Norðurland

Tölublað

Norðurland - 23.12.1909, Blaðsíða 3

Norðurland - 23.12.1909, Blaðsíða 3
201 Nl. um bygt. Eg finn ekki orsakasamband- ið þar á milli, því að það er ræktar- ástand jarðvegsins og uppskerumagn- ið, sem ákveður áburðarþörfina og ekki annað. En það má geta sér til hvernig á þessari »reynslu« stendur. Þar sem grasfræsáning hefir verið reynd, hefir venjulega verið tekið til þess áður óræktað land utantúns. En þegar nýtt land er tekið til ræktunar þarf ætíð meiri áburð í bili, meðan verið er að koma landinu í rækt, en viðhaldið verður ekki mcira en á tún- unum, nema því aðeins að heyfengur- inn sé meiri en á þeim. Sé svo, ættu menn vel að standa sig við það. Á plægðu landi gengur áburðurinn að vísu dýpra niður í jarðveginn, en þá koma fóðurrófurnar að góðu liði, áður en grasfræinu er sáð. Þær sækja áburðarefnin dýpra en gras. Að grasfræsáning geti mishepnast, hefi eg á ferðum mínum hér norðan- lands séð sorgleg dæmi til. En hvað er eðlilegra? Og hverjar eru orsakirn- ar til þess? Þær eru að minni hyggju , margar, sín á hverjum stað, eða marg- ar á hverjum stað. Jarðvegurinn getur verið ákjósanlega undirbúinn, en sáningin sjálf mishepn- ast. Starfið er mönnum svo umhönt, aðferðin ekki eiginleg, því æfinguna vantar. Starfið er líka nokkuð vandasamt. Jafnvel hjá æfðum mönnum vill sán- ingin verða nokkuð misjöfn, sléttan með smáskellum. Þessvegna er það alsiða er- lendis að tvísá — sá á öðru ári í eyð- ur þær, sem fram koma eftir fyrsta árs sáningu. Aðrar helstu orsakirnar eru þær: að við ekki veljum rétta jörð til rækt- unar og að við ekki vöndum undirbúninginn nóg. Til þess að gera þessar tilraunir hafa víða verið valin þur og sendin börð eða hávaðar, þar sem snarrótar- punturinn ekki þrífst vegna ofþurks, þar sem yfir höfum grasvöxturinn er ógrar rfr og kyrkingslegur, sem er órækastur vottur þess að á jarðveg- inum séu megnir megingallar frá nátt- úrunnar hálfu. En jarðvegurinn er oft laus í sér og auðunninn á þessum stöðum, og það ríður baggamuninn af því að hentug verkfæri vantar víðast- hvar til að taka erfiðari jörð til rækt- unar, þó að hún sé betri. Af sömu ástæðum, verkfæraleysinu, hefir undir- búningur jarðvegsins orðið ófullkom- inn, með því líka að notkun verkfær- anna hefir orðið mönnum erfið, vegna óvana •— langtum erfiðari en þau störf eru í raun og veru. Hvað kostnaðinn snertir þá er það rétt athugað, að honum er öðruvísi I varið við grasfræsáningu, en við þak- sléttun. Stofnkostnaðurinn er ólíkur. Þar sem nauðsynleg verkfæri við þaksléttun handa einum manni munu ekki kosta yfir IO krónur, skiftir verðmæti nauð- synlegra verkfæra við grasfræsáningu hundruðum króna, séu hestarnir taldir með. Það er þvf auðsætt að þetta tvent getur ekki komið hvað í staðinn fyrir annað, heldur verður að velja aðferðina eftir ýmsum kringumstæðum. Peningar í íslenzkum búnaði gefa háa vöxtu, en bústofnarnir eru litlir og lánstraustið takmarkað. Til þess því að borgi sig að leggja fé f dýr jarðyrkjuáhöld, þurfa þau að vera arð- berandi, en þau verða því aðeins arð- berandi, að þau séu mikið noiuð. Nokkurra daga notkun árlega hlýtur að vera ónóg þegar um mikla fjár- upphæð er að ræða. Jarðabæturnar þurfa að vera í stórum stíl — stærri en nú tíðkast, eigi það alment að geta borgað sig. Nokkurir bændur gætu líka keypt áhöldin í félagi og notað þau til skiftis — um fram alt notað þau, en ekki láta þau liggja og ryðga til skcmda af brúkunarleysi. En meðan lítið er unnið að jarða- bótum, geta dýr áhöld ekki borgað sig, og meðan hlýtur gamla þaksléttu- aðferðin að vera viðurkend góð og gild. Annað, sem talið hefir verið að gerði fræsáninguna óaðgengilegri er það, að störfin séu svo dýr, að þaksléttuað- ferðin verði ekki dýrari, en komi fyr til. En þess ber að gæta, að menn hafa ekki unnið störfin sjálfir, heldur tekið til þess kaupamenn, sem oft hafa lagt til hesta og áhöld, og tekið gott dagkaup fyrir alt saman eins og eðlilegt er og sjálfsagt. En þetta að- fengna vinnuafl ógildir þann dóm, sem kveðinn er upp um kostnaðinn við fræsáninguna, þvf