Norðurland

Tölublað

Norðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 3

Norðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 3
i63 NI. sömu tökum og hann hefir tekið aðra og — hvernig liði honum þá. Þessi athugasemd kemur svona seint, vegna þess að eg sá ekki hið um- rædda Norðra-blað fyr en fyrir tveim dögum. 20. sept. 1911. \ Knútur. Skýring. Þar eð eg hefi orðið þess vör, að sumum hlutaðeigendum er það ekki fullljóst, hver aðalástæða liggur til grundvallar fyrir ákvæði því frá skóla- nefndinni, sem auglýst var í síðasta blaði, leyfi eg mér að gefa nokkrar upplýsingar, sem að vísu hafa verið gefnar áður, við skólasetningu í fyrra haust og skólauppsögn í vor. Þeir, sem fylgst hafa með starfsemi skólans þessi síðastliðnu 3 ár, hata séð, að fyrsta árið 1908—9 voru börnin í skólanum 140, skift í 6 deild- ir, 20—23 í deild. Haustið 1909 voru börnin 165, en undir þeim kringumstæðum, sem fyrir hendi voru, þótti það ógerlegt að hafa 28 börn í deild — þau voru svo mis- jöfn að þroska — og varð því að bæta við einni deild, voru það auka- útgjöld fyrir bæinn sem svaraði 400 kr. — Haustið 1910 voru börnin enn 165. En eftir 2 ára samvinnu voru þau orðin svo mikið jafnari að þekk- ingu, að þau máttu að skaðlausu vera 28 — 30 saman í bekk, ef húsrúm hefði tillátið, en skólastofur vorar leyfðu ekki rúm, ef þolanlegt loft átti að vera, nema 20—22 börnum með því fyrirkomulagi, sem þá var. Húsrúmi er svo háttað í skólanum, svo sem kunnugt er, að tvísetja verður í kenslu- stofurnar, og skólahúsið er þar að auki lánað kvöldskólanum, svo þar er kent 12 stundir í sumum herbergjum á dag, svo að segja samfleytt. Þarf ekki getum að því að leiða, hvernig loft og hreinlæti er í slíkum herbergjum, eins og göturnar oft eru yfirferðar hér í bænum. Jafnvel þó þurt sé um, berast ódæmi af þurru ryki inn, og þyrlast í loft upp við minsta súg. Ef það áttu að vera nokkur tiltök að koma 165 börnum fyrir í 6 deild- um, sem þau kunnáttu vegna gátu verið í, varð að við hafa hið mesta hreinlæti, og var þá það ráð tekið, að láta börnin hafa með sér inniskó til að bregða á sig í tímunum. Kvöld- skólanemendum var gert slíkt hið sama að skyldu. Þetta fyrirkomulag reyndist ágæt- lega, loftið í herbergjunum varð hið bezta, lítið lakara í síðasta tíma en í fyrsta, þvf engin óhreinindi bárust inn. Meiri mun hefi eg aldrei séð á her- bergjum. Þó það væri f fyrstu aðalatriðið með ákvæði þessu, að spara skólanum eina deild, þá var okkur það ljóst, að það hefði fleiri kosti í för með sér. Heilsufar var mikið betra í skólan- um í vetur en undanfarandi vetur, og mun það að nokkru leyti vera að þakka meira hreinlæti og því, að börn- in eru þur og hlý á fótum í tímun- um, kvefvesöld, hálsveiki og höfuð- veiki stafar oft af vondu lofti og köld- um og rökum fótum. Allur heimurinn þekkir Universal. Kosning alþingismanns fyrir Akureyrarkaupstað. Laugardaginn 28. okt. 1911 kl. 12 á hádegi verð- ur kjörþing fyrir Akureyrarkaupstað haldið í Good-Templarahúsinu á Akureyri til þess sam- kvæmt kgl. opnu bréfi 11. júlí 1911 að kjósa al- þingismann fyrir kaupstaðinn til næstu 6 ára. Kjördaginn kl. 6 e. h. kemur yfirkjörstjórnin saman á sama stað til að opna atkvæðakassann og telja atkvæðin. Petta kunngerist öllum, er hlut eiga að. Yfirkjörstjórn Akureyrarkaupstaðar 