Norðurland


Norðurland - 08.08.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 08.08.1908, Blaðsíða 3
209 MI. »Með ánægju. Eg er fullkomlega sannfærnur um, að þau fyrirbrigði, sem Evsapia hjálpar til að framleiða, eru sönn og svikalaus. Þó hættir henni við, þegar henni tekst miður en hún heldur að vonast sé eftir, að hafa dá- lítil brögð í tafli. Eg er lfka sannfærð- ur um, að eftir að nokkur ár eru lið- in, verður búinn hinn mikli miðilskraft- ur hennar; að vísu sloknar hinn andlegi kraftur hennar mjög seint og sígandi, en þó sf og æ. Nú þegar hepnast henni sjaldan að sýna skarpar rendur eða jaðra á myndum þeim, sem birt- ast< »Megna vísindin að þýða þá leynd- ardóma, sem fylgja fyrirbrigðunum?< »Já, hvað nokkur þeirra snertir, en ekki önnur. Ekki þarf lengur að efast um, að heil borð eru hafin hátt á loft, og að allskonar hlutir eru hreytðir og færðir til, án þess nokkuð sýnilegt komi við þá. Ljósmynd hefir verið tekin, þegar borðið var á lofti, en menn héldu höndum og fótum Evsapiu — lítið þér á! En nú kemur nokkuð enn. Einn dag horfði eg á blómker 30—40 punda þungt, fara um í lausu lofti. Skálin stóð nokkrar álnir frá okkur, hófst svo upp, sveif síðan fyrir ofan höfuðin á okkur, og seig með hægð niður á borðið.< í Feneyjum horfði eg á merkilega sjón. Þar sátu ásamt mér 5 e^a 6 lærðir menn. Þá birtist okkur, fyrir áhrif miðilsins, er þar var, andi greif- innunnar M. Svipurinn hikaði lengi áð- ur en hann vildi sýna sig; loksins fund- um við eftir hann á borðinu þessi orð rituð á latínu: »Hér er svín inni<. Okkur varð ilt við þetta, og báð- um svipinn að sýna sig. Hann svaraði: »Eg birtist ekki fyrri en hann er farinn.< Við þögðum, því enginn vildi kannast við, að hann sjálfur væri svín. Þá nefndi andinn nafn eins þeirra er við voru. Honum var vfsað á dyr, en þó tókst okkur áður að komast að því, að í vasa hans var bók, alkunn- ug, en full af óþverra og klámi. í öðru sinni — svo eg tilfæri nýtt dæmi, hefi eg notið þeirrar gleði að sjá svip móður minnar; og mér var auðið að faðma hana að mér og skifta orðum við hana — áður en hún hvarf. Hvað lyfting borðsins snertir, hefir verið sýnt og sannað, að þungi Evsa- píu breytist með þyngd borðsins, án þess hún komi nærri því. Einkum þykir kynlegt þegar Evsa- pfa, með bundnar hendur og fætur, er hafin á loft og sett niður á borðið. Undan handkrikum hennar sjást ein- ungis tvær andahendm, er styðja hana. Eftir þessu hefir verið nákvœmlega tek- ið.« »Þér trúið þvf fastlega á þessi fyrir- brigði, herra prófessor?« »Já, fastlega. Eg vil ábyrgjast yð- ur, að bæði lyfting borðsins og færsla hluta, án þess nokkuð sýnilegt komi við þá, fer fram svo að engin brögð eru í tafli. Samt sem áður ítreka eg það, að úr þessu má enginn framar reiða sig til fulls á hreinskilni Evsa- píu. Henni fer óðum aftur, og þá fer henni sjálfrátt eða ósjálfrátt að finnast óhjákvæmilegt, að hún, ef svo ber undir, brúki blekkingar, einkum séu fyrirbrigði heimtuð af henni.