Norðurland

Tölublað

Norðurland - 23.12.1909, Blaðsíða 2

Norðurland - 23.12.1909, Blaðsíða 2
Ni. 200 hafa minna en annar, koma 53V2 dags- verk í hlut; það er einstaklings vinna í 9 vikur. Kr. H. Benjamínsson. % Líndalsmálið. Síðan Norðurland kom út síðast hafa blaðinu borist ýmsar upplýs- ingar um málið og verður ekki tæki- færi til þess að skýra frá því nærri öllu. Hér verður því aðallega eitt atriði málsins gert að umtalsefni, sem sé 100 kr., er Líndal gerði lands- stjórninni reikning fyrir, fyrir far- gjaldi á skipinu Perwie í ágústm. 1907. Pá peninga hefir Líndal aldrei borgað. Hann hefir samið um far með skipinu við réttan hlutaðeig- anda og sá rétti hlutaðeigandi ætl- aðist ekki tii neinnar borgunar, enda var ómak skipsins lítið sem ekkert. Petta hefir verið kært fyrir stjórnar- ráðinu og mun það vera upphaf rannsóknarinnar. En rétt um það leyti sem þessi opinbera rannsókn var fyrirskipuð, fær Otto kaupmaður Tulinius reikn- ing frá herra Líndal og er þar fært Tuliniusi til inntektar frá árinu 1907 100 kr. fyrir Ieigu á Perwie. Tulin- ius brást strax ókunnuglega við þessari færslu herra Líndals, því hann átti ekkert í útgerðinni, eins og flestum hér í bæ mun vera kunn- ugt. Svo hafði Líndal aldrei minst á það við Tulinius, að hann ætlaði að borga honum neitt fyrir þetta far með skipinu, eða gert neina samn- inga við hann um það fyr eða síð- ar. Þessar 100 kr. koma eins og skollinn úr sauðarlegg inn í reikn- ing Tuliniusar, óviðkomandi manns. En hvernig þetta nú kann að líta út í höfuðbók herra Líndals, er blað- inu ekkert kunnugt um, eða hvort það hefir verið rannsakað. Til frekari skýringa á þessu atriði leitaði Norðurland upplýsinga um þetta atriði hjá þáverandi verzlunar- stjóra Gránufélagsins, herra Ragn- ari Ólafssyni og hefir hann gefið blaðinu svohljóðandi skýrslu um málið. Skýrsla Ragnars Ólafssonar. Út af spurningum þeim er þér í dag lögðuð fyrir mig í tilefni af reikn- ingi B. Líndals til landssjóðs sumarið 1907 og eg munnlega svaraði yður, skal eg hér staðfesta það. Sumarið 1907 í ágústmánuði, þá er B. Línda), sem settur lögreglustjóri hér á Akureyri, sótti um leyfi hjá Chr. Havsteen til þess að mega fara með skipinu »Perwie« út á veiðar og vera á skipinu sem lögreglustjóri, var eg he>rnarvottur að samtali þeirra, og féll það á þá leið, að Havsteen vísaði fyrst frá sér til skipstjórans og hafði skip- stjórinn ekki á móti því, ef Havsteen gæfi Ieyfi tii þess, er hann sagði að væri sá einasti hér, sem hefði fuil ráð og meðgerð með skipið, á meðan það stundaði veiðar hér við Iand. — Jeg hvatti Havsteen mikið til að veita þetta leyfi, jafnvel þó fiskiformaðurinn, Olsen gerði sitt til þess að koma í veg fyrir að Iögreglustjórinn fengi að vera með skipinu. — Chr. Havsteen gaf svo þetta leyfi og fór Líndal með mönnum sínum um borð í skipið um kvöldið. — Ennfremur er mér kunnugt um: 1. Að Chr. Havsteen ætlaðist ekki til, #hvorki þá né síðar, að neitt yrði borgað af hálfu hins opinbera fyrir þetta, sem heldur ekki voru nein sér- leg útgjöld fyrir skipið eða útgerðina. 2. Að Chr. Havsteen þá ekki var boðin nein borgun fyrir þetta af Lín- dals hálfu. 3. Að Chr. Havsteen nú síðastliðið sumar sagði mér að hann hefði frétt hér, að Líndal hefði átt að setja á reikninginn til Landsjóðs leigu fyrir »Perwie« og spurði hann mig hvort þetta mundi vera satt og hvort eg hefði heyrt nokkuð um það. — Eg játaði því að eg hefði heyrt þetta. — Nokkru síðar gaf hann að gefnu tilefni vottorð um það, að hann sem »dis- ponent« skipsins og útgerðarinnar ekki hefði tekið á móti neinni borgun fýr- ir þetta, né heldur ætlast til þess. Virðingarfylst Ragnar Ólaýsson. Til enn frekari sannana í þessu máli leitaði blaðið enn fremur upp- lýsinga