Norðurland

Eksemplar

Norðurland - 31.01.1911, Side 3

Norðurland - 31.01.1911, Side 3
19 Nl. IV. Skoðun á síld. Otto Tuliníus kauptnaður og konsúll lagði fram tillögu er hljóðar svo: Með því að reynslan hefir svo ljós- lega sýnt, hve illa síld vor hefir selzt undanfarin ár, á útlendum markaði, sem stafar af því, að mikill hluti henn- ar er farinn að skemmast þegar hún er söltuð, þá skorar fundurinn á al- þingi að samþykkja lög um skyldumat á nýrri síld, með svipuðu fyrirkomu- lagi og farið var fram á í frumvarpi því er lagt var fyrir síðasta þing, og æskir þess að lög þessi geti komið til framkvæmda íyrir i. júlí næstkom- andi. Og jafnframt skorar fundurinn á þingmann kjördæmisins að framfylgja því af alefli. Breytingartillaga kom frá E. Laxdal um að í staðin fyrir orðið »nýrri síld« komi »útfluttri síld«, var feld en aðal- tillagan samþykt með meginþorra at- kvæða gegn 2 atkvæðum. V. Styrkur úr fiskiveiðasjóði. Frá verzlunarstjóra Pétri Péturssyni kom þessi tillaga: Fundurinn skorar á alþingi að breyta lögum frá 31. júlí 1907, þannig, að skýrt verði tekið fram, að fé það, er samkvæmt þeim skuli verja til efling- ar síldarútvegi innlendra manna, verði aðeins úthlutað til útgerða skipa þeirra sem veiða síldina, og útgerðarmaður- inn hafi innborinna manna rétt á Is- landi, enda sé skipið að öllu leyti eign íslendinga og reki veiði sína einungis hér við land. Tillagan samþykt með öllum atkvæð- um gegn I atkvæði. VI. Síldarnœtur. Tillaga kom fram frá kaupmanni og og konsúl Otto Tulinius: Fundurinn bendir á að lögum um síldarnætur 25. sept. 1902 hafi ekki verið framfylgt, og skorar á stjórn- ina að framfylgja þeim. Samþ. f einu hljóði. VII. Útgerðarmannafélag. Frá Ásgeiri Péturssyni kom fram svohljóðandi tillaga: Fundurinn er hlyntur því, að stofn- að verði útgerðarmannáfélag fyrir alt land, og telur sjálfsagt, að það þá fái styrk úr landsjóði. Feld með 70 atkvæðum gegn 62 atkvæðum. VIII. Gufubátsferðir fyrir Norðurland. Svohljóðandi tiilaga kom fram: Fundurinn lítur svo á, að styrkur til gufubáts fyrir Norðurlandi megi ekki vera lægri en hann er nú. Samþ. í einu hljóði. IX. Brúargerð á Eyjafjarðará. Þingmaður Sigurður Hjörleifsson hóf fyrstur máls og lagði fram eftirfarandi tillögu: Fundurinn vill enn af nýju brýna fyrir alþingi nauðsynina á brú á Eyja- fjarðará, því vatnsfallinu, sem nú mun vera fjölfarnast yfir af öllum þeim ám landsins, sem enn eru óbrúaðar. Tel- ur hann sjálfsagt að sú brú verði gerð á »Hólmavöðum«. Fundurinn telur brú þessa lang- þörfustu vegabótina f sýslunni og óskar því fastlega eftir að fé verði veitt til hennar á þessu þingi. En sjái þingið sér það ekki fært, fjárhagsins vegna, eða vegna þess að undirbúningur þyki ekki nægilegur, skorar fundurinn á þing og stjórn að láta þann undirbúning fara fram svo snemma, að hægt sé að veita fé til brúarsmíðisins f tjáraukalögum á þing- inu 1913. Samþ. í einu hljóði. X. Skoðun og stimplun á kjöti. Frummælandi Sigurður Einarsson dýralæknir kom fram með svohljóð- andi tillögu: Fundurinn telur það með öllu ótil- tækilegt, að fela öðrum mönnum en iærðum dýralæknum skoðun og stimpl- un á kjöti því, er seljast á til út- landa, en telur hinsvegar skoðun og stimplun á slíku kjöti hið mesta nauð- synjamál. Af þessum og fleiri ástæð- um telur fundurinn óhjákvæmilegt að þing og stjórn stuðli til þess að fjölga dýralæknum í landinu, en til þess að bjarga við kjötskoðuninni þangað til væntanlegir íslenzkir dýralæknar fást, virðist eina ráðið að fá hingað í slát- urtíðinni hæfilega marga dýralækna frá Noregi eða Danmörku, og væri rétt að veita til þess opinbert fé að I einhverju leyti. Jafnframt telur