Norðurland


Norðurland - 25.07.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 25.07.1908, Blaðsíða 3
201 N1 Fullveðja ríki. t>ví er haldið fast að oss, að eftir samnings-uppkastinu verði ísland fullveðja ríki. Aðalrökin, sem fyrir því eru færð, eru þau, að málin, sem Dönum sé ætlað að fara með fyrir oss, felum vér þeim sjálfir. Þeir fari eingöngu með þau fyrir vora hönd. Þeir séu umboðsmenn vorir. Uppspretta þess valds sé hjá oss. Og slík uppspretta geti ekki komið frá öðru en full- veðja ríki. Þessi er þungamiðjan í öllum rök- færslum þeirra, sem með frumvarp- iuu mæla. Og þeir hafa töluvert til síns máls. Grundvöllurinn er óneit- anlega allur annar eftir Uppkastinu en eftir Stöðulögunum. Eftir þeim eru upptök valdsins með Dönum. Eftir Uppkastinu yrðu upptökin með íslenzkri þjóð. Þetta er sanngjarnt og sjálfsagt að viðurkenna. Og fyrir margra hluta sakir er hættulegt að gera minna úr því, sem oss er boðið, en það á skilið. Oss virðist mikið mæla með því, að rétt sé að segja, að ráðstafi ís- land málum sínum með þeim hætti, sem um er mælt í Uppkastinu, þá gerir það þá ráðstöfun sem fullveðja ríki. Það er einmitt þetta, sem virðist villa formælendur Uppkastsins. Þeir horfa á þetta atriði, þangað til þeir sjá ekkert annað. Þeir gæta þess ekki, að um þetta eitt út af fyrir sig er ekki mjög mikils vert. Mest er um það vert, hvernig oss er þá ætlað að fara með valdið á málum vorum frá þeirri stund, er vér öðlumst það. Oss er ætlað að nota þetta vald til þess að fá ýms af vorum mikils- verðustu málum í hendur annari þjóð. Fá henni það í hendur skil- yrðislaust, svo að vér missum allan rétt til þess að taka þau til vor aft- ur, þó að vér finnum til þarfar á því. Og hvaða gagn höfum vér þá af þessu fullveldi, sem sagt er, og segja má, að vér öðlumst, ef vér látum það af hendi samstundis? Þetta verður þá í raun og veru ekki annað en leikur. Og sá leikur er í meira lagi hættulegur. Slíkan leik höfum vér aldrei Ieik- ið áður. Vér höfum aldrei afsalað neinu íslenzku máli í hendur nokk- urrar annarar þjóðar. Og vér gerum það fráleitt í sumar. Þingmenska í BarOastrandarsýsiu. Síra Sigurður Jensson í Flatey hefir hætt við að bjóða sig fram til þing- mensku fyrir Barðastrandasýslu og er nó fullyrt að þar verði í kjöri Björn Jónsson.ritstjóri ísafoldar. A móti honum mun sýslumaðurinn þar í sýslunni bjóða sig fram. Er hann að sögn gamall stjórnarsinni, en vill þó breyta Uppkastinu meira eða minna, en ólíklegt er að Barðstrend- ingum þyki ekki vissara að fylgja Birni Jónssyni, úr því þeir eiga hans kost. LœknishéruO veitt. Svarfaðardalshérað er veitt Sigur- jóni Jónssyni héraðslækni, er þegar hefir flutt til þe*s héraðs á síðastliðnu vori og Þistilfjarðarhérað Jóni Jóns- syni héraðslækni á Hjartarstöðum. Má kirkjan hrynja? Nei! Vér mótmælum allir — eins og síra Friðrik J. Bergmann. Nei! því nú eru ný tákn á lofti, sem boða nýtt líf og framtíð í kristni þessa hólma vors. »Guð er stórstígari nú á dögum en sjálfur Henrik Vergeland spáði,« sagði snillingurinn T. Lyche 1895 á 50 ára minning höfuðskálds Norðmanna. Og nú 13. júní, þegar öld var liðin frá fæðing Vergelands, var þeirra orða aftur minst. Hin stóru framstig vorra tíma fara langt fram úr hugarflugi and- ríkustu spámanna hins fyrri helmings 19. aldarinnar. Og þótt hin gamla sól hinna fornu kirkjudeilda virðist víða standa kyr (eins og jörðin), gengur hún þó og dansar með hinni œðrí sól: sannleikans, kærleikans og réttlætissólinni — þeirri einustu hei- lögu þrenningu, sem hinn hugsandi hluti mentuðustu þjóðanna trúir á í alvöru. Og sjá: þrír vorir æðstu kenni- menn, þeir Þórhallur prófessor Bjarnar- son, síra J. Helgason og síra Fr. J. Bergmann í Ameríku eru allir komnir í forvígi vorrar hrörlegu kristni (eg segi ekki: kirkju, því það heiðursnafn