Norðurland


Norðurland - 27.06.1908, Blaðsíða 2

Norðurland - 27.06.1908, Blaðsíða 2
Nl. 184 Danir f ófriði við aðrar þjóðir, rækju þeir ófriðinn eigi aðeins fyrir sína hönd, heldur og fyrir hönd íslendinga. Vér ættum þá ófrið við óvinaríki Dana, þó að ekkert heiði í shorist með oss og því ríki eða þeim ríkjum. Óvinir Dana ættu þá rétt á að fara með oss sem óvinaþjóð. Engum, sem athugar þetta vandlega, getur dulist, að með slíkum samningi gæti þjóð vorri verið stofnað í hættu. Sú ráðabreytni virðist þeim mun ver til fundin, sem margir Danir líta svo á um þessar mundir, sem þeim sé ókleift að verja sitt eigið land, ef á það er leitað; því síður munu þeir telja sig geta varið ísland. Vér vonum fastlega, að íslendingar telji sig aldrei þurfa á hervörnum að halda. En vér vitum ekkert, hverjar breytingar kunna að verða hér á landi. Og vér teljum oss ekki eiga neinn rétt á, að taka svo fram fyrir hend- ur niðja vorra, að svifta þá öllum yfir- ráðum yfir slíkum málum, og lá þau yfirráð í hendur annarri þjóð um ald- ur og æfi. Þessi liður greinarinnar er þeim mun ískyggilegri, sem feld var af nefndinni breytingatillaga þess efnis, að hernaðarviðbúnað mætti ekki hafa á íslandi né gera ráðstafanir til hans, án samþykkis íslenzkra stjórnarvalda, og að sömuleiðis var feld tillaga um, að fá sem fyrst viðurkenning þjóðanna fyrir hlutleysi (Neutrabtet) hins íslenzka ríkis. Danir mundu varla nota sér þenn- an rétt, sem þeir. hafa áskilið sér, til annars en þess: annaðhvort að beina hernaðarviðbúnaðinum gegn oss sjálf- um, eða til þess að eiga hægara að- stöðu í ófriðarviðureign við aðrar þjóð- ir. í hvorum tilganginum sem þetta væri gert, mundu afleiðingarnar geta orðið oss mjög hættulegar. 3. Þó að 7. liður þessarar greinar virðist ekki gefa tilefni til athugasemda frá vorri hálfu, eru athugasemdir nefndarinnar við hann töluvert eftir- tektarverðar. Þar er það tekið fram, að Dönum hafi þótt mjög viðsjárvert, að vér gætum fengið œðsta dómsvald- ið inn i landið, og þeir láta uppi þá von, að svo verði ekki fyrst um sinn. Þetta gefur nokkura bending um, hve fjarri það er þeirra hugsun, að vér verðum fullveðja ríki. Þess mun varla dæmi, að nokkurt það land hafi verið talið fullveðja ríki, sem nokkurum komi til hugar um, að betur ætti við, að æðsta dómsvald þess yrði með ann- arri þjóð. 4. Með 8. lið þessarar greinar er kaupfáninn gerður að sameiginlegu máli. Því hefir verið haldið fram af hálfu íslendinga, að kaupfáninn sé al- gerlega fslenzkt sérrnál. Það virðist nokkuð kynlegt, að taka það sérmál Islendingum í sömu andránni, sem reynt er að telja þeim trú um, að landið sé að verða fullveðja ríki, og banna þeim um næstu 25 — 37 ár að sýna öðrum þjóðum sjálfstæði sitt með kaupfánanum. Með 5. grein yrði jafnrétti beggja þjóðanna i báðum löndunum lögleitt, og það óafturkallanlega, nema að því er áhrærir fiskiveiðar í landhelgi. Þetta jafnrétti hefir ekki verið lögfest til þessa. Það virðist í meira lagi ísjár- vert að binda þannig hendur löggjaf- arvaldsins eftirleiðis í öðru eins máli og þessu. Auðsætt er, að Danir líta svo á, sem hér sé um mikið að tefla. Þeir taka það fram í athugasemdun- um, að þeir vilji gera þetta jafnrétti að föstu og óbreytanlegu skilyrði fyr- ir sambandi landanna. Enda virðist liggja í augum uppi, að hagurinn yrði miklu meiri Dana megin, arðvænlegra og auðveldara Dönum að reka atvinnu hér á landi og í landhelgi en oss í Danmörk. 