Norðurland - 10.07.1909, Side 3
107
Nl.
Þekkíö þið „Universal“?
borið á það, svo að alt af sést til þess
í myrkrinu. Hljóðfærið tekur því næst
að þeytast fram og aftur um herberg-
ið uppi í loftinu, með afarmiklum
hraða, og alt af er Ieikið á það. Stund-
um heyrðum við það Iemjast við stofu-
loftið.
Næst komu manngervingarnar.
þær birtast sem brjóstlíkön á borð-
inu, sem setið er við. Og þær halda
sjálfar lýsingartöflunni, sem eg hefi
áður minst á, upp að andlitinu á sér,
til þess að menn geti séð þau. Eg sé
þau allgreinilega, einkum sum þeirra.
Andlitin eru ólík grímum, og augun
eru vel lifandi. Ekki fanst mér samt
andlitin vera alveg eins og andlit lif-
andi manna. En óhægt yrði mér að
gera grein þess, í hverju munurinn
hafi verið fólginn.
Fjórir þeirra, sem birtust, var mér
sagt, að kæmu mín vegna:
1. Ungur maður, skegglaus.
2. Kvenmaður með hvítt traf um
munninn.
3. Roskinn karlmaður með alskegg.
4. Roskinn karlmaður með skegg
á efri vör og höku.
Hver þeirra birtist þrisvar til fjórum
sinnum. Eg horfi á þau í hvert skifti
líklegast fram undir eina mínútu. En
eg þekti ekkert þeirra.
Eg ávarpaði þau öll. En ekkert
þeirra svarar, nema stúlkan. Eg spyr
hana á íslenzku, hvort hún þekki mig.
Hún segir skýrt «já» á íslenzku. Eg
spyr hana, hvort hún sé kona ein,
sem eg nefni, og hafði þekt. Hún hristir
höfuðið. Eg spyr hana, hvort hún sé
stúlka, sem eg hafði ekki þekt, en full-
yrt hafði verið, að mikið hefði verið
riðin við tilraunirnar hjá okkur í Reyk-
javík. Hún kinkar kolli.
Alt af er jafnframt talað við okkur
í loftinu utan við miðilinn. Eg segi,
að eg þekki ekki þá, sem til mín hafa
komið, og bið um nöfnin á þeim, öll-
um eða einhverjum. Sá, sem við mig
talar (»Jack«), segir, að aðalstjórnand-
inn (»John King«) hafi bannað að
nefna nokkurt nafn. Sannanirnar eigi
að vera í því fólgnar, að menn þekki
manngerfingarnar. Séu mönnum sögð
nöfnin, verði sannanirnar veikari. Eg
segi, að alment geti þetta verið rétt;
en það geti ekki átt við mig, ókunn-
an mann úr fjarlægu landi. Geti þeir
komið með nöfnin á vinum mínum,
sé það góð sönnun. Hann virðist fall-
ast á það, en Iofar engu. Og úr því
verður ekki heldur.
Mér er sagt, í þessu þjarki, að einn
af mínum gestum, kvenmaður, standi
nú fyrir aftan mig, og eg er spurður,
hvort eg verði ekki var við hann. Eg
sný mér við og verð engis var.
Konurnar eru glaðar mjög og þakk-
látar. Gestir koma til þeirra þarna á
borðinu. En sá er munurinn á mér
og þeim, að þær segjast þekkja sína
gesti. Ein talar við mann sinn, önnur
við dóttur sína, þriðja við bróður
sinn. Þær segjast alvanar þessu hjá
Husk, og ekki vera í meiri vafa um,
við hverja þær tali, en um hitt, að
þær tali hvor við aðra. Fyrir framan
eina konuna sé eg koma á borðið
litlar, sjálflýsandi hendur. Uppi yfir
höndunum heyrist rödd, sem talar við
konuna. Hún segir, að þetta sé dóttir
sín og sé vön að koma til sín hjá
HrossamarKaðir.
Undirskrifaður kaupir 3 — 9 vetra tiross á pessum stöðum:
Oddeyri föstudaginn 23. þ. m.
Pverá i Öxnadal laugardaginn 24. s. m.
Hrossin verða að vera bandvön.
Oddeyri 10. júlí 1909.
Pétur Pétursson.
Husk. Móðirin tekur hring af einum
fingri sínum og réttir hann höndunum.
Hendurnar taka við hringnum og setja
hann aftur á fingurinn, þar sem hann
hafði verið.
(Niðurlag í næsta blaði-)
Rcynið „UNIVERSAL“.
