Norðurland


Norðurland - 27.06.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 27.06.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sicurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 27. júní 1908. | VII. ár. 47. blað. Sambandslaga-uppkastið. Leiðarvísir um réttan skilning á því, skráöur að filhlufun blaðanna Fjallkonunnar, Ingólfs, ísafoldar, Þjóðólfs og þjóðviljans, og sendur út um land. Eins og sjá má af fyrirsögninni hafa 5 blöð syðra sent út leiðarvísi þann, er hér fer á eftir og þykir oss rétt að birta hann hér í blaðinu, þó um það megi deila hvort færð séu full rök fyrir öllu því, sem í hon- um er sagt. Á þvi er enginn vafi að hann sé réttur í ýmsum greinum og er öllum ærin nauðsyn á að gera sér málið sem allra ljósast. Það er og sannast að segja að fleira er íhugunarvert við frumvarpið en það, sem hér er tekið fram. >Nöfn höfundanna hirðum vér eigi að birta, ségir ísafold«, >ekki af því að oss sé nein launung á þeim, heldur hinu að vér hyggjum miklu hollara, að lesendur sannfærist af röksemdum heldur en manna- nöfnum. Sé orðið lög í fyrirsögninni réttnefni, þá virðist loku fyrir skotið, að ísland sé fullveðja ríki. Það nefnist aldrei lög, sem tvö fullveðja ríki binda fastmæl- um sín í milli, heldur sáttmáli eða samningur (Akt eða Traktat). Fyrir því er nafnið beinlínis villandi, svo framarlega sem oss sé ætluð sú rétt- arstaða í sambandinu við Danmörk, sem haldið ‘er fram af formælendum uppkastsins. 1. Óviðkunnanlegt er að taka það fram (í 1. gr.), að ísland verði eigi af hendi látið. Sé íslandi ætlað að vera fullveðja ríki, liggur það í hlutarins eðli, að enginn á rétt á að afhenda það. Engum dönskum manni mundi koma til hugar að kveða á um það með lögum, að ekki mætti afhenda Dan- mörk. Ákvæðið væri skiljanlegt skil- yrði, ef vér værum að afhenda land- ið annari þjóð til umráða. Eins kynni og ákvæðið að vera eðlilegt, ef landið hefði nokkuru sinni verið af hendi látið. En svo er ekki, eins og kunn- ugt er. 2. Orðið ríkjasamband er viðsjál þýðing á orðinu Statforbindelse ( danska textanum. Rikjasamband merk- ir samband ríkja og samsvarar danska orðinu Statsforbund. Statsforbindelse merkir að minsta kosti venjulegast rikiseining, og er því grunsamara hér, sem nefndin feldi tillögu um að við- hafa orðið Statsforbund. Veldi Danakonungs er gersamlega röng þýðing á orðunum: det samlede danske Rige í danska textanum. Rétt þýðing á þeim orðum er: hin danska ríkisheild. Hvorugt orðatiltækið í danska text- anum: Siatsforbindelse né det samlede danske Rige eru í samræmi við það, að ísland sé, eftir Uppkastinu, ætlað að verða fullveðja ríki. Þar á móti bendir hin ranga íslenzka þýðing í þá átt, að það sé íslandi ætlað. Slíkii ónákvæmni verður ekki bót mælt. 1. Eftir 2. grein eiga Danir einir rétt á að kjósa OSS konung, ef kon- ungdómurinn verður laus og enginn ríkisarfi verður til. Þetta er beint réttinda-afsal. Vér höfum átt og eig- um enn rétt á að eiga þátt í konungs- skipun, ef til kemur. Þeim rétti er nú ætlast til, að vér afsölum oss. Kyn- legt er, að farið skuli vera fram á slíkt réttinda-afsal af vorri hálfu, jafn- framt því sem reynt er að telja oss trú um, að ísland verði fullveðja ríki með samningnum. Þess munu varla dæmi, að nokkur þjóð hafi af frjálsum vilja afhent annarri þjóð slík réttindi; því síður, að nokkurt fullveðja ríki hafi hagað sér með þeim hætti. Þjóð- fundurinn 1851 var varkárari í þessu efni. 2. Það misrétti kemur og fram f þessari grein, að alþingi er ekki ætl- að neitt atkvæði um það, hvort kon- ungur vor megi hafa stjórn á hendi í öðrum löndum. Ríkisþingið ræður því eitt (sbr. Grundvallarl. Dana). 1. Með 3. grein (2. lið) afsölum vér oss yfiráðum yfir utanrikismálum vorum í hendur Dönum. Þetta afsal gildir um aldur og æfi, sbr. 9. grein. Yfirráðunum getum vér ekki náð aft- ur með öðru móti en annaðhvort samþykki Dana eða samningsrofi. Um samþykki Dana er það að segja, að göngum vér að þessum samningí óbreyttum, er engin von um, að það samþykki verði nokkuru sinni fáan- legt; samningnum fylgja þau ummæli nefndarmanna í athugasemdum við Uppkastið, að konungssamband sé með öllu óaðgengilegt, svo framarlega sem utanríkismál og hermál verði ekki sameiginleg. Um þetta hafa orðið mestar deilur ( nefndinni. Dönum er þetta svo mikið kappsmál, að þeir láta ekki undan síga í þessu máli nú, nema ef þeir gera það fyrir yfirlýst- um vilja íslenzkrar þjóðar og íslenzks löggjafarvalds. Fái þeir þennan rétt lögmæltan, virðist með öllu vonlaust um, að þeir láti hann nokkuru sinni af hendi. Verði aftur á móti um samnings- rof