Norðurland


Norðurland - 18.07.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 18.07.1908, Blaðsíða 3
197 Nl. mörg ár ánauðugur dáti. Fyrir 20 árum síðan hóf hann að rita í dagblöðin og eftir það skifti fljótt um fyrir honum. Varð hann þegar alger ritsnillingur, og er honum safnaðist fé, stofnaði hann blað mikið í Lundúnum er hann kallaði »Glarion«; það þýðir lúður, og því næst hinn alkunna Cindarillu-klúbb. Og þá gaf hann út hinar áðurnefndu fyrstu bækur sínar, og síðan margar aðrar. Aðrir siðbótaskörungar lands- ins, eins og þeir W. Morris, Carlyle og John Ruskin áttu þar að fagna nýjum liðsmanni og það ungum garpi, sem eng- an jafningja virtist eiga á Englandi. Ekki hcfir Blatchford hingað til sózt eftir völdum eða þingmensku, heldur starfar enn sem fyr með ritum og ræðum. Síðasta rit hans heitir >Non guilty< (o: ekki sekur). Úr því riti, sem átakanlegast þykir lýsa hinum mikla ójafnaði, er hinar lægstu stéttir þola, set eg hér til smekks fáeinar setningar: »Þ>egar eg heyri einhvern bróður hempu- skrýddan tala um hina einu sönnu trú, fer eg að hugsa um hina fornu stjörnu- skoðara, eða um fornu goðin og fornu garpana, sem ormarnir átu fyrir öldum síðan; svo og um smyrðlingana á forn- gripasöfnunum, líkin, sem legið hafa undir klettum í 30 þúsund ár. Og þegar eg heyri háttvirta þingmenn þrefa um lands- ins gagn, er þeir kalla pólitík, detta mér í hug hinar hungurmorða saumastúlkur, hin- ir vinnulausu burðarkarlar við skipahróf- in, eða aumingjarnir með krabbann í hálfu andlitinu heima í kjördæmi hins .virðulega þingmanns«. Þegar eg les um hið mikla veraldarríki landa vorra, kemur mér í hug öreigakirkjugarðurinn með dýkjunum löngu.------Þegar eg heyri kórsöngvana í kirkjunum, heyri eg stunurnar frá Fen- eyjabrúnni og sé í iljar örvinglaðra kvenna, sem steypa sér í heldimt djúpið, og horfi á litla fátæka barnið, sem ól upp músina til að elska. Og þegar eg heyri klerkinn þruma um spillingu mannkynsins, minnist eg ótal karla og kvenna, meðal annara stúlknanna við hermannaskálana, hvað þær voru kvenlegar i niðurlæging sinni og mikil valkvendi þrátt fyrir skömm sína, eða hverju skyldi klerkurinn svara þeim, ef þær töluðu eins við hann og þær oft töluðu við mig. Eg fullvissa yður um það, að hinn vesælasti ræfill, aumasti betlari, ó- svífnasti þjófur, afleitasti ofdrykkjumaður, versti flækingur og fyrirlitlegasta skækja hefðu öll getað orðið heiðursfólk og til nytsemdar landi og lýð, ef auðnan hefði boðið þeim betri kjör.----Konur góðar: ef þér hafið nokkurn tíma fundið ungbarnið lcggja hendur um háls yðar, þá hugsið um, hvað fyrir muni liggja milliónum af börnum í stórborgum vorum! Og góðir menn: ef þér virðið konuna, ef þér elskið dætur yðar og húsfreyjur, minnist þá kvennanna og ungu stúlknanna á stræt- unum, á mörkunum, í fangelsunum og í fabrikuþrældómnum, og skimið svo um- hverfis yður unz þér finnið þeim hjálpar- mann. — — Menn og konur: litlu börnin eru nú það sem skjækjurnar voru einu sinni; það sem skjækjurnar nú eru, munu miljónir smábarna á síðan verða, ef þér hreyfið yður ekki þeim til hjálpar. Það er ekki nóg að horfa upp í himininn, vér verðum að líta til jarðarinnar til þess að hjálpa, finna og frelsa. Það er ekki nóg að biðja Guð að duga, vér verðum að duga sjálfir.