Norðurland


Norðurland - 13.05.1910, Blaðsíða 3

Norðurland - 13.05.1910, Blaðsíða 3
79 Nl, Söngfélagið „ Gígja \j heldur samsöng á annán í Hvítasunnu til ágóða fyrir þá, er biðu tjón við snjóflóðið í Hnífsdal. Nánar auglýst síðar. Fjármark Sófúsar Árnasonar Akureyri: er Sýlt biti aftan hægra. Sýlt tvíbitað framan vinstra. Brennimark Sófús. >•••••• - um, svo eg gat ekki, þegar í stað, sent honum þóknun fyrir hana. Þótt reyndar flestir hér um slóðir, hefðu þekt á orðalaginu og öðrum frágangi, hver mundi vera höfundur að slíkri ritsmíð, þótt hann hefði ekki látið nafns síns getið, þá er hitt þó fyllra, að sjá nafn Jóns á Hafsteins- stöðum undir henni, því þá munu flestir kannast við manninn, þar hans hefir áður verið getið á prenti, bæði í bundnu og óbundnu máli. Og að vísu kann eg ætíð betur við það, að menn hafi þor og einurð til að kannast opinberlega við hvar þeim sé að mæta á hinu pólitíska sviði, er þeir hafa valið sér stöðu á, því þá koma betur í ljós vopnin, sem þeim er tamast að beita. Og ennfremur að menn hafi hug og þrek til að kannast við sjálfa sig, á þeim stöðum, er þeir vinna jafnan á, 1 öðrum málum, og sem þeir að lík- 'odum af umhyggjusemi fyrir heill sveitar sinnar og föðurlandsins berjast fyrir. Ekki tek eg að mér að svara fyrri h)uta nefndrar greinar. En eg skora á greinarhöfundinn að láta uppi nafn þess, sem átt er við, þegar nefndur höfundur tekur fyrstu snirtiskrefin, með penna sínurn, í á- minstri ritsmíð, á ritvelli Norðra. Því þegar hann hefir gert það, ætti við að svara honum á þann hátt, er bein- ast sýnist eiga við, fyrir þau prúð- Uíannlegu orð!, er hann velur einhverj- Um i nágreninu við sig, eins og hann kemst að orði. Má af þessari samlík- ingu ráða, að ekki búi sá í veglegum húsakynnum, þar slíkt nafn er ekki viðhaft á öðrum mannahíbýlum, en aumustu kofaræflum. En hræddur er eg um að þar hafi höfundurinn valið bústað sínum, og fleiri í nánd við sig, óviljandi óvirðulegra nafn, en hann ætlaðist til. Eldri fulltrúinn úr Staðarhreppi, Jón Jónsson hreppstjóri á Hafsteinsstöð- um, sem hlaut kosningu á sjálfan ný- ársdaginn á Reynistað, eftir messu þá, til að mæta sem merkisberi í stjórn- málum fyrir Staðarhrepp á pólitíska fundinum á Sauðárkrók 8. jan. þ. á., komst að þeirri fulltrúastöðu á þann hátt, að hann rétt í það skiftið fleytti sér áfram undir þeim fána, er nú skal írá segja. Hreppstjórinn segir í Norðragrein- |nni oftnefndu, að Árni í Vík hafi hald- fram aukaþingskröfu á téðum undir- búningsfundi. Þetta er satt. Og kom því yngrj fulltrúinn fram, á Sauðár- króksfundinum, samkvæmt fyrri skoðun sinni, en gagnsta:tt skoðun meirihluta kjósenda sinna. Þá getur eldri full- trúinn þess, að hann hafi tekið í sama strenginn og Árni. Þetta eru tilhœfulaus ósannindi. Hreppstj. tók það oft fram f "efndum undirbúningsfundi, að hann nlít' það ekki hafa neina þýðingu að ^refjast aukaþings. Og skulu fengin v°ttorð fundarmanna, ef hann reynir að véfengja þetta. Meirihluti fundarmanna lét það skýrt í ljós, að þeir voru mót- fallnir aukaþingskröfu. En hreppstj. ^efir séð að hér voru góð ráð dýr, °g því ekki vílað fyrir sér, að látast yera á sömu skoðun og meirihlutinn ' téðu máli, til að geta þó náð í full- trúastöðuna. Ef nefna þarf nöfn þeirra manna, er mæltu á móti aukaþingi, á þessum fundi, tnun eg telja fyrst hreppstj., og vona eg að hann felli sig ekki illa við það. — það er ekki «r vegi að skýra fyrir ókunnugum, hvernig afstaða þessara fundarmanna á Reynistað var: Tel eg þá fyrst hreppstj., Árna son hans í Vík, bróð- ur hreppstj., tengdason hreppstj. og 4 