á hún Iítt skilið að svo komnu). Hvað hefir vakið þessa mikilhæfu menn ? Hvað annað en hin nýju áhrif guðs almennu opinberunar í hinni margþættu fljótu og fjölbreyttu þróun vorra tíma? Sá sem þetta skrifar, getur nú kallað sinn svanasöng það sem hann kvað fyrir nærfelt 40 árum: »Rísið nú upp, það roðar á fjöll í ríkinu drottins fríða U Nú gleðst hann við þann skilning og þær undirtektir, sem andi hans þráði þá; nú dáist hann að þeirri röggsemi og skörungskap, sem hinir leiðandi menn í trúarefnum lands vors hér og landa vorra vestan hafs nú þegar eru teknir að sýna. Já, það liggur við að mér þyki nóg um, að »Þórður minn sortni sjálfurc, það er svo nýtt og sigurvænlegt, að sjá forvígismennina ganga fram fyrir skjöldu. Þá fyrst kemur guðmóður í herinn. Ekki þarf að óttast þótt fornar kenningar falli, ef þær eru óvígar áður og fáir treysta þeim framar. En alt um það þarf vork- unn og varasemi við að hafa, þegar nýtt er boðað, því betri er reformaiíón en revolútíón. Vér sjáum reyndar nú, að það vald eða lögmál, sem veldur þróuninni, bendir fremur til byltinga en þess guðsríkis, sem þróast með spekt og eins og ekki á beri, en þótt andi Drottins búi bæði í storm- inum og eldinum, talar hann þó eink- um til vor í »andvaranum«. Fjöldinn er ávalt á eftir — langt á eftir. Og þótt framtíðin lifi líka í honum, veit hann ekki af því, og vakni hann úr- illur við hinar nýju skoðanir, verður hann óður og fyllir alt með ryki svo ekki sézt handaskil. Og óðara koma sjálfboða-postular úr öllum áttum til að bjarga trúnni (um breytinguna kæra þeir sig minna), bjarga sálunum, bjarga kirkjunni sem hrynur, til að umvenda, til að endurskíra! En hvernig sem fer og hvað sem öllum öfgum líður, ríð- ur ávalt á að sýna vægð og vorkunn, elskusemi og umburðarlyndi, einkum alþýðunni, sem alizt hefir upp sem vanans börn undir oki annara. En nú á dögum er erfitt að gefa lífsreglur, því svo má segja að alt sé í hamförum hjá því sem áður var. Enda er öll von, að nú þoli fram- faravinirnir hálfu ver en áður aftur- hald og þrályndi hinna kreddubundnu kirkjufélaga. Síra Bergmann er og all- óþolinmóður við deyfðina hjá oss. En veri hann óhræddur! Kirkjan vaknar, þjóðin vaknar — jafnóðum og hennar leiðandi menn læra að trúa á sann- leikann, þ. e. guðsneistann í oss sjálf- um, læra að »afleggja Iygar (eða hálf- sannindi) hver við sinn náunga*. Ein- asta mega þeir ekki gleyma því, að börn þola ekki megna fæðu, og að margt hið nýja er enn þá ófullburða bæði að efni og formi, á eftir að vinna algildi, festu og þjóðlega Ienzku. Ekkert má alveg niðurbrjóta, nema til þess að nýrra og betra komist að. Því varð siðabót Lúthers, og fyrir því dó hún að vissu leyti í fæðingu sinni, að sumstaðar var barninu steypt út með skírnarvatninu. Þá glataði kristn- in mörgu af sínu fegursta og fínasta, líknarskjólum sekra og veikra, listum miðaldanna, ásamt ótölulegum menja- gripum, helgidómum og meistaraverk- um, — heilli siðmenning af fegurð, friði og unaði var kastað á glæ. Eða hver kann að meta hvað vor þjóð- menning glataði í sukki hinnar svo- nefndu siðabótar? Saga hinna helgu og ágætu manna móðurkirkjunnar, bæði lærðra og leikra, er ósamin enn. Jafnvel í skáldskap og ritsnild stakk í stúf með siðabót þessari. Eftir Jón Arason kemur bersýnilegt leirburðar- snið og volæðisbragur á flest alt, sem hér á landi var samið í heila öld eft- ir Jón biskup, enginn les það, enginn kann það. Þá hvarf hið forna þjóðerni, þá slitnaði samband íslendinga við höfuðból heimsmenningarinnar. Og þótt vor fornu fræði smá lifnuðu við, þrátt fyrir latínuna, varð viðreisnin afar-löng og sein, enda bötnuðu siðirnir ekki að nokkurum sýnilegum mun með nýju kreddunum. Eitt er víst, að aldrei fær Iand vort lifandi kirkju, nema þess ungu synir leiti aftur menningar handa sér