Norðurland


Norðurland - 06.06.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 06.06.1908, Blaðsíða 3
173 Nl. Fundir í Reykjavík um nefndarfrumvarpið. Tveir almennir fundir hafa verið haldnir í Reykjavík um nefndarfrum- varpið í þessari viku, annar á mánu- daginn, hinn á þriðjudaginn er var. Fyrri fundurinn var haldinn í Bárubúð. Þar var samþykt að heita nefndar- frumvarpinu fylgi með 139 atkvæðum gegn 85. — Síðari fundurinn var hald- inn undir beru lofti í barnaskóla-garð- inum. Þar var saman kominn múgur og margmenni, 800—1000 manns. Ræður fluttu þar Björn Jónsson Guð- mundur Hannesson, Stefán Stefáns- son, Einar Hjörleifsson. Kristján Jóns- son, Ari Jónsson og Steingrímur Jóns- son. Fundurinn hafði farið mjög rólega fram og skipulega og ræðumönnum sagst vel. Fundi þessum lauk um miðnætti og fór þar ekki fram at- kvæðagreiðsia um frumvarpið. X Kátbroslegur gorgeir. Fyrir nokkrum mánuðum síðan var Magn- ús nokkur Thorberg, símritari í Reykjavík, ráðinn til þess að senda Akureyrarblöðun- um símskeyti þau, er bærust til blaðanna frá útlöndum, og jafnframt til þess að senda þeim markverðustu tíðindi að sunn- an. Var hann ráðinn til þessa starfs fyrir eindregin tilmæli ritstjóra Norðra. Nafns hans var að sjálfsögðu hvergi getið við þetta starf og bar hann því enga ábyrgð á því, nema gagnvart þeim blöðum, sem hann var þjónn fyrir. Tekið var það cnn- fremur skýrt fram við hann af ritstjóra þessa blaðs, sem líka var sjálfsagt, að hann sendi Norðra þær fréttir er til féllu milli laugardags og þriðjudags, (Norðri á að koma út á þriðjudögum) en Norður- land þær fréttir er til féllu frá þriðjudegi til laugardags. Þessu starfi gegndi hann með þeirri trúmensku, að hann hagaði skeytasendingunum eftir því sem Norðra var hentugast; þó þriðjudagsblaðið kæmi ekki út fyr en á fimtudag flutti það nýj- ustu fregnirnar frá símritaranum, en þó sendar á kostnað Norðurlands jafnt sem Norðra. En svo er að sjá sem piltinum þyki þetta ekki nóg; hann vill líka fara að ráða því, hvernig Norðurland orði þaer fréttir, er hann sendir því, og af því að Norðurland þykist ekki þurfa hjálpar hans við í því efni, hleypur hann úr vistinni. Nú er það sannast að segja að, málsins vegna, hefir Norðurland orðið að orða ná- lega hvert skeyti frá honum og mætti því segja að þau væru öll >fölsuð«, ef skeytið um átveizluna í síðasta blaði hefir verið falsað. Þó hefir Norðri notað sér þessar >falsanir« Norðurlands, flutt skeytin hvað eftir annað eins og þau voru orðuð af Norðurlandi. Hvað skyldi annars vera falsað um átveizluna ? Var mönnunum ekki haldin veizla? Og var þar ekki matur á borð borinn? Milli sviga hefir NI. hinsvegar flutt skýr- ingar blaðsins á fréttunum, þegar þörf hefir þótt, eða því orðið komið við, eftir atvikum. Engir menn með sæmilega ó- brjáiaðri skynsemi munu hafa haldið að þær svigagreinir væru annað en skýringar blaðsins. Ummæli Norðra um þetta eru því ekki annað en sama