Norðurland


Norðurland - 11.07.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 11.07.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. 49. blað. Má kirkjan hrynja? Eftir síra Fr. J. Bergmann í Breiðablikum. Þegar um einhver mikil mein er að ræða, sem ráða þarf á bráða bót, er ávalt bezta ráðið að tala um þau hispurslaust, án þess að draga úr og án þess að afsaka. Þá aðferð velur síra Þórhallur Bjarnar- son sér, er hann ræðir mein íslenzku kirkjunnar f Nýju Kirkjublaði. Svo mikla óbeit segir hann mikinn þorra manna á íslandi hafa á kirkjunni, að það spilli fyrir blaðinu, að það er kent við kirkjuna. Flestir eru farnir að halda að ekkert gott geti úr þeirri átt komið. Þar sé alt gamalt, útslitið ónýtt. Prestum og andlegrar stéttar mönn- um sé eðlilega um kent. Biskupinn geti ekkert og geri ekkert. Presta- skólakennararnir fari stöðugt með sama staglið — í hjáverkum. Prestarnir hugsi flestallir um alt annað en kirkjumál. Málsbætur sé auðvitað margar, en stoði lítið. Búið að draga alt vald úr höndum biskups. Prestaskólann sæki helzt þeir, sem engan eiga úrkost annan; þá sé eigi við miklum afrakstri að búast þaðan. Kjör presta hafi ver- ið svo bágborin, að þeir hafi neyðst til að sinna annarlegum störfum til framfærslu. Allar þessar málsbætur segir hann, að þýði ekki neinn skap- aðan hlut. Ekki koma þær neinum umbótum tii leiðar. Hvernig hann hugsar sér það gert, verður efni ann- arar hugleiðingar. Enginn vafi er á því í huga vorum, að hér er um lang-þýðingarmesta mál að ræða, sem fyrir framan þjóð vora liggur. Viðkvæmara áhugamál er eigi til fyrir nokkura kristna þjóð en þa.ð, ef hún er í þann veg að snúa baki við kirkjunni. Látum vera að kirkjan sé að eins verkfæri. Sé hún ónýtt verkfæri, er bezt að varpa því verk- færinu frá sér. En hvar er annað hentugra? Heimurinn þekkir það ekki enn. Varasamt, að varpa því frá sér, sem enn er bjargast við um heim allan, — og hafa ekkert í staðinn. Illur ræðari kennir oft um árinni. Kirkjan hefir verið og er helzta uppeldistofnun þjóðanna. Þar sem hún er með lífi, er hún þann dag í dag bezti alþýðuskólinn. Hvað er hið bezta, sem menn læra í skólum? Að verða menn. Að skilja æðstu hugsjónir manns- andans — og elska þær. Að láta þær renna svo í hold og blóð, að þær göfgi og efli lundernið. Hið bezta, sem maður á að hafa upp úr skóla- göngu sinni, er eigi fróðleikurinn, heldur þroskaðri og göfugri lund, sannari og betri maður. Hvert er nú ætlunarverk kirkjunnar? Alt starf henn- ar miðar að þessu marki. Ungum og gömlum, háum og lágum, fróðum og ófróðum vill hún vera stöðugur skóli til að göfga lundina og bæta siðuna. Allar kristnar þjóðir eru enn sann- Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 11. júlí 1908.. færðar um, að kirkjan sé í þessum skilningi ómissandi og ómetanleg upp- eldisstofnun. Hvarvetna er hún svo og svo ófullkomin, svo og svo margt, sem henni má til foráttu finna, — svo og svo fjarlæg hugsjón sinni. Samt er naumast nokkur þjóð, sem myndj þykjast geta án hennar verið. Það er ekki að eins af gömlum vana og fastheldni við gamlar kreddur. Eigi heldur vegna þess, að hún þykist vera guðleg stofnun. En það er vegna þess gagns, sem hún hefir unnið þjóð- unum og þeirrar blessunar, er