Norðurland


Norðurland - 18.07.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 18.07.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND 50. blað. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 18. júlí 1908. VII. ár. Fullveldi yfir öllum vorum málum. Því hefir verið og er haldið fram af formælendum sambandslaga-upp- kastsins, að með pví uppkasti hafi íslendingar fengið framgengt öllum sínum kröfum. Hvorki Þingvalla- fundurinn 1907 né erindisbréfið, sem Þjóðræðisflokkurinn á pingi samdi handa fulltrúum sínum í sambands- nefndinni, hafi farið fram á ann- að né meira en pað, að ísland yrði frjálst sambandsland. Þar hafi ekkert verið á pað minst, að pað yrði ríki. Og nú er spurt: Hvernig stendur á pví, að íslendingar gera sig ekki ánægða með að landið sé frjálst sam- bandsland, pegar peim er boðið pað með ótvíræðum orðum? Hvernig stendur á pví, að mikill meiri hluti pjóðarinnar, eftir pví sem nú eru horfur á, ætlar ekki að gera sig ánægðan með pað, sem á boðstólum er, en krefjast annars meira? Auðvitað sendur svo á pví, að pjóðinni er ekki boðið pað, sem beðið hefir' verið um. Þingvallafundurinn orðaði ekki kröfu sína svo, að ísland skyldi verða ríki. En hann krafðist pess, að pað yrði með fullu jafnrétti við Danmörku og fullu veldi yfir öllum sínum málum. Og hann krafðist pess, að sáttmálanum mætti hvor aðili um sig segja upp. Með peim hætti mótmælti fundurinn pví, að nokkurt íslenzkt mál yrði svo bundið við Danmörku, að íslendingar gætu ekki tekið við pví, hvenær sem peim litist. í erindisbréfi Þjóðræðisflokksins er ekki heldur nefnt ríki. En par er pað tekið fram, að fela megi Dönum að fara með íslenzk mál meðan um semur. Ekki lengur. Með orðunum: «meðan um semur", var pví mótmælt í erindisbréfinu að ís- Iendingar skrifuðu undir nokkurn samning, sem gæfi Dönum vald á nokkuru íslenzku máli lengur en íslendingum póknaðist að peir færu með pað vald fyrir sína hönd. Bæði Þingvallatundurinn og Þjóð- ræðisflokkurinn sáu, að væri svo um hnútana búið, sem peir kröfðust, pá var engin pörf á að nefna landið ríki. Þá hlaut öllum heilvita mönn- um að vera ljóst, að landið var full- veðja ríki. Ríkiseinkennin sögðu til sín. í sambandslaga- uppkastinu er land- ið ekki nefnt ríki. Út af pví er ekki deilt. Það er ekki aðalatriðið. Hitt er aðalatriðið, sem allri deilunni veldur nú, að yrði uppkastið að lög- um, fengjum vér ekki fullveldi yfir öllum vorum málum. Allar tilraun- ir til pess að telja oss trú um pað eru fráleitar, ósamboðnar skynsöm- um og sannorðum mönnum. Eftir pví sem vér höfum nákvæm- astar spurnir af, sér pjóðin petta. Fyrir pví er mótspyrnan svo rík ná- lega um land alt. Þjóðin krefst pess, að samningnum verði breytt á pann hátt, að pað fullveldi fái hún. Og vafalaust hefir hún sitt mál fram, ef hún sýnir nóga staðfestu. ,,2eltisglíman“. Tíðrætt verður mörgum nú um »belt- isglímuna« síðustu, og fer það að von- um. Frásögnin í 23. tölublaði Norðra er og þannig vaxin, að þess er eigi að vænta, að umtal manna falli niður sem stendur. Rétt er það, vitaskuld, að markmið Grettisfélagsins er »að vekja áhuga fyrir eflingu hinnar þjóðlegu alíslenzku glímu(þróttar«. En þá á lika að halda glfmunni við í sama stíl, og hún var til forna. Og forna glíman sézt nú þar, sem glímunni hefir alt af verið haldið við breytingalaust, svo lengi sem vitað verður. En á seinni tíð er mér eigi kunnugt um nein héruð, þar sem glímur hafa aldrei