Utan úr heimi.
Rússneskt ofbeldisverK-
Þeir lundust, eins og til stóð, Þýzka-
landskeisari og Rússakeisari, fyrir ut-
an Finnlands strönd í lok f. m. A
meðan á þeirri fundi stóð, skaut rúss-
nest herskip, sem hélt vörð að næt-
urlagi, á enskt flutningaskip, sem fór
þar fram hjá og þótti eitthvað nær-
göngult. Nokkrir menn á skipinu særð-
ust. Nú segir hraðfrétt að blöð Eng-
lendinga séu æf og mótmæli heimsókn
Rússakeisara í sumar—Þeir eru slysn-
ir Rússar, skutu sem kunnugt er á
ensk fiskiskip í ófriðnum við Japani
og er ekki ólíklegt að Englendingar
minnist þess nú.
Rétt eins og hér hjá oss.
Ritstjórar á Englandi, af öllum flokk-
um, hafa nýlega haldið mikinn fund í
Lundúnum, til þess að leita samkomu-
lags innbyrðis um stefnu þeirra gagn-
vart öðrum þjóðum og varnir ríkisins.
Helztu stjórnmálaskörungar Englend-
inga fluttu ræður á fundinum.
Landskjálfti
mikill varð nýlega á Eyjunni Sumatra
í Indlandshafi, um miðbik jarðarinnar.
Sjór gekk langt á land upp og drukn-
uðu yfir 200 manna. — Jarðskjálftar
hafa og verið enn í Messina á Sikiley
og í Chile í Suður-Ameríku.—Af jarð-
skjálftunum á Suður-Frakklandi II. f.
m., eru uú komnar nokkru nánari
fréttir. Mjög mikið hafði kveðið að
þeim í bæjunum Marseille og Toulon
og nokkrir smærri bæir eyddust. Yfir
hálft hundrað manna beið bana, og
meira en 200 urðu fyrir stórum meiðsl-
um. Hefði sá jarðskjálfti komið að
nóttu til er fullyrt að miklu fleiri menn
hefðu týnt Iífinu.
Tekjur landsimans
um 1. ársfjórðung 1909.
Símskeyti innanlands: Kr.
Almenn skeyti........3409.70
Veðurskeyti..........1200.00 ,
•' -------— 4609.70
Símskeyti til útlanda:
Almenn skeyti........1730.42
VeðurSkeyd.......... 3-2.47 2Q42 S9
Símskeyti frá útlöndum............1098.76
Fyrir símskeyti samtals . . . 7751.35
Símtöl............................7990.40
Talsímanotendagjöld...............1727.95
Viðtengingargjald og einkaleyfis-
gjald........................... 500.00
Aðrar tekjur...................... 647.80
Alls . . . kr. 18617.50
Til samanburðar tekjur landsímans um
sama tímabil frá í fyrra.
Símskeyti samtals........kr. 3598.04
Símasamtöl............... - 3946.85
Talsímanotendagjald og einka-
Ieyfisgjald............ - 2370.66
Aðrar tekjur........................... - 396.46
Alls kr. . . . 10312.01
Gísii J. Óla/sson.
,Universal‘
er viðurkent um allan heim, sem
hið einasta er dugar.
Sp. Hvar er ódýrast og bezt að kaupa
matvöru og aðrar nauð-
synjavörur?
Sv. Auðvitað hjá kaupm. Jónasi
Qunnarssyni. Hann selur t. d.
5 pd. rúsínur fyrir 1,35. Sveskjur 5
pd. 1,20. K.akao 1,25. Gerpúlver 90
au. pd. og allar aðrar vörur þessu
lfkt.
Hvar á eg að kaupa ieirtau?
Hjá J. Gunnarssyni. Þar er það
áreiðanlega bezt og lang ódýrast.
Gott og ódýrt margarine fæst
hjá J. Qunnarssyni.
Veðursímskeyti til J^ils.
frá 4. júlí til 10. júií 1909.
Ak. Gr. Sf. Bl. Is. Rv. Þh.
s. 12.5 6.4 8.0 8.6 8.4 10.3 10.8
M. 9.2 9.0 10.2 12.7 12.9 12.0 12.0
Þ. 12.9 8.0 9.2 9.0 12.8 12.0 11*6
M. 14.0 12.5 14-3 14.0 10.0 I 1.0 11.7
F. 10.0 13.2 9-3 13-4 12.3 I 1.0 10.0
F. 12.0 7-5 10.2 8.2 9.7 10.2 10.0
L. 7-5 4-5 8.2 7.8 9.8 IO.4 12.3
Kl. (f.h.) 7 — 7 — 6 — 7 — 7 — 7 — 6
»UNIVERSAL«
fœst bráðum i öllum kaupstöðum.
