Norðurland


Norðurland - 06.01.1910, Síða 1

Norðurland - 06.01.1910, Síða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir. 1. blað. Akureyri, 6. janúar 1910. X. ár. Ekkjufrú Elísabet Ólafsdóttir. Eftirmæli. Nr var heim á hausti, heimboðinu máttug vötd réðu — það var 'rökkurkvöld. Aldan reis og orti i nausti. Alda reis á öllu landi: <*skan var að reyna mátt, werki lét 'i\n hafið hátt. Lyfta merki er litill vandi. ttitt er meira: að hafa gengið hólminn á í vísa raun, tiopað hvergi, hœstu taun: <ir og góðan orðstir fengið. Gerði það hin gamla kona; gekk hún sina löngu braut gegn um lifsins gleði og þraut út i Ijósblik efstu vona. Göfgum dœtrum, göfgum sonum gott er að vera móðir að — alt of fáum auðnast það —; þú varst ein af þessum konum. Peim sem orkað þessu geta. þjóðin á að gjalda skuld, sé hún ei hins sanna duld, rf hún kynni memi að meta. Góðrar konu er gott að njóta, góðrar móður: hœsta lán; hart að vera hennar án. v Barnssálina mæður móta. Pað er skálds að þakka i tjóði, þeim sem hafa dýrðar Ijós láitið skína um dreng og drós ~ þjóðarblessun, gœfa, gróði! Gulti betri er göfug kona. Gáskamærin vari sig! horfi á þennan háa stig, heldur en þjóðbraut villivona. Manngildisins brautir blasa heint á móti hverri sál, * hafi ’ún sjón og heyrn og mál; hcegt að standa, hægt að rasa. Eg hef stundum getað grátið glöp þin, kœra landið mitt! gæfuleysi, þjóð min! þitt, þegar eg hef ei þolað mátið. Preksmœlingjar þola ei mátin. Purt er mér um augu nú, af þvi góð og göfug frú, er i gæfu Ijósi látin. G. F. X Veðursímskeyti til J'íls frá 12. til i8. desbr. 1909. Ak. Gr. Sf. Bl. ís. Rv. Þh._ s. - 5.0 -4.0 - 0.2 - 1.0 0.0 0.8 3'1 M. 7.0 2.0 7-° 6.0 3.0 4-3 8.6 Þ 10.8 7° 133 9.2 5-8 74 7.6 M. 5’2 5 0 9.2 2.6 31 2-3 7-7 F. - °-5 - 4.0 , 3-4 - 1.1 - 2.2 1.0 6.8 K. - 5.0 -10.5H 5.8 - f> 5 - 47 - 6.0 - 1-5 L. - 90 -12.o|- 5.8 - 99 - 9.0 - 9.0 - 6.8 Kl. (f.h.) 7_7_6 — 7 — 7 — 7 — $ Boejarstjórnarkosningar. Kosning fór hér fram 3. þ. m. í stað bæjarfulltrúanna Friðriks Kristjáns- sonar, Guðmundar Ólafssonar, Sigurð- ar Hjörleifssonar og Sveins Sigurjóns- sonar, er frá áttu að fara að lögum. Listarnir sem kosið var um, voru 6. Á A-lista Kristján Sigurðsson verzlun- arstjóri og Guðmundur Ólafsson timb- urmeistari, á B-lista Sveinn Sigurjóns- son prentari og Guðmundur Ólafsson timburmeistari, á C-lista Björn Jóns- son prentari, Pétur Pétursson verzlun- arstjóri, Júlíus Sigurðsson bankastjóri og Björn Líndal málfærzlumaður, á Drlista Sigurður Hjörleifsson læknir og Friðrik Kristjánsson bankastjóri, á E- lista Guðm. Ólafsson timburmeistari og á F-listaHalldóra Bjarnadóttir skóla- stýra. Kosning fór svo að D-listinnri (Skjaldborgar-listinn) fekk 142 atkvæði A-listinn 108 atkv., C-listinn 72 atkv. B-Iistinn 44 atkv., F-listinn 33 atkv. og E-listinn 4 atkv. Alls komu fram 411 atkv. af um 690 á kjörskrá. lJess- ir hlutu því kosningu: Sigurður Hjörleifsson, Kristján Sigurðsson, Björn Jónsson, Friðrik Kristjánsson. Á Seyðisfirði fór