Norðurland

Tölublað

Norðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 4

Norðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 4
Nl. 164 Klæðaverksmiðjan „Gefjuq 9? á Akureyri tekur til vinnu: Ull, og ull og tuskur, til kembingar í plötu og lopa. — - — - — til spuna í allskonar band og þráð. — - — - -- til vefnaðar í karla- og kvennfataefni. — - — - — - — í kjóla- og drengjafataefni. — - — - — - — í nærfata- og stórtreyjuefni. — - — - — - — í rúmábreiður o. fl. Ennfremur tekur verksmiðjan á móti heimaunnum dúkum til þvotts, þófs, litunar, lóskurðar og pressunar. Ný sýnishorn eru í vinnu, og verða til sýnis innan skamms. Upplýsingar um vinnulaun o. fl. fást hjá umboðsmönnum vorum og á afgreiðslustofu verksmiðjunnar, sem er opin alla virka daga frá kl. 8 — 3 og 4-7. Vatnsafl og vélar eru nú í góðu lagi, og getur verksmiðjan því leyst vinnuna fljótt og vel af hendi. Verksmiðjan mun kosta kapps um, að öll afgreiðsia gangi sem greið- ast, og yfir höfuð leitast við að gera viðskiftamönnum sínum til hæfis. Verksmiðjufélagið á Akureyri, Limit. KLÆDEVÆVER EDEbljMG VIBORG, DANMARK. sendir 10 álnir af svörtu, gráu, dökkbláu, dökkgrænu eða dökkbrúnu „Ceviot"-kIæði úr alull í fallegat) kvenkjól fyrir einar 8 kr- 85 aura, eða 5 Inir af tvíbreiðum, svörtum, dökkbláum eða grámöskvóttum alullar- dúk í fallegan og endingargóðan karlmannsfatnað fyrir einar 13 kr. 85 aura Kaupandinn þarf ekki að borga flutningsgjald. Þetta er áhættulaust, því að hægt er að skila efninu aftur eða fá skifti, et mönnum líkar það ekki. Ull er keypt fyrir 65 aura pd. og prjónaðar ullartuskur fyrir 25 aura pundið. Fréttapistill. Húsavík n/io ’ll. Tíðarfar hér á Húsavík allan sept- embermánuð var afar erfitt og óhag- stætt, sífeldar rigningar og bleytuslög, að eins einn og einn dagur góður í bili; hvassviðri og sjógangur með köflum, svo öll sjósókn til aflafanga fórst fyrir að kalla mátti. Það leit út fyrir, að hey manna og einkum eldi viður stórskemdist, svo lítt yrði brúk- anlegur, en úr því hefir að miklu leyti bætt hin hagstæða og góða veðrátta frá 1. þ. m., en fiskiafli er mjög rír, enda gefa fáir sig við sjávarafla síðan fjártaka byrjaði (20. f. m.). Afli á mótorbáta yfir sumarvertíðina mátti heita allgóður, svo stuttan tíma, sem vertíðin stóð yfir; aflann sýnir skýrsla sú, sem hér með fylgir; hún er sam- in af Gísla lækni Péturssyni. Bátar Formenn Afli pd. Egill Helgi Flóventsson . . . 71,135 Kári Ásgeir Eggertsson . . . 70,655 Geysir Friðgeir Magnússon . . . 67,800 Njáll Jón Einarsson............... 67,676 Ylfingr Steirigr. Hallgrímsson . . 55,363 Goði Maríus Benediktsson . . 53,786 Garðar Aðalgeir Flóventsson . . 47,970 Gunnar Vigfús Vigfússon .... 47,697 Hafþór Kjartan Ólason .... 28,568 Geiri Árni Jónatansson .... 26,697 Samtals 537,347 Þessi afli áætlaður hér um bil 672 skpd. þur. Fjártaka hér er nú að enda, og mun hafa verið lógað með meira móti af fénaði, einkum í Kaupfélagi Þing- eyinga. Alment verð á afurðum fénað- ar var þetta: Kjöt af dilkum og full- orðnu betri tegundar 19 aurar, lakari tegund af dilkum og fullorðnu 17 aurar. Mör 22 aurar, gærur 38 aurar, haustull hv. 50, mislit 35 aurar. Fiski- mat hefir ekki tarið hér fram nema hjá Örum & Wulffs verzlun, enda flyt- ur sú verzlun út mestallan fisk sem hér er verkaður; kjötskoðun fór held- ur ekki fram nema við þá verzlun. Lítil háreysti hefir heyrst úr póli- tisku herbúðum flokkanna hér, síðan Breiðumýrarfundurinn var haldinn, en því meiri lágmæli munu hafa átt sér stað í pólitíkinni. Nú nýlega gengust helztu menn hér í þorpinu úr báðum flokkum fyrir því, að skora á þing- mannaefnin að halda hér þingmálafund fyrir Húsavíkurhrepp sérstaklega, og þær nærsveitir, sem vildu sækja fund- inn. Fundur þessi hófst þrnn 8. þ. m. kl. 4 e. hádegi; var hann fjölmennur og mættu báðir frambjóðendur. Fund- arelnið eða dagskráin var stjórnarskrár- málið