fundurinn nauðsyn- legt að það sé trygt með lögum, að óleyfilegt sé að merkja kjöt með stimplum, er séu of líkir þeim dýra- læknastimplum, sem hér eru notaðir. Samþykt með meginþo.Ta atkvæða gegn 3. XI. Skilyrði fyrir styrk til búnaðarfélaga. Sigurður Hjörleifsson alþingismaður lagði fram svohljóðandi tillögu: Fundurinn telur fjölgun áburðarhúsa eitt af þýðingarmestu skilyrðunum fyr- ir ræktun landsins, og skorar á bún- aðarþingið að taka það mál til íhug- unar og koma fram með tillögur um á hvern hátt beri að styðja að þess- ari nauðsynlegu umbót á búnaði lands- manna. Samþ. í einu hljóði. XII. Skifting sýslurnanns- og bœjarfó- getaembœttisins. Þá kom fram tillaga frá frummæl- anda málsins, kaupm. og konsúl Otto Tulinius, er hljóðar svo: Fundurinn lítur svo á, að bæjarfó- getaembættið á Akureyri og sýslu- mannsembættið í Eyjafjarðarsýslu sé orðið svo umfangsmikið, að það sé ofætlun einum manni að þjóna því, og það því fremur sem embættis- störfin fara sívaxandi. — Jafnframt telur hann fjárhagslega hættu af því fyrir landssjóðinn, að ekki sé á Siglu- firði maður með fullu embættisvaldi, alt að því helming ársins, og brýna nauðsyn að valdsmaður hafi þar lengri dvöl, meðan þar er mest skipkoma. Fyrir því skorar hann á þing og stjórn að taka málið til rækilegrar meðferðar, þegar á þessu þingi. Samþ. í einu hljóði. XIII. Kosningar til bœjarstjórna. Eggert Laxdal frummælandi máls- ins lagði fram þessa tillögu: Fundurinn vill að lögum um kosn- ingar til bæjarstjórna verði breytt í þá átt, að kjósendum gefist kostur á að kjósa um alla þá menn, sem á lista eru settir. Feld með þorra atkvæða. XIV. Opínber endurskoðun. Alþingismaður Sigurður Hjörleifsson kom fram með tillögu svohljóðandi: Fundurinn tjáir sig meðmæltan því, að sett verði í lögum ákvæði um op- inbera endurskoðun á reikningum þeirra félaga, er hafa sér til tryggingar sam- ábyrgð margra manna. Samþ. í einu þljóði. Fleiri mál voru eigi á dagskrá. — Fundi slitið. Guðl. Guðmundsson> (fundarstjóri). Hallgr. Kristinnsson, J. Karlsson, (skrifarar). X Sorglegt slys. Sigurður Sigurðsson sýsiu- nefndarmaður á Húnsstöðum í Húnavatnssýslu er nýlátinn af slys- förum. Hann hafði farið frá Blönduósi að kvöldi þess 27. þ. m. og reið fjör- ugum hesti.r Hesturinn kom heim um nóttina, en Sigurður ekki, og fanst hann um morguninn nokkuð frá veg- inum og var nær meðvitundarlaus. Var hann ákaflega meiddur á höfði og hafði mætt mikil blóðrás. Læknir saumaði saman sárið, en Sigurður and- aðist um kvöldið. Hann mun hafa verið um fertugt, maður vel gefinn, drengskaparmaður hinn mesti, vinfastur og frábærlega höfðinglyndur. X Síma-Qróa. Jón Ólafsson alþingismaður segir í »Reykjavíkinni« að Gróa sín hafi hvísl- að því að sér í símanum, hér norður á Akureyri, að ritstjóri Norðurlands hafi neitað að birta yfirlýsingu Ung- mennafélags Akureyrar í fánamálinu. Um það er það að segja, að blaðinu var aldrei send þessi yfirlýsing, en Norðurland flutti hana þó af frjálsum vilja og án þess að það væri fyrir hana beðið. Það er eins og þessi trétt sé eitt- hvað töluvert í ætt við »málgagn sann- söglinnar*. Vesta væntanleg hingað á fimtudag f fyrsta lagi; fór á tvær aukahafnir eystra Vestur-íslendingrar taka mjög myndarlega í samskota- leit til minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Hafa sett 15 manna nefnd til þess að sjá um samskotin. Formaður hennkr er dr. Jón Bjarnason. Biblíumálið útkljáð. Þetta mál hefir vakið töluverða óánægju, sér í lagi hjá þeim, sem hafa misskilið til- gang þeirra, er kærðu hina nýju þýðingu biblíunnar. Það mun því vera mörgum gleðiefni að vita, að það virðist nú loksins vera leitt til farsælla lykta. Eg hefi fengið bréf frá ritara hins brezka biblíufélags, þar sem hann skýrir frá þvi að þýðendurnir í Reykjavík hafi samþykt að breyta þeim þremur stöðum í nýju þýð- ingunni, sem hala valdið mestri deilu, og að þeir vilji halda þeirri útleggingu á þess- um stöðum, er var í hinni fyrri útgáfu (Oxfordútgáfunni). Þessi útlegging er í augum margra manna hér á Iandi, og sam- kvæmt áliti erlendra sérfræðinga í hebrezku og grísku, hin eina rétta. Staðirnir eru: Esa. 1. 