Norðurland


Norðurland - 27.06.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 27.06.1908, Blaðsíða 3
i85 Nl. 6tlen Xey. Hinn mesti kvenskörungur á Norður- löndum í framfaramálum þykir Ellen Key. Hún er nú vel hálf sextug og fyrir löngu orðin kunn um allan hinn mentaða heim. Hún er dóttir læknis og stjórnmálamanns mikils f Svíþjóð, er var af skozkri ætt, og er því kyn- blendingur eins og Ibsen, sem hún þykir svipa til hvað frumleik snertir í siðlegum kröfum og einförum í rit- hætti. En miklu er hún einarðari, ber- mæltari og óbrotnari. Ensk kona hefir nýlega ritað um hana í smáriti í Lund- únum og skal hér geta um aðaldrætt- ina í æfistarfi og stefnu þessarar sænsku stúlku, sem meðal djarfra og djúpsettra rithöfunda markar miklu stórfeldara spor en Selma Lagerlöf annar frægasti kvenhöfundur Svfþjóðar á vorum dögum. Faðir Ellenar Key sá snemma að eitthvað mikið bjó í dóttur hans, og með því hann var frelsisvinur mikill lofaði hann henni sjálfri að sjá fyrir báti sínum frá þvf er hún var 12 ára að aldri,* þau bjuggu nærri Stokkhólmi og síðan í borginni sjálfri, því að ung varð hún að vinna fyrir sér sjálf og kenna í skólum. Þó undi hún því ekki lengi heldur stofnaði sjáif skóla og kendi meyjum og mannskonum og alt eftir sfnu lagi; gerði engan manna- mun eftir stéttum og þótti þegar vera hinn mesti skörungur. Hún kyntist ung kenningum þeirra Darwins, Mills og Spencers, en þótti þó mjög fara sinna ferða, enda vöktu ýmsar skoð- anir hennar og beryrði mikil storm- köst og það víðar en í Svíþjóð. Gift- ast manni vildi hún ekki, og ekki heldur undi hún alllengi í flokki kven- frelsis kvenna í landinu. Var kenning hennar, og er enn sú, að þær gleymdi aðalefninu og berðist fyrir tilteknum réttarbótum, sem fiestar væri auka-at- riði, enda mundu reynast aðalfram- förum kvenna fremur til tálma og nýrra vandræða en verulegrar eflingar, fyr en búið væri að undirbúa jarðveginn handa því sjálfstæði og þeim réttind- um, sem hið sanna kveneðli útheimti. Um langan tíma stóðu á henni nálega öll járn, enda varði hún harðfengilega alla þá ofurhuga og víkinga í frelsis- málum þjóðarinnar, sem lögin og lands- venjan ofsóttu. Um þær mundir sagði hún sig úr lögum við trú hinnar sænsku kirkju og bar henni djarflega á brýn fornar syndir og nýjar og eink- um þá, að hún breytti gagnstætt kenn- ingu þess kristindóms, er þó væri lög- skipaður og kendur. Bættist svo það við, að Ellen Key var talin guðleys- ingi. Samt átti hún marga vini, enda bar henni hver maður hið bezta orð. »Menn og konur«— segir Ellen Key —,»eiga að setja markið hátt og leita jafnan farsældar sinnar — ekki til hálfs, heldur H1 algerðrar farsældar*. Hún kennir, að eðli mansins sé ávalt und- ir niðri gott, og fái hver maður óhindr- aður sjálfum sér að ráða, kemur mann- gildið í ljós að lokum. »Frjáls maður verður ósjálfrátt félagsmaður«, segir hún. »Anægja og lífsgleði er alger- leiki,« er önnur setning hennar. Um konuna segir hún ávalt hið sama: Frelsi fyrir hjartað! Því að í ríki kær- leikans á konan öndvegissætið. Sakir * Við skólalærdóm undi hún lítt, heldur nam mest og bezt um leið og hún kendi yngri systkinum sínum. hjartans í konunni heimtar hún hið fylsta frjálsræði, sem kostur er á að fá. Konan má ekki skoða frelsismál sin frá öfugri hlið (eins og oftast er gert); hún þarf framar öllu að efla og stækka sálina — læra frjálsan stór- hug. Konan á 6. skilningarvitið, eða vísi þess að minsta kosti, og kven- skörungar hafa því jafnan farið fram- ar en almenn forskrift hefir fyrirlagt (og hún nefnir ýms nöfn afbragðskenna). Hvenær sem kona hefir gert uppreisn hefir hún skapað nýmæli í mannfélag- inu (og hún nefnir Elizabet Fry, Flor- ense Nightingale, Jósefínu Butler og H. B. Storre).