Norðurland

Tölublað

Norðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 1

Norðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 46. blað. J Akureyri, 14. október 1911. j XI. ár. * Munið eftir að borga NORÐURLAND á þessu hausti. Heimastjórnarmerkið. Völdin — Völdin. Hátt skal bera merki í hernaði. Mikils [aótti forfeðrum okkar um vert að svo væri gert. Merkið var sýtiilegt tákn þeirra hugsjóna, er fyrir mönnunum vöktu. Merkið benti hermönnunum hvert halda skyldi, hvar þörf væri hraustrar atgöngu. Sá þótti hver mestur og beztur, er næstur stóð merkinu. Frækilega voru merkin fram borin á Stiklastöðum. Þórður skaut niður konungsmerkinu svo hart að stöngin stóð. Hann gerði það um leið og hann féll sjálfur dauður til jarðar. Falla mátti hann sjálfur, en merkið ekki. — Sigurður Hlöðvésson Orkneyjajarl tók sjálfur í Brjánsbardaga merkið af stönginni og lét koma milli klæða sér, er þrír merkismenn hans voru fallnir og enginn vildi bera framar fyrir hættu 'sakir. Svo ant var honum um að merkið yrði ekki óvirt af fjandmönn- um hans. Hver sæmilegur stjórnmálaflokkur hefir sitt merki. Merki flokkanna eru þær hugsjónir, er þeir vilja gagn vinna. Hugsjónalaus flokkur er merk- islaus. Hugsjónalaus stjórnmálaflokk- ur á enga virðingu skilið. Ekki verður með sanni sagt um sjálfstæðisflokkinn, að hann sé merk- islaus. Fremur hefir honum verið fundið það til foráttu, að hann bæri ofhátt merkið. Sjálfstæði íslands hefir sá flokkur á merki sínu, bæði efna- lega, andlega og stjórnarfarslega. Sú er stefnan og verður ekki um vilst. Merkur maður danskur, óvin- veittur þessari stefnu, af því hann var aldanskur í húð og hár, varð þó að játa, í fyrirlestri, er hann flutti, meðal annars hér á Akureyri, að ekki gæti aðra stefnu betri né tryggari, þjóðinni til viðreisnar og þroska. Fleira hefir þó þessi flokkur á stefnuskrá sinni. Má þar nú helzt til nefna hina stórfeldu breytingu á stjórnarskránni. Verði sú breyting að lögum, er numið í burtu hið ó- vinsæla og hættulega ákvæði um að mál vor skuli að sjálfsögðu uþþ bera í dönsku ríkisráði. Konungur skal eið vinna að stjórnarskrá vorri. Konungkjörnir þingmenn verða af- numdir. Kosningarrétturinn verður aukinn til stórra muna og jafnt veitt- ur konum sem körlum. Stjórnmála forustan verður öflugri. Skiþa má öllum málefnum þjóðkirkjunnar með lögum. Eftirlaun öll má afnema með einfaldri lagasetningú. Þjóðin getur fengið rétt til þsss að fella úr gildi lög, er þingið hefir samið og hún vill ekki samþykkjast. Alt þetta hefir sjálfstæðisflokkur- inn á stefnuskrá sinni og mætti margt fleira til nefna, en óþarft er það til þess að sýna það og sanna, að slíkur flokkur er ekki stefnulaus. En hvernfg er þessu varið með heimastjórnarflokkinn. Kunnugra er það en frá þurfi að segja, að sá flokkur hefir haft þá stefnu í sambandsmálinu, að fara ekki feti frarnar í þvf en Danir vildu vera láta. Sú hefir stefnan verið ætfð. Samningarnir við Dani hafa verið honum fyrir öllu. Því barðist hann méð oddi og egg, við síðustu kosn- ingar, fyrir Uþþkastinu. Engin ókvæð- isorð hafa verið til sþöruð áður um þá menn, er helzt réðu því að þjóð- in hafnaði Uppkastinu, en meðal þeirra manna var núverandi ráðherra mjög framarlega, þó nú kveði við annan tóninn um hann. Uppkastið sögðu foringjarnir að væri aðalhug- sjón flokksins, merkið sem' þeir vildu undir berjast. Ekkert skyldi þoka þeim frá þessu