Norðurland


Norðurland - 11.07.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 11.07.1908, Blaðsíða 3
193 Nl. og styðja að því að þau verði til Þeir eru auðvitað, með sínum stjórn- mála og hringiðu vaðli, svo langt fyrir ofan dýrin, að þeir koma ekki sínum hugsjónum svo neðarlega, með öðrum orðum, þeir vita ekki hvar þeir standa. Akureyri, io. júlí 1908. Magnús Einarsson (organisti). X Eftirmæli. Hinn 8. ágúst f. á. andaðist ekkjan Valgerður Þorvaldsdóttir að Þöngla- skála á Höfðaströnd. Hún var fædd að Dölum í fljótum árið 1830. For- eldrar hennar, Þorvaldur Sigfússon hinn ríki og kona hans Guðrún Þor- finsdóttir, hin mestu sæmdarhjón, bjuggu öll búskapar ár sín að Dölum, og ólst Valgerður sál. upp hjá þeim, unz hún 23 ára að aldri, giftist Arna Þorleifssyni bónda á Yzta-Mói, hinum mesta sæmdar- og atorkumanni í hví- vetna. Á Yzta-Mói, bjuggu þau hjón allan sinn búskap við hinn mesta höfð- ingsskap og risnu, enda var Árni sál. talinn fjáðastur bóndi þar um slóðir og jafnan mikils metinn. Hreppstjóra- störfum gengdi hann í Fljótum um nær 20 ára skeið með miklum dugn- aði og var jafnan talinn bjargvættur sveitar sinnar. Árið 1890, hinn 5 sept. varð Valgerður sál. ekkja, og bjó eft- ir það 2 ár á Yzta-Mói með Páli syni sínum. Eftir það dvaldi hún lengst af hjá tengdasyni sfnum Jóni hreppstjóra Jónssyni á Hafsteinsstöðum. Með manni sínum átti hún 9 börn; af þeim dóu 4 í æsku, en 5 eru á lífi, og eru þau þessi: Páll hreppstjóri á Yzta-Mói, Sveinn hreppstjóri í Felli, Steinunn gift Jóni hreppstjóra Jónssyni á Haf- steinsstöðum, Jórunn gift Birni bónda Pálssyni á Þönglaskála, og Guðrún ógift. Valgerður sál. var hin mesta atgerfis- kona að sýn og reynd og stóð jafn snildarlega í stöðu sinni sem eigin- kona, móðir og húsmóðir. Hús hennar stóðu jafnan gestum og gangandi op- in, — ekki síður fátækum en ríkum, enda munu engir óskildir hafa tregað lát hennar meir en þeir. Valgerður sál. var trygglynd og vinföst og vildi allra mein bæta. Velferð barna sinna og vina bar hún fyrir brjósti til dauða- dags. í dagfari var hún jafnan stilt, en glaðvær í viðmóti, og á heimili sínu Iíktist hún góðum engli, því hverju hennar spori fylgdi friður og sátt. Valgerður sál. var valkvendi og bar því nafn sitt með rentu. Minning henn- ar mun verða geymd í heiðri af háum sem lágum. Betri og hreinni sál hefi eg naumast þekt, H. Thorl. X Skírn trúaðra. Eg leyfi mér að benda á grein, sem stóð í síðasta blaði Norðurlands, sem í fjarveru ritstjórans hefir verið skrifuð um skírnar- athöfnina, sem fór fram þ. 30. júní. Hefði sá, sem ritaði hana, haft betra uppeldi, þá hefði hann ekki leyft sér að skrifa léttúð- lega um þá hluti, sem honum eru ofvaxnir, og hefði hann haft meiri þekkingu, þá hefði hann vitað að biblíuleg skírn er framkvæmd í gagnólíkum tilgangi og Mormónaskírn. En það, sem mig langar sérstaklega til að leiðrétta er það, að hann segir að við Mr. Nisbet höfum haldið endurskírn. Okkur hefir aldrei dottið til hugar að skíra nokk- urn mann, sem héfir áður verið skírður. Þær manneskjur, sem við höfum skírt, hafa aldrei gengið undir kristilega skírn; að eins hefir verið framkvæmd einhver athöfn við þær, þeim óafvitandi, sem hvorki Kristur né postularnir hafa nokkurn tíina getið um jafnvel svo mikið sem með einu orði. Eg skora hér með á alla prófasta, presta eða