Norðurland


Norðurland - 11.07.1908, Blaðsíða 2

Norðurland - 11.07.1908, Blaðsíða 2
má hrynja. En hvenær sem kirkjan blæs eldi hugsananna inn í mannssál- irnar, verður sagt: Hún má fyrir hvern mun eigi hrynja. Eldinn megum vér ekki missa. Hér er nógu kalt samt. Sóður gestur. í júlí í sumar eigum vér von á góðum gesti hingað til Akureyrar: Mag. Karli Kiichler frá Varel í Oldenborg í Þýzka- landi. Svo sem mörgum mun vera kunnugt hefir hann stundað íslenzkar bókmentir af miklu kappi, og hefir þó erfiðu kennaraembætti að gegna. Hefir hann ritað bókmentasögu íslands á 19. öld í tveim bindum, og er hið þriðja eftir, og svo hefir hann útlagt ýmislegt úr íslenzku á þýzka tungu, t. d. sögur Gests Pálssonar, Jónasar Jónassonar o. fl. Sumarið 1905 ferð- aðist hann um Suðurland og vestur í Borgarfjörð, og ritaði ferðasögu um þá ferð sína, með mörgum myndum. Er hún mjög skemtileg og ber íslend- ingum söguna hið bezta. Þá ætlaði hann og að fara norður í land, en tíminn vanst eigi til þess, og svo skorti hann og fé, því að maðurinn er fátækur. Nú ætlar hann að koma aft- ur með Agli 20. júlí, og ferðast um Þingeyjarsýslu til Húsavíkur, og það- an til Asbyrgis, Dettifoss, kringum Mývatn og svo til Akureyrar. Héðan fer hann svo aftur vestur á Sauðár- krók og siglir þaðan. Hann hefir tekið innilegu ástfóstri við ísland og alt það sem íslenzkt er, líkt og Poestion í Wien og Frl. Filhés í Berlin, og ætlar að rita ferðamannaleiðarvísi handa útlendingum um þessa fegurstu staði á íslandi, og reyna þannig að beina ferðamannastraumnum leið til vor. Mætti það verða landi voru gróðavegur eigi síður en öðrum ferða- mannalöndum. Vert væri að þess væri gætt, hver maður hann er: sannur íslandsvinur, og honum væri sýndur einhver meiri sómi en öðrum óþekt- um ferðamönnum er vitja lands þessa, og bera oss misjafnar sögur, bæði í blöðum og ferðabókum; að minsta kosti vill blaðið biðja alla góða menn að greiða ferð hans eftir því sem þeir geta. ‘ \ Bindindissameining Norðurlands hélt aðalfund sinn á Svalbarðseyri laugardaginn þ. 20. júftí s. 1. Fundar- stjóri var Stefán bóndi Stefánsson á Varðgjá og skrifari gagnfr. Hólmgeir Þorsteinsson, Ytra-Dalsgerði. Störf fundarins voru þessi: 1. Athugað um mœlta fulltrúa. Voru þeir xi frá 8 deildum Sameining- arinnar, auk stjórnarnefndarmanna. Fundurinn lýsti óánægju sinni yfir því hve fáir fulltrúar voru mættir. Frá þessum félögum vantaði full- trúa: Reykdæla og Reykhverfinga, »Til- reyndinnic og »Baldursbánni< í Skagafjarðarsýslu, og Svarfdæl- ingafélagi. 2. Lesnar upp fundargerðir frá síðasta aðalfundi og stjórnarnefndarfundi 17. maí þ. á. Yms atriði þeirra voru tekin til umræðu, svo sem: a. Starfsemi Sameiningarinn- ar í þarfir aðflutnings- bannsmálsins. Var hún aðal- lega fólgin í samvinnu Samein- ingarinnar við Templara á Akur- eyri, svo og ritgerð Þorsteins bónda Gíslasonar á Svínárnesi, sem birt var í Nl. í vetur. — Samþykt að borga honum kr. 20 í ritlaun. b. Breytingatillögur við deild- arlög Sameiningarinnar frá síð- asta aðalfundi. Voru þær allar feldar eftir nokkurar umræður, með því að engin af deildun- um óskaði breytinganna, nema Reykhverfingafélag. c. Breyting á deildargjaldi. — Samþykt að breyta því úr tveggja krónu gjaldi í 10 aura af hverjum gjaldskyldum félags- manni, sem þó að eins komi fyrst til útgjalda á næsta aðal- fundi. d. Landssjóðsstyrkur. Gjald- keri Sameiningarinnar skýrði frá því, að stjórnarnefndin hefði sótt um 1000 króna styrk til síð- asta þings, og fengið 600 kr. 3. Lesnar upp skýrslur frá deildum Sameiningarinnar, og þótti ekkert sérstakt við þær að athuga. Frá þessum deildum vöntuðu skýrslur og árgjöld: »Tilreyndinni«, »Bald- ursbránni« og bindindisfélagi Svarf- dælinga. 