Norðurland


Norðurland - 06.06.1908, Síða 2

Norðurland - 06.06.1908, Síða 2
Nl. stendur. Mér skildist svo sem í Mani- toba væri kirkjufélögin þessari hugsjón hlynt. Og verði sú stefnan tekin, er ekki verulega líklegt, að skólamál kirkjufélagsins Vestur-íslenzka eigi mik- inn byr í vændum, eins og það hefir hingað til vakað fyrir mönnum. Eg hlustaði á eina af þeim ræðum, sem síra B. B. J. flutti í fjársöfnunar- ferðum sínum í haust. Hann er mað- ur vel máli farinn og gerði ljósa og skýra grein fyrir því, er fyrir honum vakti. Tveim atriðum hélt hann einkum að mönnum. Annað var það, að skólinn mundi verða íslenzku þjóðerni í Vestur- heimi til eflingar, varðveita meira eða minna af hinu bezta í þjóðernisarfi Vestur-íslendinga. Nú er það kunnugt um hann, að hann hefir litla trú á viðhaldi íslenzks þjóðernis í Vestur- heimi. Mér hefir skilist svo, sem sum ummæli hans bendi í þá átt, að hann telji vafasamt hvort viðhald íslenzks þjóðernis þar, sé einu sinni æskilegt. Hann talaði mjög gætilega um það efni í þessari ræðu. En hann færði að minsta kosti ekki nein rök að því, að íslenzk skólastofnun mundi verða neitt öflugri þjóðernisverndari, en íslenzku- kensla við þær mentastofnanir, sem Vestur-íslendingar sækja. Pungamiðjan í ræðu hans, var ekki heldur á þessari hliðinni. Aðal-áherzl- an var á það lögð, að hinn fyrirhug- aði skóli yrði kastali íslenzkrar lúterskr- ar kristni í Vesturheimi. Og því er ekki að leyna, að margir hafa ímugust á því augnamiði. Með þær ófrjálslynd- is-tilhneigingar fyrir augum, sem ó- neitanlega hafa komið fram hjá kirkju- félaginu, óttast margir, að skólinn yrði í þess höndum kastali þröngsýnis og ljósfælni. Eg skal engu spá um það, hvernig málinu lýkur. En ekki virtist mér skólamálinu blása byrlega sem stendur. \ Breytingartillögur Skúla Thoroddsens. Vér prentum hér upp eftir ísafold breytingartillögur þær er Sk. Th. bar fram í millilandanefndinni 3. maí þ. á. Þessar 8 breytingartillögur voru þessar: 1. brt. hans er, að í stað »ísland er frjálst og sjálfstætt land, sem eigi má afhenda« komi: ísland er f rjálst og: fullveðja ríki. 2. brt., að í stað ríkjasamband Dana- veldis (det saml. d. Rige) komi að eins: ríkissamband. 3. brt. við 3. gr. c., að eftir orðin 5. jan. 1874 bætis inn: Hernaðar- mannvirki og ráðstafanir má ekki gera á fslandi, nema íslenzk stjórnarvöld hafi lagt á pað sampykki. — Leita skal sem fyrst alpjóðaviðurkenningar á friðtrygging hins íslenzka ríkis. 4. brt.: 3. gr. d. orðist svo: Efiir- lit með fiskiveiðum í landhelgi við fs- land, pó að áskildum rétti fslands til að auka eftirlitið. 5. brt. við 3. gr. g.: orðin kaup- fáni út á við falli burt. 6. brt., við 5. gr.: Fyrir fiskiveiðar í landhelgi við Danmörk og ísland komi: um fiskiveiðar í landhelgi beggja ríkja. 7. brt., við 8. gr.: Fyrir »dómsfor- seti hæstaréttar sjálfkjörinn oddamað- ur« komi: rœður hluthesti, hvor þeirra 172 verður oddamaður, dómsforseti í hcesta- rétti eða œðsti dómari á íslandi. 8. brt., við 9. gr. Efni þeirrar brt. er, að endurskoðunar á lögunum megi krefjast að 20 árum liðnum og að hún gangi nokkuð fljótara en gert er ráð fyrir hjá nefndinni, og loks, að konungur megi eftir tillögum ríkis- þings eða alþingis slíta ÖllU SfllTl* bandi milli ríkjanna nema konungssambandinu. Þá er hér ennfremur álit það, er hann samdi út af breytingartillögum sínum og hljóðar það svo: »Eg undirskrifaður hefi ekki séð mér fært að ganga að lagafrumvarpi því, sem fjögra manna nefndin hefir samþykt, og hefi eg því áskilið mér ágreiningsatkvæði og tilkynt, að eg bæri fram breytingartillögu. Ástæða mín fyrir þessu er sú, að eg tel það nauðsynlegt til þess að fullnægja hinni íslenzku þjóð og varðveita gott