Norðurland


Norðurland - 18.07.1908, Blaðsíða 2

Norðurland - 18.07.1908, Blaðsíða 2
Nl. KlæðaverHsmiðjan á^kureyri. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir og áskoranir hefir stjórn Verksmiðju- félagsins ekki tekist enn að ná sam- an nægilegu hlutafé, svo verksmiðjan geti unnið eins og til var astlast. Hluta- féð er nú samtals rúm 40 þús. kr. og auk þess nokkuð í óefndum hluta lof- orðum. Nálega alt þetta fé er hér úr kaupstaðnum og Eyjafjarðarsýslu, því hinir fáu hlutir, sem menn hafa lof- að í Húnavatns og Skagafjarðarsýsl- um eru enn ógreiddir. En teija má víst að fé þetta greiðist bráðlega, því valinkunnir sæmdarmenn eiga hér í hlut. Ætla mætti að menn væru efnaðri hér en í hinum sýslunum, úr því þeir leggja fram svo miklu meira fé en þær til þessa þarfafyrirtækis, en svo er enganveginn. Munurinn er sá einn að þeir hafa trú á fyrirtækinu og vilja styrkja það. Þeir líta svo á að það sé eigi að eins stórtjón fyrir landið að borga Norðmönnum og Dönum svo tugum og jafnvel hundruðum þús- unda króna skiftir á ári hverju fyrir að tæta það ullarhárið, sem ekki er látið óunnið í kaupstaðina, heldur sé það blátt áfram þjóðarhneisa að geta ekki unnið hversdagsspjarirnar utan á sig, þjóðarminkun að láta aðra gera það þótt vinnuafl sé hér óþrjótandi f lækjum og ám. — En landinn horfir á árnar sínar, hefir horft á þær öld eftir öld og lofað þeim að renna í friði. Hann veit þó að Norðmenn frændur hans nota einmitt árnar til þess að vinna uliina sína og margt fleira. En landinn starir bara á straum- inn, skolar í honum ullarhárið sitt og sendir það svo Norðmanni, frænda sínum til þess að koma því í fat. A hverri alin, sem unnin er, græðir Norðmaðurinn svo drjúga skildinga; nemur sú upphæð samtais þeim skatti margföldum, er forfeður vorir guldu Hákoni hinum gamla sællar minningar. Hvernir má sú þjóð verða sjálfstæð nokkuru sinni í raun og sannleika, er lætur slíkt viðgangast, getur horft á það með köldu blóði, aðgerðalaus og hugsunarlaus. Frumstofnendur verk- smiðjufélagsins litu svo á, að ekki mætti við svo búið standa og hófust handa. Lögðu fram hver 30 hluti (3 þús. kr.) sem er allmikið fé, þegar miðað er við efnahag manna hér og nú bæta þeir við hlutafé sitt um 5000 kr. En þeir töldu líka víst að það mundi örfa aðra Norðlinga til fjár- framlaga svo fyrirtækinu væri borgið. En þeim varð ekki að því. Þeir vildu með engu móti leita fjárframlaga út fyrir pollinn, vildu að fyrirtækið yrði alíslenzkt, svo landið hefði allan hag- inn og sæmdina af þvf. Ekkert var heldur hægra, ef viljann hefði ekki vantað. Ef hver hinna sýslnanna norð- lenzku hefði lagt fram til jafnaðar helming þess fjár, sem safnast hefir hér, var öllu vel borgið og fyrirtækið komið á fastan fót. — Og þetta var þeim hægðarleikur. Einn maður, fram- kvæmdarstjóri félagsins, hefir nýlega lagt fram 5000 kr. einn. En nú er stjórnin neydd til þess að leita til annara landa, hún getur ekki beðið mikið lengur. Fé verður hún að fá og eftir því sem næst verður komist mun eigi í annað hús að venda en til Danmerkur. En sannarlega er það hart aðgöngu um þessar mundir, að 196 þurfa þá að knékrjúpa Dönum um fjárframlög, til fyrirtækis sem oss ætti ekki að vera ofvaxið að koma á fót hjálparlaust. Ekki vex vegur vor og virðing við það. Enn hafa Norðlingar tíma til að af- stýra þvf. Enn geta þeir sýnt að þeir vilja vera sjálfum sér nógir, að svo miklu leyti sem unt er, sýna að þeir vilja ekki aðeins vera sjálfstæðir í orði, heldur einnig á borði. — Sendiferðinni til útlanda í hluta- fjárleitun verður enn frestað um full- an mánuð. Allir, sem vilja, geta safn- að hlutafé. Fær hver 2 °/0 í ómaks- laun af hlutafé því, sem hann safnar, og takist honum að safna 10 þúsund- um fær hann 4 af hundr. eða 400 kr. Enn leyfum vér oss að skora á Norð- linga að styrkja þetta þjóðlega og þarfa fyrirtæki, með því að gerast hlut- hafar og væntum þess að sú áskorun verði ekki árangurslaus að þessu