Ieikmenn að sanna, að þetta sé ekki svo. Eg get sýnt þeim marga kafla í Nýja Testa- mentinu, sem kenna fortakslaust trúaðra skírn, en ef að þeir geta sýnt mér eitt orð í Nýja Testamentinu, sem mælir með ung- barnaskirn, eða eitt orð, sem mótmælir þeirri skírn, sem við framkvæmdum þ. 30. júní, skal eg hætta við trúboðsstarf mitt og fara til Euglands með næsta skipi, en ann- ars ætla eg, ef Guð leyfir, að haida áfram að kenna mönnum, sem vilja vera krislnir, að gjöra eins og Kristur kendi, í þessu og öðrum atriðum. Arthur Gook. X * Ur ýmsum áttum. Hiti sðlar- Sennilega er það öllum kunn- innar. ugt, nú orðið, á landi voru, að sólin er glóandi hnöttur, miklu stærri en jörðin, er svífur í lausu loftleysi himingeymsins. Geta má því nærri að hiti sólarinnar sé afskaplegur eftir hitanum að dæma, sem leggur af henni margar millj- ónir mílna á yfirborð jarðarinnar. Það hafa menn séð með sjónaukum og litsjám að málmar og steinefni eru í gufulíki i gufu- hvolfi sólarinnar og sýnir það út af fyrir sig hve afskaplegur hitinn er. Síðastliðið ár var sólarhitinn mældur, með ailri þeirri nákvæmni sem nýtízku- verkfærin Ieyfa. Það gerði frakkneskur stjörnufræðingur Millochau að nafni. Hann gekk í því augnamiði efst upp á Mont Blancs jökulinn, hæsta fjall Norðurálfunn- ar og flutti öll mælingaáhöld með sér. En þessvegna voru mælingarnar gerðar þar, að þær verða því nákvæmari sem hærra kemur upp í gufuhvolfið. Honum mældist að hítinn á yfirborði sólarinnar væru 5480 stig á hitamæli Celsiusar, en eftir þeim mæli sýður vatn við 100 stiga hita. Sólin er því liðlega 50 sinnum heitari. X Húnvetninsar héldu pólitíska samkomu á Sveins- stöðum í Þingi 4. þ. m. Var stofnað til fundarins með kosnum fulltrúum, einum fyrir hvern hrepp sýslunnar. Var mótið þvf fáment, enda hafði eigi verið vel boðað til fundarins og eigi kosnir fulltrúar í öllum hreppum; voru þar þó saman komnir merkir bændur úr mestallri sýslunni. Samkomu þessa sótti og Stefán kennari Stefánsson á Akureyri. Voru gerðar til hans marg- ar fyrirspurnir um skilning á sambands- laganefndaruppkastinu. Allir ræðumenn, að Stefáni undanskildum, voru upp- kastinu andvígir — vildu breyta því og orða það skýrar, en gert er. — Ákveðið var að halda pólitískan fund á Sveinsstöðum sunnudaginn 26. júlí, sameiginlegan fyrir alla sýsluna. — Þá var og haldinn pólitískur fundur á Blönduósi 5. þ. m., með sólarhrings fyrirvara. Komu þar um 20 kjósendur, flestir af Blönduósi. Þar töluðu, meðal annara, Stetán kennari og Jón í Múla. — Samþyktir voru eigi gerðar á fund- um þessum um nefndaruppkastið. Húnvetningur. Bók um íslenzkar glímur (Icelandic Wrest- Iing) hefir Jóhannes Jósefsson skrifað á ensku, en Þórhaliur prentari Bjarnason, hinn fyrsti hvatamaður Lundúnafararinnar, hefir prentað og gefið út. Bókin er 48 bls. í átta blaða broti, með 38 myndum, fyrst af glímukappanum sjálfum, glímubrögðum og vörnum. Bókin kostar 1 kr. Um inni- hald bókarinnar verður ekki sagt að sinni, en frágangur á prentuninni er ekki svo góður sem skyldi. Snyrpinótaveiðar eru nú í byrjun. >Reidar«, skip Tuliniusar, kom inn í gær með 120 tn. af vænni haf- síld, sem aflast hafði úti f fjarðarmynninu. Stefón Stefánsson kennari kom heim með »Vestu« 9. þ. mánaðar. VERZLUN Sig. Sigurðssonar /Vkureyri kaupir allar íslenzkar vörur háu verði. Vönduð vinna. (T— w. ss c;* 1 Q ‘ft! F- S CO UJ > ■< < =3 < bjo co 'co <0 CO £ 3 co eo ed c c CtJ c N 1- <u > 3 j—1 *o > 1— eö XO a c 2 Fljót afgreiðsla. Húsmæðurnar ættu að reyna hin nýju óviðjafnanlegu /1 vahrísgrjón sem kosta 22 aura pundið í Edinborg. 