fallið niður, önnur en Þingeyjarsýslu, og þá eink- um Mývatnssveit. Þetta mun líka viður- kent. Þegar því á að fara að endur- lífga þessa fornu íþrótt, er það skoð- un þingeyskra glímumanna, að þeirra glímureglur og glímulag eigi að leggj- ast til grundvallar — að öðrum kosti er verið að umsteypa íþróttinni eða mynda nýja glímu. En það er eigi tilgangur Grettisfélagsins. í reyndinni sýnir það sig þó, að glfmureglur félagsins, sem fylgja á við Íslandsglímuna, eru þannig sniðn- ar, að þær spilla þvf, að markmiðið náist rétta leið, og að »beltisglíman« virðist ætla að vcrða glímunni til niður- dreps sem íþrótt, svo nú er það al- manna-rómur, að eigi sé góðum glímu- mönnum sæmandi að taka þátt í slíkri glímu. Eg skal sérstaklega benda á tvö atriði í reglunum sem eru ótæk. í fyrsta lagi skal sá dæmdur beztur glímumaður landsins, sem eftir glím- una hefir flesta vinninga; það er aðal- atriðið að fella manninn, en ekki hvernig það er gert. Getur því sá maður gjarnan gengið sem sigur- vegari af hólmi, sem enga list sýnir í glímu sinni, ef hann að eins er sterk- ur og harðskiftinn. í öðru lagi eru byltuákvæði reglanna þannig, að það er margbúið að sýna sig, að við þau má ekki binda sig, og eru þó vinn- ingarnir bygðir á fyrirmælum þeirra. Þar sem glímur eru nú æfðar mjög með hliðsjón af »beltisglímunni« og reglunum við hana, eins og gert hefir verið á Akureyri, myndast nýtt glímu- lag og ný aðferð, að vinda sér af brögðum, og forða sér á höndum og hnjám undan byltum, sem taldar verði. Enda er svo komið, að þeir sem leiknir eru orðnir í þessu, verða naumasl lagðir, svo mark þyki að, nema látið sé kné fylgja kviði, sem menn segja. Hefi eg verið sjónarvottur þess, að slíkir menn hafa verið lagðir 5—6 sinn- um fullkomnar byltur eftir fornri venju, áður en mark gat orðið að eftir glímu- reglum Grettisfélagsins. Getur þá list- inni orðið hætt f hinni sjöundu glím- unni. Þetta munu og Akureyringar' hafa fundið sjálfir, að það getur ver- ið erfitt fyrir vinnandann að fullnægja að öllu byltuákvæðunum, því sézt hefir þar leikni í, að láta búkinn fylgja mótstöðumanninum vel að gólfi, svo að eigi færi þó svo illa á, að kölluð yrði áníðsla. En þessi nýupp-. vakta glíma er eigi hin forna, þjóðlega, alíslenzka fþrótt. Eg sé eigi betur en hér sé stefnt ftá hinni fögru glímu okkar yfir í kraftabrölt grísk-rómversku glímunnar, þar sem núa þarf gólfið baki mótstöðumannsins, svo byltan sé talin fullkomin. Það er því hin mesta nauðsyn fyrir Grettisfélagið, til þess tilgangur þess náist, að gera ýmsar breytingar á reglum sínum, og auka við þær. Þarf stjórn þess að beita sér alvarlega fyrir því máli, til þess að »beltis- glíman« eigi fagra framtíð í vændum. Þá vildi eg minnast á nokkur at- riði í glímufrásögninni, sem eg drap á fyrst. Finn eg mér það skylt, sem málsvari glímukeppendanna í dóm- nefndinni — veit líka að þeir ætlast eigi til að aðferð þeirra, er þeir gengu úr glímunni, sé skýrð eins og gert er í áminstri frásögn. Þar er svo sagt að við slysið hafi slegið »óhug« á glímumennina svo þeir gengu því úr glímunni. Eptir því á þá að hafa brostið hugur. Við það kannast þeir víst ekki. Hitt mun þeim hafa þótt reynt, að glímureglunum væri ekki fylgjandi, og ennfremur að of margt færi fram hjá eftirtekt dómnefndar- innar, til þess létt væri að ná rétti sínum — þar með er eigi sagt, að hún hafi með vilja gert neitt rangt — og undir því ástandi er svo einn