Norðurland - 21.09.1912, Blaðsíða 2
Nl.
154
sem lyklarnir voru geymdir, opnuðu
púðurrúmin og jusu í þau vatni. Þegar
búið var að koma á reglu, komust
menn að því, að reykurinn í púður-
rúminu hafði komið frá eldstæði undir
einum gufukatlinum og leiðst þangað.
188 manns af skipshöfninni sætir refs-
ingum fyrir óstillinguna.
Eftirmaður Booths. William Booth,
foringi hjálpræðishersins, sem nýlega
er dáinn, hafði nefnt elzta son sinn
til eftirmanns eftir sig. Hann heitir
Bromwell Booth og er nú 36 ára gam-
all. Hann kvað vera líkur föður sínum,
mikill eljumaður og stjórnsamur.
Nýir mótorvagnar. Frakkar hafa'
fundið upp á að nota nýja tegund
mótorvagna til ferða um eyðimerkur
f nýlendum þeirra í Atríku. Vagninn
hefir 6 hjól og er í honum 50 hesta
vél. Hann er einnig útbúinn til þess
að geta flogið (eða lyft sér) yfir ýmsar
torfærur sem verða á vegi hans, skurði
og því um líkt. Hann á að geta farið
með 3 menn upp brekkur, þar sem
hallinn er I stika á hverjum 5, með
12—15 enskra mílna hraða á klukku-
stund.
Hryllileg mord. Enskur maður, Ró-
bert Murrey að nafni, hafði^ifzt tveimur
systrum, og átti tvö börn við annari
en eitt við hinni, og voru báðar á
lífi. Þær bjuggu hver í st'nu húsi Ný-
lega myrti hann aðra konu sína og
barn hennar í herbergi þeirra, læsti
herberginu og sótti síðan hina og börn
hennar og fór með þau ísama húsið og
skaut þau þar öll.Börnin dóubæði, en kon-
ankomst undan mikið særð og hljóp út á
strætið. Maðurinn setti þá öll líkin í röð
í sama herberginu, helti olíu um það
og kveikti í húsinu, og skaut svo
sjálfan sig. Húsið brann þó ekki. í
jurtapotti í forsalnum fanst miði sem
á var ritað með blýanti: »Eg er al-
gerlega eyðilagður maður og get ekki
lifað. Eg hefi myrt alla skjólstæðinga
mt'na. Jarðið okkur öil saman. Guð
hjálpi mér!«
Marokkósoldáninn, Mulai Hafid, hefir
sagt af sér sökum heilsubilunar; fær
hann 270,000 krónur á ári í eftirlaun.
Hann hefir bent á yngsta bróður sinn
sem eftirmann »sinn; hafa Frakkar
samþykt það og gert hann að sold-
áni í Marokko. Hann heitir Mulai Yussif.
Cordosa málið. Fyrir nokkru er hafið
sakamál fyrir fjársvik, gegn verzlun-
arfélagi í Kaupmannahöfn, sem nefn-
ist »The American exchange Co.<
Aðalmennirnir, sem atvinnuna reka,
eða hafa formenksu félagsins á hendi,
eru tveir feðgar, Louis Cordosa ogHarry
Cordosa, (sonur hans), og er starfsemin
aðallega í því falin að kaupa tyrir
aðra verðbréf í kauphöllum í Ame-
ríku, og hefir hún verið rekin í stór-
um stíl.
Maður að nafni Byrdal, málfylgir í
Kaupmannahöfn, kom málinu af stað,
og kveðst hafa sannanir lyrir því, að
alt sé bygt á svikum. Var Harry Cor-
dosa nýlega tekinn fastur í Noregi, á
leið frá Ameríku. Harry er aðeins 24
ára. Sagt er að Sonja Cordosa, systir
Harrys, hafi aðstoðað þá vfð fjársvikin;
hún er 22 ára. Rannsókn stóð yfir í
málinu, er síðast fréttist, en dómur
var eigi fallinn.
Hret erlendis. Víðar koma hret en
á íslandi. í byrjun ágústmánaðar, litlu
seinna er hríðarnar byrjuðu hér, komu
fádæma kuldar og óveður á Bretlandi
og eyðilögðu mjög uppskeru alla.
Um miðjan ágúst voru og miklir
kuldar og ofviðri á Frakklandi, og
snjóaði jafnvel sunnarlega í landinu.
- X
StaOfest löít.
Konungur staðfesti 13. þ. m. lögin
um merking á keti.