---- Sakir þeirra góðu manna, sem eru betri en guðir þeirra, sakir góðu kvennanna, sem eru sómi og gleði landanna, sakir hinna ástúðlegu barna, sem oss eru dýr- ari en blómin og sólskinið, sakir hinnar uppvaxandi kynslóðar, sem ekki er enn þá glötuð, sakir ófæddra kynslóða, sem halda eiga á síðan uppi sóma þjóðarinn- ar, sakir réttar og réttvísi, sannleiks og kærleika bið eg yður um að kveða upp dóminn ,og segja: Ekki sekur!< í þessum orðum birtist höf. allur:. sál hans, trú hans, pólitík hans, áhugi og æfistarf. (M J} t Ólafur Sigurðssoij dbrm. í Ási í Hegranesi andaðist í hárri elli á laugardaginn var hjá syni sínum Guðmundi bónda í Ási. Hann var einn af allra merkustu bændum þessa lands og verður æfi- atriða hans getið síðar hér í blaðinu. % Einar Hiörleifsson skáld og ritstjóri kom hingað til bæjarins á miðvikudaginn var, ásamt frú sinni og dóttur. í gær las hann upp í Templarasalnum kafla úr sögu sinni Ofurefli fyrir fjölda áheyrenda og var gerður að hinn bezti rómur. Hann les upp aðra kafla úr sögunni á morgun kl. 6 e. h. Guðlauzur Guðmundsson bæjarfógeti býðursig fram til þingmensku fyrir Austur-Skaftafellssýslu. Jón Hiaitalín skólastjóri hefir fengið lausn frá em- bætti sínu. Lœknishéruð veitt. Steingrími Matthíassyni er veitt Akur- eyrarhérað en Þórði Edilonssyni Hafnar- fjarðarhérað. Búpeningssýtiingarnar í Eyjafjarðarsýslu. Þrjár búpeningssýningar hafa nú ver- ið haldnar hér í sýslunni á þessu sumri. Fyrst héldu Svarfdælir sýningu á Þverá í Svarfaðardal 23. júní, þá Hörgdælir 25. júní á Arnarnesi og loks héldu 3 hreppar sýslunnar innan Akureyrar sýn- ingu á Grund í Eyjafirði 2. júlf. Hafði sú sýning áður verið ákveðin 27. júní, en var þá frestað vegna óvenjulegra vatnavaxta. Til þessara sýninga veitti Búnaðarfélag íslands 450 króna styrk alls. Af þeim fór til sýningar Svarf- dæla 100 kr., til sýningar Hörgdæla 150 kr. og til sýningar Eyfirðinga 200 kr. Eins og að undanförnu var þessi styrkveiting bundin því skilyrði, að jafnmikið fé væri lagt fram annarstað- ar frá. Veitti sýslusjóður Eyjafjarðar- sýslu nokkurn hluta fjárins, en sumt var veitt af hreppssjóðum á sýningar- svæðinu og loks lögðu nautgripafélög Svarfdæla og Hörgdæla fram fé til sýninganna hjá sér. Búnaðarfélag ís- lands hafði ætlast til, að ráðanautur þess, Guðjón sál. Guðmundsson, mætti á sýningunum, en við fráfall hans ritaði það Ræktunanfélagi Norðurlands og fór þess á leit að það léti búfróðan mann mæta á sýningunum, er gæti leiðbeint f að dæma gripina. Var Ingi- mar búfr. Sigurðssyni falið að gegna því starfi. Á sýningu Svarfdæla og Hörgdæla voru að eins sýndir nautgripir, enda til þeirra stofnað aðallega fyrir ötula Iramgöngu formanna nautgripafélag- anna. Nautgripafélögin hafa efalaust að stórum mun aukið áhuga félags- manna fyrir þessari grein búnaðarins sérstaklega. En að hinu Ieytinu er erf- itt að koma á almennum sauðfjársýn- ingum á þessum tíma árs, þegar margir hafa slept fé sínu. Á sýningu Svarfdæla á Þverá var komið með um 50 kýr og 7 naut. Flestir voru eigendur gripanna félags- menn nautgripafélagsins, en nokkurir utanfélagsmenn komu með gripi sína °g gengu þeir í