« M.J. 4 Sundpróf var haldið sunnudaginn næst síðasta fyrir nemendur þá hér í bænum, sem lært hafa að synda í vor. Tóku 35 karlar þátt f því. Syntu hinir óæfðari fyrri hluta dagsins í sundpollinum, en hinir æfðari léku á sundi hér við hafnar- bryggjuna fyrir fjölda áhorfenda, er skemtu sér mæta vel við að horfa á. Sérstaklega vakti það aðdáun manna að sjá suma drengina, frá 10—13 ára, leika öll hin algengu sund, bjarga hvorir öðrum í fötum, og afklæða sig að fullu á sundinu. A kappsundi reynd- ist Jóhann Ólafsson snjallastur, hann synti 100 metra á 2 mínútum og 1 sek. með því þó að snúa einu sinni við á sundinu. — Nýtt var það hér, að sjá einn nemanda bregða fyrir sig þrifsundi, »Haand over Haand«, af talsverði list. Sundpróf hið sama sem sundkenn- arar í nágrannalöndunum verða að standast, til þess að fá að hafa sund- kenslu á hendi í opinberum skólum og hernum, stóðust þrír nemendur, þeir: Arngrímur Ólafsson. Kristján Þorgils- son og Jóhann Ólafsson. Stúlkur hafa og f vor lært hér sund og var próf þeirra fyrra miðvikudag og sundkenslunni lokið þann dag. Alls nutu kenslunnar 61 karlmaður og 10 stúlkur, er voru sundfærar að loknu kenslutímabilinu, sem var sex vikur. Almennur áhugi virðist vera vaknaður fyrir þessari ágætu og fögru fþrótt og nauðsyn hennar. 4 Spekingurinrj Svedenborg (1688—1772). Eftir 136 ára hvíld í enakri jörð hafa nú bein þessa fræga sasnska vís- indamanns, er kallaður er »s^ekingur Norðurlanda«, verið flutt heim til aett- jarðar hans á veglegu herskipi bg jarð- sett í Stockhólmi með miklím veg og sóma — rétt eins og gtrt var við helgra manna bein á miðöldunum. Um Emanuel Svedenborg segir blaðið Inqirer 23. maí síðast liðinn. »Loksins var maklegur heiður sýnd- ur þessum mikla manni, af þjóð hans, þar sem andi hans og rit hafa vakið stórmikla eftirtekt á síðustu árum. Enda er það mjög eftirtektavett að áhrif hans á bókmentir og vlgindi Norðurlanda virðast hingað til hafa orðið nálega engin í samanburði við þýðing þessa djúpvitra manns á hugi vísindamanna Þýzkalands, Frakklands, Englands og Ameríku.« Tilefnið til þess að beinin %ru hreyfð var það, að kirkja sú í Lund- únum, sem Sv. hafði verið jarðagur við, var tekin ofan, og varð þá d?jla um hvort færa skyldi leifar hins' natfl- togaða manns. En er það fréttist til Svíþjóðar, kom þaðan það svar fiá konungi og þjóð að sent skyldi skip á ríkiskostnað eftir þeim. Var viðhötn mikil viðhöfð bæði í Lundúnum Og einkum í Stockhólmi. Sérstaklega hefir Sv. verið minst við þetta tækifæri af theósofum (duK spekismönnum) og spíritúalistum dl um allan heim. Hann ritaði fjölda bóka, fyrst um náttúrufræðisieg og stærðfræðisleg efni, en síðan nær eingöngu guðfræðis- og heimspekisbækur. Kirkja hinnar nýju Jerúsalem er af honum stofnuð, og á- hangendur hans í ýmsum löndum eru enn þá margir, svo og söfnuðir, sem við hann eru kendir. Þykja Sveden- borgarar hvervetna góðir og velmetnir kristnir menn, en að mestu kreddu- lausir og frjálslyndir. M.J. 4 Héraðssamkoma í Skagafirði. Hinn 20. júní s. I. hélt Ungmennafélagið „Tindastóll" á Sauðárkrók almenna samkomu, á eyrunum utan við kauptúnið Sauðárkrók. Samkomuna setti, formaður félagsins, Sig- urður Björnsson á Veðramóti með tölu. Sungið: Heilir og sælir. Fór samkoman síðan fram á þessa leið: 1. Ræðuhöld: a. Minni íslands; ræðumað- ur sr. Arnór Árnason. Sungið: Ó fögur er vor fósturjörð. b. Minni Skagafjarðar; ræðu- maður Árni prófastur Björnsson. Sungið: Blessuð sértu sveitin mín.