og fjárhagsmálið. Ymsir tóku þátt í umræðum auk frambjóðendanna. Ur heimastjórnarflokknum: Steingr. sýslumaður, Aðalsteinn kaupmaður og Sigurjón Friðjónss. Ur sjálfstæðisflokkn- um: Benedikt kennari Bjarnarson og Gísli læknir Pétursson. Engin ályktun var gerð og engin atkvæðagreiðsla fór fram á fundinum. Fundurinn fór prúð- mannlega og skipulega fram og mun hafa staðið yfir 6—7 kl.tíma. Nú munu flokkarnir hafa hljótt um sig, þar til úrslita-orustan byrjar 28. þ. m. »Friðþjótur«,sauðaflutningsskipkaup- félaganna, fór héðan 25. f. m. á leið til Belgíu með yfir 2000 sauði héðan og af Kópaskeri. Skipið hrepti ofsa- storm, 100 sauðir drápust og skipið var sjálft mjög hætt komið. Fleiri skip Hefir þú reynt UNIVERSAL? Fröken Thaarup -$»tannlæknir<*- hittist í Hafnarstræti 84 frá 10—3 og 4V2-6. Þurra og góða svarðarrúsí kaupir i>fl. Jónssoi). Hausfull er borguð bezt í Carl Höepfners verzlun. Dömuúr 0g reiðbeizli fundið. Vitja má til Dúa Benidikfssonar. lórust og skemdust í sama stormin- um, þar á meðal hestaflutningsskip, sem misti alla þá hesta, sem það hafði meðferðis. »Friðþjófur« kom úr þess- ari svaðilför í nótt, og tók hér um 13 hundruð sauði f dag; hélt svo til Aust- fjarða að taka þar sauði í viðbót. X 50 ára prestur. 29. f. m. voru liðin 50 ár frá því er presturinn í Saurbæ f Eyjafirði, síra Jakob Björnsson, tók prestvígslu, og hefir hann nú flest embættisár að baki allra þjónandi presta landsins. Síra J"kob hefir ætíð verið sannur heiðursmaður, og árvakur og skyldu- rækinn sem embættismaður, enda jafn- an vinsæll hjá sóknarbörnum sínum. Brjóstgæðum hans, hjálpsemi og gest- risni er viðbrugðið. Fátækur hefir hann altaf verið, enda haft fyrir mörgum að sjá, og í þeim efnum átt við mikla og margvíslega erfiðleika að stríða, en hans síglaða og létta lund hefir borið hann mjúkt yfir það alt saman, og enn er gamli maðurinn mjög vel ern eftir aldri, hress og glaður, og hinn F.raustasti til heilsu. Fyrir hönd prestastéttarinnar norð- lenzku flyt eg prestaöldung þessum hugheilar hamingjuóskir á þessu fátíða afmæli hans. Qelr Sœmundsson. Þvingunarráð stiórnarinnar. Stjórnarráðið hefir neitað Ara Jóns- syni um fararleyfi noiður í Stranda- sýslu, án þess þó að færa neinar á- stæður fyrir. Ari bauð í stað sinn Björn Þórðarson cand. jur., hæfileika- mann, alvanan á skrifstofu þeirri, er Ari starfar á. Ekki sýnist mikilí vafi á leika í hverju skyni þetta er gert. En svo gæti farið, að kjósendur í Stranda- sýslu sýndu það með atkvæðum sín- um, að þeir kynnu ekki sem bezt slík- um þvingunarráðum. Frakkneskf herskip springur í loff upp. Frakkneska herskipið Liberté hafði sprungið í loft upp á höfninni í Toulon fyrir nokkrum dögum síðan. Tvö hundr- uð manna biðu bana við sprenginguna. Suðurmúlasýsla er veitt Guðmundi Eggerz sýslu- manni í Stykkishólmi. Ófriður í Suður-Evrópu. A þriðjudaginn barst hingað sím- fregn svohljóðandi: Grikkir og Rúmen- ar vígbúast. Portúgal: konungsliða- róstur, borgarastríð. Rjúpur keyptar hæsta verði í verzlun Sig. Sigurðssonar. Baðlyf ** ódýrast í verzlun Sig. Sigurðssonar. - Norska mjölið góða Og mylnumalaða mjölið fæst nú aftur í Kaupfélaginu. Rjúpur kaupi eg langhæsta verði í haust. Ásgeir Pétursson. RENNIMARK Friðriks Þor- grímssonar úrsmiðs á Akur- eyri er ekki F. T. Þ. heldur F. P. Þ. Skotfæri ódýrust í verzlun Sig Sigurðssonar. f Litun. Klœðaverksmiðjan „QEFJUN“ litar með haldgóðum, fögrum og ódýrum litum: Allskonar heimaunna dúka úr al- ull og hálfull. Endurlitar og pressar gömul sjöl, svo þau verða sem ný. Endurlitar allskonar fatnað og plögg haldgóðum litum. Engin borgun tekin fyrir pressun á dúkum Þe'm> sem litaðir eru í verksmiðjunni. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. Verksmiðjufélagið á Akureyri, Limit. SaltfisK kaupir Gránufélagsverzlun á Oddeyri. Prentsraiðja Odds Björnssonar,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.