að tefla af vorri hálfu, mundi það að dómi ágætra lögfræðinga hér geta haft mjög ískyggilegar afleiðingar. Verði litið á landið sem sjálfstætt rfki, gæti samningsrof orðið talið rétt- mætt ófriðar-tilefni. En verði litið á oss sem ríkishluta, mundi yfirþjóðin þykja eiga rétt á að fara með samn- ingsrofið sem innanrfkis-óhlýðni. Um þann varnagla, sem sleginn er í þessum lið um þjóðasamninga, er snerti Island sérstaklega, er það fyrst að athuga, að orðið samþykki er röng þýðing á orðinu Medvirkning í danska 8. árg. jMorðurlands í öðrum Norðurálfulöndum kr. 1.75 í Vesturheimi 60 Cent. Nýir kaupendur fá auk pess ókeypis pað sem ókomið er út af 7. árg. textanum, sem veitir oss engan rétt til yfirráða í slíkum málum. Auk þess er þess að gæta, að eftir þessu á- kvæði verður ekki afskifta vorra leit- að, nema þegar tefla er um þjóða- samninga, sem snerta ísland sérstak- lega. Um þá samninga, sem snerta bæði ísland og Danmörku, eigum vér ekkert atkvæði. Það misrétti getur engum dulist, sem athugar það. 2. Með þessari sömu grein (3. lið) gerum vér hervarnir Dana að sameig- inlegu máli og gefum Dönum óaftur- kallanlegt umboð til þess að fara með það mál fyrir vora hönd, sbr. 9. gr. Sem stendur höfum vér alls engar hervarnir. Afleiðingin af þessari breyt- ingu yrði meðal annars sú, að lentu 156 fengið sérstaklega gott lag á því að afla sér hylli hjá kennurunum; jafnvel Aalbom gleymdi djöfulsnafninu gamla sakir þeirrar mjúklátu ástúðar, er Abraham sýndi honum. Skólastjórinn var sá eini, er sýndi honum eins og hálfgerða fáþykkju. Lövdahl prófessor sýndi syni sínum mikla alúð um þessar mundir, gekk langar göngur með honum á sunnu- dögum og talaði við Abraham eins og hann væri nærri þvf fullorðinn maður. Bæði var nú, að prófessorinn vildi leitast við af öll- um mætti að laða son sinn að sér, og lfka var eitthvað, sem lagðist hálf-þungt á hann, svo honum fanst léttir að því að hafa drenginn hjá sér, sem oft var kátur og fjörugur. Svo mikill trúnaður varð á milli þeirra, að Abraham sagði jafnvel frá ýmsu, sem hann hefði áreiðanlega annars þagað yfir. Þannig var það einu sinni, þegar þeir voru að tala saman, að hann fór að segja sögu nokkura úr skólanum, hálf-nauðugur þó. Rúða hafði verið brotin f efsta bekk, og allir f bekknum vissu, að Marteinn Krúse hafði gert það. En þegar skólastjóri spurði, þá vildi enginn svara. Broch var veikur þenna dag, svo Abraham sat efstur. Nú var ekkert, sem espaði skólastjóra jafnmikið eins og það, ef hann varð var við eða þóttist verða var við þrákelkni hjá nemendum sínum. Nú sá hann undir eins og skildi, sem gamall skólameistari, að allir í bekknum voru einhuga á því að koma ekki upp um sökudólginn. Hann hafði þá þotið í Abraham. >Varaðu þig nú, Lövdahl! Mundu nú eftir því, að þú hefir einu sinni áður haft hér mótþróa í frammi. Þú slappst í það 153 heiði og alt til þessa dags hafði hann baslað við spurn- ingar og svör gersamlega árangurslaust. Aðeins f eitt skifti hafði þó andinn komið yfir hann og heilinn hans gerði óstöðvandi áhlaup á þessa ógur- legu spurningu um náðargjafir fagnaðarboðskaparins. Og samkvæmt því undarlega einkenni, sem fylgir utan- bókalestri, hafði þessi þula orðið gersamlega blýföst f honum án þess út af brygði nokkursstaðar. Og svo oft hafði hann endurtekið hana, þegar hugsýkin steðjaði að honum, að óhugsandi var, að hún gæti hrunið f mola eða farið þaðan nema því aðeins að hin vanburða skyn- semi Asmundar aumingjans hefði öll farið út um þúfur. En ógnarlega lítið höfðu náðargjafir fagnaðarboðskap- arins hjálpað honum alt til þessarar stundar. Ár frá ári hafði hann gengið sem ófermandi vesa- lingur, athlægi allra og hrygðarefni foreldrum sínum — bæði heima í sveitinni og eins þarna f bænum eftir það er faðir hans hafði flutt þangað og fengið atvinnu við verksmiðjuna. Enginn vegur var honum fær. Ófermdur drengur var alstaðar fyrir borð borinn. Enginn vildi nota svo heimsk- an og spiltan strák, sem ekki var hægt að ferma þó að hann væri nítján vetra gamall, hvorki sem vikadreng né búðarloku, hvorki í skrifstofu né sjóbúð. Það var lítið gagn að því, þó hann væri stór; hann var of krafta- lítill og óharðnaður enn þá til þess að geta fengist við sama verk og faðir hans, og — hvaða kaup mundi nokk- ur maður bjóða ófermdum dreng? Útgerðamenn vildu ekki einu sinni nýta hann á skip, af þvf að hann var ófermdur. Asmundur Ásbjörnsson frá Sauðamýri hafði ekki mik- ið traust á sjálfum sér og bjóst ekki hcldur við því G J ALDDAGl á 7. árgangi Norðurlands er fyrir miðjan júní.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.