Norðurland

Tölublað

Norðurland - 23.12.1909, Blaðsíða 1

Norðurland - 23.12.1909, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir. 56. blað. Akureyri, 23. desember 1909. IX. ár. Veðsetning varasjóðs Landsbankans. Eins og allir vita, er það aðalhlut- verk varasjóðs Landsbankans, að bjarga honum úr fjárþröng í bili, ef eitthvað óvanalegt ber að höndum, sem kemur bankanum í fjárklípu. Slíkar fjárklípur geta komið fyrir alla banka, þótt ekk- ert sé athugavert við stjórn þeirra. Þessvegna er það líka ákveðið í reglu- gjörð bankans, að varasjóður skuli vera í konunglegum skuldabréfum, eða öðrum áreiðanlegum bréfum, sem fljótt megi koma í peninga. Það leiðir af sjálfu sér, að veðsetn- ing varasjóðsins stríðir beint gegn á- kvæðinu um að varasjóður skuli vera handbær, í áreiðanlegum bréfum, sem koma megi í peninga á skömmum tíma. Sé varasjóður veðsettur fyrir peningaláni, eins og t. d. nú, pen- ingaláni, sem bankinn hefir notað til útlána, þá er sama sem að varasjóð- ur sé lánaður út. En það er tekið fram skýrum orðum í reglugjörð bank- ans, að varasjóð megi ekki lána út. Á móti þessu bendir Norðri á þau ákvæði bankalaganna, að bankanum sé heimilt að taka lán gegn tryggingu í eignum sjálfs sín. En þetta verður að sjálfsögðu að skilja svo, að bankanum sé heimilt að taka lán gegn tryggingu i öðrum eignum sínum en varasjóði. Þegar lögin voru samin, áður en bankinn var stofnaður, var að sjálf- sögðu enginn varasjóður til. Aftur mátti við því búast að bankinn mundi eignast ýmsar aðrar eignir og þær var bankastjórninni gefin heimilld til að veðsetja. Ætti þetta að skiljast svo, að með þessu sé gefin heimild til þess að veð- setja varasjóðinn, þá væru ákvæðin um varasjóðinn í reglugjörðinni ekki annað en markleysa, því það er engu betra að veðsetja varasjóð fyrir starfs- fjárláni, en að lána varasjóðinn út. Með hvorugri aðferðinni nær varasjóð- ur tilgangi sínum. Sé þetta skilið eins og Norðurland skilur það, verður fullkomið samræmi milli ákvæðanna í lQgunum og teglu- gjörðinni. En eftir hinum skilningnum komast lögin og raglugjörðin í mótsögn hvort við annað. Slíkar skýringar eru ekki óvanaleg- ar f Norðra, en þær eru ekki vitund þetri fyrir það. Varasjóðurinn er svo sem ekki arð- laus bankanum, þótt hann sé ekki veðsettur. Bankinn fær vexti af eign sinni og meira er honum ekki ætlað. Að öðru leyti á varasjóður að vera til tryggingar viðskiftum bankans. A slíkri tryggingu getur oft verið þörf. Það vita víst allir, sem eitthvað hafa heyrt talað um banka. Og meira að segja. Tvisvar á þessu ári hefir verið nokkurt útlit fyrir að full þörf gæti orðið á öllum varasjóðn- um, til þess að bankinn gæti staðið í skilum. Tvisvar sinnum á þessu ári hefir verið reynt að koma á aðstreymi að bankanum, til þess að heimta af hon- um svo mikið fé í einu, að bankinn gæti ekki staðið í skilum. Þegar slíkt aðstreymi verður að bönkum, er það á útlendu máli kallað »rra«. Oftast nær orsakast það af því, að fólk verður skyndilega hrætt um hag bankans. Það streymir að og heimtar út inneign sína, þar til hver skilding- ur er þrotinn, þangað til bankinn er kominn á höfuðið. Þegar bankanefndin var skipuð um síðasta þingtíma, reyndu andstæðingar ráðgjafans til að hræða hann frá því að láta nefndina taka til starfa, með því að æsa menn til þess að heimta út fé sitt úr bankanum. Til þeirra æsinga voru blöð heima- stjórnarflokksins notuð og jafnvel sum- ir