Norðurland


Norðurland - 21.09.1912, Blaðsíða 3

Norðurland - 21.09.1912, Blaðsíða 3
kaupir undirritaður hsesta verði og borgar með peningum út í hönd. SlG. SlGURÐSSON. með áskrúfuðu loki komu með „Flóru" í verzlun Sn. /ónssonar. Ætíð ber að heimta Kaffibœti Jakobs Gunnlögssonar þar sem þér verzlið. Smekkbezti og drýgsti kaffibætir. Því aðeins egta að nafnið JAKOB OUNNLÖGSSON og blátt flagg með hvítum krossi standi á hverjum pakka. Skólapiltur. Reglusamur skólapiltur getur fengið gott herbergi leigt í vetur með öðrum skóla- pilti í góðu húsi á Akureyri. Hann getur og fengið þar keypt fæði og aðhlynningu, ef hann æskir þess. Ritstj. vísar á. Veðursímskeyti til J'IIs. frá 8. til 14. sept. 1912. Ak. Gr. S'f. ís.| Rv. Vm. Þh s. 1.0 -2.0 i-7 -1-3 4.8 2.8 3-6 M. -2.3 -35 0.2 3-9 5-o 6.7 5-8 Þ. 4-3 90 2.7 ú-3 8.0 7.6 5-4 M. io-5 7 5 i°-5 '0-5 9-5 8.0 4-7 F. 10.5 8.5 14.1 12.0 12.0 9-5 8.5 F. 9.0 65 9-5 8-5 7.8 8.2 10.1 L. 8-5 6-5 9-3 8.0 8.7 8-5 10.0 K1 ít'.h.) 6 — 8 - 6 — 6 — 6 — 6 — 6 Vilhjálmur Guðmundsson bóndi á Ytribrekkum á Langanesi and- aðist 13. þ. m., merkur maður og vel látinn. Hans verður síðar minst nánar hér f blaðinu. X TOMBOLA til ágóða fyrir aðalsamkomuhús bæj- arins, Good-Templarahúsið, verður haldin að forfallalausu fyrstu dagana í október. Nánar auglýst síðar. Akureyri 20. sept. 1912. Tombólunefndin. í bæjarlandi Akureyrar hafa tapast ísföð og yfirdýna aí hnakk. Finnandi er vinsamlegastbeðinn að skila því í Kaupfélagsbúðina. Kensla. Undirrituð veitir stúlkum tilsögn í Klæðasaum og útsaum í vetur eitisog undanfarna vetur. Margrét Jónsdöttir. ÍSAFOLD. Nýir kaupendur að næsta árgangi blaðsins fá þessar sögur í kaup- bæti, þegar þeir borga blaðið: 1. Fórn Abrahams (600 bls.) eftir Gustaf Jansson. 2. Herragarðssöguna eftir Seimu Lageriöt. 3. Davíð skygna eftir Jónas Lie. DAVÍÐ SKYGNI er heimsfrægasta saga Jónasar Lie. HERRAGARÐSSAGAN einkend sömu snild og önnur skáldrit Selmu T.agerlöf. FÓRN ABRAHAMS einhver frægasta skemtisaga sem getur. Þessar 3 bækur eru í raun réttri miklu meira virði en verð heils árgangs (4 kr.) nemur. Menn fá blaðið nú frá I. okt. til ársloka fyrir eina kfónu. Útsöiumaður blaðsins á Akureyri er herra verzlunarmaður Aðalsteinn Kristinsson, og tekur hann á móti pöntunum á blaðinu. ísafold er hér um bil helmingi ódýrara árgangurinn en önnur innlend blöð yfirleitt eftir efnismergð. Að réttri tiltölu við verðið á þeim ætti húrt að kosta 8 kr., en er seld fyrir helmingiminna. Þetta eru hin mestu vildarkjör, sem nokkurt íslenzkt blað hefir nokkurn- tíma boðið. ÍSAFOLDAR kaupendur eru ekki látnir borga 1 eyri fyrir það af blaðinu, sem fer undir auglýsingar. Að því frádregnu, þ. e. án auglýsinga, er hún full- ar 50 arkir hér um bil árg., sama sem önnur blöð eru yfirleitt í mesta lagi með auglýsingum, þótt sama sé söluverðið og þau nær öll í minna broti. — Það er hinn mikli kaupendafjöldi, sem gerir ísafold kleift að veita þessi stórkostlegu vildarkjör. Inn á hvert heimili í landinu ætti hún því vissulega skilið að komast og meira en það. ÍSAFOLD er landsins langstærsta blað og eigulegasta í alla staði. ÍSAFOLD er því hið langódýrasta blað landsins. ÍSAFOLI) er, sem sé, 80 arkir um árið, jafnstórar eða efnismiklar eins og af nokkuru blaði öðru innlendu, og kostar þó aðeins 4 kr. árg., eins og þau sem ekki eru nema 5°—60 arkir mest. ÍSAFÓLD gefur þó skilvísum kaupendum sínum miklu meiri og betri kaup- bæti en nokkurt hérlent blað annað. ÍSAFOLD styður öfluglega og eindregið öll framfaramál landsins. ÍSAFOLD er og hefir lengi verið kunn að því, að flytja hinar vönduðustu og beztu skemtisögur. ÍSAFOLD flytur nú öllum blöðum meira af myndum, útlendum og inn- lendum. ÍSAFOLD