* Hinn innri frumkraftur og kjarkur konunnar, hefir of lengi verið í ljót- um fjötrum. Það á ekki að byrja á jafnræði milli karla og kvenna eða á því hvað hvort sé öðru líkt, heldur á því, sem sé ólíkt í eðlisfari beggja. Jafnræðið má misskilja og er misskil- ið. Það er móðernið, eða konan sem móðir og fóstra, sem Ellen Key legg- ur áherzluna á, en ekki jafnræði í sam- kepni. Hún krefst þess að vísu, að konur verði einráðar um sig og sjálf- ráðar. Hjónabandið hefur hún ýmist til skýanna, eða vísar því til neðri bygðanna — alt eftir því, hvernig það er skilið eða gengur í lífinu. Bækur hennar: »Astin og hjúskapurinn«, og »Öldin og barnið* eru aðalrit hennar og geyma dýpstu og beztu hugsjónir hennar. »Hún hefir þar ritað nýjan lagabálk fyrir öll hjónabönd veraldar- innar, sem óðara mundi, væri honum hlýtt, leysa margar hinar svo nefndu ráðgátur í samförum karla og kvenna, og stórlega styðja heimilisfarsæld þeirra og greiða fyrir réttu uppeldi komandi kynslóðar.« M.J. X !Fundarskýrs/a. Húsavik 14/6 ’08. Herra ritstjóri Norðurlands. Hinn 10. þ. m. var hér haldinn pólitískur hreppsfundur, eftir fundar- boði frá sýslumanni Steingrími Jóns- syni. Fundurinn var venju fremur fjöl- sóttur, bæði af þorpsbúum og úr öðrum hlutum hreppsins. Til fundarstjóra kaus sýslumaður Aðalstein kaupmann, en hann tók sér til aðstoðar sem skrifara Benedikt Jónsson frá Auðnum og Sig- urð Sigfússon sötustjóra. Verkefni fund- arins var: Sjálfstœðismálið. Hóf sýslumaður fundinn með snjallri og langri tölu, sem varaði nærfelt í tvo klukkutíma. Gerði hann ítarlega grein fyrir störfum sambandslaganefnd- arinnar frá upphafi til enda. Síðan útskýrði hann frumvarp nefndarinnar grein fyrir grein og sagði hver sinn skilningur væri á þeim orðum og at- riðum frumvarpsins, sem torskilin þættu. Tók hann beinlínis fram hverja kosti aðal ákvæði frumvarpsins hefðu í sér fólgna; en hjá því varð eigi komist að gallarnir komu óbeicdínis í Ijós um leið. Að síðustu gat hann þess með sterkum og áhrifamiklum orðum, að hann áliti frumvarpið svo fullnægjandi sjálfstæðiskröfum þjóðarinnar, að hann teldi það misráðið, ef þjóð og þing hafnaði frumvarpinu eins og það lægi nú fyrir. Hann kvaðst mundi á öllum * Þessar ensku konur hafa allar stórum bætt kjör sjúkra og særðra manna, þjáðra og þjakaðra. manntalsþingum sýslunnar hafa sjálf- stæðismálið til umræðu, ef tími leyfði, að loknum almennum þingastörfum. — Andmæli, gegn frumvarpinu og ein- stökum atriðum í tölu sýslumanns, hófu þessir: Gísli Iæknir Pétursson, Jóhannes Þorkelsson á Fjalli og Páll Jóakimsson; svaraði sýslumaður and- mælum þeirra eftir því, sem honum fanst þau gefa tilefni til. Samkvæmt því, sem tekið var fram í fundarboðinu, var þingmannsefni kjör- dæmisins, Pétur Jónsson frá Gautlönd- um staddur á fundinum. Gerði hann grein fyrir afstöðu sinni gagnvart sjálf- stæðismálinu og frumvarpi því er þá lá fyrir til umræðu. Lét hann það í ljós, að í þingmannaförinni 1906 hefði komið til umtals flest þau aðalatriði, sem í frumvarpinu stæðu, viðvíkjandi sjálfstæði íslands, og hafði þingmönn- um af öllum flokkum komið saman um að fara eigi lengra í sjálfstæðis- kröfunum, ef þeim yrði hreift við Dani, en nefndarfrumvarpið gerði; og áleit hann því, að nefndarfrumvarpið hefði fullnægt því, sem þá hefði vak- að fyrir sér og þeim þingmönnum, sem í Danmerkurförinni voru. Fund- urinn stóð yfir frá kl. 8 síðdegis til kl. IV2 um nóttina. Litlu á eftir fundinum fæddist þessi staka: Torvelt er að sjá í svip, hvað séu traustir vinir, þegar Dana gallagrip gylla íslands synir. Vestfirzkur Húsvíkingur. X Fundir í Skagafirði. Stefán kennari Stefánsson kom heim á fimtudagsmorguninn. Hafði hann hald- ið þtjá fundi í Skagafirði um sam- bandsmálið. Tveir fyrstu fundirnir, að Steinstaðalaug og á Sauðárkrók, voru allvel sóttir, en síðasti íundurinn á Hofsós var heldur fámennur, 20—30 kjósendur, sökum þess að veður var slæmt