Norðurland


Norðurland - 21.09.1912, Blaðsíða 1

Norðurland - 21.09.1912, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. 40. blað. Akureyri, 21. september 1912. XII. ár. Til kaupenda »N ORÐ U RLAN DS.« Það eru vinsamleg tilmæli blaðs- ins við alla þá, sem skulda því —og sérstaklega þá, sem ekki hafa gert skil til margra ára — að þeir greiði skuldir sínar nú í haust, er þeim er það hægast. Nærsveitamenn tnega borga í inn- skrift við Kauþfélagsverzlun Eyfirð- inga, ef þeim kemur það betur. Botnvörpuútgerðin. Það eru aðeins örfá ár síðan ís- lendingar fóru að gefa gaum botn- vörþuveiðunum. Erlendir botnvörp- ungar voru þá búnir að ræna fiskimið vor lengi. Vér höfðum ekki nema litlar og illa út búnar seglskútur til þess að sækja fiskinn á djúpmiðin, og útgerð þeirra bar sig oftast frem- ur illa, enda gátu þær ekki verið að veiðum nema hálft árið eða rúm- lega það. Svo komu vélarbátarnir, og allir vonuðu að þeir réttu við sjávarútveginn og yrðu til stórgróða fyrir landið. En þeir reyndust mis- jafnlega; víðast er arðurinn af þeim svo lítill, að útgerðin þolir engin skakkaföll, og mörgum hafa þeir komið í fjárþrot. Er ekki útlit til þess, að þeir verði til verulegrar frambúðar, eins og þeir eru nú, sízt hér norðanlands, því að hér verður þeim ekki haldið út nema 3 — 4 mánuði af árinu. Er þá ekki von að vel fari. Við erum fáir og smáir og fátœk- ir, og við fáum að heyra það úr ýmsum áttum; það er ekki talaður í okkur kjarkurinn! Fyrir 10—15 árum hefði það þótt heimskuleg fjarstæða, ef einhver hefði sagt, að vér ættum að hafa gufu- skip til fiskveiða. Menn mundu hafa sagt sem svo, að við værum svo fátækir, að það væri barnaskapurað halda. að' við gætum keypt gufuskip. En framtaksmennirnir sáu þó brátt, að við gátum aldrei notað fiskimið- in kringum landið til hlítar nema við færum að dæmi útlendinga og notuðum gufuskip til veiðanna, og að þá fyrst mundi sjávarútgerðin bera sig vel. Og þá urðu úrræðin nóg að eignast skipin. Á rúmum 6 árum hafa íslending- ar eignast 14gufuskip (botnvörpunga) vel úr garði gerð til fiskveiða, og von er á 2 eða 3 í viðbót mjög bráðlega, eftir því sem sagt er. Botnvörpungarnir munu kosta að tninsta kosti 150,000 krónur hver að nieðaltali með útbúnaði til veiða, og er það enginn stnáræðisskilditigur á °kkar mælikvarða. En botnvörpungarnir hafa borið s'g betur en nokkur önnur útgerð hér, 0g er jafnvel mælt, að sumir hafi borgað verð sitt með hinum hreina ágóða á 2 —3 árum. En hvað sem ýkt kann að vera um það, er hitb víst, að útgerðin ber sig vel, og að líkur eru til þesS, að botnvörpu- skipunum fjölgi óðfluga. Það, live botnvörpungarnir bera sig vel, liggur ekki hvað minst í því, að þeir geta stundað veiðar nær alt árið um kring, En það er tvöfaldur hagur, þar eð atvinna sjómannanna verður miklu stöðugri og meiri, en það er einmitt mein sjávarútvegar- ins og .sjómannanna, hve stuttur veiðitíminn er alment. Og þótt botnvörpungarnir stundi veiðar alt árið, er minni slysahætta á þeim en á seglskipunum og véla- bátunum, og er það ekki minst utn vert. Það er ekki von að einstakir menn geti eignast botnvörpunga, til þess eru þeir of dýrir; er það eini veg- urinn, að menn myndi félagsskap til þess að kaupa þá, enda eru þeir ís- lenzkir botnvörpungar, sem nú þeg- ar eru til, nær allir eign félaga en ekki einstakra manna. — Það eru þar sem annarsstaðar samtökin, sem koma á stað stórvirkjunum. Erlend tíðindi. % Ný fœða. »Ef maður er hungraður, þá gefið honum rafmagn. Ef hann bið- ur um brauð og ketsteik, þá látið hann í rafmagnsstól og framleiðið straum- inn«. Þessa undarlegu kenningu eða ráð- leggingu flytur franskur prófessor, Bergonie að nafni. Flutti hann nýlega fyrirlestur um þessar rannsóknir sínar og árangur þeirra á læknafundi í Nimes. Prófessorinn segir, að rafmagn geti komið mannslíkamanum að sömu not- um og vanaleg fæða. Hægur og jafn rafmagnsstraumur, sem leiddur sé um líkamann, segir hann að framleiði hita í honum á sama hátt og ket og brauð, og sé þá sá einn munurinn, að melt- ingarfærin losist við erfiði sitt. Smiðja Krupps ÍOO ára Hinn 7. f. m. voru 100 ár liðin frá því sett var á stofn hin mikla byssuverksmiðja í Essen á Þýzkalandi, sem kend er við Krupp. Til minningar um það gáfu eigendur hennar skrifstofufólki verk- smiðjunnar 900,000 krónur, og verka- mönnunum 900,000 krónur og konum þeirra og börnum 450,000 krónur. Borgarstjórninni í Essen gáfu þeir t,800,000 kr., en alls námu gjafir þeirra