hjá herra Guðmundi Guð- Iaugssyni, sem var með Líndal á öllum þessum ferðum hans hér um fjörðinn og fara hér á eftir spurn- ingarnar, sem Norðurland lagði fyr- ir hann og svör hans upp á þær: Skýrsla Guðm. Guðlaugssonar. Hvað haldið þér um þessa skýringu Líndals, um fargjaldið með »Perwie«? Eg álít að hún sé ekkert annað en aumasti kattarþvottur — tilraun til að breiða yfir sannleikann í þessu efni. Mér er kunnugt um, að Líndal bað Chr. Havsteen leyfis að mega fara með skipinu þenna umrædda leiðang- ur og fekk það, eftir að hafa fundið hann að máli í þeirn erindum oftar en einusinni. Mér er ennfremur kunn- ugt um að Chr. Havsteen ætlaðist aldrei tff neinnar borgunar til handa útgerðinni fyrir þetta leyfi; bæði hefir hann sagt mér það sjálfur og auk þess í sumar gefið vottorð um þessi atriði, og mun það vottorð nú vera í stjórnarráðinu. Mér dettur ekki í hug að ætla Lín- dal þann aula, að hann álíti að sér geti borið að borga Tuliniusi, eða öðrum óviðkomandi þriðja manni fé fyrir það, sem hann fær hjá Chr. Hav- steen fyrir ekki neitt. Voruð þið lengi í þessari ferð? Við fórum héðan nálægt miðri nóttu (milli 16. og 17. ágúst) og komum til baka milli kl. 2 og 4 næsta dag. Flutti »Perwie« ykkur til baka hing- að inneftir? Nei. »Perwie« fór út til veiða og var því, snemma næsta morgun, að leita að síld nálægt Hrísey. Par voru ennfremur æðimörg önnur skip í sömu erindum, þar á meðai nokkur útlend. Þegar við höfðum séð þau gera veiði- tilraunir, fórum við yfir í tvö þeirra, er næst voru. Líndal og Ph. Carsten- sen fóru til Akureyrar með annað þessara skipa, er þannig voru hand- tekin; það hét »FaIken« og var frá Haugesund. Við, hinir þrír, sem í förinni vorum, fórum með hitt skipið, »Vinga« frá Göteborg. Varð »Perwie« fyrir nokkurri veru- Iegri töf vegna ykkar ferðar? Ekki svo neinu næmi. Heyrðuð þér ekki Líndal hafa orð á því að eitthvað ætti að borga fyrir farið? Aldrei. Enda hlýtur hann að hafa vitað að það stóð ekki til. — Voruð þið ekki nema fjórir í för með Líndal? I raun réttri vorum við ekki nema þrír: Kr. Nikulásson, Sig. B. Jónsson °g eg. því Ph. Carstensen bað leyfis, að mega fara með skipinu sér til skemt- unar, var því ekki Líndals maður, og því sennilega ekki borgað neitt fyrir. Hvaða borgun fenguð þið hinir. ? Eg var áfram með Líndal í síðari ferðum hans og fekk rétt borgað það, sem hann gerði reikning fyrir til land- sjóðs, en það voru 8 krónur á dag; en þeir Kristján og Sigurður hafa ný- lega sagt mér, að þeir hafi aðeins fengið borgaðar 10 krónur hvor, enda eigi sett meira upp. Vissuð þér til að nokkur «auka- kostnaður» væri við þessa ferð, svo! sem »bátslán« »vöktun skipa» eða þess háttar? Nei. Mér vitanlega enginn. Hvað haldið þér um ferðakostnað- arreikning Líndals í heild sinni? Eg álít að hann sé að meira eða minna leyti rangur í hverjum einasta lið, sé hann það ekki, þá er hann þó óforsvaranlega ósanngjarn. Hvort af þessu er rétt, sýnir sig væntanlega við ýtrari rannsókn málsins. $ Sjónleikirnir. Peir eru hvor öðrum næsta ólíkír þessir tveir sjónleikir, er hér hafa ver- ið sýndir nú. Lygasvipir ramalvarleg- ur leikur, sem endar með banvænu skammbyssuskoti og Herwannaglettur meinlaus gamanleikur, en bráðskemti- legur þó. Lygasvipir er vel gerður leikur. Aðalpersónurnar, ritstjórinn og Ásta, eru persónur lifandi lífs. Höfundurinn þekkir þau bæði, þekkir lyndiseinkenni þeirra og veit hvernig þau haga sér, þegar mótlæti lífsins reynir á afltaug- arnar. Hitt er óvíst að honum sé það fullljóst, að þau eru bæði og ekki sízt ritstjórinn, andlega gallaðar mannskepn- ur, sem hvorugt er fnllfært um að bera byrðar lífsins. Hún er dóttir drykkjuræfilsins, sem drekkur sig í hel. Hún er veikluð, ofsafengin og getur