Gripasýning
mikil var háldin við Lagarfljótsbrú
19 f. m. Þar töluðu Gunnar hrepp-
stjóri Pálsson og Benedikt Kristjáns-
son ráðunautur.
Vestmannaeyiasýsiu
segir Austri veitta Karli Einarssyni
aðstoðarmanni í atjórnarráðinu.
Svarfdælavezur.
Hans var getið hér að nokkru fyrir ekki
alllöngu. A þessu vori hafa verið lagðir
af honum 1000 faðmar. Geta má þess enn
fremur, að skuldbinding manna um að
leggja 3 dagsverk til vegarins- nær til 10
ára. Geri aðrir betur.
Maður druknar.
Sighvatur Gíslason snikkari frá
Reykjavík druknaði nýlega í kíl úr Lag-
arfljóti, fyrir neðan Vallanes, 26 ára
gamall. Var að lauga sig með 2 öðr-
um mönnum og talinn vel syntur, en
sökk snögglega og náðist ekki upp
fyr en eftir Ví stundar, þá örendur.
BrennivínsfélasriO
hefir tekið sér nýtt nafn og heitir
nú »Sjálfstjórn«, líklega af því að eng-
um félagsmanni er ætlað að vera
druknari en svo, að hann sé sjálfbjarga.
En ætti það þá ekki heldur að heita
»Sjálfbjörg« ? Sagt að stjórn þess hafi
ráðið Sigurður Lýðsson cand. jur, fyrir
ritstjóra Ingólfs. Sigurður er efnilegur
maður og hefði verið betra starfs
maklegur.
En meðal annars hvar er mér bezt
að kaupu ost?
OST er ekki viðlit að kaupa ann-
arsstaðar en hjá J. Gunnarssyni.
Hvar næ eg beztum kaupum á álna-
vöru? J. Gunnarsson seiur nú
allar þesskonar vörur með 10—20%
afslætti.
Getið þér bent mér á hvar eg get
fengið góðan skófatnað?
Skófatnaður er hvergi eins ódýr,
endingargóður og laglegur og hjá J.
Gunnarssyni, sérstaklega stigvél,
og síldarskó.
Slys.
Stefán Jðnsson skósmiður á Seyðis-
firði hafði verið að salta fisk niður í
lestarúmi á fiskiskútunni ísafold. Festi
hann hálsklút sinn á ás, er gengur
frá motornum fram á gangspilið. Vafð-
ist klúturinn utan um ásinn, þar til
hann slitnaði. Maðurinn komst með
veikum mætti upp á þilfar og andað-
ist fám klukkustundum síðar.
Synodus
sem haldin var á Þingvöllum og hófst
2. júlf, er afstaðin. Fjöldi mála hafði
verið til meðferðar. Þingið mjög frjáls-
lynt I.agði þó á móti skilnaði ríkis
og kirkju.
Kauptíð
að byrja. Fyrir hvíta vorull gefa
kaupmenn 75 aura gegn vöruúttekt.
Bændur munu þó láta mikið af ull
sinni í Kaupfélagið, senda hana út fyrir
eigin reikning.
Minninearhátið
Jóns Sigurðssonar var haldin í Eg-
ilsstaðaskógi 20. f. m. Þorsteinn M.
Jónsson kennari frá Utnyrðingsstöðum
talaði fyrir minningu Jóns, Runólfur
Bjarnson í Hafrafelli fyrir Islandi, Bene-
dikt kennari Blöndal á Eiðum fyrir
Ungmennafélögunum. — Skemtanir
söngur, íþróttir og dans.
Próf í sfjórnfræði
við Kaupmannahafnarháskóla hafa tekið
Ólafur Björnsson (ráðgjafa) og Georg Ól-
afsson úr Reykjavík, báðir með 2. eink.
„Flora"
kom í fyrrinótt og fer héðan í dag.
Meðal farþega að austan var Otto Tuli-
nius konsúll með frú sinni. Höfðu farið
skemtiferð til Eskifjarðar.
Benedikt Sveinsson
alþingismaður kom hér með Flóru
á heimleið. Hafði haldið leiðarþing á
5 stöðum í kjördæmi sínu. Fundirnir
voru flestir vel sóttir, og voru menn
ánægðir með aðgerðir þingsins í sam-
bandsmálinu. Hvergi kom fram nein