18; Esa. 7. 14; og Matt. guðspjall 28. 19. í Esa. 1. 18 hafði þýðandinn (síra H. N.): »Ef syndir yðar eru sem skarlat, munu þær þá geta orðið hvítar sem mjöll? Ef þær eru rauðar sem purpuri, munu þær þá geta orðið sem ull?« en nú verður hin rétta þýðing látin standa, sem er: »Þó yðar syndir væru sem skarlat, þá skyldu þær verða hvítar sem mjöll, o. s. frv.« í Esa. 7. 14 (sem er spádómur um fæðingu Krists) hafði síra H. N. *kona verður þung- uð« í staðinn fyrir »mey«. En nú verður »mey< (eða tilsvarandi orð) látið standa þar, þvf að það er hin vanalega útlegging orðsins (almah), sem kemur fyrir á 7 stöð- um í ritningunni, og sem síra H. N. hefir sjálfur þýtt á öðrum stöður í nýju’þýðing- unni ýmist »yngismeyja«, »mær«, »stúlka«, »meyja«, eða »ungfrú«. Eg hefi skrifað ýtarlega í »ísafold« og »GjalIarhorn« um þýðinguna hjá Matt. 28. 19, og sýnt fram á, að þýðingin þar er einnig óverjandi. í endurprentuninni verður hin rétta þýðing höfð, — »og skírið«, — í staðinn fyrir »með því að skíra«, eins og síra J. H, lagði út. Það er mikið gleðiefni, að vita að ís- lenzka þjóðin fái að hafa Guðs orð hreint og ómengað, eins og allar aðrar mentaðar þjóðir. Það má, að vísu, enn þá finna að ýmsum atriðum í þýðingunni, en þau hafa ekki.nærri því eins stórkostlega þýðingu og hinir þrír staðir sem nefndir hafa ver- ið, og líklega gera þýðendurnir enn þá breytingar til hins betra. Biblían verður gefin út aftur f stórri, út- gáfu eins og fyr, og líka í vasaútgáfu, sam- kvæmt áskorun okkar cand. theol. S. Á. Gíslasonar til brezka biblíufélagsins. Islenzka biblíufélagið á því þakkir allra sannleikselskandi manna skilið fyrir það, að það hefir látið undan fyrir sannleikan- um í þessu máli, þrátt fyrir staðhæfingar tveggja þýðendanna í »ísafold og »Lög- réttu« í sumar, að það vildi enga breyt- ingu gera. Að breyta stefnu sinni til hins rétta þegar manni hefir yfirsést, lýsir meiri sann- leiksást og drenglyndi en að halda fast við "það sem er rangt, og eg þykist mega segja af hálfu þeirra, sem hafa haft sömu skoðun og eg í þessu máli, að það er vor einlæga von, að úrslit þessa ágreinings geti orðið til þess að nema burtu misskiln- ing þann, sem komið hefir á milli máls- aðilanna, og að hin nýja útgáfa fæðist ekki undir merki sundurlyndis og þrætu, heldur velvildar og innbyrðis virðingar allra þeirra, sem þrá hana. Arthur Gook. X Útlendar fréttir. Höfn 5. des. ’io. Kína. Þar er í ráði, að algerð breyting verði á stjórnarfyrirkornulaginu. Keis- arinn hefir frá alda öðli verið einvaldur og fyrirkomulagið hið sama og var í Japan áður. Mú hefir keisarinn nýlega látið það boð út ganga, að eftir 3 ár verði ríkinu stjórnað með löggjaf- arþingi í tveim deildum að siðum Evrópuþjóða. Crippen konumorðingi var hengdur 23. nóv. Hann hafði fengið halfsmánaðarfrest, en ekkert kom fram, er sannað gæti iramburð hans. Dó hann án þess að hafa játað á sig glæp sinn. Enska binzinu var slitið á mánudaginn síðasta. Kosningar hófust á laugardaginn og er barist af hálfu meira kappi nú en nokkru sinni áður. Kosningunum verð- ur lokið skömmu fyrir jól. [Framh. á næstu síðu. 10. jan. ’u.]

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.