þeirra færasti maður slasaður, að þeirra dómi, og víst margra fleiri, af því ekki var fylgt venjulegum glímuregl- um. Þessa skoðun virðist og dóm- nefndin hafa þegjandi samþykt, að minsta kosti að einhverju leyti, fyrst hún krafði eigi glímumenn þá, er gengu úr glímunni, reikningsskapar á gerðum sfnum. Skal eg eigi fara fleir- um orðum um þetta atriði. Glímu- mennirnir tclja sig hafa haft fylstu ástæðu til að hætta, en að slíkt hafi eigi komið af hugbilun neinni. Þá er einnig svo að orði komist í frásögninni, að glímumót þetta hafi eigi verið »eins ánægjulegt eins og venju- lega«. Eg hygg sannast, að ekkert af þessum þrem mótum hafi verið »á- nægjulegt*. Þetta sfðasta er engin undantekning frá hinum fyrri, heldur beint áframhald af fyrstu »beltisglím- unni«. Þá, eins og nú, var verðlaun- aður maður, sem unnið hafði slys á öðrum. Það er eigi líklegt, að frásögnin í Norðra hafi átt að vera særandi fyrir glímumennina, en hún er það samt, og skal eg skýra það nánar. A aðra hliðina er, eins og þegar er bent á, skýrt þannig frá því, er glímumennirnir gengu af hólmi, að þeir telja sér þar minkun gerða. En á hinn bóginn er glæstur svo mjög hlutur beltishafans, að til þess er jafnvel breytt fastri málvenju. í fyrirsögn greinarinnar stendur: »Jóhannes Jósefsson vinnur glímubeltið enn.« Nú er þetta f annað sinni, sem hann hlýtur beltið. Hefði því verið nóg að segja: »vinnur glímu- beltið aftur.« Hitt orðið getur skoð- ast villandi. Undarlega er og að orði komist, þar sem lýst er því, hvernig glfman var úrskurðuð. Þar var dæmt á milli þriggja maana. Gátu því eigi glímurn- ar verið nema tvær. En þar er sagt: »Þær glímur vann Jóhannes allar.< Var of lítilmótlegt að segja: báðar?— Eftir frásögninni hefði Jóhannes átt að vinna sjálfan sig. En eigi er mér ljóst að hann ynni þann hinn stóra vinn- inginn í þessari glímu. Þá segir enn fremur svo, að þegar glíman klofnaði, hafi Jóhannes haft 8 vinninga. Eftir því er honum talin til vinnings glíman við Pétur Jónsson. Mér var reyndar ókunnugt um, að meiri hluti dómnefndarinnar liti svo á. Tel eg það þá minstu kröfu, að glíma sú sé látin liggja milli hluta. Hefi eg því skoðað það svo, að Jóhannes hafi staðið jafnt að vfgi og Þorgeir Guðna- son. En svo kemur viðbótin: að Jó- hannes hafi aldrei fallið. í þeirri um- sögn sézt vel hvað milli ber; reglum Grettisfélagsins, og hinni fornu venju um, hvað sé bylta. Af átta mönnum, sem Jóhannes glímdi við, áður en glíman klofnaði, barst hann þannig fyrir hjá fimm þeirra (tvisvar fyrir Pétri Jónssyni) að fleira af því voru full- komnar byltur eftir glímuvenju okkar Þingeyinga. Eins og glíman tókst f þetta sinn, tel eg það hafa verið misráðið, að dæma nokkrum manni beltið. Til þess liggja margar ástæður. Reglur Grettis- félagsins hljóta þar að geta verið háðar undantekningum, eins og aðrar reglur. Þyki einhverjum orð þessi koma úr óvæntri átt, vil eg taka það fram, að mér finst það skylda mín, sem með- limi Grettisfélagsins, að hvetja það til að breyta til um glímuna, svo það stofni eigi góðu máli, sem það berst fyrir, í óefni. En að því er snertir at- hugasemdir mínar við nefnda glímu- frásögn, þykist eg, sem minni hluti í dómnefndinni, hafa fulla ástæðu til að gjöra þær — og gæti gert þær fyllri. Arnarvatni 4. júlí 1908. Sigurður fónsson. Ritstióri NorSurlands- kom heim úr ferð sinni á miðviku- daginn síðastliðinn.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.