Norðurland - 08.08.1908, Side 2
208
Nl.
Dr. Valtýr Guðmundsson
°g
frumvarp millilandanefndarinnar.
í danska blaðið Politiken hefir Dr.
Valtýr Guðmundsson ritað grein nokk-
ura um frumvarpið, viðtökur þær er
það hafi fengið, hvað að því sé fundið
og hverjar horfur séu á því að það
Verði samþykt. Að ræða um alt þetta
í einni grein er að vísu ekki hægt,
svo að ekki verði miklu úr að sleppa.
Til þess er málið of margbrotið. En
þó er það góðra gjalda vert að ein-
hverir verða til þess að skýra málið
nokkuð fyrir Dönum, því helzt er svo
að sjá sem blöð þeirra, að minsta
kosti sum, þykist ekki fær um að tala
um málið með rökum. Hitt lætur þeim
heldur að æpa hástöfum yfir því að
nokkrir Norðmenn hafa talað til vor
nokkrum hlýlegum brýningarorðum, að
hlaupa ekki á oss í máli þessu og
ganga að þeim kostum einum, er oss
megi vera skammlausir, hvort sem
vér erum lífs eða liðnir.
Sé svo talað um frumvarpið í út-
lendum blöðum, að það þyki í öllu
fullgott handa oss íslendingum, þá er
vitanlega ekki sparað, hvorki f Dan-
mörku né hér, að halda þessu á lofti.
En þyki einhverjum oss of lítið boðið,
þá virða bæði Danir og dansklundaðir
íslendingar það til fjandskapar.
Dr. Valtýr bendir annars á það, að
öll hin fyrri flokkaskipun f landinu sé
mjög á reiki. Uppkastið hafi fengið
fylgismenn í öllum flokkum, en ekki
séu síður menn í öllum flokkum, er
ekki vilji ganga að því óbreyttu. Tel-
ur hann að þjóðin skiftist nú f þrjá
flokka.
1. Þá sem vilja samþykkja frumvarp-
ið óbreytt.
2. Þá sem vilja koma fram hófleg-
um breytingum og tryggja það betur,
en Uppkastið gerir, að það veiti oss
þau réttindi, er nefndarmennirnir teljá
að það veiti og
3. Þá sem ekki vilja ganga að frum-
varpinu, nema á þvf séu gerðar svo
gagngerðar breytingar, að Danir muni
ekki vilja að þeim ganga.
Engu segist hann vilja um það spá
hve liðsterkir flokkar þessir verði á
næsta þingi, en telur þó sennilegast
að enginn þeirra ráði yfir fuilum meiri
hluta.
Gerir hann því ráð fyrir öðru af
þessu tvennu:
Að breytingartillögur gjörbreytenda
verði feldar af báðum hinum flokkun-
um, en Uppkastsmennirnir sætta sig
sfðan við tillögur þeirra manna, er
hægar vilja fara og þær tillögur verði
samþyktar, eða
Að breytingartillögur gjörbreytenda
verði fyrst feldar af báðum hinum
flokkunum, en síðan verði tillögur
þeirra er skemra fara feldar bæði af
gjörbreytendum og Uppkastsmönnum,
en ekkert frumvarp verði samþykt á
þessu þingi.
Vitanlega eru þetta ekki annað en
spár einar. Ennþá er óvfst með öllu
að ekki náist fult samkomulag um
breytingarnar milli þeirra -manna, er
vilja breyta og fari svo er ekki held-
ur ólíklegt að nokkurir, eða jafnvel
allmargir, þeirra, er nú vilja ganga að
frumvarpinu óbreyttu, sláist þá f þann
hóp á sfðustu stund. En sennilega fer
þetta nokkuð eftir því hve liprir Danir
reynast við samningana.
Annars kannast Dr. Valtýr við það,
að það sé ómótmælanlégt, að hinn
íslenzki og danski texti Uppkastsins
sé ekki samhljóða í ýmsum greinum
og hafi það átt góðan hlut í því að
spilla fyrir því. Það sé og rangt, sem
ýmsir nefndarmennirnir hafi haldið fram,
að báðir textarnir séu frumtextar eða
jafnréttháir. Samþyktin 13. Maí sýni
það glögglega að þetta sé ekki svo.
í henni standi að aðeins danski textinn
sé samþyktur af allri nefndinni, en ís-
Ienzka þýðingin sé látin fylgja og sé
hún á ábyrgð íslenzku nefndarmann-
anna, en með tilteknum dæmum (veldi
Danakonungs — ríkjasamband) sé það
ákveðið, að beri textunum ekki saman
skuli merking dönsku orðanna ráða.
Er þetta ekki lítilsverð viðurkenn-
ing frá manni, sein er jafnhlyntur frum-
varpinu að öðru leýti og Dr. Valtýr
Guðmundsson.
