Norðurland


Norðurland - 13.05.1910, Blaðsíða 2

Norðurland - 13.05.1910, Blaðsíða 2
Nl. 78 Stefáti bóndi Stefánsson frá Heiði, einn af merkustu bændaöldungum þessa lands, lézt að Möðruvöllum í Hörgár- dal á þriðjudaginn var 10. þ. m., rúmlega áttræður að aldri. Hann var f. 13. ágúst 1829 í Keflavík í Hegranesi og ólst þar upp hjá foreldrum sfnum Stefáni bónda Sigurðssyni og Þorbjörgu Þorláksdóttur þang- að til að móðir hans dó. Var hann þá 14 ára að aldri. Úr því varð hann að vinna fyrir sér sjálfur, því efni voru lítil heima fyrir. Með stökum dugnaði og ráðdeild græddist honum brátt nokkurt fé, þótt kaupgjald væri þá lágt. Þeg- ar hann var 25 ára kvæntist hann Guðrúnu dóttur merkismannsins Sigurðar Guðmundssonar hreppstjóra á Heiði í Gönguskörðum og reistu þau bú á Ríp í Hegranesi. Að tveim árum liðnum fluttust þau að Heiði og bjuggu þar nær- felt 30 ár bezta búi. Arið 1888 brugðu þau búi og fluttust að Möðruvöllum til Stefáns kennara sonar síns. Þar lézt Guðrún 20. febr. 1903, 72 ára að aldri. — Þeim varð 7 barna auðið. Dóu fjögur á barnsaldri, en þrjú komust upp, Þorbjörg kona Björns dbrm. Jónssonar á Veðramóti, sem látin er fyrir nokkrum árum, merk kona og gáfuð og þeir bræðurnir síra Sigurður í Vigur og Stefán skólameistari á Akureyri. Það mun einróma álit allra, sem til þektu, að Stefán sál. hafi verið afburða- maður að dugnaði og áhuga. Þótt hann nyti engrar mentunar í æsku, unni hann mentun og hvers konar menningartramförum allra manna mest, og var hvatamaður að ýmsum framfarafyrirtækjum. Þegar honum hughvæmdist eitthvað, sem hann áleit að miðaði til umbóta og almenns gagns, var hann ekki í rónni fyr en hann kom því í framkvæmd. Ættjarðarást hans var heit og einlæg og ekkert gramdist honum meir en það er menn yfirgáfu landið, því hann taldi það heilaga skyldu hvers manns að verja lífi sínu fósturjörðinni til gagns og fraina. Hann var örgeðja mjög, fijótur til reiði, en ekki síður til sátta, viðkvæmur og mátti ekkert aumt sjá, synjandi gat hann engan látið frá sér fara, sem leitaði ásjár hjá honum. Enginn mun hafa komið svo að Heiði að ekki væri einhverju að honum bugað. Var þar oft gestkvæmt. * Stefán var sterkur trúmaður og bjartsýnn, ætlaði engum ilt og heyrðist aldrei hallmæla neinum manni. Hann var óvenjulega trúrækinn, sótti helgar tíðir hvenær sem kostur var á og hélt uppi húslestrum meðan hann gat. Meðan hann var húsráðandi las hann húslestur á hverjum degi frá veturnótt- um til hvítasunnu. Aldrei átti hann svo annríkt að hann léti lesturinn niður falla. Hann unni mjög söng og kunni öll lög í sálmabókinni og lék þau á langspil. Síðustu árin var minni hans tekið að sljóvgast. Andlegu Ijóðin, sem hann kunni órgrynni af, voru honum minnisstæðust Leið mig heim til friðarfunda frelsari minn, ef synd er kvitt, lát minn huga helgun stunda hugari minn við Ijósið þitt, lát mitt hjarta lúið blunda lausnari minn við brjóstið þitt. ** var seinasta vcrsið sem hann heyrðist hafa yfir, rétt iyrir andlátið. *í »Sunnanfara< X árg. 11. bl. er mynd af Stefáni og grein um hann eftir Ólaf Davíðsson. ** eftir Jónas Jónasson. hafði verið hjá bezta manninum í ættinni,,!), staulast upp að gili, sezt par á stein, gegnt fossinum, og fær sér „neðan í pví". Nú verður mikil og fremur ó- sennileg breyting á Þóri gamla. Gerist hann nú inælskur og allgáf- aður, pótt hann væri nokkuð barna- legur og smásálarlegur heima fyrir. — Þess ber að gæta að Pórir er háskólagenginn, og ætti pví altaf, bæði kendur sem ókendur, að hugsa og tala líkt og mentaður maður. En pað virðist mér hann ekki gera ó- kendur.