Norðurland


Norðurland - 25.07.1908, Blaðsíða 2

Norðurland - 25.07.1908, Blaðsíða 2
Nl. 200 samið um það efni, að því er til sumra þeirra kemur. Ef nokkur veigur er á annað borð í öllum Uþþkastsgyllingum stjórn- armanna, nokkur rauður þráður í öllum þeirra marglitu flækjum, þá hlýtur hann að vera þessi, sem nú hefir sagt verið. Annars væri alt þeirra skraf um fullveðja ríki og fullveldi o. s. frv. ekkert annað en hégóminn einber. Gott og vel. Hvers vegna ættum vér þá ekki að taka af öll tvímæli? Hvers vegna þá ekki setja inn í liinn nýja sátt- mála þau ummæli, að ísland sé ríki með fullveldi yfir öllum sínum mál- um? Hver getur amast við slíku af viti, ef þessi er hinn rétti skilning- ur Upþkastsins, eins og alt af er verið að telja oss trú um? Væri nú ekki, í þessari deilu, hyggi- legt af oss að renna augunum til frænda vorra í Noregi, þegar verið er að telja oss trú um, að Danmörk verði ekkert yfirríki samkvæmt þessu Uþþkasti? í sambandinu við Svíþjóð voru Norðmenn ólíku lausari böndum bundnir við Svía, en vér yrðum við Dani eftir þessum fyrirhugaða sátt- mála. Sameiginleg með Svíum og Norð- mönnum voru engin önnur mál en konungur og utanríkismálin. Norð- menn höfðu sinn eiginn fána. Og þeir höfðu sínar hervarnir alveg út af fyrir sig. Enginn maður, sem til þekti, gat verið í neinum vafa um það, að Noregur var fullveðja ríki. Samt svarf svo að Norðmönnum meðvitundin og tilfinning þess, að Svíþjóð væri yfirríkið, að sambands- slit urðu úr því, og nærri lá, að til ófiiðar kæmi— fyrir þessa einu sök, að utanríkismálin voru sameiginleg og í höndum Svía. Hvernig getur nú nokkur skyn- samur maður, með þetta fyrir aug- um, látið sér koma til hugar, að Uþþkastið girði fyrir það, að Dan- mörk verði yfirríkið? Nema þá með þeim skilningi á málinu, að um yfirríkið geti ekki verið að tefla af þeirri einföldu á- stæðu, að ekkert unditríki sé til eftir Uþþkastinu. Vér séum samkvæmt því alls ekkert ríki — ekkert annað en þjóð með sérstökum landsrétt- indum, innlimuð í hina dönsku rík- isheild (Det samlede danske Rige). Og margir munu líta svo á, sem það sé sanni næst. Ekki leynir það sér í ritlingnum hvernig á því stendur, að Jóni Jens- syni er svo ant um, að vér tökum þessu, sem nú er í boði, og að það miklast honum svo, langt um alla skynsemi fram. „Réttindaafsalið" frá 1Q03, sem hann hefir svo mikið talað um, er enn að vefjast fyrir honum. Honum finst, að vér höfum þá kastað öll- um vorum rétti á glæ, og að nú megum vér þakka fyrir, að hafa annað eins og þetta upþ úr krafs- inu. En nú vill svo skringilega til, að jafnframt því, sem Hannes Hafstein kemur með þetta samnings-tilboð frá Dönum, færir hann ómótmælanlega sönnun fyrir því, að ríkisráðs-kenn- ingar Jóns Jenssonar hafa verið rang- ar. Eftir því sem málið horfir nú við, hefir „réttinda-afsalið" ekki ver- ið annað en heilaspuni, eins og allir leiðtogar Heimastjórnarflokksins og Framsóknarflokksins héldu fram 1902 og 1903. Kenning Jóns Jenssonar var, eins og menn muna, í stuttu máli þessi: íslandsráðherrann getur ekki flutt íslandsmál í ríkisráði Dana annan veg en samkvæmt döskum grund- vallarlögum. Regar vér samþykkjum það stjórnarskráratriði, að ráðherra vor eigi að flytja mál vor í ríkis- ráðinu, þá viðurkennum vér þar með, að hann sé danskur grundvallarlaga- ráðgjafi. Og það er sama sem, að vér viðurkennum innlimunina. Jón