Norðurland

Tölublað

Norðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 2

Norðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 2
Nl. 162 Áskorun til íslenzkra kvenna. t'n!0öZs°aS UNIVERSAL. í tilefni af að nýjar kosningar til alþingis fara nú bráðlega i hönd, leyf- um vét oss hérmeð að skora á ís- lenzkar konur, að stuðla að þvi af fremsta megni, að þeir menn einir verði kosnir til alþingis við nœstu kosningar, sem vilja láta lögin um aðflutningsbann á vini, sem afgreidd voru aj alþingi 1909, standa óbreytt. Oss konum ætti að vera það full- Ijóst, hversu mikla óblessun áfengis- nautnin hefir leitt og leiðir enn yfir vora fámennu og fátæku þjóð og þar- eð aðj lutningsbann er eina ráðið til að bæta úr þessu þjóðarböli, œttum vér ekki að láta tekjuhalla landssjóðs, sem óhjákvæmilega mun leiða þaraf, villa oss sjónir, þvi sérhverjum óvil- höllum manni hlýtur að vera það aug- Ijóst, að gjaldþol almennings eykst að miklum mun, þegar nautn áfengra drykkja verður útrýmt úr landinu. Þött vér konur höfum enn ekki at- kvœðisrétt i löggjafarmálum þjóðar- innar, erum vér þó konur, mæður og systur beirra manna, sem atkvæði eiga um þau mál og getum þvi haft mikil áhrif i kosningunum, ef vér liggjum ekki á liði voru Veruut þvi samtaka, þá er sigur unninn. Fyrir hönd „Hvita bandsins“ í Reykjavik. Stjórnin. Hvað er Universal? fjíotnið* og kosningarnar. »Hafðu bóndi minn hægt um þig, hver hefir skapað þig í kross? Dýrðin vor þegar sýnir sig, þér sæmir bezt að lúta oss.« Eg veit ekki hvort ritstjóri Gjall- arhorns kannast við þessi vísuorð úr einu af snildarkvæðum Jónasar Hall- grímssonar, en vera má, að eitthvað þeim líkt standi í »Tímarímu«! rit- stjórans og — ef til vill — ekki langt frá hendingunum úr Passíusálm- unum, sem ritstjórinn bræddi inn í eina grein sína í sumar, og sagði að stæðu í »Tímarímu«, er hann mintist kjósenda hér í sýslunni með venjulegri virðingu og kurteisi. — Því einmitt þessi hugsun vakir fyrir ritstjóranum, er hann skrifar um þingkosningar í Eyjafirði í síðasta bl. 4. þ. m. Rit- stjóri hr. Jón Stefánsson segir, að við Jóhannes Þorkelsson á Fjalli bjóð- um okkur fram hér f Eyjafirði til þess að »gera grín«. En eg get fullvissað Jón Stefánsson um það, að þetta er gert í fullri alvöru og af fullri nauð- syn; því vansalaust — eða grínlaust, svo eg við hafi hið heppilega orð Gjallarhorns, var það ekki, að eigi væru aðrir í boði í þessu bændahér- aði en þeir Stefán í Fagraskógi og skjólstæðingur Gjallarhorns, Hannes Hafstein. Menn, sem lítið hafa unnið fyrir kjördæmið og engu hlassi velt svo teljandi sé, og ekki ætíð getað orðið samrekstra, ekki einu sinni í Gjallarhorni, þar sem þó svo margt misjafnt og mislitt er á ferðinni, hvað innan um annað. Þar er bóndinn heima- gróni settur utar og neðar, eða eins og margur mundi hafa sagt skör lægra, en sjálfur höfuðpaurinn, ráðherrann fyr- verandi. Oðrum er hossað, hinum þrýst. En svo telur Gjallarhorn sjálfsagt, að kjósa þessa menn, þessa ósamkynja jkörgripi' Ætíð er »Hornið« jafnsmell- ið! En vitaskuld gerir það ekkert til, hvaða skoðun það hefir á þessu máli, því enginn tekur tillit til þess, sem »Hornið« vill vera láta. Enda er það brúkað til annars frekar en lesturs. Og ekki öfunda eg þá »sjálfsögðu«, þótt þeir njóti skjóls Jóns Stefánsson- ar. Hilt þykir mér meira um vert, að stéttarbræður mínir, bændur inn til fjalla og út með sjó, hugsuðu nú ræki- lega um kosningarnar, sem í hönd fara, hvílík feikna-ábyrgð á þeim hvíl- ir, að velja nú vel úr þessum fjórum nöfnum, sem á kjörseðlana erukomin; um fleiri er ekki að tala í þetta sinn. Þetta er enginn gamanleikur. Það er ábyrgðarmesta starfið, sem til er, að velja fulltrúana á þjóðarþingið, svo þingið verði sem sönnust og réttust mynd þjóðarinnar. Undir því er kom- in velferð einstaklinganna út um alt land. Hugsum