merki, unz sigur væri unninn. En hvað gera svo þessir foringj- ar nú við Uppkastið sitt? Hafa þeir skotið stönginni í völlinn? Bardag- anum halda þeir að vísu áfram. Það má bezt marka af því, að al- staðar ota þeir fram hinum ákveðn- ustu fylgismönnum Uppkastsins, en sjálft Uppkastið, sjálft fiokksmerkið vilja þeir ekki Iengur kannast við. Þeir segjast alls ekki vera að berj- ast fyrir Uppkastinu. Þeir hafa mál- að yfir merkið eins og botnvörp- ungar sumir gera, er þeir eru að óleyfilegri veiði í landhelgi. Með þessu drengilega bragði ætla þeir að villa þjóðinni sýn. Merkið, sem aðalhugsjón flokksins var letrað á, er nú hvergi sýnilegt. Ekki er betur ástatt fyrir flokkn- um að því er stjórnarskrármálið snertir. Breytingin á stjórnarskránni sögðu þeir að væri þeim hið mesta kappsmál. Á þinginu 1909 töldu þeir það hina mestu óhæfu að stjórn- arskrárbreytingin var ekki afgreidd í lagaformi af því þingi. Þeir máttu ekki til þess hugsa, að bannsettir konungkjornu þingmennirnir fengju að sitja degi Iengur en frekast var þörf á. Þeir heimtuðu kosningarrétt- inn sem allra fylstan á þinginu 1911. En svo er nú svikist frá öllu saman. Allskonar vífilengjur eru við hafðar til þess að tefja stjórnarskrárbreyt- inguna, eða koma henni fyrir katt- arnef með deilum og rifrildi. Helzt svo að ætla, að að þeir vilji nú ekki standa við neina af þeim réttarbót- um, er felast í frumvarpinu til breyt- ingar á stjórnarskránni. Að minsta kosti láta þeir sér ekki títt um neina þeirra nú, þegar að því er komið að hægt sé að útkljá þetta mikla velferðarmál þjóðarinnar. En hefir þá flokkurinn ekkert á stefnuskrá sinui? Verið getur að svo sé ekki, en landsmálin eru það ekki í eiginlegum skilningi. Það skyldi þá vera það, að fjármálunum ætti helzt að stjórna á líkan hátt og Lands- bankanum var áður stjórnað. Þar telja þeir helzt vera fyrirmyndina. Þangað megi komast og lengra ekki. Um eftirlaunamálið er það t. d. að segja, að þeir flokkshöfðingjarnir feldu með mikilli áfergju skynsam- legar tillögur um stórkostlega lækk- un á eftirlaunum ráðherra. Engin veruleg stefna auðkennir nú sem stendur heimastjórnarflokk- iiin, alt hverfur fyrir því einu, hvort þeir fái að halda áfram að vera við völdin. Þeir tala annars við þjóðina eins og þeir séu ekki sjálfir við völdin, þykjast þurfa að reka sjálf- stæðisflokkinn frá völdum. Þeir gleyma því að þeir tóku sjálfir við völdunum á síðasta þingi, þeir gleyma því að það var þeirra ráðherra, sem afturkallaði bankamálin frá hæsta- rétti, þótt hann sjálfur hefði í fyrstu hleypt málunum fyrir dómstólana. Þeir gleyma því að það var þeirra ráðherra, sem brauzt til valdanna í fullri óþökk mikils meirihluta þjóð- kjörinna þingmanna. Þeir gleyma því að það var þeirra ráðherra, sem framlengdi setu konungkjörinna þing- manna langt fram yfir það, sem heimastjórnarflokkurinn og hann sjálfur höfðu áður talið leyfilegt. Stefna heimastjórnarforingjanna er nú ein og óskift. Hún er sú að halda völdunum. Vegna þeirra er Upp- kastið lagt á hylluna, vegna þeirra hvika þeir fram og afiur í stjórnar- skrármálinu, þora hvorki að játa breytingunni né heldur neita. Merkið, sem þeir báru við síð- ustu kosningar er nú orðin grámó- rauð dula og á þeirri dulu verður ekkert lesið nema orðin: Völdin — Völdin. Á það á að reyna við þessar kosningar, hvort þjóðin vill Ijá sig til þess að þjóna undir slíku merki. * • Úr Barðastrandarsýslu. Björn Jónsson fyrverandi ráðherra nýkominn heim úr ferð til kjósenda sinna í Barðastrandarsýslu. Hélt hann fundi á Bíldudal og á Patreksfirði. Kosningahorfur hans taldar hinar beztu. Skóla- og kenslu-bœkur, sem fást í bókaforlagi Odds Biörnssonar á Akureyri: Barnagaman. Stafrofskver Guðmundar læknis Hannessonar (fyrsti leiðarvísir í lestri). 