bæjarstjórnar- kosning *frarn sama dag. Skyldi kjósa tvo bæjarfulltrúa og var allmikið kapp í kosningunum. Listar voru ekki færri en 5. Kosningin fór svo að kosin voru Kristján Kristjánsson héraðslæknir og frú Solveig Jónsdóttir, kona Jóns Ste- fánssonar, fyrrum pöntunarstjóra. X Bankamálið. Alt með friöi og spekt því viðvíkj- andi .syðra og fátt um tíðindi. Fyrsta virkan dag ársins, 3. þm. sendi stjórnarráðið þeim Eiríki Briem og Kristjáni Jónssyni tilkynmngu um að eítir skilningi þess ætti hvorugur þeirra, fyrri gæzlustjórhnna, að taka sæti í bankastjórninni. Við það hefir Eiríkur Briem sætt sig en aftur fór Kristján Jónsson dómstjóri til Landsbankans þegar starf byrjaði þar. Fór hann til herbergis banka- stjóranna og spurði hvort þeir vildu taka við sér sem gæzlustjóra. Þeir kváðu nei við því og munu hafa bor- ið stjórðarráðið fyrir sig. Kr. J. hafði haldið því fram að neitunin væri á á- byrgð þeirra bankastjóranna, sjálfra, því þetta væri óviðkomandi stjornar- ráðinu. Eftir þessar umræður fór Kr. J. aftur út úr bankanum. ■ Skýrsla rannsóknarnefndar kvað vera væntanleg mjög bráðlega. Það hefir tafið nú uppá síðkastið, að formaður nefndarinnar, Karl Einarsson sýslumað- ur, hefir verið sjúkur síðan fyrir jól. * * * Eftir er þetta er ritað, berast Norð- urlandi símfréttir af viðburðum banka- málsins síðastliðinn þriðjudag. Kristján Jónsson dómstjóri hafði heimtað sig settan inn í gæzlustjóra- starfið, með aðstoð fógetans. Fógetagjörðin, sem fór fram í bank- anum, hafði staðið yfir 5 klukkutíma. Voru þar mæt-tir auk Kr. J. fógetinn Jón Magnússon, Sveinn Björnsson yfir- réttarmálfærzlumaður fyrir hönd bank- ans og Ari Jónsson yfirréttarmálfærzlu- maður fyrir hönd stjórnarráðsins. Urskurður fógeta var að þessu loknu á þá leið, að hann heimilaði Kr. J. aðgang að bankahúsinu, bókum og skjölum bankans. Eftir því sýnist þó ennþá óafgert mál hvort Kr. J. tekur aftur við gæzlu- stjórastarfinu. En nú kemur þó það, sem nærri því má heita það sögulegasta. — Fó- getinn kom með úrskurð sinn ritaðan í bók sína í b«nkann. Hafði skrifað hann áður en hann fór af stað til bank- ans, svo öll þessi langa fógetagerð var aðeins til málamynda. Þessu hafði Sveinn Björnsson mót- mælt, sem óviðurkvæmilegu gjörræði og heimtaði mótmæli sín færð til bókar og varð fógeti að sætta sig við það. Líklega heyrist þá eitthvað fleira sögulegt af þessu máli áður en langt um liði. X Líndalsmálið. Það hefir vakið allmikið umtal hér í bænum, síðan rannsókn í því var hafin, en á þó líklega eftir að verða enn þá meira umtalsefni, ekki aðeins hér í bæ, heldur um alt land. Ekki svo undarlegt heldur að menn láti sig málið nokkuru skifta. Al- menningur á heimtingu á að fá fulla vitneskju um á hverju þessi rann- sókn er bygð, hvort fjárdráttur hefir orðið úr landssjóðnum að þarflausu og á vítaverðan hátt, hvort lands- stjórnin hefir verið gint með fölsuð- um reikningum og hvort henni getur talizt það vansalaust að láta ginna sig svo. Að sjálfsögðu eykur