hún hefir breitt yfir mannfélögin. Eina kristna þjóð má að sönnu benda á, sem nú virðist vera að hafna kirkjunni, frakkneska þjóðin. Þar eru taldar fjöritíu miljónir manna í landi. Sagt er, að þar sé nú að eins tvær, sem í raun og veru enn heyri kirkj- unni til. Eigi væri það sannleikur að segja, að hinar þrjátíu og átta væri orðnar heiðingjar. Mikill meiri hluti þjóðarinnar er eflaust kristinn enn. Haldi hann áfram að vera kristinn, er sennilegast, að kirkjan rísi þar upp í nýrri mynd. Hví er nú svo komið á Frakklandi? Þjóðin ein upplýstasta og gáfaðasta þjóð heimsins. Var eitt sinn talin í hópi hinna trúuðustu og bezt kristnu. Hví er hún nú að snúa baki við kirkj- unni? Henni finst hún vera andlegu lffi til niðurdreps. Bjóða stein fyrir brauð. Vera til farartálma en eigi framfara. Stífla uppsprettur lífsins f stað þess að veita þeim út um akur og engi. Veita sálunum enga næring. Eiga ekkert bergmál lengur í hugarfylgsn- um fólksins. Svo snýr hún sér frá henni og segir: Þetta er orðið ónýtt og fúið og þarf að hrynja. Hvort hún hafi rétt fyrir sér í þessu, tölum vér ekkert um. En þetta finst henni. Einhver bylting svipuð þessu finst oss hafa verið að búa um sig í huga þjóðar vorrar um tíma all-langan. Sú sannfæring hefir smám saman verið að læðast inn og öðlast meiri og meiri fótfestu: Kirkjan er ónýt. Hún er hætt að vinna þjóðinni nokkurt gagn. Hún er byrði, sem vér viljum ekki bera, því vér fáum ekkert í aðra hönd. Hvernig stendur á því, að svona skuli hugsað? Kirkjan á íslandi er að miklu leyti hætt að hafa áhrif á andlegt líf fólks- ins. Því finst ekki borga sig að koma til kirkju. Það vakni ekkert við það, fái ekkert til að hugsa um. Menn ganga ekki lengi í þann skóla, þar sem þeim finst ekkert vera að læra. — Prestarnir finna til þess, að þeir hafa ekkert á boðstólum og láta verða messufall eins oft og þeir sjá sér fært. Eða þeir láta á sér heyra við hvert tækifæri, að alt annað vildu þeir held- ur vera en prestar; það sé hreinustu neyðarúrræði. Hvenær sem kirkja einhverrar þjóð- ar hættir að hafa teljandi áhrif á hugsunarhátt og andlegt líf, snýr fólk- ið við henni baki. Það er við því að búast. Hún vinnur þá ekki ætlunar- VII. ár. verk sitt lengur, en er orðin þung byrði, sem lýir bakið. Orlög kirkjunnar finnast oss öll undir þessu komin. Geti breyting á orðið í þessu efni, rís hún við aftur og ávinnur sér hylli og álit. Fari hún að auðga hugsanalíf fólksins, hættir hún að vera byrði. Finni menn til þess, að kirkjan sé heimili heilagra og haldgóðra hugsana, svo innri mað- urinn rísi við og fái nýtt fjör í hvert skifti, er þangað er komið, verður hún ekki látin standa tóm. Mikið mál er prentað á íslandi á hverju ári. Sáralítið af því er um andleg mál. Út um heiminn hafa þau aldrei verið rædd af meiri áhuga en nú. Með oss eru þeir sárfáir, er gefa þeim gaum. Út um heiminn eru and- legrar stéttar menn þar í fremstu röð, eins og sjálfsagt sýnist. Með oss búa þeir flestir í þagnarinnar landi eða eru annars hugar. Ein og ein bók á mannsaldri frá einum eða tveimur leiðtogum kirkjunnar er eigi nóg. Þeir þurfa að vera að gefa þjóðinni nóg að hugsa á hverju ári. Annars ná önnur mál og aðrir leiðtogar eyra hennar. í höfuðstað landsins eru er- indi flutt um ýms mál önnur. Að þar sé fyrirlestrar fluttir um kristindóm, er naumast nokkur dæmi. Kirkjan leggur eigi lengur sinn skerf til hugsanalífs fólksins. En hve nær sem hún gerir það, finst því, að það ekki mega án hennar vera. Þegar þjóðin fær lítið eða ekkert í aðra hönd, segir hún óþolinmóð: Kirkjan 164 »Þú hefir þá ekki skilið —.