12. okt. 1911. Guðl. Guðmundsson. Líka vona eg, að börnin fái með þessu fyrirkomulagi smekk fyrir hrein- lega umgengni og verði fúsari til að við hafa sama þrifnað heima fyrir. H. B. Erlend tiðindi. Höfn 21. sept. 1911. Niðurl. íslenzki háskólinn og háskóla- hátíðin í KrÍStjaníU. Út af árás ísa- foldar og annara blaða(?) á B. M. Ól- sen háskólarektor og Erslev rektor Kaupmannahafnarháskóla hefir síðast- nefndi ritað grein í »Berlingske Tid- ende«, er vér þýðum hér: »Menn eru óánægðir yfir, að eg flutti kveðju frá Háfnarháskóla og háskóla íslands í einu. Þetta er að kenna tilhögun há- skólans í Kristjaníu; lét hann flokka niður háskólum þeim, er sendu full- trúa og skyldi einn tala fyrir hvern flokk. í fyrsta flokki voru háskólar vorir* tveir og var auðvitað eðlilegt, að rektor Hafnarháskóla talaði fyrir þenna flokk. Sumir ætla, að eg hafi viljað smána háskóla (Universitet) íslands, er eg talaði um »Höjskolen« f Reykjavík. Mér virðist eðlilegast að nota það orð á dönsku, er nákvæmlega samsvaraði heiti hans á íslenzku; á sama hátt mundi Svíi hafa getað flutt kveðju frá gömlu háskólunum (Universiteter) í Uppsölum og Lundi og hinum nýju »Höjskoler« í Stokkhólmi og Gauta- borg; þá er eg talaði, var eg heldur ekki viss um, að þessi nýja stofnun héti á dönsku embættis-lagamáli, »ís- lands Universitet«. Hefði eg vitað það, mundi eg að minsta kosti hafa nctað orð þetta f annað skiftið af þeim tveim, er eg mintist á háskólann. En það datt mér ekki í hug, að nokkur gæti misskilið eða lagt út á annan veg orðið: »HöjskoIe«, enda er það fjarri öllum, er vita, að það voru eingöngu háskólar (Universiteter), er fluttu kveðj- ur sínar við þetta tækifæri.* \ Fundur á Akranesi. Fundur var haldinn fjölmennur á Akranesi á þriðjudaginn var. Hafði Einar Hjörleifsson boðað til fundarins. Mætti þar af heimastjórnarmanna hálfu Kristján Jónsson ráðherra og Jón Ól- afsson, en þeir Einar Hjörleifsson og Þorsteinn Erlingsson töluðu af hálfu sjálfstæðismanna. Þorsteinn Jónsson á Grund var þar líka og er hann enn í framboði. Heimastjórnarforingjarnir leggja nú engu minni stund á það, að Kr. Jóns- son haldi kjördæmi sínu, en hver þeirra annara, og sýnir þetta ef til vill bezt, hve samvinnan er náin milli þeirra, ekki sízt þar sem ákveðinn heima- stjórnarmaður er líka í framboði. Hann vilja þeir ekki sjá, en styðja ráðherra eftir mætti. X Þórður Thoroddsen læknir, sem um eitt skeið hugði til þingmenskuframboðs í Reykjavík, er nú hættur við það. Hey fuku mikið í Siglufirði f laugardagsrok- inu 23. sept. eins og víðar. * Auðkent af þýð. Ur ýmsum áttum. Dýrasta tóbakspípa í heimi. Hana á Persakonungur, er hún öll gimsteinum hlaðin og hefir kostað um 2 miljónir kr. Konungur reykir aldrei úr henni nema á tyllidögum; það gerði og faðir hans og afi. Þjónn einn gætir pípunnar og hefir engan annan starfa á hendi. Dýrir pennar. Það er siður víða úti í löndum að geyma penna þá, er notaðir hafa verið til þess að skrifa undir merki- lega samninga o. s. frv. T. d. er geymdur á Rosenborgarsafni penni sá, er Friðrik 7. ritaði undir grundvallarlög Dana með. Napóleon 3. notaði gullpennaskaft, er hann ritaði undir friðinn í Vínarborg 1856 og er sá penni geymdur. Á Berlínarsafni einu er penni sá, sem Vilhjálmur Prússakon- ungur notaði eftir orustuna við Sedan, þegar hann skrifaði Ágústu drotningu: En sú breyting með guðs hjálp! Maður einn í New-York á penna, sem Georg Washington átti og hafa honum verið boðnar 9000 krónur í hann, en hann vil ekki láta. Penni einn, er Charles Dickens átti, var seldur á uppboði fyrir 720 kr. Póstflutningur í loftinu. 