bullið, sem hann flytur í hvert skifti er hann minnist á Norðurland — eða ritstjóra þess. Norðra hefir tekist að hafa símritarann reykvíkska að fífli sínu út af þessu, en það tejþst líklega ekki við neinn annan. X Bréfkafli úr Þingeyjarsýslu. Ávextir menninffarinnar. Þjóðin er búin að hljóða og jarma eftir samgöngum — auknum og bætt- um samgöngum í heilan mannsaldur. — Nú eru samgöngur fengnar sæmi- lega góðar. En hverir eru helztu á- vextir þeirra ? — Landplágur og vand- ræði. Fimm landplágur hafa nú geng- ið hér um sýsluna á einni árslengd. Kvefsótt mjög ítæk (inflúenza) geysað í fyrrasumar í júlí og kom það sér illa í sláttarbyrjun. Næsta plágan var dílasóttin (misl.) á öndverðum vetri, sem reyndar var þó stöðvuð að sjálfs- dáðum almennings við endimörk Húsa- víkurþorps. Henni fylgdi blóðkreppu- sótt, afar illkynjuð veiki og þrálát. Barnaveiki kemur svo næst og geng- ur enn. Hún hefir látið á sér bóla víðsvegar og í mörgum sveitum. Og nú síðast kemur kvefsóttin aftur (inflú- enza). — Allar þessar plágur koma og berast með ferðarokkum og flökku- mönnum. Og er nú enginn heimilis- faðir né húsfreyja óhult um sig né sína, þótt heima sitji, fyrir þessu far- aldri; því altaf eru einhverir á ferð- inni landshornanna á milli og bera pestnæmi og ólyfjan frá einum lands- enda á annan. Þetta er nú það sem hefst af >hin- um bættu samgöngum* auk verkatjóns- ins sem af þeim stafar. — Manndauði hefir lítill orðið af þessum plágum hér í sýslu. enda er læknirinn altaf á ferðinni og er furða hvað hann endist í svo víðlendu veikindalandi. Hann hefir forðað fjölda barna frá dauða, þeirra sem barnaveiki hafa tekið, með blóðvatni og einu með barkaskurði. X JVierkileg sönnurj fyrir ódauðleiK sálarinnar. Merkur borgari, Mr. L. White, í Boston hefir sent helztu spíritista-blöðum í Ev- rópu, þar á meðal hinu fræga blaði >Light< (d: Ljósinu) í Lundúnum, frásögu þá er hér fylgir: »Áður en eg tók mér ferð á hendur aust- ur til Englands, sagði mér miðill nokkur í Boston, að merkileg sönnunarvísbending (test proof) mundi bíða mín á Englandi. Eg dvaldi 4 mánuði um kyrt á Englandi, og kom víða, einkum í Lundúnum, þar sem tilraunir spíritista fóru fram. En eng- in sú vísbending, sem spáð hafði verið fyrir um, var mér gefin. Síðast dvaldi eg nokkura daga í Liverpool. Þar frétti eg að maður nokkur, vel »skygn«, gerði til- raunir og byði almenningi að sjá og heyra. Hann birti engar sýnir, heldur lýsti þeim verum, er birtust honum og bar svör í milli þeirra og ýmsra karla og kvenna, sem við voru staddir. Óðara varð miðill- inn mín var og fór að skýra mér frá ýms- um hlutum, sem mér komu við. Stóð það alt vel heima. En svo sagði hann: »Eg á að gefa yður sönnunar-vísbendingu, sem yður var lofuð, áður en þér fóruð ferð yð- ar, vísbendingu frá andaheiminum.