Norðurland


Norðurland - 11.07.1908, Blaðsíða 4

Norðurland - 11.07.1908, Blaðsíða 4
NI. 194 Verksmiðjufélaqið á ftkureyri. í verksmiðjunni verður, eins og að undanförnu tekið á móti ull til kembingar og spuna, og afgreitt fljótt og vel. Vefnaðardeild verksmiðjunnar tekur par á móti ekki til starfa fyr en nánara verður auglýst par um. Oífo Monsfed5 danska smjörliki _____________________er bezt. Sveifamennirnir ættu að kaupa Ijáblöðin með fílnum. Þau kosta að eins 75 og 85 aura í Sdinborg. KVENFÓLKIÐ, sem þarf að kaupa Álnavöru ætti fyrst að koma í EDINBORO. Karlmannafataefni Langbezt og fjölbreyttust í Vefnaðarvöruvet zlun Gudmanns Efterfl. Von á miklu í viðbót á næstu dögum. Þar er einnig STÆRST ÚRVAL af allskonar annari álnavöru tilbúnum fatnaði, skótaui, höfuðfötum og mörgu fleira, og Öllum, ber sam- an um að þar sé LÆGST VERÐ. UNGFRÚRNAR fá bezt og ódýrast svuntuefni og tilbúin slifsi í Edinborg. Svendborgar ofnar og eldstór. Eg hefi nú fengið miklar birgðir af þessum ágætu steypivörum; sér- staklega vil eg leiða athygli að hin- um síbrennandí „DANOFNUM“, sem aldrei þarf að hreinsa, þeir brenna jafnt kolum sem sverði og kosta að eins kr. 55.00 til 75.00. Á þeim má sjóða. ELDSTÓR með vatnspotti og bökunarofni, hefi eg fengið frá 35 kr. til 150 kr. verðhæðar. Um hina miklu yfirburði þessar- ar steypivöru fram yfir aðrar sem hér hafa þekst, leyfi eg mér að vitna til áðurprentaðra vottorða frá læknunum Guðm. Hannessyni og Sigurði Hjörleifssyni, húsasmiðum Guðm. Ólafssyni, Guðbirni Björns- syni, prentstjóra Oddi Björnssyni, söngkennara Sigurgeir Jónssyni og m. fl. Akureyri, 4. júlí 1908. Eggert Laxdal. Húsmæðraskólinri við Akureyri byrjar sitt annað skólaár 14. október 1908 og varir til fyrsta maí 1909. Frá 14. október til 1. nóvember verður kensian mest verk- leg, svo sem niðursuða á kjöti, ýmis- konar pylsugerð, matreiðsla úr ýmsu kálmeti, syltaber o. fl. Aðgöngu að þessu tímabili geta fengið jafnt giftar sem ógiftar konur. Nánari upplýsingar gefur undirrituð. Tilraunastöðinni við Akureyri. Jónína Sigurðardóitir. Aðvörun. Hérmeð er skorað á alla þá, sem skulda mér, að greiða eða semja um greiðslu á skuldum sínum, fyrir 1. okt. n. k. Þeir sem skeita ekki aðvörun þessari mega búast við lögsókn. ÍSLAND hefir það veðráttufar að mönnum er hætt við innkulsi og sjúkdómum þeim, er af því leiða, svo sem lungna- pípubólga, gigtveiki, influenza, maga- kvef o. fl. Bezta lyfið við öllum sjúkdómum er China Livs Eliksir Waldemars Petersen í Fredrikshavn, Kjöbenhavn. Hefir það hlotið verðlaun á sýning- um heimsins og meðmæli læknanna; það lyf ætti því að vera á hverju íslenzku heimili. Brjóstljimnubólga. Eg var tengi sjúkur rf brjósthimnubólgu og leitaði mér lœknishjálpar, án þess að haldi kœmi. Reyndi eg þá China Livs El- iksir Waldemars Petersen og með þvi að neyta þessa ágœta heilsubitters um lengri tima hefi eg fengið heilsuna aftur. Hans Henningsei), Skarerup pr. Vordingborg. Gigtveiki. Undirituð heýir til margra ára þjáðst mikið af giktveiki, en reyndi China Livs Eliksir Waldemars Petersen og eftir að hafa neytt hans daglega um langan tima er eg aftur orðin heil heilsu. Ungfrú Emmy Truelserj. Köbenhavn. Taktu inn China Livs Eliksir, hvað sem að þér gengur, því hann hefir reynst óbrigðult meðal, þegar ekkert annað hefir getað hjálpað, af því hann hefir bætt meltinguna oghreins- að blóðið. Biðjið berum orðum um China Livs Eliksir Waldemars Peter- sen. Varið yður á eftirstælingum. Prentsmiðja Odds Björnssonar. 