og henni við frjálsari há- skóla en þá f Höfn og á Norðurlönd- um. Enn vil eg benda á eitt, að þar sem síra Fr. J. Bergmann lofar enn sem fyrri lífið og dugnaðinn í kirkj- unum, í Vesturheimi, er það líf, að mér skilst, miklu fremur að þakka í- haldssemi þeirra en frjálslyndi, og þó einkum samkepninni milli hinna svæsnu og ríkilátu trúarflokka. í Canada t. d. hafa hinir frjálsustu kristnu flokkar mjög Iítinn byr. Eða hvað segja land- ar vorir f kirkjufélagi síra J. Bjarna- sonar? Þeir fylgja bókstaflega hinni al- mennu lenzku í landinu. Kirkjulífið þar hefir slæma skugga — eins og alt mannfélagslífið, hvað sem hinu póli- tfska líður. En ekki álasa eg svo mjög síra J. B., né neinum einstök- um. Það mun eflaust vera svo, að sami maðurinn, þótt mikilhæfur sé, endist ekki til að efla hæfileika sína jafnt til allra hliða. Þessi eflist mest í ráðfestu og siðlegri karlmensku, en hinn að frjálslegri dómgreind og marg- háttaðri þekking síns tíma. Annar seg- ir: Eg vil halda því sem eg hefi, og aldrei víkja; en hinn segir: Eg vii læra meðan lifi! Matth. Jochumsson. Fallieres. forseti Frakklands, er á ferð í Kaup- mannahöfn. Símskeyti til Nls. Vestur-íslendingar Og sambandsmálið. Þeim rennur blóðið til skyldunnar löndum vorum f Vesturheimi um þess- ar mundir. Öll blöð þeirra, sem nokk- uð minnast á stjórnmál, hafa rætt sambandslaga-uppkastið og öll gera þau það á einn veg. Öll eru þau því mjög andvíg að vér göngum að upp- kastinu óbreyttu. Og öll kveða þau að um þetta með mjög ákveðnum orðum. Síðustu fréttirnar sem oss hafa bor- ist frá löndum vestan um haf eru í hraðskeyti frá 19. þ. m. Þar er skýrt frá því að Vestur íslendingar f Da- kota hafi haldið fjölmennan fund að Garðar og hafi sá fundur lýst yfir einhuga þeirri ósk að ísland segi skilið við Danmörku og gerist full- veðja sjálfstætt lýðveldi. Svo vel lýst þeim á sambandslaga- frumvarpið. Eftir er þetta var sett, berast hing- að þau tíðindi, að á fjölmennum fundi ísiendinga í Winnipeg hafi verið samþykt ályktuij út af sambands- málinu, samhljóða þeirri, sem áð- ur var samþykt á Garðar. Má því telja að ályktun þessi sé gerð af hinum langfjölmennustu og þýðingarmestu hlutum íslenzks þjóð- ernis í Vesturheimi. X Fundir um sambandsmálið. í þessari viku kom hingað Bjarni Jónsson frá Vogi, snögga ferð, og flutti hann ræðu hér í Templarahúsinu um sambandsmálið, á fimtudagskvöldið er var. Húsfyllir var í salnum. Bjarna sagðist prýðisvel, ræddi málið hóflega og stillilega, án nokkurra æsinga eða áleitni og færði skýr rök fyrir því að rétt væri að breyta Uppkasþinu. — Á meðan hann flutti ræður sínar var hvað eftir annað reynt að trufla hann, með því að taka fram í fyrir honum. En ætíð lauk þeim viðskiftum svo, að hinir málhvötu menn urðu að athlægi fund- arins. Á eftir hinni fyrstu ræðu Bjarna var skotið á fundi. Var Oddur Björnsson prentsmiðjueigandi kosinn fundarstjóri, en Vilhelm Knudsen kaupmaður skrifari. Þær umræður stóðu fram á nótt og leyndi það sér ekki að stjórnarliðar vildu draga fundinn með málæði sínu, til þess að kjósendur færu heim af fundi, þeir sem frumvarpinu voru and- vígir. Loks varð hlé til þess að bera upp fyrir fundinn svohljóðandi tillögu: »Fundurinn lýsir yfir því að hann vill ekki ganga að Uppkasti milli- landanefndarinnar, nema á því séu gerðar verulegar breytingar, er kveði skýrar á um fullveldi landsins.*—Var sú tillaga undirrituð af 15 kjósendum. Ymsir úr stjórnarliðinu gerðu þá svo mikið hark og háreisti í sálnum að skipulegri fundarstjórn og atkvæða- greiðslu varð ekki við komið. Var skop- legt að sjá gráhærða menn haga sér sem ósiðaðir drengir. Gengu þá marg- ir af fundi, er leiddist þaufið. Og fór því svo að með þessari tillögu voru greidd 28 atkvæði, en 42 á móti.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.