framan af degi, og fjöldi bænda við Drangey úr þeim bygðarlögum, er þangað sækja fundi. Fáir (2—3) andmæltu frumvarpi milli- landanefndarinnar á fundum þessum, en ýmsum athugasemdum var hreyft og fyrirspurnir gerðar um einstök at- riði. Var auðheyrt á öllu að allur þorri kjósenda bar þar ríkast fyrir brjósti að fá sem glöggastan skilning á frum- varpinu og taka ekki ákveðna stefnu í málinu fyr en hann væri fenginn. Nærfelt öllum sem töluðu var það ljóst að stórkostlegar rjettarbætur voru fengnar, yrði frumvarpið að lögum, og þakklátir voru þeir nefndinni fyrir starf hennar, og lýstu yfir því að þeir væru sannfærðir um að nefndarmenn hefðu gert alt sem í þeirra valdi stóð til þess að komast að sem beztum samn- ingum fyrir íslands hönd, sem framast var unt. Eftir framkomu manna á fundunum og hinum rólegu og skyns.,mlegu um- ræðum sem fram fóru um sambands- málið, má telja víst að yfirgnæfandi meiri hluti Skagfirðinga verði þeim megin í þessu stórmáli er betur gegnir. * * X TrúlofuO eru Arni Jóhannsson verzlunarmað- ur og ungfrú Nikólína S. Sölvadóttir, Kaupangi. * Ur ýmsum áttum. Radium og Frakkneskur efnafræðingur, gimsteinar. Fr- Bordas, hefir nýlega gert þá uppgötvun,' að búa má til dýrindis gimsteina, rúbína, safíra og tópasa úr korundasteini, sem er ódýr, harð- ur, gráleitur steinn, líkur tinnu. Til þess notar hann hið nýja undraefni radium. Hann hafði veitt því eftirtekt að glös, sem radiumsölt voru geymd í, fengu einkenni- legan skínandi litblæ, sem hélt sér vel á glerinu. Honum kom þá til hugar að rann- saka hvort radiumgeislarnir breyttu lit á gagnsæjum steinum og fann þá að hann gat gefið korundtinnu skínandi gimsteina- lit, sem var að öllu samskonar og á nátt- úrlegum gimsteinum. Gátu gimsteinasalar á engan hátt greint þessa tilbúnu gim- steina frá hinum, sem fundist höfðu í jörðu. Það má telja víst að uppgötvun þessi breyti öllu verði á þessum gimsteinateg- undum, sem til þessa hafa verið afardýr- ar. Kvenfólkið má hlakka til skartsins. X Fnjóskárbrúin hrunln. Fnjóská óx svo afskaplega í gær, að hún ruddi því burt, sem búið var að byggja af brúnni, nema einhverju af steinstöplunum við löndin. Brúin átti að vera úr steinsteypu og var boginn, sem hvíldi á stólpum f ánni, kominn svo langt á veg og hann harðn- aður svo, að menn töldu víst að brú- in mundi hafa getað staðið, ef áin hefði ekki vaxið fyr en viku seinna. Menn geta sér til, að skaðinn muni tæplega geta verið minni en um tíu þúsund krónur. Vatnavextir voru óvenjumiklir hér norðanlands í gærkvöldi og er viðbúið að þeir hafi valdið miklum skemdum til og frá. Gripasýnintrunni, sem átti að verða á Grund í dag, var frestað þangað til í næstu viku sökum vatnavaxtanna. Jóhannes Jósefsson glímdi í Reykjavík að kvöldi þess 22. þ. m. grísk-rómverska glímu við Svía, Godtfred Thoren að nafni, sem áður hefir ferðast um sem glfmumað- ur, bæði í Svíþjóð, Ameríku og Eng- landi. Leikar fóru svo að Jóhannes vann aMar glímurnar, sem þeir glímdu. Qlímumennirnir leggja af stað frá Reykjavík með Ceres þann 28. þ. m. áleiðis til Lund- úna. í Reykjavík sýndu þeir glímur sínar fyrir húsfylli og lúka Reykjavík- urblöðin lofsorði á glímur þeirra. Með- an á glímunum stóð var leitað sam- skota til fararinnar meðal áhorfend- anna og voru undirtektirnar góðar. Guðjón úrsrniður, sá sem áður hafði gefið 200 kr. til þessa fyrirtækis, bætti við 50 kr. það kvöld. Alls komu inn um kvöldið 700 kr. Formann fararinnar hafa þeir valið Jóhannes Jósefsson, og Pál Guttorms- son gjaldkera. Fund um sambandsmáliO ætla Húnvetningar að halda á Sveins- stöðum 4. júlf n. k. Mjög eru skoð- anir manna um það mál sagðar skift- ar þar f sýslunni. Halldór kennari Briem hefir sótt um lausn frá embætti sínu við gagnfræðaskólann frá 1. októ- ber n. k.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.