Norðurland

Ataaseq assigiiaat ilaat

Norðurland - 24.07.1909, Qupperneq 4

Norðurland - 24.07.1909, Qupperneq 4
Nl. i16 8. Starf »Sameiningarinnar« á nœsta árí. Talið var sjálfsagt að vinna að bindindisútbreiðslu á sama hátt og að undanförnu og ákvað fundurinn að verja til þess, að minsta kosti 300.00 kr. »5tjórninni falið að fá sem hæfasta bindindisboðendur, sem frekast væri hægt, og skyldu þeir gefa »Samein- ingunni« skriflegar ferðaskýrslur. 9. Samvinna milli > Sameiningarinnar« og Ungmennafélaga. Um þetta mál urðu talsverðar umræður, þar sem fundurinn óskaði eftir að samvinnan gæti orðið sem bezt, þó sá fundurinn ekki að sama félag gæti verið undir nema öðru sambandinu, en leyfir sér hinsvegar að benda bindindis-félögun- um á, að þau með fundar samþykt geti starfað að öllum hinum sömu mál- um og ungmennafélögin. 10. Fulltrúakaup samþykt kr. 38.00 11. Aðalfundarkosnaður samþ. kr. 20.00. 12. Stjórnarnefndinni falið að ákveða fundarstað næsta aðalfundar og birta útdrátt úr fundargerðinni. 18. Fundargerðin lesin upp og sam- þykt. H. E. X Utan úr heimi. Kanzlaraskifti á Þýzkalandi. Bethmann Hollweg heitir hinn nýi kanzlari Þýzkalands, sem nú er orðinn eftirmaður Biilows fursta. Var hann áður innanríkisráðherra. Á loftfari til norðursKautsins. Nýlega skýrði hraðfrétt frá þvf að Zeppelin greifi væri að búa út loft- skip til norðurskautsins. Wellman hinn ameríkski þefir orðið að hætta við för sína nú sem fyrri. Uppreist í Persíu. Þar er nú uppreist í höfuðborginni Teheran og er keisarinn flúinn á náðir rússneska sendiherrans þar í borginni. Hervarnir Dana. Hraðfrétt segir landvarnarnefndina í þingi Dana fimmklofna—Christensen sagður ósveigjanlegur. X Viðskiffaráðunaufur erlendis er Bjarni Jónsson frá Vogi settur frá 1. ág. næstkomandi, til árs- Ioka, samkvæmt fjárveitingu fjárauka- laganna. Laun hans 5/i2 úr kr. 10,000, samkvæmt auglýsingu stjórnarráðsins. Auk hans sóttu um stöðuna Gunn- ar Einarsson kaupmaður f Reykjavík, Einar Markússon kaupmaður í Ólafs- vík og Páll Stefánsson verzlunarerind- reki. Norðra hefir tekist að koma fyrir 4 rangfærzlum og ósannindum í frá- sögu sína um þetta. í fyrsta lagi á hann að vera verzl- unarráðunautur, en ekki verzlunarer- indreki. í öðru lagi er það ósatt að hann eigi að vera í Hamborg. Ekkert til- tekið um það ennþá hvar hann á að vera. Má sjálfsagt búast við að hann verði fyrst um sinn á ferðalagi. í þriðja lagi er það ósatt að hann sé skipaðvr. Hann er aðeins setlur til ákveðins tíma. í fjórða lagi er það ósatt að hann eigi að hafa 12000 kr. laun. Launin að meðtöldum ferðakostnaði eru kr. 4166.67. QuOmundur T. Hallsrrímsson læknir hefir sezt að á Siglufirði og ætlar að stunda þar lækningar í sumar. Jón Bergrsveinsson síldarmatsmaðurinn nýskipaði hér á Akureyri, er kominn hingað norður. Hefir hanu starfað að síldveiðum og síldarverkun bæði í Hollandi, Skot- landi og Noregi. Landlsknir Guðmundur Björnsson dvaldi hér um síðustu helgi á embættis yfirreið sinni. — A sunnudagskvöldið er var, hélt hann hér ágætan fyrirlestur um sjúkrasamlög. Sá fyrirlestur er nú prentaður í Skírni. Barn druknar. Barn, 8 ára gamalt, datt nýlega út af bryggju á Siglufirði og druknaði. I———■■■»«! ■! II111.. Stœrst úrval — lœgst verð. | ■ Regnkápur, með ný- Co fa tízku sniði. g) Hjólriddarakápur. c:- 3 0 Yfirfrakkar, þykkir og *■-». 1 I þunnir. rS" 2 Karlmanna-alfatn- Co *■*** ö aður. 3r ''J Kvenkápur. Peisur. Co Svuntur. £ & Drengjaföt. c- Barnakjólar. t: **«* 1 Q & Skófatnaður. 1 ?§* ‘SS Co Höfuðföt. Co r*» , k. £ 3) Álnavara ns . "t 'TL fjölbreyttust og bezt CO 'Li í Vefnaðarvöruverzlurj 3 1 «3 Gudmanns Efterfl. O *»»« 1 & ■3 Með hverju skipi koma 2 Ö nýjar vörur. t; 2r » Stœrst úrval — lœgst verð. □ Mikill afli. Samson, skip Asgeirs kaupmanns Péturssonar (skipstjóri Tryggvi Jó- hannssor]) hefir aflað 103 þúsund fiskjar á þessu sumri, frá þvt' 1' marzmán- uði og þangað til í júlím. snemma; skipið er enn komið út til veiða. Afl- inn mun gera eitthvað á 4. hundrað skippund af fiski. Þetta er ekki aðeins meiri afli en nokkurt annað skip hefir fengið hér í sumar, en líka einhver mesti afli, sem fengist hefir á nokkurt norðlenzkt skip. Ólafur Dan Daníelsson dvelur hér í bænum með frú sinni. Bezt og ódýrast margarine hjá J. Gunnarssyni. Kristján Linnet cand. júr. er skipaður aðstoðarlögreglu- stjóri á Siglufirði í sumar. Chocolade afaródýrt eftir gæðum hjá /. Gunnarssyni. Brúkuð íslenzK frímerki kaupir Þorvaldur Sigurðsson. Ágætt peysufataklæði hjá J. Gunnarssyni. Saltfiskui, hos, sfeinbifur heilagfiski fæst ódýrast í verzlun Sn. Jónssonar. 200 — 700 ljósa glóðarlampar. — Beztir og ódýrastir allra sem til eru. Eyða mjög litlu og eru alveg hættulausir. LOFT notað / stað KOLSÝRU. Qmissandi í sölubúðir og samkomusali. Aðalumboðsmaður Aladdinlampanna hér á landi, er Otto Tulinius. Prentsmiðja Odds Björnssonar. De forenede Bryggeriers KRÓNU PILSENER er hið fínasta bragðbezta og mest .•. fullnægjandi bindindisrnanna ölv De forenede Bryggeriers EXPORT DOBBELT ÖL (gulur miði með rauðu umsigii) •. •. ráðleggjum vér að nota . •. • SaP—Ip——tí1——tí4— jflJHÍ^'tJHJHJHJHJHJHJHJHJHJH

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.