2. útgáfa 0.15. Stafrofskver Jónasar /ónassonar. Ný, end- urbætt útg. Með 50 myndum. Bundið 0.50. Smásögur, nýjar, handa börnum. 0.40 Kvöldúlfur. Barnasögur. Bundinn 0.75. Úrvals æfintýri frá ýmsum löndum. 1.50. Nýjasta barnagullið. Örfá eintök óseld. 1.25 Reikningsbók JónasarJónassonar. I. Önnur endurbætt útgáfa. Bundin 1.50. II. 1.00 Fyrsta reikningsbók barna. I. Eftir Jónas Jónasson. Kemur út 18. þ. m. 0.15. Islenzk málfræði. Eftir Jónas fónasson. 2. endurbætt útgáfa. Bundin 1.25. Liðhlaupara lofið. Þó heimastjórnarmenn telji alla sjálf- stæðismenn og teldu ekki síður fyrri framsóknar- og sjálfstæðismennina ó- sjálfstæða skýjaglópa, heimskingja, ó- hlutvanda menn og stórhættulega þjóð- inni, þá vfkur því svo undarlega við, að ef svo ber til að einhver þessara manna verður ósáttur við flokk sinn, þá breytist alt í einu vitnisburður sá, er þeir fá í heimastjórnarblöðunum. Þá eru þeir snögglega orðnir alt aðr- ir menn. Eru þá orðnir mestu spek- ingar alt í einu, ákaflega gætnir, sjálf- stæðir, þjóðhollir og réttsýnir og marg- faldlega verðir þess, að vera fulltrúar þjóðarinnar á þingi. Allir muna vitn- isburðinn sem þeir fengu áður, Guð- laugur Guðmundsson, Jón Jenssot), Ste- fán Stefánsson, Valtýr Guðmundsson, Kristján Jónsson, Sigurður Sigurðsson og Sigurður Stefánsson. Nógu fróð- legt að bera saman vitnisburðinn um þá fyr og nú. Og á meðan Skúli Thor- oddsen var ósáttur við Björn Jónsson út af ráðherravalinu 1909, vantaði heldur ekki vingjarnleg og virðuleg orðin í Skúla garð hjá heimastjórnar- blöðunum, en allir vita hvernig þau tala um hann nú og er þó Skúli sami maðurinn og hann var þá. Satt að segja mun ekki auðhlaup- ið að því að benda á þann mann úr flokki sjálfstæðisþingmanna, er heima- stjórnarblöðin mundu ekki syngja lof og dýrð og styðja til þingmensku, ef hann vildi skilja við flokk sinn. Enginn á vfsara lofið í heimastjórnar- blöðunum en sjálfstæðisliðhlauparar. En þá fer líka að verða heldur lít- ið mark takandi á svívirðingunum um sjálfstæðismennina í heimastjórnarblöð- unum. '4 Háskóladeilan. Norsk blöð lýsa undrun sinni yfir þeirri tilhögun við háskólahátíð Norð- manna, er varð þess valdandi, að Björn M. Ólsen var þar þegjandi á- heyrandi, en danski háskólarektorinn flutti kveðju frá Reykjavíkurháskóla; þykir þar hafi hvorki Norðmönnum né Dönum né sendimanninum farist svo sem vert hefði verið. Annars er það á unnið í þessu máli, að Erslev prófessor, sem í vor óvirti háskóla vorn og taldi ástæðulaust að sýna honum kurteisi, hefir nú neyðst til að kannast opinberlega við nafnið á honum í dönsku blaði. Hefði óneitanlega farið betur á að fyr hefði verið. Að honum hafi ekki verið kunnugt um heiti skólans við háskólahátíð Norð- manna, sýnist vera'aumlegur fyrirslátt- ur og annað ekki, enda var íslenzka sendimanninum ekki minna ætlandi, en að kenna honum rétt nafn á hon- um, er danski rektorinn hafði farið með rangt heiti áður. Vlg:fús Binarsson lögfræðingur er orðinn fulltrúi á skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.