« Síðan gaf hann mér nákvæma Iýsingu af móður minni, sem Iátin er fyrir þremur árum síðan. Eg skal geta þess, að móðir mín sál. var spíritisti, og að hún fekk mér lokað um- slag, áður en hún dó og bað mig að geyma það og opna aldrei fyr en einhver miðill skoraði á mig að opna bréfið. Nú þegar miðitlinn var búinn að lýsa móður minni, bætti hann þessu við: »Frúin móðir yðar segir mér að geta þess, að áður en hún hafi dáið, hafi hún ritað nokkuð á seðil og lokað hann í umslagi. Þér hafið á yður bréfið.< Eg játaði því. Þá mælti miðillinn: >Hún býður mér að tilkynna yður þessi orð: »Eg hefi nú efnt heitorð það, sem eg gaf þér áður en eg dó. Louise. Það er satt: eg er lifandi, og hefi efnt loforðið. Móðir þtti.« Þá spurði miðillinn mig hvort eg kannaðist við þessi orð frá móður minni. Eg gat hvorki játað þvi né neitað, því eg hafði ekki opnað bréfið og beið þess að miðillinn skoraði á mig að gera það, eins og móðir mín hafði fyrir mig lagt. Þá sagði miðillinn, að mín andlega vin- kona rétti út báðar hendur, og virtist mér það vera vísbending um, að eg skyldi opna bréfið. Óðara en eg gerði það, og sá hvað á seðlinum stóð, varð eg yfir- kominn af undrun, því að orðin sem mér voru kunngerð af miðlinum, voru nákvœm- lega samhljóða þeim orðum, sem mín ást- kœra móðir hafði skrifað á seðilinn. Fyrir þessa fögru og óyggjandi próf- sönnun á eg að þakka miðlinum j. B. jones í Liverpool. Óðara en eg kem heim, mun eg ekki láta hjá líða að gera þennan atburð hver- vetna heyrin-kunnan; skýrslu þessa sendi eg nú þegar blaðinu >Light«. Eg og Mr. Jones höfðum aldrei áður s^zt,< M. J. þýddi. Fálkinn kom hingað í morgun, með ráðherra Hannes Hafstein og Stefán kennara Stefánsson. Ennfremur flutti skipið Steingrfm Jónsson sýslumann til Húsa- víkur. HrossafræOi fyrir hestamenn hefir Englendingur einn ritað nýlega. Bókin heitir >The Horse< eftir professor Wortley Axe. Þessi hrossafræði hlýtur að segja frá flestu um hesta kyn þeirra, meðferð og alt er að því lýtur, því bókin er ekkert smásmíði. Hún er í 9 afar- stórum bindum og kostar 72 krónur. Þetta er meðalhestverð, en sennilegt er að hesta- menn vorir er ensku skilja gætu grætt meira en því nemur, ef þeir hagnýttu sér leiðbeiningar ritsins. Að minsta kosti væri líklegt að búnaðarskólar vorir eignuðust kverið. Sem dæmi þess hve til bókarinnar er vandað má geta þess að höfundurinn hefir setið með sveittan skallann í 13 ár við samningu bókarinnar. X Úr ýmsum áttum. Nýr veður- Misjafnt er það hve veður- viti. glöggir menn eru. Fara sum- ir alþýðumenn furðu nærri um veðrið dag frá degi. Þeir ráða veðurfarið af skýjum, lit á lofti, háttalagi skepnanna og mörgu þvílíku. Lærðu mennirnir þykj- ast ekki komast af með svo óbreyttar upplýsingar. Þeir nota loftvog og ýms á- höld önnur, en til þess að geta spáð hversu veðrið verði næsta daginn þurfa þeir í til- bót að fá veðurfréttir úr öllum nærliggj- andi Iöndum. Með öllum þessum útbúnaði tekst veðurfræðisstofnununum að sjá fram í tímann 1—2 daga eða svo. Nýlega hefir enskur vísindamaður pró- fessor Novack komist uppá að sjá