aldrei haft stjórn á sér í mótlætinu, steypir sér úr einu bölinu í annað. Hún er einlægt að leita að friði, þeim friði, sem hún aldrei finnur og aldrei getur fundið. Hann ber með sér augljós merki andlegrar hnignunar, maðurinn með blinda hatrið, sem hatar alt, sem hon- um er sjálfum um megn, sem ekkert getur elskað, nema sjálfan sig og þygg- ur velgerðir og fórnandi ástina þakk- arlaust. Alt saman ótvíræð hnignunar- merki. Manni finst það vera lán í óláni, að afkvæmi þeirra náði ekki fullorð- insárunum. Leikendurnir, sem sýna þessar aðal- persónur leiksins ungfrú M. V. og bæjarfógeti G. G., taka bæði á þeim með ágætum skilningi og þau gera áheyrendum sínum efnið svo ljóst, að steinþögn er í húsinu, meðan þau leika sinn langa hildarleik. Pau hafa bæði sæmd af því. Ótrúlegt að menn hafi ekki gaman af að sjá þau sem oftast, meðan þess er kostur. Pví mið- ur verður þess víst ekki kostur nema í eitt skifti enn. Hin verkefnin bæði minni; laglega með þau farið í alla staði, en þau eru aukapersónur, seni tæplega væri rétt heldur að gera of mikið úr. Asta og ritstjórinn eru aðalpersónur leiksins. Hermannagleiturnar eru gamall og alþektur gamanleikur, fullur af fjöri, svo það er dauður maður, sem ekki getur hlegið að þeim. Merkur íslend- ingur, sem var í Kaupmannahöfn, þegar leikurinn var saminn, sagði þeim sem þetta ritar, að svo hefði verið litið á að hann ætti að vera bragarbót fyrir »Andbýlingana«. Psr hafði Hostrup gert gys að hermanni, látið hann fara hrakfarir í ástasökum fyrir ung- um stúdent. Pessu höfðu margir her- menn kunnað illa og voru sárgramir Hostrup fyrir það, þó broslegt megi kallast. I Hermannaglettunum gerði skáldið lærða manninn, »gula perga- mentssneplinum« þau skil, að her- mennirnir hafa víst sæzt við hann. Leikurinn fer mjög vel á leiksviði. Lange (Á. S.) er leikinn Iýtalaust og snoturlega. Emilía (M. V.) tekst mjög vel, einkum þegar hún kemur fram á leiksviðið, Vilmer (R. Ó.) er leikinn smekklega og tekur sig vel út á Ieik- sviðinu. Mads (E. F.) heldur áhorf- endunum skellihlæjandi frá því hann kemur á leiksviðið og þangað til hann fer út. Anker (H. D.), eitt vandasam- asta hlutverkið, er ágætur sem Svíinn og iýtalaus í hinum gerfunum. Glob (J. P.) er sjálfum sér samkvæmur frá upphafi til enda leiksins og skemti- legur eins og hann er. Loks er Bard- ing (V. K.) leikinn af hreinni snild. Á undan þessum leikjum sýna leik- endurnir lítinn leik, skrípamynd af undirbúningi leikanna hér á Akureyri og þykir mönnum góð skemtun. Þakslétta og grasfræsáning. Eg hefi oft verið spurður að hvort sé betra: þakslétta eða grasfræsáning. Það er eðlilegt að menn reyni að gera sér ljóst jafnþýðingarmikið efni. Við höfum þegar margra ára reynslu fyrir því, að þaksléttan er veruleg jarðabót, þó að þröngar kringumstæð- ur hafi dregið úr framkvæmdum í því efni og túnasléttum því miðað hægt álram. Hin aðíerðin, grasfræsáningin, er aftur á móti ung og innleidd af til- raunastöðvunum, aðeins fyrir nokkurum árum síðan. Þó reynslan sé lítil og tilraunirnar hafi ekki getað orðið nógu víðtækar og margbreyttar, þá hafa þær þó fyllilega leitt í ljós, að gras- fræsáning er möguleg hér og getur verið arðvænleg. Einstakir menn, sem hana hafa reynt, hafa að vísu fundið á henni ýmsa ann- marka, sem frá þeirra sjónarmiði geta verið réttmætir, en sem alls ekki þarf að hagga við þýðingu hennar alment skoðað, því alt verður að sníða eftir því, sem við á, á hverjum stað og hverjum tíma. Það, sem eg einkum hefi heyrt grasfræsáningunni fundið til foráttu, er þrent: að hún sé áburðarfrek, að hún vilji mishepnast, að hún sé dýr. Hvað fyrsta atriðinu viðvíkur, þá er mér óskiljanlegt að það sé á rök-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.