni að dullá yfir hverri íslenzkri fleytu, sem vogar sér út fyrir landhelgislínuna, fyrst um sinn í 37 ár og síðan — um aldur og æfi. Fleiri atriði frumvarpsins eru mjög athugaverð. Eitt er það, að ekki væri oss það neitt óhagræði að peninga- sláttan væri sérríkismál. Má fullyrða að landinu yrði að því nokkur hagur. en enginn skaði. — Þá er fúlga sú nokkuð lítil, sem ríkissjóður greiðir íslandi til þess að öllum skuldaskift- um sé réttilega lokið. — Enn fremur er illa séð fyrir rétti landsins, ef á- greiningur rís um það, hvort málefnj

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.