* 2. Kappreiðar. Verðlaun voru veitt að upphæð 5 kr. fyrir gangtegund hverja, þann- ig fyrir stökk, vekurð og tölt. Þessir hlutu verðlaun: a. Fyrir stökk: Brúnn hestur, eign Jóhannesar Guðmunds- sonar, Ytra-Vallholti. b. Fyrir vekurð:Jarp- ur hestur, eign Pálma Péturssonar, kaup- félagsstjóra, Sauðárkrók. c. Fyrir tölt: Jarpur hestur, eign P. P. kaupfélagsstjóra, Sauðár- krók og grár hestur, eign Páls V. Bjarna- sonar, sýslumanns á Sauðárkrók. Hvor þess- ara tveggja hesta. fekk kr. 2.50 í verðlaun, o: verðlaunum skift. 3. Glímur. Mestir glfmumenn voru þeir: Sigurður Björnsson á Veðramóti og Árni J. Hafstað í Vík. Verðlaun, heiðurspening úr silfri, hlaut Sig. Björnsson. Glímdu þeir S. B. og Á. J. H. báðir rösklega og fimlega, en lasleiki bagaði hinn síðarnefnda, svo hann gat eigi fyllilega notið sín í glímunni. Verð- launapeninginn afhenti P. Pétursson, kaup- félagsstjóri, sigurvegaranum, með nokkurum velvöldum orðum og hvatti unga menn til að Ieggja stund á hina íslenzku glímuíþrótt. 4. Hlaup. Sigurvegari Sig. Björnsson. Næst- ir honum gengu: Jón Árnason, frá Reykj- um og Eggert Jónsson, frá Nautabúi. 5. Stökk. a. Jafnfætis yfir \3/t al. vann Páll Sigurðsson, Brenniborg. b. Með til- hlaupi yfir 2V2 al. vann sami maður. Næst stökk jafnfætis og með tilhlaupi, Sig. Björns- son. 6. Höfrungshlaup. a. Yfir 3. ál. háan mann Andrés Björnsson, stud. mag., frá Brekku. b. Yfir marga í röð vann sami maður. Næst hlupu yfir einn og fleiri: Sig. Björnsson og Páll Sigurðsson. 7. Minni bænda, ræðumaður Flóvent bóndi Jóhannsson. Sungið: Bændurogbúalið. Pessu næst skrúðganga undir islenzka fánanum (studentafánanum) inn að húsi Góðtemplara. Eftir þetta fór samkoman fram þar, eins og hér segir: 8. Kveðskapur þríraddaður. Þessir kváðu: Sig. Björnsson, Þorbjörn Björnsson, Krist- ján Árnason og Kristján Sigurðsson. 9. „Solo" söngur. „Soloisti" Kr. Möller, verzlunarmaður á Sauðárkrók. 10. Dans. Samkomunni slitið með ræðu af samkomu- stjóra. Fjöldi manna sótti samkomuna. Veður allgott mestan hluta dagsins, og skemtu menn sér hið bezta. Félagið hafði ekki notið neins styrks til þessa samkomuhalds. Mega Skagfirðingar vera „Tindastól* þakklátir fyrir skemtunina dag þenna. í forstöðunefnd sainkomunnar sátu: Guð- rún Björnsdóttir, Veðramóti, Kristján Sig- urðsson, búfr., Sauðárkrók, og þeir bræður: Stefán gagnfræðingur, Þorbjörn og Sigurður búfræðingar, Björnssynir, frá Veðramóti. — í dómnefndum voru: Geirf. Tr. Friðfinns- son, Hólum, Þorv. Arason, póstafgrm., Víði- mýri, sr. Hallgrímur Thorlacíus, Glaumbæ, P. V. Bjarnason, sýslum. og Pálmi Péturs- son, kaupfélagsstj. Vér hyggjum, að sýslufélögin gerðu happa- verk með því að