»Sú hefir orðið afleiðingin af þessu«,
segir Dr. V. G. » — og ýmsum öðrum
ummælum íslenzku nefndarmannanna
— að á íslandi hefir mönnum sýnzt
sem það væri með ráði gert að gera
textana svo úr garði, til þess að villa
kjósendum í báðum Iöndunum sýn —
danskir og íslenzkir kjósendur ættu
að skilja frumvarpið hvor á sinn veg.
Þetta hefir spilt mikið fyrir og vald-
ið tortrygni, einnig að því er þau
atriði snertir, sem eru fullljós og engin
ástæða er til að vera óánægður yfir.«
?
Skólamál Vestur-íslendinga.
Af því máli berast hingað eftirtekta-
verð tíðindi. Kirkjuþingið hefir ákveðið
að slíta sambandi því, er það hefir
haft við 2 skóla þar vestra, að einu
ári liðnu, Gustavus Adolphus College og
Vestley College í Winnipeg. Þó verður
ekki séð að von sé um að skóli kirkjufé-
lagsins, sem lengi hefir verið efnt til,
muni komast upp bráðlega. Af fund-
arskýrslunni verður ekki séð, að sú
von hafi vakað fyrir nokkurum fundar-
manna, þó reyndar sé gengið kappsam-
lega fram í því að safna fé. Aðalá-
stæðan er sú, að kirkjufélagið vill ekki
hafa síra Friðrik J. Bergmann fyrir
kennara í tungumálum við Vestley-
skólann, af því að hann sé á bandi
nýju guðfræðinnar. Þá sök eina finn-
ur kirkjufélagið á hendur honum og
hún er því nóg. Helztu andstæðingar
síra F. J. B. á kirkjuþiriginu, prestarnir
þar vestra, urðu að kannast við það,
að frá þjóðernislegu sjónarmiði hefðu
íslendingar vestra haft gott af stofnun
embættisins við Vestley-skólann og
að margir mundu hafa leitað náms þess
vegna, er annars hefðu ekki til þess
hugsað, en það yrði að lúta í lægra
haldi er um það væri að ræða, að bæla
»hærri kritikina« niður.
Eins og kunnugt er hafa íslending-
ar getið sér hinn bezta orðstír við
Vestley-skólann, það verið viðurkent
um þá, að þeir sköruðu þar fram úr
öðrum nemendum og síðastliðið ár var
skólinn sóttur af ekki færri en 35 ís-
lendingum. Hér er því að ræða um
næsta þýðingarmikla ráðstöfun og fer
varla hjá því að hún veki talsverðan
óhug víða hér á landi.
Síra Friðrik benti á það á fundin-
um, að ef skoðanir hans væru skað-
legar, lægi næst að reka sig frá prests-
embætti, en ekki frá tungumálakenslu
og sýnist ekki ólíklegt að kirkjufélag-
ið geri það á eftir, er það hefir stigið
þetta fyrra sporið.
3»
Cesar £ombrosó
heitir nafnfrægur sálarfræðingur á ítal-
íu. Hefir hann einkum aflað sér frægð-
ar um hinn mentaða heim fyrir tvent:
sakamannafræði (criminologiu), og rit
sín gegn dulspeki og andatrú. Hann
er nú vel sjötugur, en ern maður og
óbilaður. Fyrir eitthvað 20 árum sfðan
fengu nokkrir vinir hans hann til að
reyna sjálfur tilraunir spiritista. Hann
lét loks að orðum þeirra og samdi
við hina nafnkunnu Evsapíú Paladino að
sýna sér nokkrar tilraunir, en þó svo
að hann mætti ráða öllum atvikum
og hreyfingum hennar, t. d., binda
hendur hennar og fætur og haga öllu
í herberginu, svo og birtunni, eins
og hann vildi. Hann viðhafði met,
vog og mælira, ljósmyndavél og önn-
ur vísindaáhöld. Síðan var hann við
ótal tilraunir. Liðu svo nokkur ár.
Smásaman lýsti Lombroso því f ritum
og ræðu, að hann væri löngu orðinn
sannfærður um að fyrirbrigðin, er hann
hefði séð, hefðu verið áreiðanlegir við-
burðir, og aldrei svik eða sjónhverf-
ingar. Þó kvaðst hann tala einungis
um staðhœtti, en hvernig þá ætti að
þýða, kvaðst hann ekkert um segja.
Svo líður og bíður. Lombrosó hélt
áfram rannsóknum sínum, en bráðum
komust fleiri og fleiri á snoðir um, að
hann væri orðinn fulltrúaður spíritisti,
í blaðinu Le Matin (d: morgun) í Paris
stóð 12. apríl í vor eftirfylgjandi sam-
tal ritstjóra blaðsins við Lombrosó.