1. Með 8. grein er réttur íslands bersýnilega settur skör lægra en rétt- ur Danmerkur. Verði nokkur veruleg- ur ágreiningur um það, hvort mál sé sameiginlegt eða ekki, má ganga að því vísu, eftir fyrirmælum greinarinn- ar, að gjörðardómurinn verði ávalt skipaður 3 dönskum mönnum og 2 íslendingum. í athugasemdunum telja nefndarmenn ólíklegt, að á þessum gjörðardóm þurfi að halda. Því furðu- legra er, að Danir skuli hafa gert það að kappsmáli, að geta haft meiri hluta í gjörðardómnum, og felt jafn- sanngjarna breytiugartillögu sem þá, að hlutkesti skuli ráða, hvort odda- maðurinn sé dómsforseti hæstaréttar eða æðstur dómari hér á landi. Vér lítuin svo á, sem ekki hefði verið minni ástæða fyrir íslenzku nefndar- mennina til þess að gera breytingar- tillöguna að kappsmáli, þar sem lík- indi þess eru mikil, eftir vorri skoð- un, að þörf verði á þessum gjörðar- dóm við og við. 2. Auk þess sem gjörðardómurinn verður ekki skipaður eftir neinu jafn- rétti, þegar um verulegan ágreining verður að tefla, er verksvið hans alt of takmarkað. Hann á eingöngu að skera úr því, hvort mál sé sameigin- legt eða ekki. Agreiningur getur engu síður orðið um meðferð Dana á hin- um sameiginlegu málum. Rétt til dæm- is má benda á ágreining um það, hvort þjóðasamningar hafi verið gerðir fyrir vora hönd með fullkomnu umboði og heimild, og hvort strandgæzlan hafi verið af hendi int svo sem vera ber. I samningnum eru engin ákvæði um það, hvernig slíkur ágreiningur verði jafnaður, svo að það liggur f augum uppi, að Danir verði einir dómarar um meðferð sína á hinum semeigin- legu málum. Eftir 9. grein geta öll þau mál, sem talin eru sameiginleg, verið í Dana höndum um 37 ár. Reynist meðferð þeirra á þeim málum annan 154 að komast hátt í heiminum. En reyndar mátti ætla að ýmsir vegir væru honum færir eftir þeim kröfum að dæma, er hann gerði til lífsins, þær voru ekki svo miklar. Og þó fanst honum, að öll sund væru gersamlega lokuð; í hans augum var engin leið til út í lífið önnur en sú, sem presturinn átti ýfir að ráða. Og alt af gekk Ásmundur í auðmýkt og þolinmæði fyrir nýjan og nýjan prest til þess að iáta gera gys að sér um hríð og vera svo á endanum rekinn frá. Nú sá hann loksins fyrir endann á allri mæðu sinni. Hann sat hljóður langa stund og hugsaði um það, hvað mamma sín mundi segja, þegar hann kæmi heim, og áður en hann vissi nokkuð af því, var hann farinn að gráta. Nú varð heldur glatt á hjalla, þegar það varð upp- víst, að Golíat var farinn að skæla; Abraham hló líka, þegar hann sá prófastinn brosa. Að öllu samantöldu var hann mjög ánægður yfir því að vera í góðu gengi hjá Sparre prófasti. Nú kveið hann bara fyrir deginum þeim, þegar móðir hans kæmi inn til hans og nevddi hann til að skrifta hreinskilnis- lega og afdráttarlaust. Svo oft hafði atvik þetta svifið fyrir hugskotssjónum hans, að hann sá hana eins og Ijóslifandi koma inn úr dyrunum, — og hverju átti hann þá að svara? Undirbúningurinn undir ferminguna hafði vitanlega ekki mikil áhrif á hann og því síður tók hann sál hans nokkurum föstum tökum eða beindi huga hans í á- kveðna stefnu. En hann vissi, að gagngerða alvöru yrði hann að bjóða móður sinni og ekkert annað; hverja 155 einustu tilraun til undanbragða mundi hún samstundis finna. Svo leið haustið og ennþá var langt til páska. Abraham varð það æ betur ljóst, að Broch var allra bezti félagi. Þeir áttu mest mök við efri deildina í bekknum, — efstu piltana í skóla, sem áttu að taka stú- dentspróf árið eftir; þeir reiktu og spiluðu og á kvöldin gengu þeir skemtigöngu með litlu stúlkunuin. Abraham haíði eitthvað það til að bera sem hélt honum uppi og hóf hann f sessi jafnvel í augum eldri félaga hans. Hin niðurbælda mótspyrnuhvöt, sem lá í eðli hans, ruddi sér nýja braut; kom þetta fram í því að draga dár að mönnum og gera þá hlægilega. Hann gat sagt ýmsa fyndni