af starfsmönnum bankans voru við það riðnir að ýta undir úttektina. Það var sannarlega ekki að þakka heimastjórnarforingjunum, að fólk hafði nóga skynsemi þá, til þess að sjá að enginn hætta var á fcrðum. En háttalag þeirra hefði getað haft þær afleiðingar, að bankinn hefði orð- ið gjaldþrota. Alveg sama er að segja um hátta- lagið núna, þegar bankastjórninni var vikið frá. Ovinir ráðgjafans reyndu að hefna þess á bankanum, sem þeim þótti ráðgjafinn hafa ofgert. Þeir mennirnir, sem hátalaðastir eru um umhyggju sína fyrir bankanum, reyna þá í annað skifti á sama árinu að koma honum á hnén. Hefðu þeir mátt ráða, hefðu þeir velt bankanum um koll. Svona er hún heil, inn við beinið, bankaástin þeirra, blessaðra fuglanna. En setjum svo að þetta hefði farið öðruvísi en fór. Setjum svo að aðsúg- urinn að bankanum hefði orðið eins mikill og þeir ætluðust til. Setjum jafnvel svo að hann hefði orðið meiri. Fólk hefði þust að bankanum, örvita og óstöðvandi, eins og oft vill verða þegar menn verða hræddir um fjár- muni sína og sá ótti verður að sam- eiginlegri sýki margra manna. Enginn getur stöðvað hana. Hvernig hefði þá farið fyrir bankanum? Ætli það hefði ekki verið betra þá að varasjóðurinn hefði verið óveðsett- urf Þá hefði að líkindum mátt selja bréfin á svipstundu og tilkynna að peningar væru væntanlegir þá og þegar. Óþarfi virðist að skýra þetta meira, en hvernig sem á þetta er litið, þá er það víst, að á engum mönnum sit- ur það ver að verja veðsetningu vara- sjóðsins, heldur en einmitt mönnun- um, sem tvívegis á sama árinu hafa gert tilraun til að stofna bankanum f alvarlega hættu. Jarðabætur Eyfirðinga. Eftir síðustu skýrslum. Norðurland hefir óskað eftir að eg gæfi yfirlit yfir framkvæmdir jarða- bótafélaganna hér inni í firðinum. Mér er ljúft að verða við þeim til- mælum blaðsins, og gleður það mig mjög mikið hvað Norðurland hefir mikinn áhuga, og fylgist vel með í búnaði og bændamálum, eigi síður en í öðrum sönnum hagsmálum þjóðar- innar. Það er með jarðabætur þessar, er síðustu skýrslur telja, nokkuð líkt og jarðabætur næstu ára á undan, að þær felast aðallega í þessu tvennu: gadda- vírsgirðingum og þúfnasléttun. Girð- ingarnar skipa öndvegið, um þær snýst áhuginn, að maklegleikum, og þar við lenda framkvæmdirnar. Eg leyfi mér hér að taka það fram, með fullri á- herzlu, að þó að ýmsir af vorum ungu gæðingum, búfræðingar og kandidatar o. fl. hvetji bændur til margs þarfa- verksins, þá verður ekki eins og stend- ur brýnt til betra verks en þess, að girða og girða, unz alt er afgirt, sé mögulegt að kljúfa kostnaðinn. Það er ekki nóg þótt einhversstaðar í ein- hverri sveit sé samgirðing, það er aðeins fyrsta sporið, sérgirðing er tak- markið sem að verður að stefna. Jarð- irnar verða að vera algirtar, túnin, engjarnar og beitilandið. Því aðeins getur bóndinn haft fult vald yfir ábýl- inu sínu, landinu sem hann hefir til umráða og ber öll gjöld af, að það sé friðað með góðri girðingu. Og girð- ingin vernduð með viturlegum lands- lögum. Tekjur af ógirtu landi eru óvissar og falla oft fleirum í skaut en réttum hlutaðeiganda, það er þeim sem land- ið leigir. Það gengur svo, mennirnir ekki all- ir eins og þeir eiga að vera, rétt- lætistilfinningin misjafnlega þroskuð. Á fremur lágu stigi, ótrúlega viða. Auðvitað heldur ekki auðgert að ráða því hvar skepnur ganga, ef um ógirt land er að ræða. En svo hefir landið verið frá því