störfin eiga að fram- kvæmast með vinnuafli heimilanna sjálfra og menn sjálfir að njóta atvinnunnar fyrir sig og hesta sína, svo vinnulaun renni öll í eigin vasa. Samanburðurinn hlýtur því aðallega að byggjast á því, hver aðferðin af- kasti meiru með því vinnuafli, sem við höfum ráð á. og sem kostar okk- ur því nær jafnmikið hvort sem við notum það mikið eða lítið, eins og einmitt er með vinnu sjálfra okkar og hestanna. Og frá því sjónarmiði skoðað er eg ekki í neinum efa um, að fræsán- ingin muni ná meiri og meiri út- breiðslu, eftir þvf sem áhuginn fyrir jarðabótunum vex og við verðum stór- tækari í framkvæmdunum. Páll Jónsson. Raddir úr sveit. Brot úr ræðu í Ungmennafélagi. Það var trú í gamla daga að vekja mætti upp drauga. Draugar þessir áttu síðan að vera sendir út til að gera ýmiskonar óskunda, ráða menn af dög- um o. fl. Þessi trú er nú sögð undir lok liðin. Skyldu menn nú ekki fara að brosa að mér, heyrðu þeir mig segja, að eg trúi því að enn sé hægt að vekja upp drauga, og meira að segja þeir séu vaktir upp hópum saman. En samt er það nú svo, að eg trúi þessu fast- lega. Stöðugt eru vaktir upp draugar, sem á síðan eru sendir út um land alt og gera stór spell. Ekki er samt svo að skilja að draugar þessir veit- ist að mönnum og drepi þá. Nci þeir eru venjulega slungnari en svo. Þeir setjast venjulegast um hjörtu manna og vekja sundrung og hatur meða mannanna. Koma því til leiðar að hver höndin er upp á móti annari, einmitt þegai sem mest þörfin er á samhug og samtökum. Það er ekki meining mín að ætla að fylgja mörgum af draugum þessum; það er aðeins einn þeirra, er hefir haft þau áhrif á mig, að eg finn mig knúðan að draga hann fram á sjónarsviðið, svo vér, kæru félagssystkini, getum búið oss undir að verjast honum. Draug þenna hafa bannfjendur vak- ið upp, með ávarpi sínu og undir- skriftaskjölum. Vonandi er að draugur sá fái ekki miklu áorkað, þjóðin sýni að hún sé þroskaðri en rell óttur krakki er heimtar eitthvað í dag, ea fleygir því svo frá sér á morgun. En alt fyrir það er samt eins og hrópað til vor bindindismanna að vér skulum vera á verði, minnast- þess að vér höfum heitið að starfa að aðflutnings- banni áfengra drykkja. Það er skoplegt, þegar bannfjendur tala um að þeir vilji efla bindindi, en vilja þó um leið halda vínbikarn- um upp að vitunum á fólki. Það er líkt því að barnakennari væri að sýna lærisveininum fram á að alkohol vær skaðlegt eitur, en tæki sér um Ieið staup og jafnvel biði lærisveininum að bragða á. Líka halda bannfjendur því fram að aukin mentun og vaxandi menning sé trygging gegn ofdrykkju. Vér þurf- um ekki þeirra sögusagna við. Vér þekkjum öll embættismenn, sem eru þó mentuðustu mennirnir, sem eru drykkjumenn. Gott dæmi fyrir okkur einnig það, að það voru flest mentaðir menn, er hófust handa til varnar Bakkusi, svo að hann yrði ekki dæmdur útlagi af landi voru. Hjá þeim flokknum hefir hann þá mest ástfóstrið. Mörgum sæmilega mentuðum manni hefir Bakk- usi tekist að eyðileggja, og margan getur hann eyðilagt enn. Engum getur komið til hugar að neita því að víntollurinn hafi verið álitleg tekjugrein fyrir landssjóð. En hverjir hafa svo borgað þá peninga? Landsmenn sjálfir. Og þeir hafa borg- að meira en toflinn, þeir hafa einnig borgað vínið sjálft. Af þessu leiðir að landssjóðstekj- urnar mega samlíkjast tekjum af nyt- hárri kú, sem etur aftur á móti svo mikið, að mjólkin borgar ekki nærri því fóðrið. Mundi sá bóndi verða kall- aður búmaður, sem léti þann grip lifa lengi, ekki sízf ef mjólkin væri þá eitruð, svo garfga mætti að þvf vísu, að með timanum mundi hún bana fólki, er neytti hennar? Kæru félagssystkini, reisum rönd við draug þessum, eftir því sem oss er frekast unt, leitumst við að kveða hann niður hér í nágrenni voru. Hann er að mörgu leyti varasamur gripur. Hann er vakinn upp af mönnum, er margir kunna að álíta sóma að fylgja að málum og hann slær á streng, er ávalt er viðkvæmur í hjörtum vor ís- lendinga. Strengur sá er þvingun eða skerðing á frelsi, Aðflutningsbannlögii; kalla þeirþving- unarlög. En séu þau lög þvingunarlög, þá eru líka ótal mörg af lögum vor- um þvingunarlög, eða jaínvel flest öll. Það eru þá til dæmis þvingunarlög fyr- ir þjófinn að bannað er með lögum að stela. ÖIl hljótum vér að hafa séð, eða að minstakosti heyrt einhverjar slys- farir af völdum Bakkusar. Hugsum til þeirra eiginkvenna og barna, or sitja með grátþrungnar brár og bíða eftir aumingjanum, sem átti að réttu lagi að vera forsjá heimilis- ins, en er nú aðeins til þyngsla og angurs í húsfélaginu, aðeins sakir of- drykkjunnar. 