bæði um trúarbrögð og önnur alvarleg efni. Og þó að hann væri jafnan friðsamur og auð- mjúkur bæði í skólanum og heima, þá gat hann verið versti háðfuglinn af þeim öllum, þegar þeir sátu út af fyrir sig í einhverri smugunni kafnir í þreifandi tó- baksreyk. Broch veltist um af hlátri, og lofsyrðin ýttu undir Abraham, svo hann varð alt af verri og verri og gáði nú einkis framar, eins og hann vildi leitast við að bæta sér upp alla heimakreppuna með því að verða alveg viltur og tryltur þegar hann þorði að slíta af sér höftin. Hann fekkst líka við að búa til skrípamyndir. í fjórða bekk gekk ein slík mynd lengi á milli manna, sem átti að sýna helvíti; kyntu þeir kennararnir Borring og Aalbom þar hver undir öðrum, en Madvig og Pontoppi- dan dönsuðu æðisgenginn »pas des deux< í logunum. í skólanum gekk honum nú mjög vel. Abraham var nægilega ástundun$irsamur, og auk þess hafði hann veg en vér óskum, er sá tími alt of langur. Og hafi Danir vilja á að færa sér í nyt yfirráð þessara mála og hlunnindi þessa lands, getur þeim orðið mikið ágengt á jafn-löngum tíma, jafnvel meira en svo, að vér fáum notið vor að fullu að þeim tíma liðn- um. Auk þess erum vér bundnir við Dani um aldur og æfi í fjórum stór- málum, konungssambandi, utanríkis- málum, hervörnum og jafnrétti manna- f báðum löndunum. Eftirmáli. Vér höfum mikið grætt á starfi nefndarinnar. Það eigum vér að viðurkenna, hverjum augum sem vér annars lítum á það, hvort ganga eigi að samningnum eða ekki. Að sönnu höfum vér ekki söguleg- an og lagalegan sjálfstæðisrétt vorn viðurkendan. Danir neita honum enn í athugasemdunum við Uppkastið. En vér höfum fengið viðurkendan sann- girnisrétt vorn til þess að vera sér- Stakt ríki. Þó að þau orð séu ekki nefnd í Uppkastinu, eru þau í athuga- semdunum. Fullveðja ríki er oss ekki ætlað að vera; það hyggjum vér, að mönnum verði ljóst af samningnum og athugasemdum vorum hér að fram- an Einhvers konar undirtylluríki yrð- um vér fremur. En sérstakt ríki samt. Þessa viðurkenning höfum vér fengið, hvort sem samningurinn verður að lögum eða ekki. Og hún er mjög mikilsverð. Þó að samningur þessi verði að lögum, öðlumst vér íslendingar engin ný réttindi. Vér fáum að eins viður- kenning Dana fyrir nokkurum hluta af þeim rétti, sem vér eigum. Vér höfum ávalt haldið því fram, að vér eigum rétt til þess að hafa fullveldi yfir öllum vorum málum. Vér öðl- umst viðurkenning Dana fyrir því, að vér höfum fullveldi yfir sumum mál- um vorum. En vér kaupum þá viðurkenning: með því að afsala oss réttinum til valds yfir öðrum málum vorum. Og oss er fyrirmunað að geta lát- ið þá sæta nokkurri ábyrgð, sem með það vald fara, þó að þeir kynnu að beita því annan yeg en vér öskum. Þó að samningur þessi verði ekki að lögum, getum vér vafalaust, hve- nær sem vér viljum, náð valdi á öll- um þeim málum, sem ætlast er til 1' samningnum að verði sérmál vor um næsta mannsaidur. Vér getum losað þau mál við ríkisráðið. Vér getum fært æðsta dómsvaldið inn í landið. Vér getum notað fána vorn, að minsta kosti innanlands. Peim breytingum mundu Danir hvorki geta aftrað né vilja aftra, eftir þá viðurkenning, sem fengin er. En vér spillum þá ekki rétti vorum að neinu leyti. Vér bindum ekki hendur niðja vorra Og ef vér af- neitum allri hlutdeild í hervörnum Dana, stöndum vér vafalaust betur að vígi, ef svo illa kynni til að takast, að Danir yrðu ofurliði bornir. '4 Sturlungu er Sigurður bóksali Kristjansson að láta prenta á sinn kostnað og á hún að vera með|sama sniði og íslend- ingasögurnar, sem hann hefir gefið út. Dr. Björn Bjarnason sér um útgáfuna.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.