Jensson hefir stöðugt verið að fullyrða, að þann veg hljóti hver danskur maður að líta á það, sem gert var 1903. Svo kemur þetta Uppkast 1908. Nú er oss sagt velkomið að taka ráðherrann útúrríkisráðinu, án nokk- urrar grundvallarlagabreytingar. Með öðrum orðum: Danir viðurkenna nú nákvæmlega það, sem Heimastjórn- ar- og Framsóknarflokkarnir héldu fram 1903, að hinn nýi Reykjavík- urráðherra sæti alls ekki í ríkisráð- inu samkvæmt grundvallarlögum Dana, heldur samkvæmt stjórnar- skrá íslands. Pessi viðurkenning er ef til vill merkasta atriðið, sem fengist hefir framgengt í nefndinni. Vér höfum fengið sannanir þess, að hinn máls- aðilinn, Danir, lítur alls ekki svo á, sem vér höfum afsalað oss neinutn réttindum 1903, og allar hrakspár Jóns Jenssonar um afleiðingarnar af því margumtalaða réttindaafsali eru orðnar að engu. Ef vér höfum átt nokkurn rétt fyrir 1903, þá eigum vér hann enn. Og eftir því getum vér hagað oss, og eiguin vér að haga oss. Jóni Jenssyni hefir orðið svo mik- ið um það, að Hannes Hafstein hef- ir komið sérkreddum hans í sam- bandsmálinu fyrir kattarnef, að hann hefir nú gengið í bandalag við Hann- es Hafstein um nýtt, ómótmælanlegt réttinda-afsal. Svo skringileg getur villan orðið, 170 að frelsa aumingjann litla frá lífsins gjöf, sem var svo dauðans vafasöm. Og í þessari óuroræðilegu einveru — yzt á barmi lífsins, sem hún neyddist nú til að hverfa frá, brá fyr- ir ofurlitlum bjarma af móðurgleði, — eins og hún héldi barninu sínu litla grátandi í faðmi sér og bæri það með sér inn í hinn blessaða ljúfa syefn. En Abraham — barnið, sem hún átti á h'fi, — haíði hún þá mist hann svo gersamlega, að óhugsandi væri, að hún kynni að geta unnið hann aftur? Hvað eftir annað reiknaði hún þetta dæmi í hugan- um, og í hvert skifti sem henni sýndist að það ætlaði að ganga upp, kom eitthvað og ruglaði alt fyrir henni. Nei! Hún gat ekki orðið honum að neinu gagni framar með því að lifa, eins og líf hennar mundi verða eftir þenna dag, — það var óhugsandi! Aftur á móti gat hún hugsað sér, að minningin um hana kynni ef til vill að verða honum stuðningur eða hjálp til viðreisnar einhvern tíma seinna í lífi hans, ef hann skyldi vakna til meðvitundar um það, — og það vonaði hún — að hún — móðir hans — var sú eina, sem reynt hafði að gera hann sannan og heilbrigðan í anda, og að aðrir — þeir hefðu eitrað æsku hans og gert hann huglausan og ómerkilegan. Frú Wenche var nú helzt orðið það um megn að hugsa öllu meira. En eitt var henni orðið gersamlega ljóst, — ákvörðunin. Þessi kveljandi rannsókn á lífi hennar hafði þreytt hana mjög og hugsunin tók að sljóvgast Hún tók eftir þessu sjálf og gekk að næsta ljóskeri til þess að líta á úrið sitt. Klukkan var orðin tólf. Frú Wenche hafði alla tíð verið ráðin í því, hvern- 171 ig hún ætti að því að fara, og hún hafði hugsað til þeirra, sem áttu að lifa hana. Hún sveipaði að sér kápunni og horfði út á fjörðinn og inn eftir f áttina til ljósanna í bænum; og hún safn- aði saman í huga sér æskuminningum sínum, gleði sinni allri og gæfu, öllum þeim sólskinsstundum, sem hún hafði átt í lífi sínu, lét það alt saman líða með hálf- skýrum ummerkjum fram hjá hugskotsaugum sínum og valdi svo aftur myrkrið, — þreytt, en fast og án þess að hvika. Því næst gekk hún hratt inn í bæinn aftur og beina leið heim. XII. Það vakti undrun manna á