samkomulag meðal beggja landanna, að lagafrumvarpið beri ljóslega með sér að ísland sé fullveðja ríki og ráði að fullu öllum sínum málefnum og njóti! alla staði jafnréttis viö Danmörku, og sé að eins við hana tengt með sam- eiginlegum konungi. En eftir mínum skilningi er fyrir þetta girt, þegar ein- stök mál (utanríkismálefni og hervarnir á sjó og landi) eru undan skilin upp- sögn þeirri, sem 9. gr. heimilar, en fengin umsjá danskra stjórnvalda með slíku fyrirkomulagi, að ísland getur því að eins tekið þátt í þeim eða feng- ið þau sér í hendur, að löggjafarvald Dana samþykki. En þegar íslendingar vita það með sjálfum sér, að þeir fá sér í hendur með tímanum að nokk- uru eða öllu leyti fullveldi yfir málefn- um þessum, þegar þjóðin æskir og finnur sig færa til, þá mun það, að minni ætlan, áreiðanlega leiða til þess, að þjóðin unir vel hag sínum og vill ekki hrapa að neinu því, sem gæti bakað þessum tveim ríkjum vandræði á nokkurn hátt. Eg finn ekki, að sú mótbára sé á neinum rökum bygð, að hin fyrirhugaða sjálfstjórn íslands í utaríkismálum sínum gæti, ef til vill, leitt til erfiðleika gagnvart öðrum lönd- um, því auðvitað sjá bæði ríkin jafnt hag sinn í því, að gæta hinnar ná- kvæmustu varkárni í því, sem snertir skifti þeirra við önnur ríki. Að líkind- um mundu og ekki heldur verða vand- ræði úr því, að friðtrygging hins ís- lenzka ríkis yrði viðurkend að alþjóða- lögum. Ákvæðið í 5. gr.: »Danir og íslend- ingar á íslandi og íslendingar og Danir í Danmörku njóta fulls jafnréttis í alla staði« finst mér einnig varhugavert, sérstaklega af því að uppsagnarákvæði 9. greinar nær ekki til þessa ákvæðis. — Þessi skipan er ekki heimiluð í lögum, sem nú gilda, og miðar því að takmörkun á löggjafarvaldi beggja landa, því sem nú er; og þegar bor- in er saman íbúatala íslands og Dan- merkur, þá getur þessi takmörkun komið óheppilega niður við einstök tækifæri á ókomnum tímum, séð frá íslenzku sjónarmiði. Kaupíánann út á við tel eg alís- lenzkt málefni, samkvæmt gildandi stjórnarskrá íslands, og sé enga á- stæðu til að ráða til breytinga í því efni.« \ Jón Jíorðmann. Sfminn flutti hingað á mánudaginn var þá sorgarfregn að Jón Norðmann væri dáinn. Bæjarfélag vort á þar að sjá á bak einum sínum nýtasta manni, og einum sinna beztu drengja. Hann hafði alla tíð verið heilsu- góður, en veiktist skömmu fyrir sfð- ustu páska og sigldi til Kaupmanna- hafnar til þess að leita sér lækninga. Var gerður á honum holskurður og lézt hann af afleiðingum hans 1. þ. m. J. N. varð aðeins 50 ára, f. 28. jan. 1858 á Barði í Fljótum. Faðir hans var sfra Jón Norðmann á Barði, en kona hans Katrin Jónsdóttir prests Eiríkssonar á Undornfelli í Vatnsdal. Ellefu ára gamall misti hann föður sinn og varð þá þegar að fara að hafa ofan af fyrir sér, því fátt var styrktarmanna. En það kom brátt í Ijós að umkomulausi drengurinn átti það í fórum sínum, sem betra var en styrktarmennirnir, en það var sterk- ur áhugi og einbeittur vilji til að komast áfram. Hugur hans hneigðist snemma að verzlun, enda varð hún aðallífsstarf hans og í því starfi sýndi hann frá- bæra hæfileika, því jafnframt því sem hann var allra manna hagsýnastur, var hann hinn reglusamasti og áreið- anlegasti í öllum viðskiftum. Hann var fyrst nokkur ár við verzlun í Hafnarfirði, en tók síðan við forstöðu Knudzons- verzlunar í Reykjavík, en stundaði jafn- framt sjávarútveg þar syðra fyrir sinn reikning og það með þeim árangri að hann mátti heita mjög vel fjáður mað- ur, er hann fluttist hingað árið 1897 og tók um áramótin við forstöðu Gránu- félagsverzlunar hér í bæ. Það starf hafði hann á hendi í 5 ár, en sagði því lausu og verzlaði síðan í stórkaup- um með íslenzkar vörur. Árið 1895 kvæntist hann Jórunni, dóttur Einars B. Guðmundssonar á Hraunum. Eru 6 börn þeirra á lífi, öll hin efnilegustu. Heimilisfaðir var hann hinn ágætasti og átti víst í þeim efnum fáa sína líka. Var heim- ili þeirra orðlagt fyrir höfðingsskap og hjálpfýsi við þá er bágt áttu. \ A ðflutningsbannið. Rit þetta er eftir Árna Jóhannsson, fyrverandi sýsluskrifara N.