fyrsta, til þessa tíma. Því þó hingað og þangað sjái garð- lagsbrot frá fyrri tíð, þá hefir það aldrei annað verið en moldarhrófsverk eða hnullungatildur, sem jafnan mun hafa þrunið á hæla hleðslumanninum. En aldrei komið að neinum notum og aldrei borgað fyrirhöfnina. Að tala um girðingar í stærri stýl úr torfi eða grjóti er einungis til þess að tefja fyrir nytsömum girðingaframkvæmdum. Með því er dreift hug bænda og þeir gerðir hikandi í ráði sínu, og er það illa að farið. Eg hefi farið ofurlítinn krók, en skal nú snúa mér að því efni, er eg hét í fyrstu að minnast á. ♦Framfarafélag Öngulsstaðahrepps* hefir girt 7650 faðma af vírgirðingu, það eru 1530 dagsverk. Um 3000 f. af þessum girðingum verja tún og engjar á átta jörðum á aðra hliðina, en hinsvegar myndar girðingin sjálf- stætt hagahólf, sem geymir búsmala þessara jarða, svo hann kemst hvorki heim til skemda eða burtu til fjalla. Þá eru 4650 f. í hagagirðingum (Fjall- girðingar sem ná 15 —1600 fet yfir sjávarmál) á þrem stöðum, sem mynda stærri og minni hólf, til geymslu fyrir búsmala nokkurra manna. Vitaskuld eru allar þessar girðingar studdar að meira eða minna leyti af áður gerð- um girðingum. Þá hefir félagið sléttað liðugar r 5 dagsláttur og varið til þess 1140 dags- verkum, en fult 3V2 hundrað dags- verka hafa gengið í aðra jarðabóta- vinnu, svo sem sáðreiti, stýflugarða, flóðgarða, skurði og lokræsi. Alls hefir félagið unnið á árinu 3046 dagsverk og eru það 74 dagsverk að meðaltali á hvern starfandi félagsmann. Mætti sú starfsemi haldast nokkur ár, mundi þó dálitlu muna til hins betra. »BúnaðarfélagSaurbæjarhrepps« hefir gert vírgirðingar 1268 faðma á lengd og er það framhald á tveim stöðum af fyrra árs girðingum. Þannig hefir verið lokið við »Samgirðinguna« í Saur- bæjarsókninni, sem liggur á milli Gils- ár og Djúpadalsár. Til þessa hafa gengið 650 faðmar. Ea öll er sú girð- ing nokkur þúsund faðmar. Sýslunefnd- armaður Jóhannes Ólafsson í Melgerði hefir afgirt tún og engjar ábýlisjarðar sinnar nú á tveim árum með 1200 föðmum. í fyrra algirti Stefán bóndi f Stóradal túnið og engjarnar hjá sér, með um 1400 faðma girðingu. Og hefi eg nú áreiðanlega getið allra girð- inga, sem gerðar hafa verið í þessum hreppi, enda sést Ijóslega af því sem nú er talið, að girðinga hugur bænda í Saurbæjarhreppi er þegar orðinn mjög mikill, og vafalaust mun reynsla þeirra manna, sem þegar hafa girt, verða til þess að glæða áhugann enn þá meira. Þúfnasléttun félagsins er um 4 dag- sláttur. Safnhús hefir Júlíus í Hvassafelli bygt, að rúmmáli 2160 teningsfet. Þá er smælki, sáðreitir, skurðir og þess háttar. En alls hefir félagið unn- ið 653 dagsverk. Meðaltal á starfandi félagsmenn 31 dagsverk. » Framfarafélag Hrafnagilshrepps « hefir unnið í sömu átt og nágranna- félögin, en þar er þúfnaslétta aðalverk- ið, eða fullar 6 dagsláttur sléttaðar og varið til þess 460 dagsverkum.' Vírgirðingar eru um 1000 faðmar og auk þess nokkur dagsverk í malar- ræsum og holræsum. Flest dagsverk hafa unnið, í þessu félagi á árinu, Jón bóndi í Möðrufelli, 179 dagsverk og Hallgrímur kaup- félagsstjóri í Reykhúsum, 130 dags- verk. En alls hefir félagið 6S6 dags- verk. Meðaltal á starfandi félagsmenn 31 dagsverk. Félagsmenn í öllum þremur félög- unum eru 82 og ársstarfsemi þessara félagsmanna er 4385 dagsverk, en sé því skift bróðurlega og enginn látinn

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.