félagið sýningardag- inn. Formaður félagsins er Þorsteinn Baldvinsson á .Böggversstöðum. í dómnefnd voru kosnir auk I. S. þeir Tryggvi Jóhannsson bóndi á Hvarfi, Sigurður Ólafsson bóndi á Þverá, Jó- hann Þórðarson bóndi á Hnjúki og Vilhjálmur Einarsson bóndi á Bakka. Alls fengu verðlaun 4 naut og 29 kýr. Eru nöfn eigendanna prentuð hér síðar. Ársnyt beztu kýrinnar var 8400 pd. Eigandi hennar er Jóhannes Jónsson bóndi á Syðra-Hvarfi. Á sýningu Hörgdæla á Arnarnesi var komið með 45 kýr og 3 naut. Af þeim voru verðlaunuð öll nautin og 34 kýr. Formaður nautgripafélagsins Stefán alþm. Stefánsson í Fagraskógi stjórn- aði sýningunni, en í dómnefnd voru skipaðir auk I. S. þeir Tryggvi Kon- ráðsson bóndi í Bragholti og Jóhann P. Jónsson bóndi á Skriðulandi. Hæsta ársnit, 6886 pd., hefir gefið kýr, sem Tryggvi Konráðsson í Brag- holti á. Til sýningarinnar á Grund stofnaði Fundafélag Eyfirðinga. Kaus það 5 manna nefnd í vetur til að annast framkvæmdir hennar. Formaður nefndarinnar var kosinn Kristján Benjamínsson bóndi á Ytri- Tjörnum. Meðnefndarmenn hans voru þeir Magnús Sigurðsson R. af dbr. og kaupmaður á Grund, Hallgrímur dbr. Hallgrímsson hreppstjóri á Rifkelsstöð- um og Jóhann Jónasson bóndi á Hól- um. Fimti nefndarmaðurinn lézt í vor Jóhann sál. Jóhannsson, sem bjó á Möðruvöllum. Sýningin var allfjölsótt af bændum af sýningarsvæðinu. Alls var komið með á sýninguna 5 naut, 26 kýr, 5 graðhesta, 55 hryssur, 30 hrúta og 178 ær. Til þess að dæma nautgrip- ina voru kvaddir Jóhann Sveinbjarn- arson bóndi á Botni, Páll Jónsson bóndi á Þórustöðum og Júlíus Gunnlaugsson bóndi 1' Hvassafelli. í hrossadómnefnd voru þeir Helgi Steinberg bóndi á Hrafnagili, Sigurgeir Sigurðsson bóndi á Ongulsstöðum og Jóhann Jónasson bóndi á Hólum. í fjárdómnefnd voru Jón Gunðlaugsson búf. í Hvammi, Níels Sigurðsson bóndi á Æsustöðum og Jónas Jónasson bóndi á Stórahamri. Fyrir hönd Búnaðarfélagsins mætti I. S. eins og á 2 hinum fyrnefndu sýn- ingum. Uudirritaður var þar einnig við- staddur. Alls voru verðlaunuð 3 naut, 8 kýr, 4 graðhestar, 14 hryssur, 12 hrútar og 39 ær. Yfir höfuð má segja að sýningin færi vel og skipulega fram. Þó gerðu sumir sig seka í því að reka kýr sín- ar burt áður en leyfi var fengið hjá forstöðunefnd syningarinnar, sem auð- vitað alls ekki mátti eiga sér stað. Mikið mein var það fyrir þá, er kýrnar dæmdu, að hafa engar mjólkur- og fóðurskýrslur að styðjast við, Er vonandi að ekki lfði á löngu áður en Eyfirðingar komi upp ’hjá sér naut- gripafélagi og reynist ekki lengur eftir- bátar sýslunga sinna í Hörgárdal og Svarfaðardal f viðleitninni til að bæta kúakynið. Hrossin máttu heita fremur góð, eink- um þegar tekið er tillit til þess hve skamt er síðan, að menn alment fóru að gefa kynbótastarfseminni nokkurn verulegan gaum, Hingað til hafa menn ekki gert glöggan aðskilnað á reið- hestum og áburðarhestum, en það mun vera alveg nauðsynlegt til þess að framfara verði auðið með kynbótum. Sauðfé hefir lengi verið álitið lak- ara í Eyjafirði en í nærsýslunum. Er víst nokkuð hæft í þvf, hvort sem or- sökin er kynferði fjárins, lakari hagar eða hvorttveggja í senn. Þó virtust sumir hrútarnir vera góðir. En með því að nokkurir þeirra eru