Norðurland


Norðurland - 25.07.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 25.07.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 25. júlí 1908. 51. blað. Hálff \\ús með lóð, í Strandgötu á Oddeyri, verður til sölu eða leigu í haust. Þeir, sem vilja sinna þessu, semji við undirrit- aðan fyrir 20. ágúst n. k. Sigurbjörn Sveinsson. Slitgerðir Jóns Jenssonar. Jón Jensson yfirdómari hefir sam- ið tvær ritgerðir um sambandsmálið og prentað þær í ofurlitlum ritlingi. Mikið kapp er á það lagt af hinum nýju vinum hans, stjórnarmönnum, að koma þeim ritlingi út um land- ið. Honum er útbýtt af umboðs- mönnum þeirra. Og hann er send- ur með blöðum þeirra sumum og prentaður í öðrum. Vafalaust er það einkum nafn Jóns Jenssonar, sem stjórnarmönnum er ant um að auglýsa í sínum hóp. Rök- semdunum í þessum ritlingi treysta þeir naumast mjög mikið. Aftur á móti er þar meira en nóg af stað- hæfingum. Fyrsta staðhæfingin er sú, að all- ar þær réttarbætur standi nú þessu Iandi til boða, sem þeir, er lengst hafa farið í kröfum fyrir íslands hönd, hafi æskt eftir. Hvernig fer nú yfirdómarinn að komast að slíkri niðurstöðu? Auð- vitað er honum kunnugt um, að bæði Þingvallafundurinn í fyrra sum- ar og erindisbréf frá Þjóðræðis- flokknum á þingí mótmæltu því að nokkur íslenzk mál væru falin Dön- um með þeim hætti, að íslendingar gætu ekki tekið þau til sín, þegar þeim þóknaðist. Yfirdómarinn gerir sér hægt um hönd. Hann tekur fram í neðan- málsgrein, að orðin í erindisbréfinu: wtneðan um semur" meti hann einsk- is — þau orðin, sem vitanlega var mest um vert, þau orðin, sem öll- um öðrum fremur settu sjálfstæðis- mótið á allar kröfurnar, þau orðin, sem Dönum var fjærst skapi að ganga að. Með slíkri rökfærslu má auðvitað „sanna" margt. Annað mál er það, hvað slíkar „sannanir" eru sannfær- andh , Það gegnir annars mikilli furðu, hvað nefndarmennirnir okkar eru auðmjúkir í anda. Sjálfir hafa þeir alllengi haldið fratn þeirri kröfu í nefndinni, að engin mál yrðu falin Dönum lengur en meðan um setndi. Danir afsegja að verða við þeirri kröfu. Nefndarmennirnir telja sig þar til neydda að láta undan síga. Og að því búnu lofa þeir ekki að eins Jóni Jenssyni að segja það óá- talið, heldur eru þeir líka alt af að segja það sjálfir, óbeinlínis eða bein- línis, að þessi krafa þeirra hafi ver- ið einskis verð, og vilja ekki láta neina áherzlu á það leggja, að þeir hafi nokkuru sinni með þessa kröfu komið. Það er eins og Danir eigi ekki eingöngu að ráða því, hvers vér krefjumst eftirleiðis — að vér nú ekki tölum um það, hvað vér fáum — heldur líka því, hvers vér höfum krafist. Lengra mun lítilætinu og auð- mýktinni ekki unt að komast! Önnur staðhæfing Jóns Jenssonar er sú, að ísland fái eftir frumvarp- inu „öll einkenni fullveðja ríkis, al- veg eins og Danmörk". Og á þess- ari staðhæfing er hnykt með öðr- um eins orðatiltækjum og þeim, að Danmörk verði ekki fremur yfirríki heldur en ísland verður það, og að jafnréttið lýsi sér alstaðar í frum- varpinu. Væri nú ekki vel til fundið, áð- ur en ætlast er til þess í alvöru, að íslendingar renni slíkum fullyrðing- um niður, að bent sé á eitthvert full- veðja ríki í veröldinni, sem bannað er að nota sinn eigin fána um næstu 25 — 37 ár, þegar þegnar þess koma til annarra þjóða? Vill ekki Jón Jensson gera það fyrir okkur að forvitnast um það hjá Dönum, hvernig þeir mundu taka í það mál, ef vér færum fram á að þeir notuðu ekki fána sinn næsta mannsaldurinn, heldur sigldu undir íslenzkum fána? Vér höfum góða von um, að hann mundi þá fá einhverja vitnesku um, hvernig þeir litu á það, hvort ríkið ætli sér að verða yfirríkið. Eða lítum á hernaðarmálin. Eftir frumvarpinu er Dönum heim- ilt að gera hernaðarráðstafanir hér á landi, án þess að fá til þess samþykki íslenzkra stjórnarvalda. Veit nokkur um það fullveðja ríki, sem gefur öðru ríki slíkt vald á sér? Eða væri nokkurt vit í að kalla það ríki fuli- veðja, sem ekki hefði rétt til þess að mótmæla slíku? Vér tökum þessi dæmi af handa- hófi. Mörg önnur dæmi eru til, sem benda í sömu áttina. Og vér fáum ekki séð, hvernig nokkur yfirdóm- ari undir sólinni getur vilst á þeim. Það er sjálfsagt alveg rangt gert af Jóni Jenssyni, og öðrum formæl- endum Uppkastsins, —frá þeirra eig- in sjónarmiði — að vera með slíkar fjarstæðu-staðhæfingar. Ávinningur- inn er enginn. En þeir fylla lands- menn gretnju með þessu. Miklu réttara væri að tala við ís- lendinga eins og skynsama nienn — segja við þá hreinskilnislega: Þið hafið ekki fengið öllum kröf- um ykkar framgengt. Og með því að samþykkja