styrkja efnisgóðan ung- mennafélagsskap, bæði til meiri starfsemi inn á við og til að gera áhrifin út á við fjölbreyttari og heillavænlegri. Til þess að samkoman veiti reglulegan unað, þurfa allir þátttakendur að leggja fram sinn skerf í sem fylstUm mæli til sameiginlegs fagnaðar með samkomulýðn- um. Tilgangurinn með samfundum og sam- komum er sá, að fræða, gleðja og vekja. „Glaðr og reifr skyli gumma hverr, unz sinn bíður bana." B. T. 4 Fundir. ' Ennþá berast fréttir af fundum um sambandsmálið en ekki eru það nein stórtíðindi. í Strandasýslu hafa þing- mannsefnin haldið fundi á Óspakseyri og Prestbakka, en ekki hefir heyrst að atkvæðagreiðsla hafi farið þar fram. Þá berst hingað sú fregn að ráð- herrann hafi laumast vestur í Dali úr Strandasýslunni, eftir ferð sína á Sveinsstaðafundinn og haldið þar 2 fundi að minsta kosti. Hafði hann þó að sögn neitað því á Sveinsstöðum, að hann færi í Dalina. En fremur hafði verið fundur á Blönduósi á sunnudaginn var. Til hans höfðu þeir boðað síra Hafsteinn Pét- urssson og Arni í Höfðahólum. f Mýrasýslu verða að eins tveir í kjöri til þing- menskunnar, tveir bændur innan hér- aðs, þeir Jóhann bóndi Eyjólfsson í Sveinatungu, fyrir hönd Uppkastsmanna og Jón Sigurðsson bóndi á Haukagili, fyrir hönd Uppkastsbreytenda. — Jón Jensson yfirdómari hafði hætt við að bjóða sig fram. Hitinn. Sumarið hefir verið óvenju heitt það sem af því er hér á landi, einkum hér norðanlands. Oss íslendingum hefir hitinn fært björg og blessun, en svo er ekki alls staðar í heiminum, að hitinn hafi verið til blessunar. í austurhluta Bandaríkjanaa var hjt- inn ógurlegur fyrri hluta júlímánaðar og var talið að hann hefði orðið 30 mönnum að bana í New York á 2—3 dögum. Sjöunda júlí var t. d. hitinn þar f borginni 38 stig á Celsius í skugganum. í þessum afskaplega hita sváfu menn helzt uppi á húsaþökum, eða í skemti- görðum borgarinnar, en á daginn gengu konur og menn svo fáklædd sem frek- ast þótti gerlegt. Þó hrundu bæði menn og málleysingjar lémagna niður á göt- unum, vegna hitans. Mylius Ericksen, sá sem ferðast hefir um Grænland og ritar þaðan mikið og margt gott, er dáinn á Grænlandi. Alls staðar nálœstur. Ráðherrann hafði brugðið sér með Hólum f gær austur á land og haft með sér hesta og fylgdarmann. Ársrit Ræktunarfélassins er að vanda eigulegt og fróðlegt rit, sem félagsmenn ættu að kynna sér sem bezt. í því eru þessar ritgerðir: Urn rófnarœkt eftir Sigurð skólastjóra Sigurðsson, Púfnasléttun eftir Jósef J. Björnsson. Báðar þessar ritgerðir eru allangar og ítarlegar. Þá eru 2 smá- ritgerðir eftir Ingimar Sigurðsson frá Draflastöðum, sem heita Grasrœkt í Norðurbotnum og Frystistofa í Luleá. og loks Útdrdttur úr skýrslum um unn- ar jarðabœtur d íslandi 1904 eftir Jón Guðlaugsson. Auk þess flytur ritið ýmsan nauð- synlegan fróðleik um starfsemi félags- ins og hag þess. Ólíkiesrt sýnist það að Húnvetningar láti það spyrjast, að þeir geti ekki komið sér saman um það hverja þeir vilja hafa

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.