sinni. — Allar upplýsingar um verksmiðjuna gefur framkvæmdarstjóri félagsins Ragn- ar Ólafsson á Akureyri. \ Juridir um sambandsmá/ið. Um undanfarinn tíma og um þessar mundir hafa verið haldnir fjölda marg- ir fundir víðsvegar um land, um þetta þýðingarmesta mál þjóðarinnar og verð- ur ekki annað séð en að mikill meiri hluti þjóðarinnar sé því andvígur, að ganga að frumvarpi millilandanefndar- innar óbreyttu. í Árnessýslu voru nýlega haldnir fundir víðsvegar um alla sýsluna. A öllum þeim fundum var mikill meiri hluti andvígur frumvarpinu óbreyttu, líka sá fundurinn er ráðherrann sótti og haldinn var við Ölfusárbrú. í Galtarholti í Mýrasýslu var hald- inn fundur 7. þ. m. Voru þar saman- komnir um 100 kjósendur sýslunnar og auk þess margt aðkomumanna. Fundarstjóri þar var Sigurður Þórðar- son sýslumaður í Arnarholti. Með frum- varpinu töluðu þeir Jón Jensson yfir- dómari, ráðherra Hannes Hafstein og Jóhann Eyjólfsson bóndi í Sveinatungu. Fyrir breytingum á frumvarpinu töluðu aftur af aðkomumönnum Einar Hjör- leifsson, Þorsteinn Erlingsson, Ari Jónsson og ritstjóri þessa blaðs, en af innanhéraðsmönnum Böðvar Jónsson í Einarsnesi og Jón Sigurðsson bóndi á Haukagili. Er hann maður mjög vel máli farinn og hinn álitlegasti ásýnd- um. Var mælt að margir sýslubúar hefðu augastað á honum til þingmensku. — Umræður stóðu yfir 5—6 tíma og var þá borin upp svohljóðandi tillaga, undirskrifuð af 16 kjósendum sýslunn- ar: Fundurinn krefst þess að gjörðar séu hinar ftrustu tilraunir til að fá þær breytingar á frumvarpi millilanda- nefndarinnar að ísland sé og verði fullveðja ríki og jafnrétthátt Dánmörku. Þessa tillögu neitaði fundarstjóri að bera upp og sömuleiðis sinti hann ekki áskorunum um að láta fcndinn ráða því hvort ganga skyldi til at- kvæða, en sleit fundi von bráðar. Ó- hætt mun þó að fullyrða að tiílagan hefði verið samþykt með verulegum meiri hluta, ef til atkvæða hefði ver- ið gengið. Ráðherrann hélt þá að Grund í Skoradal og hafði hann boðað þar til fundar. Af þeim fundi höfum vér þær einar fréttir, að tillaga var samþykt eftir ósk ráðherra, en fáir eða engir voru þar til mótmæla. Var og sagt að þar og hvergi annarsstaðar hefði ráðherra átt fylgisvon í Borgarfjarðar- sýslu, sem er mjög ákveðin á móti frumvarpinu. Alt öðru vísi hafði tekist til á fundi sem ráðherrann hélt á Akranesi. Þar hafði verið samþykt tillaga á móti frumvarpinu með öllum greiddum at- kvæðum. Þar var Kristján Jónsson há- yfirdómari til andsvara gegn ráðherr- anum. Þá var haldinn nú í vikunni fjöl- mennur fundur við Pjðrsárbrú. Norðri skýrir svo frá að þar hafi »Rangvell- ingar samþykt sambandslagafrumvarpið með yfirgnæfandi meiri hluta«, en ekki er sú frásögn annað en Norðrasann- sögli. Því hafði verið haldið fram á fundinum, að þjóðin fengi alt of lítinn umhugsunartíma um frumvarpið og í sambandi við það var lagt til að ekki væri gengið til atkvæða. Sú tillaga var samþykt og var frumvarpið því hvorki samþykt eða felt á þeim fundi. Þar töluðu þeir ráðherra Hannes Haf- stein og Björn Jónsson ritstjóri. Hafði verið gerður mjög mikill rómur að máli hans. Þá eru loks komnar fréttir af fund- um þeim er Lárus H. Bjarnason hafði boðað til í Snæfellsnessýslu. Hafði hann farið litla frægðaiför, fengið að sönnu einhvern meirihluti á fámennum fundum, tveim eða þremur, en orðið algerlega undir á aðalfundunum báð- um, í Stykkishólmi og Ólafsvík og hlaupið burtu af báðum þeim fundum, er hann sá sitt óvænna með atkvæða- greiðsluna. Að þessum frægðarverkum aflokn- um hélt L. H. B. inn í Dali að Búðar- dal, til þess að reyna að koma Ing- ólfi Jónssyni verzlunarstjóra á framfæri við þá Dalamenn og átti nú betur að takast til en áður, er Asgeir Torfason reyndi þar fyrir sér. L. talaði fyrst í 2 stundir, en til andsvara varð Bjarni Jónsson og þurfti hálfu skemri tíma. Tók þá L. aftur til máls, en ekki þótt- ust fundarmenn þurfa að hlusta meira á ræður hans en gengu af fundi og sögðu hann mætti