4. Jafnaðarreikningur Sameiningarinn- ar fyrir árið 1907 var lagður fram. Bogi Agústsson og H. Þorsteins- son endurskoðuðu hann, og var hann síðan samþyktur. 5. Aðflutningsbann. Rætt var um gerð- ir nefndar þeirrar, er kosin var í vetur af Sameiningunni og Góð- templarastúkunum á Akufeyri, til framkvæmdar í aðflutningsbanns- málinu. Formaður Sameiningarinn- ar, Kristján Jónsson í Glæsibæ, sem var einn f nefnd þeirri, skýrði frá störfum hennar, og Iýsti fund- urinn yfir því að hann áliti aðferð hennar í því máli heppilega, og hét að styðja hana eftir föngum. Samþykt var svohljóðandi tillaga: »Fúndurinn heimilar stjórnarnefnd Sameiningarinnar að borga þriðj- ung til helming á móts við Templ- ara á Akureyri í þarfir aðflutn- ingsbannsmálsins, á þessu ári, í Þingeyjarsýslum, Eyjafjarðarsýslu, og Akureyri, þó aðeins að sá hluti fari eigi fram úr 300 kr.« 6. Starf Sameiningarinnar á nœsta ári. Talið var sjálfsagt að vinna að bindindisútbreiðslu eins og verið hefir, og ákvað fundurinn að verja til hennar alt að 300 kr., og stjórn- arnefnd Sameiningarinnar falin fram- kvæmd á því. 7. Samþykt að sækja um 1000 kr. styrk til næsta þings. 8. Stjórnarnefnd Samein. endurkosin. 9. Aðalfundarkostnaður samþ., alls kr. 24.00. 10. Fulltrúakaup samþ. kr. 41.00. 11. Stjórnarnefnd Samein. falið: a. að ákveða fundarstað næsta aðalfundar. b. að biðja blöðin Norðurland og Templar að birta útdrátt úr fundargerðinni. 12. Fundargerðin lesin upp og sam- þykt. Útdrátt þennan samdi Hólmgeir Þor- steinsson að tilmælum stjórnarnefndar Sam- einingarinnar. Hörmungarástand í Vestu. Þessi orð munu, ef eg þekki rétt, þykja nokkuð stór, þegar hvorki er að ræða um veikindi eða slys á fólki, en því fremur finst mér það vera hörmungarástand, þar sem hér er að ræða um mállaus dýr, sem ekki geta kvartað og sem munu vænta sér hjálpar og miskunnar af þeim, sem yfir þeim drotna, en ekki þeirrar þræls- legu meðferðar, sem hér á sér stað. Aðgætinn og sannorður maður, sem kom út í Vestu hér við bryggjuna, sagði mér, að um 200 hestar væru í skipinu; hefðu þeir komið í skipið á Borðeyri, Skagaströnd og Sauðárkróki. Einn hestur lá dauður og tróðu hinir á honum, annar var nær dauða, og fjöldinn mjög þjáður, þó styzt af leið- inni væri búið. Þessu mun valda loft- leysi, hungur og þorsti og eftir öllu þessu að dæma, er líklegt að mikill fjöldi af hestunum líði kvalafullan dauða áður en þeir koma þangað, sem þeim er ætlað. Eg vil nú spyrja: Er það ekki sjáanlegt fyrirfram, að svona muni fara, þegar þessum fjölda af hestum er hrúgað saman í lestinni á skipi, sem þarf að koma á margar hafnir og engir sérstakir menn eru með til að hirða um þá? Það lítur svo út, sem seljendum nægi að fá sína borgun, og eigendum og yfirmönnum skipsins að fá flutn- ingsgjaldið, sem þeir auðvitað fá, þó að lífið pínist úr hverjum hesti, sem innan borðs er, og eftir því að dæma er það drotningin ágirnd, laus við alla mannúð, sem hér ræður mestu. Þetta þarf að verða að blaðamáli og hripa eg þessar fáu línur aðeins til þess að vita, hvort engir fleiri vilji leggja