fundarmenn, sem kosningarrétt hafa, en ekki eru í nánum ættartengslum við hreppstj. Einn bróðir hreppstj. sendi skriflega fulltrúakosningu á fund- inn, og voru þeir hreppstj. og sonur hans þar tilnefndir, en með þeim fyrir- vara, að hann vildi ekki aukaþing. Bróð- ursonur hreppstj. afhenti mér seðilinn á fundinum og tók fram áðurgreint skilyrði, svo hátt, að flestir hafa víst heyrt það. Enda er sá bióðir hreppstj. þektur að því, að hann mun hafa djörfung og drenglyndi til að kannast við að þetta sé rétt hermt. Af þessu sést þá ljóst, hversu mik- ið íylgi aukaþingskrafan hafði um þessar mundir, hér í Staðarhreppi. Því þótt svo færi, sem kunnugt er, er á- stæðulaust að áfella kjósendur hreppstj. fyrir það, þótt þeir byggjust frekara við að hann mundi halda þeirri skóð- un, er hann lét uppi á undirbúnings- fundinum, þar ekki er um lengri leið að ræða en er frá Reynistað og út á Sauðárkrók. En þar hefir þó hreppstj. dálítið sér til málsbóta. Hann hefir sem sé borið það fyrir sig, að eftir að hafa hlýtt á ræðu alþingismannsins Ólafs Briem, hafi hann sannfærst á því, að nauðsynlegt væri að krefjast aukaþings. Betur að hreppstj. hefði sem oftast samið sig jafnvel að skoðun og stefnu hins mikilhæfa manns Ólafs Briems. Þá segir hreppstj. að eg hafi haft með mér ísafoldarblað, og eftir því hafi ég komist að þeirri niðurstöðu að aukaþing mundi verða árangurslaust. Aftur verður hreppstj. ósannindamaður. Honum var kunnugt og fundarmönnum að eg fekk ísafoldarblað lánað hjá Sigurði bónda á Reynistað. Sennilega er flestum það kunnugt nemalj þá hreppstj., hér í hreppi, að ekki var farið að ræða aukaþingskröfuna |þá í blöðunum, svo ekki gat eg sniðið skoð- un mfna eftir þeim. — En það er ekki þar fyrir, mér þykir alls engin óvirð- ing að bera frekara fyrir mig, í hvaða máli sem er, ábyggileg gögn, er sam- in eru af þeim, sem kunnugastir eru hverju máli, heldur en þvæla stöðugt með staðlausar ágizkanir. Og það er hreinasti misskilningur, ef hreppstj. ímyndar sér að nokkrum manni detti í hug, að hann, fremur en flestir aðr- ir út um land, hafi haft annað fyrir sig að bera, sem ástæður gætu heitið, í bankamálsþvælunni, en það sem blöðin fluttu um það, á því stigi málsins. Seint í ritverkinu margnefnda, segir hreppstjóri, að þegar fundargerðin frá Reynistað hafi verið lesin upp á Sauð- árkróksfundinum, hafi ekkert verið við hana athugað. Enn fer hreppstjóri með ósanwndi. Því það var einmitt hann sjálfur, sem fann. köllun hjá sér til að bera það fram á Sauðárkróksfundinum að eg hefði viðhaft blekkingar á Reyni- staðarfundinum, en gat þess jafnframt, að þeim hefði verið mótmælt, eins og fundargerðin bæri með sér, og átti vfst. fundurinn að skilja það, hverir hefðu verið svo þarfir. Eg neitaði slíkri ósvífni strax. Að eins sagði eg frá helztu atriðum í gangi bankamáls- ins á Reynistaðarfundinum, fram að þeim tíma sem þá stóð yfir. Og lítur út fyrir að hreppstj. hafi ekki verið vel við það. En hverju var spilt hafi öllum verið kunnug helztu tildrög málsinsf Og óþarft var það ekki, hafi þau ekki verið öllum kunn áður. Eða ætli hrepp- stj. hafi mislíkað að hann var ekki kvaddur til að skýra frá málinu á sína vfsu? Tvívegis reis hreppstj. úr sæti sínu Nýkomið í vefnaðarvöruverzlun Gudmanns Efferfl. Karlmannafataefni, svört og mislit, ótal, ótal tegundir. Verð frá 0.80 til 6.00. Peysufataklœði úr alull frá 2.50. Dömuklœði, svört og mislit á 1.75—2.00. Ensk vaðmál frá 1.45. Kvenkáputau frá 1.50. Yfirfrakkaefni frá 2.00. Slitfatatau frá 0.45. Kjólatau—Svuntutau. Svart silki, yndislega gott og fallegt á 