1 Hugsum til þeirra ekna er verða að berjast blóðugum bardaga við fá- tæktina og sveitina, aðeins sakir of- drykkjunnar. Hugsum til allra þeirra barna sem eru föður — eða jafnvel líka — munað- arlaus, aðeins sakir ofdrykkjunnar. Hugsum til þeirra sem fæðast ann- aðhvort líkamlegir eða andlegir aum- ingjar, eða hvorttveggja, aðeins sakir, þess að ofdrykkjusynd föðurins kemur niður á afkvæminu. Og að síðustu skulum vér fylgja eftir gervilega unglingnum, sem á svo margar vonir, sem framtíðin brosir svo ljúflega við, sem byggir himin- háar loíthallir, sem ætlar að verða stoð og stytta pabba og mömmu á ellidögum þeirra. Einmitt þessi ung- lingur fellur í Bakkusarbrunninn. Og vesalings móðirin, sem bygði svo miklar og margar vonir á augastein- inum sínum, hún grætur nú glataða soninn, hún er í sífeldri angist yfir hvað hún kunni næst að heyra um drenginn sinn. Faðirinn grætur ekki eins mikið, en það kemur riða á hend- ur og höfuð og hárin grána löngu fyrir tímann. Já kæru félagssystkini, höfum alt þetta fyrir augum og spyrjum svo vora eigin samvisku. »Getum vér set- ið aðgerðalausir, þegar verið er að berjast fyrir að ógæfuhöfnndur þessi fái sæti framvegis í landi voru.« Svarið mun verða: »Nei, vér hljótum að berjast. % Símskeyti til Nls. Heimskautadeilan Háskólinn i Kaupmannahöfn hefir dœmt Cooks-plöggin algjörlega mark- laus. — Cook horfinn. Ríkisréttarrannsókn Dana. Símfrétt til Nls. segir að Bulow hæstaréttarmálafæslumaður verði verj- andi þeirra J. C. Christensens og Sig- urd Berg fyrir ríkisrétti Dana. — Þann rétt skipa hæstaréttardómararnir og kjörnir menn úr landsþinginu. ’í Leiður á lífinu? Fyrir 2 — 3 dögum skaut maður sig til bana á Hjalteyri. Hann hét Magnús Þorkelsson, ó- kvæntur maður, milli tvítugs og þrítugs. Eftirmæli. ' Eins og getið hefir verið hér í blaðinu, andaðist Guðrún Kristjáns- dóttir, kona Halldórs Jóhannessonar malara hér á Akureyri þ. 26. nóv. s. 1. Eg vildi með örfáum orðum minnast þessarar konu, af því að hún hefir verið ímnyd íslenzkrar bónda-konu og hefir helgað því verki alla sína krafta. Guðrún sál. er fædd að Hvassafelli í Eyjafirði 15. ágúst 1834 og voru foreldrar hennar hin alkunnu hjón Kristján Benediktson og Ingibjörg Jónsdóttir. Var Kristján systrungur að frændsemi við Jónas Hallgrímsson, enda var hann og vel hagmæltur. — Guðrún sál. ólst upp með foreldrum sínum í Hvassafelli og kom það fljótt í Ijós að hún mundi eiga ætt sína að rekja til hinna gömlu skörunga, er uppi voru á söguöldinni. Lítillar fræðsln mun hún hafa notið í æsku, eins og þá var títt, og naut því aðeins þess að hún átti skynsama foreldra. 19 ára að aldri gekk hún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, og hafa þau því ver- ið saman í hjónabandi 56 ár, sem fá- títt mun vera; þetta sama ár eða 1853 byrjuðu þau hjón búskap og bjuggu þau æ síðan þar til 1899, eða samr fleytt í 46 ár, svo að segja altaf í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Þau eign- uðust 5 börn saman og eru aðeins 2 þeirra á lífi Kristbjörg ekkja í Hvammi í Eyjafirði og Aðalsteinn fyrverandi verkstjóri við »Tóvélar Eyfirðinga«. Þau byrjuðu búskap með litlum efn- um, en með sparsemi, reglusemi, dugn- aði og hirðusemi, sem þau voru sam- taka með, auðnaðist þeim að afla sér svo fjár, að þau höfðu nóg til elli- áranna. , Guðrún sál var fríð kona og skyn- söm cg skörungur mikill við hvað sem var. Glaðlynd var hún og góð húsfreyja, enda aflaði hún sér almennra L

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.