166 Hann stamaði og kom ekki upp nokkru orði, lagði frá sér vindilinn og fór úr frakkanum. Blóð hans hafði kólnað nokkuð þessa dagana. Ógeðs- svipur prófessorsins hafði vakið þá hugsun hjá honum, að þetta æfintýri væri nú reyndar full-alvarlegt. Frú Wenche var víst líka altof alvörugefin, of bundin og þungfleyg til þess að geta borið það líf, sem hann hafði hugsað sér. Nú kom hún þarna inn í stófuna til hans, settist í legubekkinn hans og sagði: Hér kem eg nú! Hvern þremilinn átti hann að taka til bragðs, — hvernig skyldi hann eiga að taka í strenginn, — hvernig í fjandanum átti hann að greiða fram úr þessu? Falleg var hún; — hún var indæl þarna í legubekkn- um hans, föl í andliti með úfið hár. En hvaða gagn var að því — á þenna undarlega, hátíðlega hátt? Hann helti víni í glas handa henni: >Kæra frú Wenche,— hvað gengur að? Hefir nokk- uð ilt komið fyrir?* »Nei,« svaraði hún og brosti aftur til hans. »Yður mundi nú jafnvel kanske finnast það vera gott, úr því að það veitir yður uppfylling óska yðar nú í einni svipan. »Segið mér frá, — segið mér frá því!« hrópaði hann ákafur og í þeim rómi, sem átti að gefa til kynna, að hann væri frá sér numinn. Hún varð einkis vör, því hún var með allan hug- ann við það, sem hún ætlaði nú að fara að segja hon- um, — við þetta augnablik, þegar hún sleit sig úr öllu samfélagi við mann sinn til þess að stofna annað nýtt með öðrum manni. r Asgeir Pétursson. 167 Hún byrjaði þvi rólega, eins og hún vildi biðja hann að vera þolinmóðan; þetta yrði Iöng og alvarleg saga. »Já, kæri Mordtmann! Eg hefi skilið við manninn minn og er nú komin til yðar; en fyrst er þó dálítið annað. —« »Þér hafið, segið þér, skilið við, —. eg skil ekki almennilega—«; hann sá í sama bili litla bæinn steyp- ast á endum allan saman: Prófessorsfrú Lövdahl rokin burt frá manni sínum til þess að setjast að um hánótt í híbýlum hans! Frú Wenche kiptist dálítið við, eins og hún kendi alt í einu til; hún leit snöggvast á hann og sagði eins og ekkert væri um að vera: »Það er að segja, mér varð æði mikið sundurorða við manninn minn, og þess vegna gekk eg nú hingað til þess að leita hjá yður góðra ráða.« »Ó, kæra frú, — eg vildi gera alt fyrir yður. Þér gerðuð mig í fyrstu logandi hræddan. En það var held- ur ógætilegt af yður að koma hingað á þessum tíma, finst yður ekki?«—hann settist hjá henni í legubekkinn. En frú Wenche varð undarlega hörð á svipinn, og hrukkur, sem aldrei höfðu sézt áður, lögðust nú um- hverfis munninn. Hún, sem ávalt sagði sjálf eins og var í raun og sannleika, hafði fengið næmt eyra fyrir því, sem viðsjált var og ekki að treysta; á þessu augnabliki las hún hann niður í kjölinn skýrt og vægðar- laust. Ef hún hefði ekki gert það fyr, þá var það af því, að ástin, sem þróaðist hjá henni sjálfri, gerði hana blinda og fylti hana trausti og trú á hann; og auk þess hafði, einkum seinast þegar fundum bar saman, sterk og sönn ástríða komið í ljós hjá honum.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.