9. sept. byrjaði póstsamband milli London og Windsor. Flugmaðurinn Graham White hefir verið fenginn til þéss að flytja póstinn á milli gegnum loftið. En dýrt er spaugið. Ekki má nota nema sérstök bréfspjöld eða bréfsefni og kostar stykkið 97 aura. En utan á umslögin verður þessi stimpill sett- ur: Fyrsti loftpóstur Bretarílds. Einkennileg hefnd. Nýlátinn er 1' Ameríku öldungur einn, 91 árs gamall. Tók hann þátt í borgarastyrjöldinni og er hann kom heim til konu sinnar árið 1865, komst hann að því að konan hefði verið sér ótrú. Fél! honum þetta þungt mjög og ákvað að hefna sín. Eftir þann tíma talaði hann ekki eitt orð við konu sína allan þann tíma, er þau lifðu saman, í 40 ár. Og er hún dó, vildi hún fá að tala við hann og biðja hann fyrirgefningar, en hann varð ekki við bón hennar. X Nýlr hreppstjórar. Stefán Bergsson á Þverá er settur hreppstjóri í Öxndælahreppi og Davíð Sigurðsson á Stóru-Hámundarstöðum í Árskógsstrandarhreppi. Eftirmæli. Þann 28. ágúst síðastl. andaðist að Und- irfelli í Vatnsdal ungfrú Oktavía Þórðar- dóttir frá Móbergi, eftir mjög stutta legu. Banamein hennar var illkynjuð hálsbólga. Oktavía sál. var svo vinsæl og merk stúlka, að verðugt væri að hennar væri minst með nokkrum orðum. Hún var fædd 9. okt. 1891 að Geita- skarði í Langadal, og var hún því varla tvítug að aldri. Foreldrar hennar voru: Þórður Guðmundsson, sem mörg undanfar- in ár hefir dvalið á sjúkrahúsinu á Akur- eyri, og kona hans Anna Magnúsdóttir. Uppvaxtarár sín var hún lengst af á Mó- bergi í Langadal hjá móðursinni. Naut hún mikils ástríkis hjá öllum, en sérstaklega gerði móðir hennar alt til þess að vanda uppeldi þessa einkabarns síns. Oktavía sál stundaði nám 2 vetur við kvennaskólann á Blönduósi og tók burtfar- arpróf þaðan vorið 1909. Næsta vor dvaldi hún á námsskeiði kennaraskólans í Reykja- vík. Tvo síðastl. vetur hafði hún á hendi kenslustarf við farskóla í Vindhælis- og Torfalækjarhreppum. Ávann hún sér á báð- um þessum stöðum traust og álit jafnt nem- enda sem annara. Hún var, með vitund nánustu ættingja og vina, trúlofuð Guðmundi Guðmunds- syni frá Klömbrum, bróður Ingimundar ráðanauts. Oktavía sál. var mjög góð og göfuglynd stúlka, sérlega vel gefin, andlega og líkam- lega, gáfurnar fjölhæfar og táp og líkams- atgerfi meira en alment gerist á hennar aldri. Rækti hún hvert það starf, er húu tók að sér með áhuga og samvizkusemi og var fyrirniynd annara að háttprýði og siðgæði. Hún er því ekki að eins harmdauði foreldra sinna og unnusta, sem öll unnu henni ó- segjanlega heitt, heldur líka allra þeirra, sem nokkuð þektu hana, mannkosti hennar og hjartaþel. 9+2. X Veðursímskeyti til J^Jls- frá 1. okt. til 7. okt. 1911. Ak. Gr. Sf. Bl. ís. Rv. Þh. s. ‘«•3 0.0 -1.0 2.7 -0.3 4-5 1-7 M. 2.4 -«•5 5.8 -0.4 °S 3-2 7i Þ>. 7» 4.0 2.7 2.6 10.5 8-5 3-i M. 2-5 6-5 6.6 9.0 7.8 7-5 II.O F. *3-5 9.0 13.9 11.8 I I.I 8.0 9-4 F. 8.0 5° 14.1 6.6 7.0 7-5 8.6 L. «•5 -i-5 3.o 2.0 2.5 3-5 91

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.