Norðurland


Norðurland - 25.07.1908, Blaðsíða 4

Norðurland - 25.07.1908, Blaðsíða 4
Aftur samþyktu þessir 42 menn svohljóðandi tillögu: >Fundurinn aðhyllist frumvarp sam- bandslaganefndarinnar og skorar á þingmannaefni kaupstaðarins að heita því fylgi.« Það munu flestir mæla að auðheyrt hafi verið í salnum að Uppkastið átti þar minni vinsældum að fagna, en andmæli gegn því. Er því lítið að marka þessa atkvæðagreiðslu, enda greiddi ekki lls hluti kjósenda kaup- staðarins atkvæði. Um síðustu helgi hafði verið hald- inn fjölmennur fundur í Arnesi í Stranda- sýslu. Þar hafði verið samþykt með mikl- um meiri hluta atkvæða mjög ákveð- in tillaga gegn frumvarpi millilanda- nefndarinnar, er krafðist þess, meðal annars, að öll sameiginleg mál skyldu vera uppsegjanleg, nema konungssam- bandið. Fleiri fundir verða að sögn haldnir þar í sýslunni bráðlega, um sambands- málið. Af fundunum f Snæfellsnessýslu eru nú komnar nánari fréttir. A þeim fundum voru greidd samtals 77 at- kvæði með frumvarpinu en 99 á móti því. Ekki kvað það vera rétt hermt í sfðasta blaði að Ingólfur Jónsson hafi tekið aftur framboð sitt ( Dalasýslu. En ekki hafði hann boðið sig fram á fundinum í Búðardal, svo sem fast- lega var búist við. * Ur ýmsum áttum. .. . (eða Samúel Clemens) hinn fræei Mark Twain ' h'^g'sciguntari, heimsótti Eng- land í sumar sem leið og fekk þar hinar veglegustu viðtökur. Eru þó sögur hans teknar við og við að verða nokkuð bragðdaufar. Síðasta sagan um hann sjálfan hljóðar svo: >Mark Twain spurði um nýja bók hjá auðugum bóksala. Bókin var til og skyldi kosta 4 dollara. Það er rétt, segir M. T., en eg rita fyrir blöð og vænti þess að fá afslátt. Já svo skal vera, segir afhending- amaðurinn. Eg rita ýmislegt fyrir tímarit líka, segir Mark, fæ eg ekki afslátt fyrir það? Sjálfsagt, segir hinn. En eg er rit- höfundur og hvað dregst frá fyrir það? Fyrir það? segir hinn. Jú, rithöfunda-af- sláttinn eigið þér. En svo á eg hlutabréf í bóksölu ykkar, og það gefur mér, vona eg, afslátt. Sjálfsagt—sjálfsagt, segir hinn. Og svo vildi eg fá að geta þess, að eg var skírður Samúel Clemens, og hvað gefið þér eftir fyrir það? Hinn bretti brýrnar og segir: Það var svona! Hvað skulda eg nú? segir M. T. Við skuldum yður 80 cents, herra minn, svaraði afhendingamaðurinn. (Úr ensku kirkjublaði.) % SjálfstæOlsafsallQ. Voss advokat, merkur stjórnmála- maður í Kristjaníu, hefir ritað í Dag- blaðið norska um Uppkastið og telur það fela í sér sjálfstæðisafsal fyrir íslendinga. Jydsk Morgenblad hefir og ritað um málið og samsinnir þessu. Eftir símskeyti til Nls. Albertl falllnn. Hinn frægi og margumræddi dóms- málaráðherra Dana veik úr völdunum 23. þ. m. og er heilsubilun um kent. Mun hann ekki verða harmaður af dönsku þjóðinni og ekki heldur íslend- ingum. Eflaust er það töluverður hnekkir fyrir ráðaneyti Christensens, að það hefir nú loks neyðst til að láta Ai- berti fara frá, því það munu jafnvel mótstöðumenn hans játa, að hann hafi verið mestur atkvæðamaður í því ráða- neyti. Mannalát. Þórdís Jónsdóttir, móðir Bjarna Ein- arssonar skipasmiðs, andaðist hér í bæ 