Tveir læknar hafa þegar fengið til-
sögn í kjötskoðun hjá dýralækninum
hér á Akureyri, þeir Gísli Pétursson
héraðslæknir á Húsavík og Björn Jós-
efsson settur héraðslæknir á Sauðár-
krók.
Yfirdómurinn.
Kristján Jónsson var skipaður aftur
dómstjóri 13. f. m.
Kindagarnir.
Fyrir nokkrum árum var byrjað að
flytja kindagarnir út sem verzlunar-
vöru, og hafa síðan verið útfluttar og
andvirði þeirra numið nokkrum þús-
undum króna árlega. En garnirnar hafa
ekki reynst vel og eftirspurnin hefir
farið minkandi, sem líklega er að
kenna verkuninni á görnunum og kann
ske meðfram af því að dilkagarnir,
sem eru minna virði, hafa verið látnar
saman við garnir af fullorðnu fé, en
það ætti að hafa hverja tegundina út
af fyrir sig.
Eftir að búið er að taka garninar
úr kindinni, verður að hreinsa þær og
strjúka gorið úr þeim, láta þær sfð-
an í kalt vatn, sem þær standi í til
næsta dags, hreinsa þá alt slím úr
þeim, helzt í volgu vatni, og hella
volgu vatni í þær með trekt og láta
það renna gegn um garnirnar til þess
að ná slíminu sem bezt úr þeim. Að
þvi búru á að leggja þær í ílát með
söltti vatni í og láta þær liggja í því
1 — 2 stundir, salta þær síðan vand-
lega niður í tunnur.
Það er áríðandi að fara varlega með
garnirnar og láta þær ekki verða fyrir
neinum áföllum eða höggum, svo þær
ekki hruflist né merjist og má aldrei
kasta þeim frá sér á jörðina né fleygja
þeim í flát, nema vatn sé í því o. s.
frv.
Ofanritaðar leiðbeiningar, sem að
vísu eru ófullkomnari en jeg gjarnan
hefði óskað, geta þó, ef til vill, gert
nokkurt gagn og kann ske komið því
til leiðar að markaðurinn fyrir íslenzk-
ar kindagarnir fari heldur batnandi,
svo á þann hátt komi nokkrir peningar
inn í landið, sem annars færu að for-
görðum. Bið jeg yður því, herra rit-
stjóri, að prenta ofangreindar leiðbein-
ingar í heiðruðu blaði yðar, svo snemma
að lesendur blaðsins geti séð þær áð-
ur en fjártakan byrjar 1' haust.
Virðingarfylst.
Jakob Qunnlögsson.
Kaupmannahöfn, 15. ágústm. 1912.
62
»Hvað veizt þú, eða hvað skilur þú af tilfinning-
um mínum á þessari stund?
Þú varst búinn að binda ímyndunarafl mitt í svo
þéttum og smágerðum ástarvef, að eg hvorki heyrði
né sá.
En nú heyri eg, nú sé eg. Óp litla drengsins
míns hafa vakið mig aftur til veruleikans, — en þar
ert þú ekki, Ólafur, — þú ert nú langt, Iaagt í
burtu. Sál mín rúmar aðeins eina hugsun — barnið
mitt. Pað er ekki þitt barn, Ólafur — og það
myndar djúpið sem aðskilur okkur; — eg þrái hann
og barnið hans.
Getur þú skilið það, að eg, sem hefi verið í
faðmi þínum, og finn enn kossa þína á kinn minni,
finn nú ekki hjá mér eina einustu hugsun sem snýst
um þig?
Eg veit að eg er vond, og að eg særi þig og
fer illa með þig, — eg trúi því að þú elskir mig,
og þó mundi eg fórna ást þinni, án þess að hika
hið minsta, til þess að geta lengt líf barnsins míns
u n eina klukkustund.®
»Pú ert vitstola, Ester, og veizt ekki hvað þú seg-
ir,« tnælti Ólafur.
»f>ú verður auðvitað hjá barninu þínu meðan það
er veikt, en ef það lifir, þá geri eg tilkall til þín
aftur — og, — « hann beygði sig niður að henni og
hvíslaði, en röddin skalf af niðurbældum ofsa og
ástríðu; »ef barnið þitt deyr . . , þá situr ef til vill
63
einhverntíma aftur barn í keltu þinni — fyrsta barn-
ið okkar. Ó, Ester! er það ekki unaðsleg tilhugsun,
sem getur lyft þér yfir sorg og dauða?«
Ester spratt á fætur og hratt honum frá sér.