« Á einu augabragði áttaði hann sig; hann greip um höfuðið og horfði vandlega á hana með hvössum lækn- isaugum, sneri sér svo undan og kom aftur og tautaði eitthvað fyrir munni sér. »Hvað segirðu, Karsten?* »Egt — eg Segi bara: Sjáið þið nú!« svaraði hann náfölur. »Eg er hrædd um, að hvorugt okkar hafi hið rétta hjartalag gagnvart litla aumingjanum.« »Hvaða aumingja?* »Barninu okkar, Karsten, — aumingja litla barninu okkar.« »Okkar?« svaraði hann með sama ógeðs-brosinu og sneri sér að henni svo sem andartak. Frú Wenche horfði um stund á afmyndaða andlitið hans án þess að skilja, hvað um var að vera. Hann sneri fram að dyrunum og ætlaði út aftur. »Karsten!« hrópaði hún alt í einu, »Karsten, hvað var það, sem þú sagðir?« Hann sneri sér við í dyrunum; maðurinn allur var gerbreyttur; hárin risu á höfði honum, það skein í tennurnar, og augun voru eins og í dýri, sem alt í einu hefir mölvað sundur búrið sitt. Honum var erfitt um andardráttinn og röddin hás, þegar hann þeytti þessum orðum beint framan í hana: »Eg trúi þér ekki.« Hún rak upp hljóð og æddi út á eftir honum með upplyftum höndum. En hann var þegar horfinn út um anddyrið og hún hætti eftirförinni; hún gat auðvitað ekki hvort sem var lamið hann flatan til jarðar, og það var þó einmitt það, sem hana langaði til. Stutta stund stóð hún kyr og skalf eins og hrfsla. 161 band þeirra og fanst það ofur óhreint; henni sýndist það á þessari stundu fremur lítils virði. Svo tók hún ást sína og reyndi afl hennar með því að spyrja sjálfa sig, hvort hún væri reiðubúin að fórna heimili sínu, stöðu sinni, manni sínum, syni sínum, mannorði sínu, — og því lengur sem hún hélt áfram, því kvfðafyllri augum leit hún á ást sína. Og á end- anum komst hún að þeirri niðurstöðu, að hún væri of gömul. Hún var of gömul, áleit hún, til þess að gefa sig á vald þessarar blindu ástar, sem freistar og lokkar eins og sælan sjálf og knýr og þröngvar eins og skyldan. Hún bar svo gott skynbragð á lífið, að hún vildi ekki láta neina glapsýn blinda augu sín; og hún var alt of ráðvönd og skyldurækin til þess, að henni sæist yfir kröfur annara. Henni þótti mjög vænt um Mordtmann, það fann hún vel. Tímunum saman gat hugsunin ein gagntöfrað hana, — hugsunin um það, ef hún væri hans, — hugsunin um það að lifa með manni, sem var henni jafn sam- huga, jafn hleypidómalaus, ístöðumikill og drenglyndur í öllum greinum. Og þegar hún fór svo að hugsa um lífið eins og það mundi nú verða eftir þenna dag með hennar rétta manni, þá fór hryllingur um hana yfir allri þeirri lygi. Og þá varð þetta alt svo viðbjóðslegt í augum hennar, að eina örþrifaráðið til bjargar því dýrmætasta, sem hún átti, varð það að rjúfa það alt saman viðstöðu- laust, — og eignast alla þá heilnæmu harma og sálar- kvalir, sem því fylgdu, og byrja svo nýtt líf með Mordt- mann — hvernig sem færi.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.