þetta frumvarp afsal- ið þið ykkur réttindum, sem þið haf- ið hingað til haldið fram að þið eigið. En þið fáið ljósari viðurkenn- VII. ár. ingu valds ykkar á sérmálasviðinu Jafnvel á sérmálasviðinu er þrengt að ykkur meira en þið haíið talið lögum og rétti samkvæmt hingað til. Og valdinu á sumum málum ykkar afsalið þið ykkur að fullu og öllu. En tilboðið frá Dana hálfu ber meira sjálfstæðissvip en áður. Nú er ykk- ar að velja eða hafna. Treystið þið ykkur til þess að halda sjálfstæðis- baráttunni fram til sigurs? Teljið þið 'ykkur hafa rétt til þess að binda niðja ykkar nokkurum þeim bönd- um, sem þeir hafa ekki rétt’ til að leysa ? A þessum grundvelli og með þess- ar vandasömu spurningar í hugan- um ættu hreinskilnir og stiltir menn að ræða frumvarpið. Engar fullyrðingar um það, að frumvarpið veiti oss það, sem það veitir oss ekki, eru sæmilegar. Fyrsta skyldan við þjóðina í öðru eins vanda máli og þessu er hreinskilnin. Annars ætti að vera vandalaust að komast að raun um það, hvað oss er ætlað með Uppkastinu. Formælendur Uppkastsins halda því fram, að íslandi sé ætlað að verða ríki með fullveldi yfir öllum sínum málum. Og af því að þetta væntanlega ríki hafi fullveldi yfir öllum sínum málum, liggi það í hlutarins eðli, að það eigi rétt á að taka öll sín mál að sér, þegar því sýnist, þó að ekki sé, af sérstökum ástæðum, neitt 172 þetta kvöld, meðan alt var svona nýtt og ekkert úr beiskjunni dregið. Hann fór að brjóta heilann um það, hvar hún mundi nú helzt geta verið. Frú Wenche átti að vísu ekki margar vinkonur. En það voru þó ein þrjú eða fjögur heimili, sem þau voru í svo miklum kunnleikum við, að hún gat hæglega farið þangað að kvöldlagi án þess að vera boðin eða hafa gert ráð fyrir komu sinni. En það var þó óvenju seint að koma ekki fyrr heim úr slíkri heimsókn en klukkan hálf ellefu. í fyrstu datt honum ekki í hug, að hér væri nokk- uð ilt á seiði. Hann hugði að því hvort hún hefði tek- ið annan útidyralykilinn með sér, og þegar hann sá, að hann var horfinn, tók hann sinn lykil úr skránni svo að hún gæti komist inn. Hvar sem hún væri nú niðurkomin, þá vissi hann að séð mundi um það, að henni yrði fylgt heim. Og svo gat nú í rauninni ekki verið hættulegt að neinu leyti að vera á ferli í bænum, þó framorðið væri, fyrir konu sem var jafn alþekt og prófessorsfrú Lövdahl. Hann afklæddi sig í flýti og fór upp í rúmið; hann ætlaði að látast sofa þegar hún kæmi heim. Honum var það áríðandi framar öllu öðru, að þessu samtali, sem hann vissi að hlaut að koma, yrði frestað til morguns. Á kvöldin var alt slíkt jafnan óhugsandi; það leiddi bara út í ofsa og óvild á milli þeirra. En á morgnana var ávalt úr því dregið og alt auðveldara viðfangs; oft tókst að greiða fram úr áköfustu ágreiningsatriðum eins og smámunir væru í hinu svala morgunlofti. Lövdahl prófessor var það fullljóst, að hann hafði hlaupið mjög á sig og sært konu sína afarmikið. Sem 169 baka aftur með skellum og skvettum og þvældu og slitu þarann í flæðarmálinu. Ljósin inni f bænum blikuðu eins og ljómandi bönd yfir fjörðinn móti henni; en hún sneri sér undan, sett- ist á stein og starði út í myrkrið. »Veslings Iitli Abbi minn, — aumingja Iitli Abbi minnU mælti frú Wenche hálf hátt. Hann var sá seinasti, sem hún kvaddi í huganum, hann var það eina, sem batt hana. Því nú var Mordtmann henni einskisvirði — gersam- lega einskisvirði. Hún skammaðist sín; henni fanst hún hafa óvirt sjálfa sig og saurgað með því að láta mann þenna ginna sig svona langt. Og ekki hafði hann að- eins dregið ást hennar ofan í skarnið, heldur allar hugsjónir hennar, — allar kærstu og drengilegustu hugs- anir hennar hafði hann gert viðbjóðslegar í augum henn- ar nú. Hún gat ekki treyst neinu eða neinum eftir þetta, — ekki sjálfri sér heldur. Að því er snerti brotthlaupið frá manninum, hafði hún ekkert að ásaka sig fyrir. Alt það í fari hans, sem hafði haldið honum uppi í augum hennar, — alt það afmáðist gersamlega fyrir síðasta smánarbragðið, er hann sýndi henni. Þá hafði brotist út hjá honum ruddaskapur, — einmitt þetta dýrslega karlmannsæði, sem hún hataði, og þessu hafði honum tekist að leyna fyrir henni með fláttskap og brögðum alt til þessa dags. Nei, — til hans vildi hún ekki aftur hverfa. Og auminginn litli, sem hún tæki nú með sér, vakti ekki heldur neina órósemi hjá henni; því nú stóð henni það skýrt og ljóst fyrir hugskotssjónum, að það væri góðverk — síðasta góðverkið, sem hún ætti kost á að vinna — að slökkva Ijósið áður en það væri kveikt,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.