»Fyrsta barnið okkar! Veiztu ekki að það er dáið
— áður en það kom undír? — Og þó munu þessi
orð þín um það aldrei h'ða mér úr minni; þau munu
lifa eins og umskiftingur, sem drekkur af hjartablóði
mínu, — eg gleymdi eigin barni mínu vegna föður
hins ófædda.
En nú er alt á enda. Ást mín er dauð, Ólafur.
Þótt heill heimur væri á milli okkar, þá gæti eg ekki
verið fjær þér en eg er nú.
Ef barnið mitt lifir, þá ætla eg að grátbæna föð-
ur þess að lofa mér að vera hjá því, — en ef Sveinn
deyr, þá — nei, eg þori ekki að fylgja þeirri hugs-
un til enda, hún hverfur út í hinn óendanlega, tóma
geim.
Farðu nú Ólafur. Eg vil ekki biðja þig að fyrir-
gefa mér það sem eg hefi gert, — ekkert getur af-
sakað þrá hinnar sjúku sálar minnar til þess að vera
elskuð, — eg hafði barnið mitt.«
Ólafur stóð upp.
»Pú segir satt, Eeter, nú er alt umliðið! Hinn
fagri ástardraumur okkar varð að andvana fæddum
vanskapningi, óðara en hinn daufi barnsskuggi birtist
sjónum þínum. Konan hefir aðeins eina sterka hvöt
— móðurástina. Hún ræður yfir henni með ótak-
Símfréttir til „Nls“
frá Reykjavík.
Ófriðarhorfur aukast milli Tyfkja
og Búlgara.
Japanski hershöfðinginn, Yogi,
og kona hans ristu sig bæði á kvið
til bana til sorgarmerkis sökum and-
láts keisarans.
Höfnin- Bæjarstjórn Reykjavíkur
hefir samþykt að taka tilboði Mon-
bergs um hafnargerðina. Á að byrja
á verkinu með árinu 1913 og því
að vera lokið 1916.
Einar Hjörleifsson skáld er ráð
inn kennari í sjónleikalist í Reykja-
vík í vetur.
Nýr botnvörpungur er í smíðum
á Englandi, eign P. Thorsteinssonar
í Reykjavík o. fl.
X
Lög um einkasölu-heimild
landsstjórnarinnar á steinolíu.
1. gr.
Landsstjórninni veitist heimild til
að kaupa svo rtiikla steinolíu, sem
henni þurfa þykir til að birgja landið,
og selja hana kaupmönnum og öðrum
(kaupfélögum, sveitarfélögum o. s.
frv.), fyrir það verð, er liðlega svari
kostnaði og vöxtum.
í þessu skyni veitist stjórninni heim-
ild til að taka það lán, sem á þarf
að halda.
2. gr.
Meðan stjórnin notar þessa heimild,
er engum öðrum leyfilegtað flytja hing-
að til lands steinolíu, en stjórninni.
3- gr-
Stjórninni er heimilt að fela ein-
stökum mönnum eða hlutafélögum inn-
lendum að standa fyrir kaupum og
sölu á olíunni, og hún má einnig fram-
selja í þeirra hendur heimild sína og
einkarétt til olíuinnflutnings eftir lög-
um þessum, með þeim skilyrðum, er
hún telur hyggileg og nauðsynleg, þó
ekki lengur en 5 ár.
4- gr-
Brot gegn 2. gr. laga þessara varða
sektum alt að 100,000 kr., og skal
ólöglega innflutt olfa upptæk, og and-
virðið renna í landssjóð. Með brot
gegn lögunum skal farið sem með al-
menn lögreglumál.
5- gr.
Lög þessi öðlast gildi þegar í stað
X
Verðlaun fyrlr íslenzkar fiskafurðlr.
Á fiskiveiðasýningunni í Kaupmanna-
höfn í sumar voru veitt þéssi verð-
laun fyrir íslenzkar fiskafurðir:
Verðlaunapeningur úr gulli. Hann
fengu: H|f. P. J. Thorsteinsson og
verzlun H. P. Duus fyrir fiskjfurðir
en Hjf. Hinde á Siglufirði fyrir salt-
aða sfld.
Verðlaunapeningur úr silfri. Hann
fengu: Th. Thorsteinsson kaupm. og
Gísli Jónsson konsúll í Vestmannaey-
jum lyrir saltfisk.
Verðlaunapeningur úr Bronse. Hann
fékk niðursuðuverksmiðjan »ísland« á
ísafirði fyrir niðursoðinn fisk.
Cand. phil, Óli Stelnbach
hefir þ. 15. ágústm. verið löggiltur
(autoriseraður) semtannlæknir af stjórn-
arráði íslands.