er blaða bezt. ISAFOLD er fréttaflest. ISAFOLD er lesin mest. Kaupið „Geysir“-ofna í verzlun SN. /ÓNSSONAR. Ketsala til Enjtlands. Félag í Lundúnum hefir samið við »Sláturfélag Suðurlands* um kaup á IOO þúsund tvípundum af nýju keti. Ætlar fél. að senda skip með kæli- rúmi til Reykjavíkur f haust til að sækja ketið. Verðið er 48 aurar fyrir tvípundið þar á staðnum. Með þessu er að líkindum opnaður góður markaður á Englandi fyrir nýtt (kælt eða fryst) ket héðan. Norðlenzka ketið ætti þá að geta komist í gott verð. ‘Unsrmennafélag: Akureyrar* heldur hlutaveltu í Goodtemplara- húsinu á morgun. Vélarbátur ferst. 1 Um miðjan fyrra mánuð fórst vél- arbátur úr Hrísey með 3 mönnum. For- maður bátsins var Halldór Sigurbjarn- arson í Hrísey, en hásetar Stefán Þor- steinsson úr Hrísey og Magnús Jóns- son af Arskógsströnd. Smérsala erlendis. Nokkuð af íslenzku sméri var ný- lega selt f Leith fyrir 123 shillings 100 pundin (pundið á 1,12). Stjórnarráðið' Oddur Hermannsson lögfræðingur er orðinn aðstoðarmaður í annari skrif- stofu stjórnarráðsins, f stað Magnúsar Guðmundssonar. Marínó Hafstein er og skipaður þar aðstoðarmaður. 68 »Hann lifir ennþá, en það eru litlar líkur til að honum batni,« svaraði hann stutt. Htln gekk hratt inn í húsið og ætlaði inn í stof- una, þar sem Sveinn svaf, en Krabbe tók fast um handlegg hennar og hélt henni aftur. »Þú ættir að hugsa þig um, áður en þú ferð inn til hans,« sagði hann; »hann hefir barnaveiki, og þú veizt hve næm hún er; en nú hefir þú svo mik- ið til að lifa fyór, að jiú ættir að hlífa þér.« Það var biturt háð í röddinni, sem gerði hana al- veg kjarklausa. »Má eg fara inn til hans? spttrði hún nærri því auðmjúk, án þess að þora að líta á hann. »Máttu! já auðvitað máttu það, og mér þykir vænt um að þú vilt það. Drengurinn hefir svo oft kallað á þig síðan hann varð veikur, að hann ætti það sannarlega skilið að fá að sjá þig einusinni enn. Litli, veslings drengurinn minn, barnið mitt!« Röddin var svo þýð, að henni fanst hvert orð vera sem ástaratlot. Hann hjálpaði henni að fara úr kápunni, og hristi snjóinn af henni með ósjálfráðri umhyggju, Þegar þau komu inn í dagstofuna, dró hann hæg- indastól að ofninum. »Seztu nú niður og vermdu þig, áður en þúferð inn til hans,« mælti hann. »En hvað er þetta? hér er þá kalt; eldurinn er dauður í ofninum. Eg lét fólkið fara að hátta; eg ætlaði að vaka einn hjá hon- 65 umst við langt í kvöld? Er komið nokkurt skeyti frá járnbrautastjóranum um að lestir séu teptar? Ester spurði einskis. Hún leit þögul á lestarstjór- ann, en augnaráð hennar lýsti sárustu örvæntingu. Og hann skildi þetta tillit, sem var ákveðnara en all- ar spurningar. Hann kinkaði vingjarnlega kolli til hennar. »Við komumst enn áfram, kæra frú; að vísu geng- ,ur það seint, en meðan lestin stöðvast ekki alveg, förum við þó í áttina,« sagði hann hughreystandi. »Nú er ekki nema 6 míltir heim til yðar, frú — og bráðum ekki nema 4«, sagði hann við hana nokkru síðar. ' En eftir litla stund kom hann aftur og mælti: »Nú komumst við ekki lengra fyr en upp styttir, við sitjum fastir í snjóskafli og komumst hvorki á- fram né aftur á bak. En það er stór búgarður hér nærri, og þar geta ferðamennirnir líklega fengið að vera þangað til veðrið batnar. Rað hafa þegar verið gerð boð eftir sleðum.* »Eg get ekki verið hér; eg verð að halda áfram; eg rata heim; það eru ekki nema tvær mílur þang- að, í mesta lagi; það er miklu styttra en með járn- brautinni,* sagði Ester í örvæntingu sinni, einbeitt og ákveðin. »F*á leið er hvorki stígur né slóð, frú! — þér hætt- ið bæði lífi yðar og heilsu að fara,« sagði lestar- stjórinn.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.