oss að nú komist allur sá embættismannaskari að, sem er á fooðstólum um land alt. Getum við bændur búist við því, að þeir fari mjúkum höndum um hagi okkar. Mundi þeim ekki verða það fyrir að hugsa um sjálfa sig fyrst. Reynslan frá síðasta þingi bendir til þess, þar sem háskUinn var stofnaður af tómri »fordild« með það eitt fyrir augum, að koma allmörgum Reykvíkingum á fitulaun. Væru bændur fjölmennir í þinginu yrði vafalaust varlegar með landsféð farið. Þeir mundu þekkja upp- tökin að þeim peningastraumum, sem í landssjóðinn liggja, því það eru svitadroparnir af þeirra eigin líkama. Alt byggist á framleiðslunni til lands og sjávar. Þessvegna eðlilegt og sjálf- sagt að framleiðendur hafi meirihluta fulltrúa í þinginu úr sínum eigin flokki. — Og þetta verður — því einhvern tíma vaknar almenningur og þekkir sinn vitjunartíma. Eg er sannfærður um það, að bænd- um f Eyjafjarðarsýslu er það fagnað- arefni, að hafa nöfn þriggja bænda á kjörseðlinum í þetta sinn, tvö innan héraðs og hið þriðja á næstu grösum, og er þar um sérlega álitlegt þing- mannsefni að ræða. Og mættu kjós- endur hér minnast þess, að áður höf- um við Eyfirðingar kosið þingeyzka bændur, svo sem Einar heitinn í Nesi og Jón heitinn á Gautlöndum og gef- ist vel. Að síðustu má minna á það, að kosningarnar fara fram á ábyrgð allra kjósenda — eins þeirra', sem heima sitja — og geta þeir með hlutleysi sínu unnið það, að kosning verði ó- forsvaranleg svo í Eyjafj.s. sem ann- arsstaðar um land alt. Það sést senn, hvaða táp er í bænda- stéttinni eyfirzku. »Þess verður getið sem gert er«, sögðu feðurnir frægu. »Heldur því kusu þeir hel, en hjara að látinni sæmd.« Kr. H. Benjamínsson. Universal fæst á flestum verzl- unarstöðum landsins. Blönduós slitinn úr símasambandi. Undarleg mun mönnum þykja fregn- in. Þó er þetta svo, og er það land- símastjórnin, sem þessu ræður. Eins og kunnugt er voru ýms héruð gint til þess, þegar verið var að koma símanum á, að lofa stórum fjárfram- lögum árlega, til þess að fá símann. T. d. hafði Torfalækjarhreppur í Húna- vatnssýslu átt að borga árlegaö —700 kr. til þess að síminn fengi að koma í aðalverzlunarstað Húnavatnssýslu. En nú vill hreppurinn ekki lengur borga þenfta aukaskatt til landsímans og læt- ur þá landsímastjóri sverfa til stáls og kippir Blönduós út úr símasambandinu. Enginn minsti vafi getur á því leik- ið, að þessu máli lyktar með ósigri fyrir landsímastjórnina. Engin sennileg rök verða fyrir því færð, að Torfalækj- arhreppsbúar eigi fremur að greiða aukagjald til símans, en t. d. Seyðis- fjörður, Akureyri eða Reykjavík, enda getur landsímastjórnin ekki lengi haldið þessu fram. Upphaflega var þessu ankannalega fyrirkomulagi á komið, til þess að láta minna bera á hinum sanna tekjuhalla á símarekstrinum og enn á síðasta þingi var verið að reyna til að villa þingmönnum sýn, með því að fella burtu úr yfirliti yfir fjárhag símanna, bæði tillagið til stóra norræna, gjöld- in sem sogin voru út úr sýslu- og hreppsfélögunum og allan fyrningar- kostnað. Með því móti og öðru ekki tókst að fá sæmilega peningarentu út úr símarekstrinum. Og svo hrópuðu þeir upp heimastjórnarforingjarnir : Sím- inn er gróðafyrirtæki, landið stórgræð- ir á rekstrinum. Langsennilegast að héruðin fari bráð- lega hvert af öðru að neita að borga tillagið, enda óvíst að óhappið væri svo mikið. Undanfarin reynsla hafði sýnt það áður fullljóst, að loforð hér- aðanna um allskonar framlög til ýmsra fyrirtækja eru vafafé fyrir landssjóðinn. Hér var því til stofnað með lítilli fyr- irhyggju. Því fyr seni út af þeirri svikabraut rekur, því betra, enda næsta varhugavert fyrir landssjóðinn að ætla sér að íþyngja um of gjaldþoli ein- stakra héraða. UNlVERSALer óbrigðult meðal við gigt og taugagigt. X-ið í Norðra. Það er langt síðan menn vissu það, að mennirnir