við þessa minningarhátið 12,- 600, 000 krónum. Þýzkalandskeisari var við minningar- hátíðina og særndi hann núverandi formann verksmiðjunnar mjög háum tignartitli. Keisarinn komst þannig að orði í ræðu einni, að fallbyssur Krupps hefðu drunið á þeim orustuvöllum, þar sem sigur var unninn við sameiningu Þýskalands. Siglingin um Rín. Þýzka stjórnin hefir áður reynt að fá stjórn Hollands til að sam- þykkja að leggja gjald á öll skip sem sigla um Rtnará. Rín rennur að vísu aðallega um Þýzkaland, en síðast um Holland og þar til sjávar, svo að ekki verður fram hjá Hollendingum gengið í þessu efni. Sigling um ána hefir ver- ið frjáls öllum þjóðum síðan 1868. Sá samningur, um siglingar um ána, var samþyktur af Prússum, Frökkum og fleiri þjóðum. Þjóðverjar hugsa sér að ógilda þenna samning, og leggja gjald á skip sem sigla um ána. Hol- lendingar hafa ekki enn viljað gefa samþykki sitt til þessa, en nú hóta Þjóðverjar því, í þeirri von að Hol- lendingar láti þá undan, að þeir skuli opna annan veg til Rínar en um ósa hennar á Hollandi. Það er þeim heldur ekki óvinnandi verk, því að nú er skurður milli Em- den og Rínar fyrir ofan Dússeldorf. Þes'si skurður er kallaður Dortmund- Ems skurðurinn. Hann er að vísu ekki stærri en svo, að 800 fonna skip geta siglt um hann, en hann má breikka og dýpka, og er þá skipaleið um Ems beint að Norðursjónum. Óþörf hrœð§la. Það vildi til 13. f. m. í frönsku herskipi í höfninni við loulon, að skipsmaður einn varð var við reyk, sem lagði upp úr púðurrúmi einu í skipinu; hélt hann þá að eldur væri að kvikna nærri púðrinu og kall- aði til manna úr eldliðinu að Koma með vatn. E11 þeir stukku óðara fyrir borð í stað þess að gegna skipuninni; margir aðrir fylgdu dæmi þeirra, og 250 manns steyptu sér útbyrðis til þess að flýja sprenginguna, sem þeir héldu að væri í nánd. Aðrir fóru þegar til, án þess að bíða eftir skipun skip- stjórans, og brutu glerkistuna, þar Fyrsta reikningsbók handa börnum eftir Jönas Jónasson, verO 15 aurar, - hefir aragrúa af dæmum og er sú léttasta og bezta byrjunarkenslubók í reikningi, Fæst hjá öllum bóksölum landsins. 64 mörkuðu einveldi, og gerir hana ýmist að engli eða djöfli, eftir því sem á stendur«. Ólafur var náfölur og röddin skalf eins og í barni sem berst við grát- inn. »Ester! F*ú hefir gert mig einmana annað sinn á æfi minni, en eg er ekki reiður við þig«. »Sá sterk- asti skal eiga þig«. Manstu eftir því? eg hefi sjálfur kveðið upp dóminn. Barn þitt hefir vald yfir þér, og það vald er sterk- ara en dauðinn, og sterkara en lífið og ástríðan«. Hann kreysti hina litlu, ísköldu hönd henaar að skilnaði en sagði ekki eitt orð. Svo féll hurðin á hæla honum. * * * Lestin, sem Ester fór með heim á leið, þokaðist hægt áfram um Sjáland og Fjón, stynjandi og and- varpandi eins og sárþjáður maður. Snjóuutn kingdi niður í sífellu. Hið hvíta klæði sem breiddist yfir jörðina varð æ þykkra, mýkra og þéttara, og loks hafði það nærri þakið hverja slóð og stöðvað alla umferð. Ferðafólkið var alt kvíðandi um ferðalagið. Sömu spurningamar voru á allra vörum í hvert skifti sem lestarstjórinn sást ganga fyrir vagngluggana, hvítur eins og snjókerling: Getur lestin komist áfram urn Jótland? Hvað kom- 61 mér, nú getur enginn hjálpað mér«, sagði hún í ör- væntingu. »Hversvegna kemur þú hingað inn, Ólafur? eg vil ekki að neinn sé hjá mér. Þú getur ekkert gert fyrir mig nema að fara burtu, og lofa mér að vera einni með þessa óttalegu kvöl«. »Móðir þín bað mig sjálf að fara inn til þín; hún hélt að eg, sem læknir, gæti ef til vill gert þig ró- legri yfir barninu. Þessar sorgarfréttir hafa Ifka fengið mjög mikið á hana, og hún hefir fengið eití þetta laugaveiklukast, sem hún á vanda fyrir, svo að hún getur ekki verið þér til hughreystingar á þessari reynslustund. Hún er móðursjúk og veikluð á þessu tímabili og eg þori ekki að láta hana koma inn til þín. Þú verður nú að reyna að vera róleg. Þú verður að reyna að safna kröftum til þess að þola þá raun sem fyrir þér liggur. Það er enn ekki vonlaust um að Sveinn lifi, við vitum ekkert með vissu um það, hvernig honum líður. Hallaðu höfðinu upp að mér«, sagði hann viðkvæmnislega og reyndi að draga hana að ,sér. »Nú tek eg líka þátt í sorg þinni með þér; þú verður að gera það mín vegna, elsku Ester, að vera róleg; ætlarðu ekki að gera það?« »Róleg!« Hún leit á hann, og augnaráðið var einkennilega óvingjarnlegt.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.