---------Þórir gamli situr á steininum, og lætur hugann reika yf- ir liðna æfi, signir full vínguðsins, finst að lokum að hann vera kom- inn á Lögberg og öll íslenzka pjóð- in vera í brekkunni fyrir neðan (pað er sem sé farið að svífa á gamla manninn). Þá ávarpar hann pjóðina og er petta í ávarpinu: „Þú segir að vínið leiði ógæfu yfir fjölda manna. Getur verið. Vínguðinn er víst ekki einn á ferð fremur en aðr- ir guðir. Honum fylgja víst bæði sorg og gleði. En á að gjöra hann Iandrækan fyrir pað? Ætlarðu að fara að eins og tröll- in, sem töluðu um að refta yfir dal- inn sinn til pess að snjór félli ekki í hann? Ætlarðu að verða heimskari en tröllin. Því tröllin hættu við að refta yfir dalinn. Þau sáu að hann misti fegurð sína ef sólin næði ekki að skína í hann. Þú veizt að sólargeisl- ar standa af ferð vínguðsins, og pessa geisla máttu ekki missa, jafn- vel pó pú eigir að kaupa pá með sorg". Þetta er skáldlega og fallega sagt, en ekki sannfærandi að sama skapi Og veldur pað mestu að pað er Pórir gamli sem segir pað. Því pað skiftir altaf miklu hver segir pað sem sagt er. Og peirrar skoðunar ætla eg einmitt að söguhöf. sé. En Þórir gamli er „ánauðugur præll" og próttlaus „ræfill" og verður ekki annað séð en að hann sé orðinn pað mest vegna Bakkusardýrkunar. Því virðist mér lof hans um Bakkus vera háð en eigi lof. Og fer oft öðruvísi en ætlað er. Þess má ef til vill geta, að ekki munu öll skáld vera samdóma Þóri gamla. Goethe var hka skáld og ekkert skrílmenni né heimskingi. Þó stend- ur petta í dagbók hans frá 1780: „Ekkert vín í prjá daga". „Maður gæti gert miklu meira, al- veg ótrúlega mikið, ef maður, væri hófsamari. En pví verður víst ekki viðkomið,,.-----Og Goethe stendur betur að vígi. Hann hefir vísindi nútímans sín megin. En ef Þórir gamli hefir samt rétt fyrir sér, ef vínguðinn er svo góður til áheita, svo mikill gæðagjafi, sem Þórir læt- ur, pví gerði hann pá ekki betur til Þóris gamla en raun varð á? * * * Því varð Ingveldur nýtari og ham- ingjusamari manneskja en Þórir? Er nokkur sannleikur eða nokkurt vit í pví? —Þannig gefa báðar sögurn- ar manni tilefni til að hugsa. Og pað er jafnan gott. Guðjón Baldvinsson. \ Barnaskólanum hér var sagt upp í dag og flutti þar ræður skólastýran Halldóra Bjarna- dóttir, frú Halldóra Vigfúsdóttir og bæjarfógeti Guði. Guðmundsson, for- maður skólanefndar. En bcrnin sungu undir stjórn Magn. Einarssonar söng- kennara. A skólanum höfðu verið 165 börn í vetur, en 140 af þeim voru á skóla- skyldu aldri. Tveim námsgreinum hafði verið bætt við, leikfimi fyrir stúlkur og handavinnu fyrir drengi. Anægjulegt var að sjá handavinnu barnanna og nýnæmi að sjá þar alls- konar riðnar körfur og bursta, sem börnin höfðu gert, auk margvíslegrar annarar handavinnu barnanna, teikn- inga o. fl.. „Betii er belgfur en barn.“ Stúlka var send á milli bæja með blaðastranga, en kemur á þriðja bæ- inn. Talið berzt að blöðunum, sem hún heldur á og sem hún segir að sé »Reykjavíkin«. Stúlkan kvartar sár- an undan þessum bölvuðu blöðurn, hvað þau séu leiðinleg. Ekkert nema skammir og óþverra-illindi. Átakanlega sárt, að láta fé sitt fyrir þetta og bendir á böggulinn og brystir höfuðið fyrirlitlega. Drenghnokki á 5. ári sem við var staddur segir. »Hvað er þetta, engar skammir eru í blöðunum ‘hans N. N.