3. kr. al. tvíbreitt- Flauet, allavega lit, með ýmsu verði. Vestisefni, ljómandi falleg. Tvisttau allskonar, frá 0.25. Flónel hvít og mislit frá 0.15. Lérept bleikt og óbleikt frá 0.15. Lakaléreft tvíbreið úr hör og bóm- ull Álnasirs, einlit og rósótt frá 0.20. Músselín. Stumpasirz á 1.35 pundið. Sœngurdúkur, óvanalega sterkur. — Strigi. Handklœðadregill frá 0.20. Handklœði frá 0.15. Fóður allskonar, og alt sem þarf til fata, óvenjulega fjölbreytt. Borðdúkar — Serviettur. Rúmteppi margskonar frá 1.25. Hálstau, allskonar. Bindislifsi gullfalleg. Hattar, stórt úrval — Kvenhúfur. Enskar húfur í hundraðatali frá 0.50. Peysur, stórar og smáar, handa konum og körlum. Karlmannanœrskyrtur frá 1.01. Nœrbuxur frá 1.40. Mikið af nærfatnaði handa kvenfólki og börnum. Milliskyrtur — Barnakjólar. Axlabönd, óslítandi. Kvenbelti, Hanzkar, allskonar. Sokkar mörg hundruð pör frá 0.30. Drengjaföt frá 3.40. Stórtreyjur — Yfirfrakkar. Jakkaföt. Regnkápur og ótal margt og margt fleira. Allar íslenzkar vörur teknar. Fljót og góð afgreiðsla. — á Sauðárkróksfundinum í því skyni að halda ræður, en það vildi þá til, bara í þau skifti, að ræðurnar snérust nær eingöngu að því, að ráðast á tvo póli- tiska andstæðinga hans. Var þá vakið athygli fundarins á því, hve mikið gagn að eldri fulltrúinn úr Staðarhreppi ynni fundinum með framistöðu sinni. Og mun hreppstj. reka minni til þess enn- þá. Lítur því svo út að hann hafi ekki haft annað fyrir sig að bera, en viijað þó segja eitthvað, og hefir hann þvf í ógáti valið sjálfum sér nafnið »fim- bulfambi« er hann hefir fyrir motto- byrjun á smekklegu greininni í Norðra. En í þriðja skiftið þegar maðurinn tók til ræðugáfunnar, sá hann að sér, og fór þá að miðla fundinum af þekkingu sinni í bankamálinu. Þá kemur nú aðalsökin, sem hrepp- stj. hampar í miðri atförinni og þrífur hann til hennar aftur seint í atlögunni. Hún er sú, að eg hafi komið með til- lögu um velorðaða aðfinslu við aðgeiðir ráðherra gagnvart Landsbankanum. Eg hefi minst á umtalaða starfsemi höf- undarins í Norðra, við hann sjálfan og var hann ekki seinn á sér að grípa til aðalvopnsins, og leyndi það sér ekki, að sterkur sigurglampi breiddi' sig yfir alla ásjónu hreppstj., að líkindum af þeirri ástæðu, að þar hefði hann þó skotið þeirri ör að mér, er eg mundi vart verða svo fljótt jatngóður af þeim áverka, er leiddi af henni. Því miður hefi eg ekki fundargerðina við hendina, en mig minnir að þessi tillaga væri ekki sett í hana fremur en aðrar til- lögur sem komu fram á fundinum. Að vísu gerir það ekkert til. Eg skal fá að sjá hana seinna og gefst mér þá máske tilefni að minnast á fleira er fram fór á Reynistaðarfundinum. En eg skal nú kannast við það opinberlega, og það frammi fyrir hverjum sem eg stæði, að tyrst þegar tilkynningin barst út um landið um frávikningu bankastjórn- arinnar, þótti mér hún fullfreklega orðuð. Auðvitað vantaði mig, eins og aðra, allar skýringar fyrir ástæðum í því máli, og var því eins og blindur maður dæmdi um lit. Svo stóð þannig á, að eg var á stöðugu ferðalagi, eins og kunnugt er hér, um það leyti, sem desember blöðin komu hingað, svo eg hafði ekki tök á að kynna mér málið frá báðum hliðum, að því leyti sem það var hægt. En þegar eg fór að lesa stjórnarandstæðingablöðin, sann- færðist eg altaf betur og betur á því að töluveit væri átátt við ráðsmensku fyrverandi bankastjórnar, einmitt af þeirri einföldu ástæðu, að andstæðinga blöðin gátu ekki hrakið með rökum höfuðatriði þau, er bankastjórninni voru gefin að sök. Heldur fóru þau í kring

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.