gildaskálanum, að pró- fessorinn skyldi sitja þar fram yfir klukkan tíu og drekka toddý. Hann var sem sé jafn viss og ákveðinn í háttum sínum og klukka. Hann spilaði við félaga sína á gilda- skálanum á hverju föstudagskvöldi, en alla aðra daga fór hann heim stundvíslega klukkan níu. Að sjá hann eins og ( dag — sjá hann borða kvöldverð þarna á þriðjudagskvöld og setjast síðan að spilum með nokkr- um yngri herrum, — það þótti mönnum ærin nýlunda. Hann hló líka sjálfur að þessu og var mjög upp- rifinn. En þegar hann kom heim, klukkan að ganga ellefu, varð honum all-hverft við þegar hann sá, að kona hans var ekki gengin til hvílu. Hann hafði reiknað það út, að hún mundi sofa — eða þá látast sofa, þegar hann kætni svona seint heim; og hann vildi ekki fyrir nokkurn mun tala við hana þegar menn hafa á annað borð kom- ist út á glapstigu. Athugasemdirnar hér að framan lúta allar að hinni fyrri ritgjörð Jóns Jenssonar. Síðari ritgjörðin er öll andmæli gegn ræðu Skúla Thoroddsens, þeirri er hann hélt í samsætinu í Reykja- vík 27. f. m., og prentuð hefir ver- ið í ísafold og Ingólfi. Of langt mál yrði að ræða það alt að þessu sinni. Sennilega svarar Sk. Th., ef honum þykir það taka því — setn vér efumst sannast að segja um. Vandalítið væri það að minsta kosti. Enda má þegar finna svör við sumum athugasemdum Jóns Jenssonar í ýmsum blöðum, bæði Norðurlandi og öðrum. Að þessu sinni lætur Norðurland sér nægja að benda á niðurlags-að- dróttunina í ritlingi J. J. — þá, að Sk. Th. muni hafa fremur gert það sjálfs sín vegna en niðjanna að ganga úr leik, þegar fulltrúar ís- lendinga í nefndinni voru að sam- þykkja þetta Uppkast. Aðdróttunin er ekki sem geðs- legust. Og hún er ekki sem viturlegust. Það hefði sannarlega verið næðis- samara og þægilegra fyrir Skúla Thoroddsen, dauðveikan, að fylgj- ast með félögum sínum, en að leggja einn út á þá braut, sem hann vissi ekkert hvort þjóðin mundi vilja fylgja sér á. Auðvitað var hann að fylgja fram þeim kröfum, sem hann vissi, að þjóðin hafði gert mikið úr. En félagar hans höfðu horfið frá þeim kröfum. Hvað vissi hann nema þjóð- in kynni að gera það líka? Sjálfstæði það, sem Sk. Th. sýndi á þeim örðugu stundum, á að verða honum til sæmdar í augum allra sann- gjarnra manna —hvort sem þeir eru honum að öðru leyti sammála eða ekki. $ Réttindi íslenzkra Kvenna. Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir ferðast nú um landið til þess að stofna kven- réttindafélög og hefir þegar orðið tölu- vert ágengt. Hér á Akureyri stofnaði hún eitt slíkt félag og eru félagskonur þegar orðnar 32. í stjórn félagsins eru frú Þórdís Stefánsdóttir (formaður) frúrn- ar María Hafliðadóttir og Margrét Guð- mundsdóttir og kenslukonurnar Hólm- fríður Arnadóttir og Margrét Jónsdóttir. A ísafirði, Blönduós og Sauðárkrók hefir frú B. B. stofnað samskonar fé- lög. Fór hún héðan með Hólum austur um land f þeim erindum að stofna fleiri slík félög. Ekkert er eðlilegra en að kven- þjóðin bindist nú félagsskap til þess að ná réttindum sínum. Stjórnarskrár- breyting fer að sjálfsögðu í hönd og þarf kvenþjóðin því að láta það í ljós, hvort það æskir hluttöku í stjórnmál- um landsins. Vér erum I engum vafa um að hún eigi að gera það og muni gera það. Norðurland óskar því hinum nýstofn- uðu kvenréttindafélögum allra heila. '4 %

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.