þylja yfir sjálfum sér. Nýja þingmannsefninu I. J. fór þá ekki að lítast á blikuna og lýsti yfir því að hann ætti ekki meira við fram- boðið hjá þessum harðbrjóstuðu Dala- búum. Er nú fróðlcgt að vita hvern stjórnarliðar senda þangað forsendingu í Jiriðja sinn. \ Fræknir sundmenn Þrír menn syntu hér í dag yfir Oddeyrarál, tveir bræður Jóhann Ó- lafsson trésmiður og Arngrímur Ólafs- son prentari og Kristján Þorgilsson frá Sökku. Allir eru menn þessir ætt- aðir úr Svarfaðardal. Jóhann lauk sund- inu á 24 mínútum og 1 5 sek., en hinir á 25 mínútum og 30 sekúndum. Straum- ur hatði verið töluverður og hefði hann ekki verið, hefðu þeir sjálfsagt lokið sundinu á skemri tfma. í fyrra synti Karl Hansson yfir ál- inn á 35 mínútum en Lárus Rist á 34 mín., en hann kastaði sér líka út al- klæddur og í vatnsstígvélum. Sundmennirnir hafa sóma af sundi þessu og ekki sfður sundkennarinn, Lárus Rist, sem er hinn mesti áhuga- maður um þessa fögru íþrótt. \ Sambands/ögin. (Eftir ísafold.) Eg met þig ei, fóstra, sem man eða þrœl, þó málinu lyktaði svona. Á þennan hátt, ef til vill, þú verður sœl, en þú verður húsmenskukona — hjá madömu Sörensen. £. 7 \ Quðm Hannesson- Eftir allan austurinn á Guðmund Hannesson er Norðri nú farinn að veifa skottinu fyrir framan hann og segir hann fylgjandi frumvarps-upp- kastinu. Við þeirri blekkingartilrauninni þarf ekki annað svar en yfirlýsingu þá frá G. H., er prentuð er í sunnanblöð- unum og hljóðar svo: Af annriki og öðrum dstceðum verð eg ekkí i stjórn landvarnarflokksins að minsta kosti til haustsins. Eg bið því þá sem myndu skrifa mér um flokksmál, að snúa sér til formanns stjórnarinnar, Einars Gunnars- sonar. Jafnframt vil eg taka það fram, að eg er mótfallinn nefndarfrumvarpinu óbreyttu. Eg hefi hvorki gengið úr landvarnarflokkn- um eða snúist á mál frumvarpsmanna. 3/7 Guðm. Hannesson. \ Robert Blatchford (= biatsforð). Fyrir nálægt 20 árum kom út bók á Englandi er heitir »Merry England* (Káta England) — einskonar skáldsaga. Höfund- ur hennar var þá blaðamaður og lítt kunn- ur hjá því sem hann síðar varð. Af bók- inni seldust full millíón eintök á örstuttum tíma, og nærfelt jafnmikið í Ameríku; þriðja millíónin seldist óðara í öðrum Iöndum í þýðingum. Eftir því urðu áhrif bókarinnar fljót og stórkostleg. Merkilegast er að bókin hljóðaði um trúar- og heimspekis- efni, mannfræði og félagsskipun og valdi svo úr kenningum Sósíalista, að tala þeirra óx og margfaldaðist óðara svo undrum gegndi — svo Ijóst og skemtilega skrifaði þessi nýi höfundur. Hver var hann? Hann var einn þeirra miklu snillinga, sem frá blautu barnsbeini hafa orðið að þola hung- ur og þorsta, kulda og klæðleysi og allar þær þrautir og niðurlæging, sem föður- og móðurlaus börn mest geta afborið í sorpi hins voðalegasta stórborgarlífs, alt þangað til að fram úr skarandi festa þeirra og yfirburðir hafa leyst þá úr læðingi og kom- ið þeim í þá stöðu, vísvitandi eða óvitandi, sem þeir voru kjörnir til og kallaðir. Blatch- ford er nú rúmlega hálfsextugur og hefir nýlega sjálfur ritað sögu sína, er þykir eitthvert hið merkilegasta sagnarit og svo einarðlega frá öllu sagt, að sagan lýsir eins og gull af eiri hjá öðrum slíkum bók- um, enda er alt satt þótt sumt sýnist skáldskapur. Hin næsta bók hans hét »Guð og náunginn«. Það fór á sömu leið og fyrir >Káta Englandi« að hún komst ^óðara inn á nálega hvert heimili. Þar boðar höf. trú sína, sem í einu orði sagt er = mannkœrleiki, og í þeirri bók sýnir hann, ef til vill fyrst, hvert andans stór- menni hann er, ekki miður í þeirri list að kunna að ná hjörtum nálega allra les- enda á sitt mál, en í innileik mannelsk- unnar og háfleygi hugsunar og ímyndun- arafls. Og enn er eitt undravert um mann þennan: Það er lærdómur hans eða fróð- leikur, manns, sem aldrei var til náms settur, lifði á flækingi fram á þrítugsaldur, lærði að skrifa 16 ára og var eftir það í

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.