»Hvernig viljið þér þýða fyrirbrigðin
við tilraunir yðar hjá frú Evsapiuf*
»Á einfaldan hátt. Hún hefir þá gáfu
að sýna fyrirbrigðin. Hún er taugasjúk
(hysterisk); heili hennar raskaðist þeg-
ar hún var barn, við einskonar gin-
klofa. Hún hefir lág, sem líkist gati
við gagnaugað. Við tilraunir flýtur þar
út loftefni með vissum lit og má glögg-
lega sjá útstreymið. Hún er ákaflega
næm og dáleiðist afar-auðveldlega.«
»Hafið þér oft verið við tilraunir,
prófessorf*
»Hundrað sinnum eða oftar, í Milano,
Genefu, Neapel, Túrín og Feneyjum.*
»Vilduð þér þá gera svo vel að
segja mér hvernig yður varð við þau
fyrirbrigði ?«
178
»Já, — hvað átti eg að gera?« spurði prófessorinn
og fórnaði höndum; »hvað átti eg að gera, aleinn í
þessum ósköpum? — það var rétt áður en þú komst,
— eg greip það, sem eg hafði handbært. En hún hefir
áreiðanlega verið dáin þegar eg helti því í munninn á
henni. Eg var lengi hræddur um hjartað í henni; — en
að það skyldi fara svona —.«
Bentzen Iagði höndina á öxl honum. »Sýndu nú, að
þú sért maður, Lövdahl! Við höfum báðir séð svo margt
af þessu tægi, að okkur er skylt að sýna þrek þegar
þetta dynur yfir okkur sjálfa. Eg sé líka, að þú ert
stiltur, og auk þess veiztu líka — guð almáttugur veri
lofaður — hvar þú átt að finna bezta og ríkulegasta
huggun.«
Bentzen héraðslæknir hafði jafnan guðrækileg orð á
reiðum höndum við svona tækifæri, þó að hversdags-
ræða hans væri allajafna krydduð formælingum og ýms-
um óþverrasögum.
,En þegar hann var farinn, búið 'að loka framdyrun-
um, leyna því versta og bjarga ástæðunum, þá gugn-
aði Karsten Lövdahl; hann lokaði sig inni hjá líkinu,
fleygði sér niður við rúmið og stundi.
Þetta varð þá endirinn á því — þessu bjónabandi.
Það hafði verið honum langvinn barátta, og altaf hafði
hann borið Iægra hlut — líka í þetta sinn.
Hann hafði barist fyrir því að vinna konu sfna á
annan hátt en með ástinni. Hún átti að læra til fulln-
ustu að meta hann — einnig á þann hátt að viður-
kenna, að lífsskoðun hans væri rétt og að láta undan.
Hégómadýrð Karstens Lövdahls var ríkasta sálarein-
kunn hans; alt hafði stuðlað að því að efla hana —
konan hans ein vildi ekki beygja sig.
179
Og eftir því sem þau lærðu betur að þekkja hvort
annað í sambúðinni, eftir því skildist honum betur, að
altaf minkuðu Iíkurnar til þess að hún mundi ganga á
hönd honum í fullri aðdáun, og' því áfjáðari varð hann
að vinna sigur.
Það skyldi þó sannast á endanum, að án hans væri
henni enginn vegur fær; og einhverntíma skyldi koma
að því, að allar fjarstæðuhugmyndir hennar reyndust
það, sem þær voru — marklaust hjal og gífuryrði.
Og þó fann hann að hún var ofurefli. Þessi hlífðar-
lausa, hugdjarfa glaðværð, þetta óhvikula, örugga augna-
ráð, sem hann fann hvíla á sér í hvert sinn er hún
skifti ögn um brögð með sannleikann svo létt og þægi-
lega, þótt hún væri jafnvel í öðrum enda á veizlusaln-
um, — alt þetta þjáði hann, espaði hann, af því að
hann gat aldrei fengið hana til að hvika.
Að eins í einu atriði hafði hann fengið sigur, — í
baráttunni um Abraham. En samtímis því kom dálftið
annað til sögunnar, sem verst var af öllu, og það hafði
rekið smiðshöggið á.
Þvf að hann átti leyndarmál, sem hann hafði gert
sér alt far um að dylja öll sín hjúskaparár. Hann vat
afbrýðissamur. En eins og hégómadýrð hans kom aldrei
í Ijós á þann hátt, sem bæri nokkurn vott um gort eða
skrum, þannig bólaði heldur aldrei á afbrýðissemi hans
í ofsa og bráðræði.
Hann mundi altaf eftir setningu einni f bók, sem
hann hafði leaið í æsku: Afbrýðissamur maður er æf-
inlega hlægilegur, en einkum þegar hann kemur hlaup-
andi með hníf í hendinni.
í augum Karstens var það hámark allrar mannlegrar
hörmungar að verða hlægilegur; og þess vegna hafði