Norðurland - 13.05.1910, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir.
20. blað.
Akureyri, 13. maí 1910.
Brunabótafélagið
Nordisk Brandforsikring
tekur í brunaábyrgð hús, innbú, verzlunarvörur O. s. frv.
Aðalumboðsmaður fyrir Norðurland.
Jón Stefánsson.
Hafnarstrœti 3. Akureyri.
Hvaða mótor-steinolíu á eg að nota — þá, sem eg álít sjálfur þá beztu,
eða þá sem seljandi heldur fram að sé bezt.
Vitanlega nota eg þá, sem eg sjálfur hefi reynslu fyrir að er fortaks-
laust Nr. 1, nefnilega
Gylfie MoforPefroleum
frá
Skandinaviske ameri-
Kanske Pefroleums
^Akfieselskab
Kongens JMytorv 6. Kjöbenhavn
Ef þér óskið að gera tilraun með Qylfie Motor-steinolíú, mun
kauþmaður yðar útvega yður hana.
Tvœr smásögur.
llum, þeim sem með nœrveru sinni
heiðruðu iitför okkar elskaða
sonar, fóstursonar og bróður
Péfurs Sigurðssonar, vottum við
okkar iunilegasta þakklœti.
Akureyri og Svalbarðseyri 2 * * * * 7 * * * * 12/s 1910.
Foreldrar, fósturforeldrar og systkin
hins látna.
t Frú Karítas Markúsdóttir.
Símfrétt úr Reykjavík segir þar ný-
lega dána frú Karítas Markúsdóttur,
ekkju síra ísleifs sáluga í Arnarbæli.
Hún var móðir Gísla sýsluroanns á
Blönduósi, en tengdamóðir Sigurðar
Briem póstmeistara, Björns heitins Ó-
Iafssonar augnlækms og Ólafs læknis
Finsen á Akranesi.
X
TíOarfar osr Horfur.
Tíðin miklu betri nú síðustu dag-
ana og vonandi koma ekki stórhríðar
úr þessu á þessu vori; snjór mjög
mikill í fjöllum og jafnvel á láglendi,
þó nær fé vel til jarðar hér um slóð-
jr. Feiknasnjór á útkjálkum og jarð-
leysur. Sagt að fé sé farið að falla á
Austurlandi, en fréttir ógreinilegar,
enn fremur sagt að allmargt fé sé
fallið á tveim bæjum á Sléttu. Sauð-
burður byrjaður og hætt við stórkost-
legum vanhöldum á lömbum, einkum
í úthéruðunum hér norðanlands.
Roosevelt.
fyrverandi forseti Bandaríkjanna hef-
ir verið að leika sér nær eitt ár und-
anfarið á dýraveiðum í Suðurálfunni.
Af stærri dýrum hafði hann og menn
hans Jagt að velli 17 ljón, 11 fíla, 10
villinaut, 10 nashyrninga, 8 nykra, 9
gíraffa, og 3 lébarða.
Blerlot
frakkneski flugmeistarinn, er flaug
í vél sinni yfir Ermarsund, hefir hlot-
ið þann heiður, að minnismerki hans
var reist í Dover, þar sem hann steig
á land, er hann hafði lokið við þraut
sína. Einn af, yfirhershöfðingjum enska
flotans hélt þar ræðu um Bleriot, er
sjálfur var viðstaddur, en honum heils-
að með fagnaðarlátum af múg manna.
— Minnismerkið er úr fornbergi, með
áletrun um afreksverkið, og högginni
mynd af flugvél meistarans.
Qascnfræðaskólinn.
Gleymst mun sú frétt hafa hér í blað-
inu, sem hingað er kominn fyrir nokk-
ru, að sfra Jónasi prófasti Jónassyni
er veitt 3ÍÍ kennaraembætti hér við
gagnfræðaskólann.
HJúskapur.
Ungfrú Laufey Pálsdóttir, kennara
og skálds Jónssonar og Jóhannes Þor-
steinssoh kaupmaður hafa birt trúlof-
un sína og stendur brúðkaup þeirra
á morgun á Hotel Akureyri.
1. María Jóhannsdóttir: Endurminningar.
(Skírnir 1909, 4. hefti,)
Söguefnið er úr íslenzku sveita-
lífi. þráðurinn er á þessa leið: Ing-
veldur og Sigurður leika barnaleik-
ina saman og fer einkarvel á með
þeim. En er þau stálpast skilja at-
vikin þau að og bera þau í sína
áttina hvort. Þá vex upp í huga Ing-
veldar heit og sterk ást til Sigurðar,
en Sigurður ann Quðrúnu dóttur
bóndans í Seli og fastnar sér hana.
Ingveldur ber harm sinn í hljóði.
Höf. hefir tekizt vel að lýsa ást-
arharmi Ingveldar: «Eg vildi helzt
vinna og ekkert annað.
Eg get ekki sagt að eg liti nokk-
urt augnablik upp frá vinnunni. —
Pó fanst mér eg aldrei geta unn-
ið nógu mikið, og aldrei geta sökt
mér eins djúpt niður í vinnuna og
eg vildi. Eg þöttist aldrei vera nógu
þreytt er eg lagðist til hvíldar á
kvöldin, aldrei getá sofnað nógu
fljótt, og aldrei sofið eins fast og
draumlaust og eg óskaði.