168 En nú, þegar efinn vaknaði og hún lagði fyrir hann þessa litlu snöru, þá kom hann óðara upp um sjg. Það heyrðist glögt á málróm hans, að honum var mikill Iéttir að heyra, að þetta væri ekki neitt sérlega alvar- legt, — bara orðið sundurorða við manninn; og frú Wenche varð það ljóst þegar í stað, að hún hafði verið komin á fremsta hlunn með að fleygja sér út í iðuna, — ganga frá ragmensku og hræsni beint í klærnar á fláasta fláræði. Hún stóð á fætur og horfði í augu honum. Hann stóð upp líka, reyndi að tala en vafðist tunga um tönn og varðist þessum augum svo vel sem hann gat, er stungu hann svo djúpt án þess hann gæti að því gert. Nokkur augnablik stóðst hann mátið, en svo gafst hann upp og leit undan. Og þegar hann leit upp aftur, fölnaði andlit hans enn þá meir, og hann brá upp hönd- unum eins og hann væri hræddur um að eitthvað mundi hrynja og merja hann sundur. En nú hafði frú Wenche séð nóg. Hún rétti fram höndina í því skyni að grfpa vínglasið, er stóð á þorð- inu; á þessari kveljandi stundu varð hún gagntekin af ótta yfir því, að hún mundi hníga þarna í ómegin — þarna inni hjá honum! En hún harkaði af sér með öllu afli vilja síns, hratt þessu af sér og fór. — Hún var komin svo langt gegnum steinhljóðar, mannlausar göturnar, að gasljós sást þar ekki lengur; eftir þessu tók hún fyrst þegar hún rasaði og gat ekki séð veginn fyrir myrkri. Meðfram vegbrúninni höfðu verið settir stórir stein- ar, og djúpt niðri heyrði hún þungt brimsogið, þar sem bylgjurnar féllu að berginu og skutust svo til 165 Svo rétti hún úr sér og gekk inn til að finna stúlk- urnar; hún sagði, að prófessorinn mundi víst ekki koma heim um kvöldið, hún ætlaði sjálf að fara út og tæki útidyralykilinn með sér; skyldi því enginn hafa fyrir því að vaka eftir sér. Abraham sat að spilum hjá Broch. Hana hafði nú reyndar langað til að sjá hann, en það var þó kannske bezt að láta hann alveg ótruflaðan. Hún fór í loðkápu, setti á sig hattinn og gekk út á götuna. Frú Wenche fór rakleitt til Mordtmanns. Vegurinn var ekki mjög langur, og meðan hún var á leiðinni hugsaði hún um það eitt, að nú væri hún leyst — ger- samlega leyst frá manni sínum; nú fór hún til Mordt- manns til að segja honum frá öllu; svo yrði birta — sannleiki loksins í lífi hennar eins og áður; hún átti ekkí von á því að öðlast mikla sælu. Hún hafði aldrei komið þangað, sem Mordtmann átti heima, en hún þekti gluggana hjá honum; þeir sneru út að götunni og í þeim var nú Ijós. Húsið var eins og flest önnur hús í bænum. Götudyrnar opnar, ekkert lokað anddyri. Hún gekk rakleitt að herberginu hans, drap á dyr og gekk inn. • Michel Mordtmann stóð á miðju gólfinu með hatt og yfirfrakka og nýkveiktan vindil. Hann var í þann veg- inn að slökkva á lampanum og ætlaði á gildaskálann. I stofunni var dauf matarlykt eftir heitan kvöldverð blandin þeim þægilega ilm, sem jafnan er af nýkveikt- um vindli. »Gott kvöld, Mordtmann!« mælti hún og brosti dap- urlega; »hér kem eg nú til yðar. Bíðið að eins andar- tak þangað til eg hefi náð að jafna mig.«

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.