af blönd- uðu kyni, en aðrir aðfengnir, þá verð- ur varla sagt með vissu hversu mikla þýðingu þeir kunna að hafa fyrir kyn- bæturnar hér f sýslunni. Mætti helzt ráða það af alkvæmum þeirra, ef hægt væri að sýna þau í fleiri liði. Við verðlaunaveitingar kynbótadýra ætti að taka sérstakt tillit til afkvæma þeirra, að svo miklu leyti sem því verður við komið. Eg efast ekki um að sýningarnar hafi náð tilgangi sínum í því að vekja eftirtekt og athygli manna á skapnaði og útliti búpeningsins og að auka eðlilega samkepni í að bæta hann. En því að eins geta þær komið að full- um notum, að hér sé ekki látið stað- ar numið, heldur efnt til nýrra sýninga á þessum sömu svæðum áður en mörg ár líða. Á sýningunum fengu þessir verð- Iaun: a. Á sýningu Hörgdœla. 1. Fyrir naut. /. verðlaun 20 krónur. Stefán Stefánsson, Fagraskógi. II. verðlaun 15. krónur. Nautgripafélag Hörgdæla. III. verðlaun 10 krónur. Jón Guðjónsson, Ytra-Kálfsskinni. 2 Fyrir kýr. I. verðlaun 12 krónur. Benedikt Guðmundsson, Svíra. Þorsteinn Jónsson Möðruvöllum. II. verðlaun 9. krónur. Kristján Pálsson, Ytri-Bakka. Sveinbjörn Björnsson, Hillum. Þorst. Jónsson, Möðru- völlum. Þorsteinn Þorvaldsson, Krossum. Friðrik Jóhannsson, Götu. Baldvin Þor- valdsson, Hámundarstöðum. Pétur Jóhanns- son, Hallgilsstöðum. Stefán Baldvinsson, Kambhóli. Magnús Þorsteinsson, s. st. Sae- mundur Oddsson, Grund.JónJónsson.Syðri- Bakka. Ásgrímur Sveinsson, Þrastarhóli. Sæ- mundur Sæmundsson, Stærra-Árskógi. Jó- hann Sigurðsson, Brekku. Tryggvi Kon- ráðsson, Bragholti. Friðrik Guðmundsson, Arnarnesi. Guðmundur Magnússon, Ásláks- stöðum. ///. verðlaun 5 krónur. Stefán Stefánsson, Fagraskógi. Guttorm- ur Einarsson, Ósi. Jón Jónsson, Syðri-Bakka. Ásgrímur Sveinsson, Þrastarhóli. Tryggvi Konráðsson, Bragholti. Guðmundur Árna- son, Arnarnesi. Björn Bjartmannsson, Kú- gili. Þorsteinn Þorvaldsson, Krossum. Ní- els Jónsson, Syðra-Kálfsskinni. Baldvin Þorvaldsson, Hámundarstöðum. Kristján Jónsson s. st. Rósenkar Guðmundsson, Kjarna. b. Á sýningu Svarfdœla. \. Fyrir naut. /. verðlaun 18 krónnr. Sigurður Guðmundsson, Helgafelli. II. verðlaun 12 krónur. Tryggvi Jóhannsson, Ytra-Hvarfi. Jón Jónsson, Hrappsstaðakoti. Þorsteinn Bald- vinsson, Böggversstöðum. 2. Fyrir kýr. I. verðlaun 8 krónur. Jóhannes Jónsson, Syðra-Hvarfi. II. verðlaun 6 krónur. Sigurður Guðmundsson, Helgafelli. Sigur- jón Jónsson, Ytri-Mágsstöðum. Hallgrfmur Kristjánsson, Ytra-Garðshorni. Sigurhjört- ur Sigurðsson, Auðnum. Tryggvi Jóhanns- son, Ytra-Hvarfi. Vilhjálmur Einarsson, Bakka. Júlíus Sigurðsson, Syðra-Garðshorni. Sigurður Ólafsson, Þverá. III. verðlaun 4 krónur. Sigurður Guðmundsson, Helgafelli. Sigur- jón Jónsson, Ytri-Mágsstöðum, Árni Run- ólfsson, Atlastöðum. Hallgrímur Kristjáns- son, Ytra-Garðshorni. Sigurhjörtur Jóhann- esson, Urðum. Gunnlaugur Jónsson, Klaufa- brekku. Jón Björnsson, Hóli. Tryggvi Jó- hannsson, Ytra-Hvarfi. Jóhannes Jónsson, Syðra-Hvarfi. Sigurður Jónsson, Sælu. Jón Hallgrímsson, Jarðbrú. Vilhjálmur Einars- son, Bakka. Baldvin Jóhanrisson, Stein- dyrum. Júlíus Daníelsson, Syðra-Garðs- horni. Guðjón Daníelsson, Hreiðarsstöð- um. Sigurður Ólafsson, Þverá.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.