« Drengurinn átti við blöðin sem eg kaupi, en eg held nú eigi annað af blöðum, sem stendur, en Norður land og ísafold. Eg hefi útrýmt óþverra- blöðunum af mínu heimili. N. N. Skóla iðnaðarmanna á Akureyri var sagt upp opinberlega í Goodtemplarahúsinu á sunnudaginn fyrsta í sumri, og var þar fjöldi fólks saman kominn. Þar voru og sýndir uppdrættir þeir, er nemendur höfðu gert á skólanum í vetur. Karl Finnbogason kennari hélt fyr- irlestur, en skólastjóri, Adam Þor- grímsson frá Nesi, skýrði frá starf- semi skólans undanfarinn vetur um leið og hann sagði upp skólanum. Á þessum vetri hafa gengið á skól- an 38 nemendur alls, 34 verið þar að staðaldri og sótt hann reglulega. Er auðsætt að skólanum er að vaxa fiskur um hrygg og meiri festa að komast á starfsemi hans. Á skýrslunni má sjá, að það er alls eigi svo lítill forði al- þýðlegrar og nauðsynlegrar mentunar, sem skólinn veitir, þegar tekið er til- lit til þess hve tíminn er stuttur, ekki nema 2 stundir á dag, og fæstir nem- enda geta haft nokkurn undirbúning. Það virðist og svo sem Akureyring- ar séu nú farnir að veita skólanum þá eftirtekt sem vert er, og er von- andi að áhugi þeirra fari vaxandi, að færa sér í nyt fræðslu þá, sem skól- inn veitir. Það er ólíku hollara fyrir ungiingana að ganga á góðan kvöld- skóla en að eyða þeim tfma til þess að slæpast á götunum í misjöfnum fé- lagsskap og fremja þar ýms heimsku- pör, svo að ekki sé dýpra tekið í ár- inni. Þá er skólastjóri var búinn að lesa upp vitnisburði nemenda á vorpróf- inu, afhenti hann fjórum þeirra verð- laun í bókum, sem voru viðurkenning frá skólanum til þeirra fyrir sérstaka ástundun við námið. \ Dr. Cook. Hann er að sögn kominn aftur til New York. Sagt er að þar í borginni sé fjöldi manna er trúi þvf að hann hafi komist á norðurheimsskautið og treysti því fastlega að hon^m takist á endanum að færa sannanir fyrir því að hann hafi verið þar. SilfurbrúOkaup sitt hélt Jakob Havsteen etazráð og frú hans í gær. \ Veðursímskeyti til JMls. frá 7. til 13. maí 1910. Ak. Gr. Sf. Bl. ís. Rv. Þh. L. - 3.8 - 5° - 2.5 - 2.5 - 2.4 - i-9 1.0 S. - 3-5 - 6.8 - 3.8 - 2.2 0.4 - i-3 2.6 M. - i-5 - 4.0 - 2.3 - 2.2 - 1-5 0.6 4.2 Þ. 2.0 1.0 - 0-7 - 0.2 0.9 25 6 6 M. 47 2-3 2.2 2-5 2-5 3-4 0.8 F. 9-4 4-5 1.8 1.8 48 F. 6-5 1.6 2.6 1.4 3-3 Kl. (f.h.) 7 - 7 — 6 — 7 — 7 — 7 —6. Póknun í bráðina til Jóns á Hafsteinsstöðum. RÆrna mælir, sá* æva þegir, staðlausa stafi; hraðmælt túnga, nema haldendur eigi, oft sér ó-gótt of gelr.M (Hávamdl.) Því miður er oft allmikill dráttur á skuldagreiðslum, þótt smáar upp- hæðir séu, á landi voru nú á tímum. En dráttur sá, sem orðið hefir á að umbuna Jóni á Hafsteinsstöðum lft- ilræði það, er hann vfkur að mér í 10. tbl. Norðra, stafar af því, að eg hafði fyrirskipuðum störfum að gegna, frá þeim degi, 28. marz, er eg sá umgetið Norðrabl. og þar til póstur fór norður Kaupendur]Morðurlands, sem skulda blaðinu, eru alvarlega ámintir um að borga skuldir sínar. Borgun fyrir pað verður veitt móttaka á ý\kureyri af ritstjór- anum og í verzlun Kaupfélags Eyfirðinga, á Hiísavi'K af verzlun Orum & Wulffs og Bjarna Benediktssonar, á SauðárkróK af verzl- unum Kristjáns Gíslasonar og Gránufélagsins, á Blönduósi við verzlun C. Höepfners og í Reykjavík af ísafoldarprentsmiðju.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.