Eg hefði helzt viljað sofna ein-
hverja nóttina og vakna aldrei aftur,
eða hníga niður einhversstaðar á
víðavangi og standa aldrei upp aftur."
Það er merkilegt hve djúpt þetta
litla orð: „aldrei", getur þrýst hug-
myndinni um vonleysi og söknuð
inn í huga manns.
Quðrún og Sigurður giftust. Sig-
urður druknaði skömmu síðar og
lét eftir sig konu og barn. „Ástæð-
urnar í Seli voru erfiðar. Gömlu
hjónin (foreldrar Quðrúnar) voru
bláfátæk og lasburða." En Guðrún
í rúminu. Þá greip Ingveldi löngun
til þess að „hjúkra Guðrúnu, og
hlynna að barninu hennar og Sig-
urðar". Og það gerði hún. Vann
fyrir mæðginin fyrir ekki neitt. Og
er Quðrún dó, tók Ingveldur Sig-
valda litla að sér og gekk honum
í móður stað, og Sigvaldi varð nýt-
ur maður og lét fara vel um fóstru
sína í elli hennar. Og gamla konan
er ánægð yfir Sigvalda sínum, á-
rangrinum af lífsstarfinu.
Aðeins eitt á hún eftir áður en
hún deyr, og það er að líta yfir
æskustöðvarnar þar sem hún lék sér
með Sigurði og gaf honum lokk úr
hárinu á sér að skilnaði.---------
Málið á sögunni er eðlilegt og
gott, og það andar hlýjum blæ frá
hverri línu. Mennirnir ef til vill gerð -
ir heldur betri en gerist og gengur.
En leikana, sem Ingveldur og Sig-
urður léku, þekkir hvert íslenzkt
sveitabarn. Og gömlu konuna í Seli,
með hendurnar undir röndóttu svunt-
unni, hefi eg oft séð. — —
Maríu hefir farið mjög mikið fram
í meðferð efnisins frá því hún skrif-
aði „Systurnar í Grænadal". Eg gæti
bezt trúað því, að hún yrði einhverju
sagnaskáldinu okkar skæður keppi-
nautur innan skamms.
X. ár.
Tvíritunarbækur
(frumbækur)
(meS ,,firma"-nafm) kaupa hjá prentsmiðju
Odds BJðrnsaonar á Akureyri
flestar verzlanir á Norður- og Austurlandi.
2 Sigurður Nordal : Síðasta fallið.
(EimreiSin xvl ir, 2. hefti).
Hér er annað ungt skáld á ferð-
inni, „rithöfundur að eðlisfari", seg-
ir Guðmundur Friðjónsson. Er það
bæði mikið lof og verðskuldað, að
minni hyggju. En ekki virðist mér
höf. hafa tekist jafnvel með þessa
sögu og sumt annað, er hann hefir
ritað.-----
Þórir heitir söguhetjan. í 7 ár hefir
hann stundað nám við háskólann í
Höfn, og náð prófi í — forspjallsvís-
indum. Hann er candidatus philoso-
phiœ og ekki; laust við að honum
finnist til um þann mikla frama.
Á Hafnarárum sínum varð hann
ástfanginn í stúlku nokkurri og naut
hennar „eitt kvöld og eina nótt". Að
því búnu hljóp hún frá honum, dís-
in hans, „og kastaði sér í fangið á
gullhreistruðu skriðdýri,,. Þá flýði
Þórir á náðir Díónýsosar, vínguðs-
ins, til þess að drekkja sorg sinni
Og vínguðinn veitti honum streym-
andi mælsku, marga vini og mikla
gleði. En glaðværu vinirnir reyndust
helzti hverflyndir. Þeir yfirgáfu hann
allir. Hann stóð einmana eftir. Eftir
7 ára dvöl var hann „fluttur sem á-
nauðugur þræll frá Höfn. — — á-
nauðugur fyrir skuldir", eins og hann
sjálfur kemst að orði.
Og nú er hann orðinn grobbinn
og geðillur karlfauskur, sem verður
að gera sér það að góðu, að spinna
hrosshár á snældu fyrir „okrarann"
hann „Þóri litla" bróðurson sinn.
Enginn gefur honum gaum, öll-
um er sama um hann, einasta ánæg-
jan sem hann hefir ráð á að veita
sér, er að nöldra yfir mentunarskort-
inum hjá bróðursyninum og öllu
hyskinu á heimilinu — og svo að
fá sér „neðan í því" þegar færi gefst.
Gamla árið er nú á förum og vín-
guðinn er líka á förum frá íslandi.
„Þórir litli" minnir gamla manninn
á, að honum sé bezt að lóga þessum
dropa, sem hann eigi eftir, svo ekki
komi óorð á heimilið. (Sagan gerist
þannig á ókomnum tíma, eða rétt
fyrir nýárið 1915). — Eins og hann
viti það ekki. Eins og hann muni
ekki eftir lögunum — og skrílnum
sem hafði samið þau „í því skyni
að þau yrðu brotin og hann svo
fengi tækifæri til þess að sletta sér
fram í einkamál manna og steia
leyndarmálum þeirra, þefa úr skot-
um, sem hann annars aldrei hefði
fengið aðgang að".
Á gamlárskvöld, undir háttatíma,
þegar heimilisfólkið er að spila púkk
inni í baðstofu, Iabbar karl fram,
tekur upp kistil, sem hann átti (í
kistlinum var flaska, tappatogari og
silfurbikar, ættargersemi, sem „altaf