hér orð í belg. Ef menn annars ætla sér nokkurn tíma að komast á svo hátt menningarstig að viðurkenna þann rétt, sem dýrin hafa og vekja menn af þeim andvaraleysis svefni, að breyta ekki l eins miskunarlaust við þau og oft og of víða er gert. Það eina rétta hefði verið, að taka alla hestana úr skipinu og sleppa þeim, eg á við með valdi, þar eð auðsjáanlega eru engin lög til, sem geta verndað þessa málleysingja fyrir illri meðferð, þó að slík lagavönt- un sé þeim til hneisu, sem semja lög 162 En ekki gat hún þó farið til Mordtmanns svona á sig komin. Og hún gleymdi um stund öllum hörmum sínum í eldsárri meðaumkun með þessu barni; móðirin beið þess ekki með neinni ást og þrá og enginn mundi heilsa því og fagna þegar það kæmi. Hún var engin móðir, sem annast gæti barn, — eng- in kona nokkurum manni, — engum trúr vinur, — einkis virði fyrir alla. Ætli það væri ekki bezt að hún færi sína leið? Dauðinn var henni ekki svo ægilegur; hún hafði margsinnis sett sér fyrir sjónir þessa hugsun að deyja að yfirlögðu ráði. Og hún hélt, að eftir það er ákvörð- unin væri tekin mundi sig ekki bresta kjarkinn. Hún hafði oft brosað að yfirlæti manna, þegar talað var um hugleysi hjá þeim, er tóku þann kostinn að ráða sjálfa sig af dögum; því svo nærri hafði hugsun- in gengið henni, að hún vissi að hugrekki þarf til slíks — einkum til að velja um. Hringiðan og straumhvörfin í hugsunum hennar höfðu þreytt hana, hún féll í* hálfgerðan þunglyndisdvala og braut svo heilann um þetta í kyrþey. Ætli hún breytti nú ekki bezt bæði við aðra og sjálfa sig með þvf að játa ósigur lífs síns og hverfa sigruð á braut? Ætli það væri ekki betra heldur en að halda áfram að lifa f ]ygi og lifa alt í molum með uppgjöf og afslætti á öllu því, er hún hafði barist fyrir og svikið: skýlaus- um algerðum sannleik f orðum og verkum. En nú var hún ekki ein. Hún sá í huganum lítið, mjúkt barnshöfuð; var það rétt að svifta líka aðra veru lífi, — slökkva ljósið áður en það væri kveikt? 163 Nýjar efasemdir, ný hugraun, nýjar spurningar píndu hana; því í ósköpunum var nú ekkert — enginn, sem hjálpaði ? Loksins kom hann nú — maðurinn hennar, — klukkan var rúmlega átta; hún hafði ekki vonast eftir honum, en vissi þó að hann mundi koma um þetta leyti. Hann gekk nú um andyrið og lagði frá sér stafinn. Atti hún að yrða á hann? Hann var þó maðurinn henn- ar; hann átti að hálfu leyti þetta unga líf, sem hún hafði hugsað um að slökkva: Hann tók í handfangið og koin inn. »Er hér nokkur?« spurði hann. »Eg er hér,« svaraði hún úr legubekknum. »Ertu ein?« Það var eitthvað í málrómi hans, sem rak hana á fætur; hún svaraði ekki einu orði, en flýtti sér að kveikja á hengilampanum; höndin skalf, svo glasið glamr- aði við hjálminn. »Gengur nokkuð að þér, Wenche?« »Gengur ekki eitthvað öllu heldur að þér?« spurði hún hálf hranalega, því maður hennar gekk órólegur um gólf með nöpru, óviðfeldnu brosi. »Ó jú, — það gengur eitthvað að mér, — ekki mikið að vísu, og um það hefði eg nú viljað tala við þig. En — guð minn góður! Hvaða ósköp eru að sjá þig, WencheD Henni datt það í hug í einni svipan að láta eins og hún skildi það ekki að hann ætti við það, hve grátin hún var í framan og gremju þrungin á svip, og greip því tækifærið til þess að segja þetta: »Að sjá mig?— Eg hélt, að þú vissir það.« »Að eg vissi — vissi hvað?«

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.