-Múlasýslu, nú í Reykjavík. Ritið er skrifað og gefið út að tilhlutun stúkunnar »Hlín- ar« í Rvík. Sérprentun úr ísafold — 3000 eintök. Allir bindindismenn og bindindis- vinir, sem eg hefi átt tal við um rit þetta, lúka á það lofsorði, hve vel það er ritað bæði að málfæri og nið- urskipun á efni. Á. J. svarar L. P. með skýrum rök- um, þeim er ekki verða hrakin og öll mæla með banni gegn innflutningi á- fengra drýkkja hingað til lands. Málefni það, er hér ræðir um, er eitt meðal hinna alvarlegustu og þýð- ingarmestu, sem er á dagskrá þjóðar- innar. Stórmikil framför er það fyrir íslendinga ef næsta alþingi samþykkir lög um algert aðflutningsbann á öllum áfengum drykkjum. Skjaldborg. í kvöld verður haldinn fundur í félaginu í Templarahúsinu og hefst kl. 8 e. h. Stjórnin. •• Ollum þeim, sem sýndu okkur hlut- tekningu við andlát og jarðarför móður okkar og ömmu, ekkjufrú Kristbjargar Þórðardóttur, þökkum við hjartanlega í nafni okkar og fjarver- andi ættingja. Akureyri 5. Júní 1908. Ragnhildur Methúsalemsdóttir. Þórdís Stefánsdóttir. Davið Sígurðsson. Það hefir allajafnan verið spurt að því, hvar ætti að taka þá fjárhæð er landssjóði hyrfi með áfengistollinum, ef bannlög kæmíist á, enda hefir þessi tollur tafið mjög framgang þessa máls. Á. J. bendir á hvernig útgjaldabyrð- inni létti þar sem hann segir: »Ef gjaldþol þjóðarinnar er nú ein miljón króna og hún ber þá byrði á bakinu en Bakkus í fyrir, þá er auð- sætt að á henni léttir að miklum mun ef hún varpaði af sér brjóstpinklinum — þótt hún setti þar tollfjárhæðina f staðinn.« Víst er um það að pinkillinn sá yrði drjúgum léttari og verðugri að bera »í fyrir«. Þá hyrfi líka þetta leiðinlega nafn úr tekju-dálkinum: »áfengis- eða vínfangatollur«, sem enda stundum er kallaður — »blóðpeningar«! Vonandi vill þjóðin afmá tekjulið þenna úr tekj- um landssjóðs, sem nefndur er þessu hræðilega nafnif Oft er svo freklega kveðið að orði um hann, að hann sé kreistur undan nöglum þeirra er neyta Bakkusar og hrasa fyrir honum—þeir peningar séu vættir tárum þeirra og vandamanna þeirra. Allir bindindismenn munu með gleði borga þær vörur, er Árni Jóhannsson tiltekur, 1 ’/3 eyri dýrara hvert krónu- virði í þeim. (Sbr. niðurlag ritsins). * Árni Jóhannsson flutti fyrir 2 árum síðan til Reykjavíkur með konu og einkasyni þeirra frá Seyðisfirði. Til Seyðisfjarðar flutti hann vestan af Eyjafirði, mig minnir 1893? Þá var hann fyrir skömmu útskrifaður af gagn- fræðaskólanum á Möðruvöllum. Meðan hann dvaldi á Seyðisfirði var hann vinsæll, mikils metinn og mörg- um kunnur að góðu. Ýms trúnaðarstörf hafði hann á hönd- um, bæjargjaldkera- sýsluritarastörf o. fl. Nokkurum sinnum var hann settur sýslumaður í tjarveru vors ágæta sýslu- manns og bæjarfógeta Jóh. Jóhannes- sonar. Á. J. gengdi öllum störfum sín- um með áhuga og trúmensku. Hann ritaði greinir í blöðin um búnað o. fl. og hafði áhuga á framfaramálum Aust- urlands. Þetta rit, um aðflutningsbannið, minnir mig nú á þetta. Minnir mig á hve Á. J. var vægur og vorkunnsam- ur við þá menn, er Htið höfðu milli handa, þá um fjárinnheimtu var að ræða. Það er ef til vill um seinan að tjá honum þakklæti sitt fyrir framkomu hans hér, nú 2 árum eftir að hann flutti héðan, en eg geri það samt hér með. Óska að honum vegni vel. Austlendingur.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.