veðrið fyrir á líkan hátt og alþýðan. Hann at- hugar jurtir í því augnamiði, sérstaklega eina jurt af baunaættinni. Blöðin á jurt þessari eru margskift og mynduð úr mörg- um smáblöðum, sem breyta allmikið stell- ingum sfnum eftir veðri. Þau breiðast út, reisast upp, slapa niður, snúa upp á sig o. þvíl. alt eftir því hvert veður er í nánd og það jafnvel 3—4 dögum áður en veður- breytingin kemur. Að þetta sé annað en hjátrú eða hugarburður sézt bezt á því að prófessor Novack hefir gefið út dag- lega veðurspá (veðurkort) í nokkurn tíma eftir þessum athugunum og reynast þær að öllu verulegu hinar sömu og veðurspár veðurfræðisstofnananna í Lundúnum en þó með þeim mismun að þær sjá lengra fram í tímann. Enska blaðið »111. London News« hefir flutt myndir af jurtunum og öllum þessum athugunum Novacks og telur þetta sannað mál. Virðist þetta benda á að ein- faldar athuganir alþýðumanna kunni að vera á góðum grundvelli bygðar. Vígbúnaður Þess hefir verið nýle«a 2et' Þjóðverja. ið * N1- hve ákaít Þjóðverj- ar vígbúast. Svo er ráð fyiir gert að 1914 eigi þeir: 13 bryndreka 10 — 4 — s - 1 — 2 — Iakari 5 — - 19,000 lestir að stærð. 11,800 — - — 10,000 — - — 18,000 — - — 15,ooo — - — 11,000 — - — 9,500 — - — 10,700 — - — 1907 var lestatala alls flotans 350,000 en 1914 er áætlað að hún hafi tvöfaldast, sé þá orðin 717,000 lestir. X X Veðurathuganir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson. 1908. Apríl. Maí. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar-' hringnum.| Loftvog (þuml.) Hiti (C.) 3S Æ u a cS £ § 1 Úrkoma 1 Þd. 14. 76.3 10.0 S 2 10 0.o Md.15. 76.7 8.5 s 2 7 4.5 Fd. 16. 76.9 10.5 ssv 2 10 R 3.9 Fd. 17. 77.4 9.5 0 2 4.5 Ld. 18. 77.5 6.5 0 6 - 1.0 Sd. 19. 76.6 lO.o s 2 0 - 2.0 Md.20. 76.o 10.5 0 2 -1.0 Þd. 21. 76.9 -f- 1.5 NV 2 8 - 2.0 Md.22. 77.2 4.0 NV 1 10 - 6.2 Fd. 23. 77.2 -T- 2.5 NV 2 4 - 8.0 Fd. 24. 77.1 -7- 0.5 0 2 - 7.5 Ld.25. 76.7 1.0 NV 1 7 - 8.0 Sd. 26. 76.9 1.5 0 7 - 8.0 Md.27. 77.0 0.5 0 6 - 6.0 Þd. 28. 76.6 7.5 0 8 - 0.5 Md.29. 76.6 7.5 0 8 - 0.5 Fd. 30. 76.8 7.2 0 8 0.5 Fd. 1. 77.2 6.8 0 8 - 3.0 Ld. 2. 77.4 3.o 0 10 - 2.0 Sd. 3. 77.2 -f- 0.5 0 10 - 3.5 Md. 4. 76.8 -f- 0.5 N 1 8 - 4.9 Þd. 5. 76.4 0.5 N 2 10 S - 3.8 Md. 6. 76.o 2.8 NAU 2 10 - 2.0 Fd. 7. 76.o 2.4 0 10 -l.o Fd. 8. 75.9 1.5 0 5 - 4.8 Ld. 9. 75.7 2.5 0 10 - 3.0 Sd. 10. 75.s 7.0 0 6 -1.0 Md.ll. 76.o 8.5 0 0 - 4.5 Þd. 12. 75.9 10.5 0 9 - 1.5 Md.13. 75.3 1.6 0 10 0.6 t-4 iiUUHáánti rrr Rjórni —ekki mjólk — niðursoð- inn fæst f KJÖTB ÚÐINNI. Karlm. Boxcalfstigv. frá . . 9.45 — Spalt- og Hestal.- stigv. frá..........7.80 — Skalt- og Hestl.skór frá ................5.85 Kvenm. Boxcalfstigv. frá. . 8.45 — Hestal.stigv. frá . . 7.15 — Cheoreauxstigv. frá 7.80 — Skór með bandi frá 4.25 — Skór reimaðir og hneptir mjög ódýrir. — Brúnelskór frá 2.30—3.60 Dregjavatnsstígvél frá 6.25. — sæt — í */2 flöskum fæst f Kjötbúðinnu

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.