yfirleitt væri harla mis- jafnir að gáfum og eðlisfari. Smám saman fáum við líka nýja vissu íyrir því, að þessu sé svona farið, að menn- irnir eru ekki allir eins. Það er oss ætíð gleðiefni þegar vér heyrum, að einhver eða einhverir vinni eitthvert sæmdarverk, í þarfir lands og þjóða, þegar barist er kappsamlega Og heiðarlega fyrir einhverri lagurri hugsjón, sem styrkir og eykur andans þrótt og þrek og miðar að því, að gjöra oss að meiri og betri mönnum. Aftur á móti er það hrygðarefni öllum • góðum mönnum þegar hið gagnstæða kemur í ljós, og öllum ber saman um það, að það sé afar bágborið ástand, þegar svo hörmulega er komið fyrir manninum, að hann sér ekki annað takmark göfugra framundan sér — þó ekki sé nema um stundar sakir — en það, að spilla áliti og atvinnu annara, sverta þá og særa að ástæðulausu. Víst er sjóndeildarhringur slíkra manna þröngur og skilningur þeirra vanfær og lítt þroskaður, enda eru það mann- leysur einar og, að þessu leytinu, ó- drengir, er lána sig til slíkrar iðju. Því betur eru svona menn ekki á á hverju strái, enda væri þá heiminum illa farið, og ekki mikils fagnaðar að vænta í nánustu framtíð. Þó skömm sé frá að segja þá virð- ist svo sem eitt þetta smámenni hafi verið á erli hér um Þingeyjarsýslur í sumar. Avöxtur þess er sýnilegur í »Norðra« frá 14. júlí s. 1 , í smágrein þar: »Ur Norður-ÞingeyjarsýsIu« und- irrituð af X. Grein þessari er auðsjáanlega hnoð- að saman í þeim tilgangi að spilla á- liti og trausti Benedikts alþm. Sveins- sonar hjá alþingiskjósendum í Norður- Þingeyjarsýslu og jafnframt til að afla þar fylgis handa Steingrími sýslum. Jónssyni, er keppir þar um þingmensku. Vel má vera að þetta X sé einhver vesalingur, sem sýslumaður hefir tek- ið upp af götu sinni og veitt bjargir á emhvern hátt — því sýslumaður er hjálpsamur og drengur góður, en þó svo væri, þó X-ið þættist eiga sýslu- manni einhverjar þakkir að gjalda, þá er það engin afsökun fyrir X-ið »á þessu stigi málsins«, því ætíð má svo einn lofa, að annar sé eigi lastaður. En eðlið, það er insta hugsun hjart- ans kemur oftast í ljós, hvort heldur er í ræðu eða riti. Hjá X-inu hefir hin rfkjandi hugsun verið þetta: Að reyna að vinna einhverjum tjón. í þetta sinn varð Benedikt Sveinsson fyrir því — af því hann er landvarnarmaður. Vitanlega nær höf. ekki tilgangi sínum, þvf það er alkunnugt að B. Sv. er sæmdarmaður, áhugasamur og at- hugull um landsmál, enda hefir hann traust og álit, ekki einvörðu samflokks- manna sinna á þingi, heldur og ýmsra úr mótflokknum. Til að hnekkja því áliti þarf meira til enn orðagjálfur ó- hlutvandra manna. Og svo mikinn »pólitískan þroska« hafa Norður-Þing- eyingar, að ekki láta þeir önnur eins skriffinskubrögð og þetta, sem Norðri flytur, villa sér sýn. Því betur. Þessi aðferð sem X-ið notar gagn- vart B. Sv. er svo lúaleg og lýsir svo ódrengilegum hugsunarhætti að slíkt ætti ekki að samþykkjast með enda- lausri þögn. Þetta að lasta vissa menn en lofa aðra, alt eftir því hvaða skoðun þeir hafa á landsmálum, en taka ekki annað til greina af nokkru viti eða sanngirni, það er svo afarbágborið, svo afarvesalmannlegt. — Hugsunin sem liggur tii grundvallar slíkri bar- dagaaðferð er ekki göfug, ekki heiðar- leg. Hún sýnir í skuggsjá hið aumk- unarverða ástand þeirra manna, er þessa aðferð nota, hvers af þeim má vænta og hvers virði þeir eru. Eg vil að lyktum ráðleggja þessum skrifara að halda nú kyrru fyrir og senda ekki fleiri »skrif« í Norðra Ifk þvf er að framan er getið. Hann gæti þá að líkindum losast við það að liggja undir þvf almenningsáliti — sem ann- ars er svo hætt við að bíði hans, að hafa gert sveitinni sinni skömm, sýsl- unni sinni, þjóðinhi sinni —? Ætti hann alvarlega að renna huga til þess hvar hann stæði ef hann væri tekinn

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.