það nokkuð á forvitni manna um málið, að við það er riðinn maður, sem þykist vera hinn mesti vandlætari, maður sem þráfalt er að drótta glæpum að öðrum, glæp- samlegum tilgangi, fjársvikum og jafn- ,vel morðum. Það hefir stundum kom- ið fyrir áður, að elcki hefir alt reynst hreint í fari slíkra pilta. Til þess að mönnum geti orðið nokkurnvegin ljóst, hvernig málið horf- ir nú við og til þess að koma í veg fyrir misskilning og missagnir um það, hefir »Norðurland« verið sér úti um áreiðanlegar upplýsingar um upphæðir þær, er tilfærðar eru á reikningi hr. Líndals til landssjóðs, ferðalög hans og útgjöld við þau og birtir þær hér, lesendum sínum til athugunar, því hr. Líndal kynokar sér við að gera það sjálfur, að birta reikninginn í Norðrt þrátt fyrir áskorun Norðurlands. Ennfremur höfum vér, að svo miklu leyti sem hægt hefir verið, haldið Kaupendur J^orðurlands, sem hafa vistaskifti, eru beðnir að segja blaðinu til um það í tíma Nýir kaupendur að 10. árgangi NORÐURLANDS fá blaðið fyrir einar 3 kr. Sendi peir borgun með pöntuninni fá peir góða sögu í KAUPBÆTI. spurnum fyrir um það, sem í ljós hefir komið við rannsóknina. En fremur mun það vera lítið ennþá. Málið rnun vera stutt á veg komið. Og svo eru réttarhöld við sakamálsranr.sóknir háð- ar hér fyrir luktum dyrum og verður þá örðugra til fréttafanga. Ferðir Líndals voru, eins og skýi var frá í næstsíðasta tölublaði »Norð urlands«, fjórar talsins, og verður hér tekin til athugunar hver einstök þess- ara ferða útaf fytir sig. I. ferð. TJm hana nægir að flestu að vísa til þess, er frá var skýrt í síðasta blaði. — Þó skal þess getið, vegna missagna sem um það hafa heyrst, að Otto kaupmaður Tulinius hefir eigi »gengið inn á« það, sem Líndal ber fram um fargjaldið með gufuskipinu »Perwie«. — Hann neitar því enn að Líndal hafi við sig samið um það, og þarafleiðandi einnig að sér beri að veita því móttoku — Skipið hafði alls ekki verið á hans vegum um það leyti. Ragnar Ólafsson mun nú hata gefið í réttinum skýrslu, líka þeirri, er »Norð- urland« flutti eftir honum f síðasta blaði um þetta atriði. í þessari 1. ferð voru 5 menn að Líndal sjálfum meðtöldum. Einn þeirra hafði farið sér til skemtunar (Ph. Car- stensen) og líklega ekkert kaup fengið. Ferðin stóð yfir um 16 tíma, en er reiknuð af Líndal 3 dagar og 5 mönn- um gerðar 8 kr. í kaup í 3 daga, samtals 120 kr. Að öðru leyti nægir að vísa til skýrslu Guðm. Guðlaugs- sonar í síðasta blaði, enda hafa þeir Sig. B. Jónsson og Kr. Nikulásson nú borið það fyrir rétti, að þeir hafi ein- ungis fengið 10 krónur. Þeir höfðu eigi gjört kröfu til frekari borgunar, enda hafði verið samið við annan þeirra fyrirfram. Aukalcostnaður i ferðinni er reikn- aður 30 kr. og talinn vera greiddur fyrir bátslán, vöktun skipa o. s. frv. Að því er oss hefir verið skýrt frá af manni, sem var í þessari ferð, voru bátar eigi notaðir þar, annað en það, að skipstjórinn á »Perwie« lét flytja

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.