16. þ. m. — Jarðarför hennar fór fram í dag. Samsæti héldu um 50 Akureyrarbúar Einari Hjörleifssyni á þriðjudaginn var. Ingi- mar Eydal kennari flutti ræðuna fyrir heiðursgestinum, en kvæði til hans var sungið, er síra Matthías Jochums- son hafði ort. Skip strandar. *Gwent<, gufuskipið, strandaði við Langanes í síðustu viku. Menn björg- uðust allir og var L. Zöllner á skip- inu. Skipið var fermt kolum. Sundpróf verður haldið á tnorgun. Hinir yngri og óæfðari sundmenn synda í sundstæðinu kl. 9 f. h., en hinir eldri og æfðari á höfninni fram af nýju hafnarbryggjunni kl. 2 e. h., ef veður leyfir; annars í sundstæðinu. -rvT'* má'iuui* rrrr Ef þú skuldar Norðurlandi ertu vinsamlegast beðinn að borga skuld þína. Gjalddagi 7. (yfirstandandi) árgangs var fyrir miðjan júní. JÁVMÍRÍSGRJÓN yfynvyffffvyyvvtvfvnvm kosta aO elns 20 aura pd f verzlun Páls Jónssonar. Tilkynning. Allir þeir, sem skulda verzl- undirritaðs og lítil eða engin skil hafa gert í sumarkauptíð- inni, mega vissulega búast við lögsókn eftir 15. ágúst næstkom- andi, ef peir hafa ekki, fyrir pann tíma, annaðhvort borgað skuldirnar eða samið um pær. Sauðárkrók 15. júlí 1908. E. Kristjánssor). ji Ljómandi falleg jC í karlmanna- í í fataefni C með nýustu gerð ■^ nýkomin í ■ ■" Vefnaðarvöruuerzlun aa Sudmanns Sfterfl. mm .ViVAV.V.V/í Verzlunin EDINBORG Akureyri. ]\/í ono Margskonar jviaca- nýlenduvörur roni svo sem kaffi, sykur, ex- port, syltetöj, margar teg- undir. Handsápur, kanel, pipar o. fl. nýkomið í gott og ódýrt í EdinborK' Edinborg. Strákaðlar Stanga- Og línuduflin sápa, sem allir kaupa, og (strigabauur) komin aftur í sólskinssápan fæst ávalt í EDINBORG. Edinborg. Nauta- Dilka- slátur fást altaf öðru hvoru í Kjötbúðinni. Tekið á móti pöntunum daglega. Sfeinolía og smurningsolía fæst ávalt nóg í verzlun Sn. Jónssonar. JVIikið af vörum nýkomið með síðustu skipum í verzlun Sig. Bjarnasonar. Stríðið gegn sóttum og sjúkdómi eyði- leggur oft velgengni margra heim- kynna, af því réttu meðulin eru ekki við höfð. Meðal sem yfirunnið hefir þúsundir sjúkdóma og þjáninga er hinn verðlaunaði og af læknum ráð- lagði China Livs Eliksir frá Waldemar Petersen, Frederikshavn, Köbenhavn. 8 ára veiklun. / hérumbil 8 ár þjáðist eg af mjög mikilli veiklun i öllum likamanum, sam- fara magnþrautum, uppköstum, lélegri meltingu og svefnleysi. Við að neyta China Livs Eliksirs frá Waldemar Pet- ersen, fekk eg fljótt bata, svo að nú er eg orðinn albata og er það sann- fœring min að með bitter þessum geti eg fullkomlega haldið heilsu minni við P. Christenseij. Vogn pr. Tolne. 10 ára jómfrúgula. Eg hefi i 10 ár þjáðst af jómfrú- gulu og samkvœmt ráði læknis míns reyndi eg China Livs Eliksir Walde- mars Petersen og hefir hann nú lækn- að mig að fullu. Sofie Guldmand, Randers. Merkið á China Livs Eliksir Walde- mars Petersen er Kínverji með glas í hendinni á einkunnarmiðanum og enn fremur nafn verksmiðjueigand- ans Waldemars Petersen Frederiks- havn, Köbenhavn og stafirnir á flöskustútnum. Offo Monsfed8 danska smjörliki eP ‘bezt Prentsmiðja Odds Bjömssouar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.